Tíminn - 21.05.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.05.1966, Blaðsíða 5
\ LAUGARÐAGUR 21. maí 1966 TÍMIWW Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framjkvsemdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarfnsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði 'G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Ang- iýsingastj.: Steingrfmnr Gfslason. Ritstj.skrifstofur I Eddu- básmn, slmar 16300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sfmi 18300. Áskriftargjald kr. 95.00 á mán. innanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. r™ ■■ - ■ ■"■■■ Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Fær Ky marskálkur að fara sínu fram í Suður-Vietnam? Fram til sigurs Á morgun ganga Framsóknarmenn sóknglaðir og sig- nrvissir til kosninga í öllum kaupstöðum og kauptúnum laisdsins. Þ$ð kom ljóslega fram í semustu bsejar- og sveitar- stjómarkosningum, að íhaldsandstæðingar og frjálslynt fóTk telja meginnauðsyn að efla eiim sterkan þjóðlegan umbótaflokk gegn íhaldínu. Þessvegna varð Framsóknar- flokkurinn stærsti íhaldsandstqðuflokkurinn í kaupstöð- imum og kauptúnunum. Þessi þróun hefur haldið áfram síðan. Þótt þessar kosningar snúist að veru'legu leyti um hæj- armal, snúast þær ekM siður um landsmál. Forsætisráð- herrann hefur gert alveg sérstaka kröfu til þess, og er ekM nema gott um það að segja. Það er sMljanlegt, að hann vflfi fá vitneskju um, hver sé afstaða maima tll stjórnarstefnunnar. Fái stjórnarflokkarnir góða útkomu, mun stjómin telja það hvatningu um að halda óbreyttri stefnu áfram. Tapi stjómarflokkamir, sér stjörnin, að stefna hennar er óvinsæl og mun haga sér eftir því. Þess vegna eru kosningarnar tilvalið tækifæri fyrir menn til að lýsa andstöðu við dýrtíðar- og lánsfjárhaftastefnu stjómarinnar. Það gera menn hezt með því að efla Fram- sóknarflokkinn. En þótt Framsóknarmenn og stuðningsmenn þeirra gangi bjartsýnir til kosninganna, má það ekki draga úr því, að -sleitulaust sé unnið þann tíma, sem eftir er, og á sjálfan kjördaginn. Oft hefur það hent, að mikilvæg- ustu úrslit hafa oltið á örfáum atkvæðum, jafnvel eimi atkvæði.Þess vegna heitir Framsóknarflokkurinn á fylgis menn sína og aðra stuðningsmenn, að þeir herði nú enn sóknina og haldi sleitulaust áfram, unz kjörstöðum hef- ur verið lokað. Fram til sigurs, umhótamenn og fram- farafðlk í öllum kaupstöðum og kauptúnum landsins — fram til sigurs í baráttu við íhald og dýrtíð, upplausn og sundrungu! Gerum sigur Framsóknarflokksins glæsi- legan! Sogið og hitaveitan Svo hræddir eru þeir Morgunblaðsmenn nú við Fram- sóknarflokMnn, að þeir hafa gripið til gamla rógsins mn fjandskap hans við Reykjavík, sem hafi m.a. komið fram í andstöðu við Sogsvirkjunina og hitaveituna! Þá Mbl-menn flökrar ekkert við því, þótt skráðar heim- ildir sýni, að Sogsmáhð komst fyrst fram í bæjarstjóra- inni eftir að Alþýðuflokksmenn og Framsóknarmemi höfðu tryggt sér stuðning eins af fulitrúum Sjálfstæðte- floidvsins. Fyrir það var hann kallaður Júdas af flokks- bræðrum sínum og honum sparkað úr bæjarstjómkini. Hitaveitan hefur alltaf notið stuðnings Framsóknar- flokksins, enda hafði flokkurinn forustu um, að heitt vatn væri notað til upphitunar á húsum. Það var hins vegar fyrsta verk Bjarna Benediktssonar í bæjarstjórn að tefja framkvæmd hitaveitunnar í 3—4 ár, því að hann vildi ekki láta taka lán til hennar með ríkisábyrgð. Þann- ig hugðist hann sanna, að ReykjavíkurbsQr hefði meira lánstraust en ríkið og átti að nota það til að ófrægja þá- verandi vinstri stjóm. Vitanlega fékkst lánið ekki án rík- isábyrgðar. Töfin, sem hlauzt af þessu misheppnaða her- bragði Bjarna, tafði hítaveituna í mörg ár, og varð þess valdandi, að hún varð miklu dýrari en ella. EkM batnar því hlutur Sjálfstæðisflokksins við það, að farið sé að rifja fortíðina upp. Bandaríkjastjórn verður hér að marka ákveðnari stefnu BJA'RTASTA vonin um skipulega og skynsamlega lausn í Suður-Vietnam er við það bundin, að mynduð verði í Saigon ríkigstjóm, sem sam- Lð getur við Viet Cong og vaidhafana í ílanoi. Fáir trúa bví, að úrslit ófalsaðra kosn inga í Suður-Vietnam leiði til myndunar ríkisstjórnar, sem staðráðin sé í að berjast þar til að hernaðarsigur er unn- inn. Hve lítill möguleiki er á að íbúar Suður-Víetnam kjósi slíka stjórn sannast bezt á því, að Ky forsætisráðherra leggur >ig allan fram trm að draga kosningarnar á langinn eins og hann framast getur. Þrátt fyrir þá skoðun, sem Rusk utanríkisráðherra lýsti yf- ir fyrra sunnudag, að menn hefðu rangtúlkað viðhorf Kys og hann væri í raun og veru alls ekki á öndverðum meiði við stefnu Bandaríkjamanna, er sannleikurinn sá, að skoð- anir Kys hafa alls ekki verið rangtúlkaðar. Fréttamaður frá Associated Press ræddi við hann á nýjan leik fyrra mið- vikudag (Saigo-!-tími) og Ky marskálkur lýsti þá yfir enn á ný, að hann gerði ráð fyrir að gegna störfum að minnsta kosti fram á mitt næsta ár. Og hann bætti við, að hann æt.'aði að berjast gegn „hlutlevsingj- unum,“ ef þeir bæru sigur úr hýtum í væntanlegum kosning- um. ÞEGAR svona stendur á er okkur ærinn vandi á nöndum með stefnuval. E£ við látum Ky marskálk tala um að halda áfram að fara með vö!d og styðjum hann eftir sem áður er ekkert líklegra en að póli- tíska vopnahiéið, sem tekizt hefur að koma á í SuðurViet- nam, fari út um þúfur á nýj- an leik. Miðhluti Vietnam kynni að brjótast undan valdi ríkisstjórnar Kys og götuóeirð irnar héldu áfram. Á hinn bóginn yrði allt ann- að en auðvelt fyrir bandaríkja- menn að aga herstjórnina, sem treysta verður á til áframhald- andi styrjaldarreksturs. Árang- urinn gæti sem bezt orðið sá, að við yrðum einnig að taka á okkar herðar alla byrði styrj- aldarrekstursins. Vandinn, sem við okkur blas ir, er erfiður úrlausnar og all- ar horfur á að hann haldi áfram að vera óleystur nema því aðeins, að við gerum ljósa grein fyrir markmiðum okkar og stefnu. Ástæðan til þess, að Ky marskálkur talar eins og hann gerir og býður yfirlýstri stefnu Bandarikjastjórnar birg- inn, er einfaldlega sú. að hann veit, að Bandaríkjastjórn er meira en á báðum áttum að því er varðar þetta allt sam- an. Ky roarskálkur segtr ekki upphátt aimað en það eitt, sem áhrifamiklir bandarískir leið- togar hugsa í hljóði með sjálf um sér. HIN opinhera afstaða okkar Bandaríkjamanna er að stuðla að kosningum í Suður-Vietnam og hlíta niðurstöðu þeirra, en þessi yfirlýsta stefna túlkar ekki ótvíræða ákvörðun forset ans. Fjölmargir embættiimenn I þjónustu hans eru andstæðir kosningum, vilja ekki um- samda lausn á stríðinu og ætla sér alls ekki, ef hjá því verð- ur með nokkru móti komizt, að gera nokkurn tíma nokkra samninga, sem fela í sér brott- hvarf bandarísks heraf’.a af meginlandi suð-austur Asíu/ Enn er semsagt ótekin hin mikla ákvörðun, hvort það sé í raun og sannleika stafna Eandaríkjastjórnar að lita kosningar fara fram og sætta sig við úrslitin. Ef og þegar sú ákvörðun er í alvöru tekin að þetta sé stefna okkar, hljdt- um við að creyta samkvæmt iienni. Við verðum að viðurkenna þá staðreynd, ,að Bandaríkja- menn komast ekki með nokkru móti til a ðtaka ákveðna af- stöðu til kosninga í landi, sero er að öllu leyti upp á aðstoð Bandaríkjanna komið og hvar fjórðungur milljónar banda- rískra hermanna er við skyldu- störf. AŒ) MEITA að taka af stöðu til kosninganna er í raun og veru sama og að leyfa þeim, sem mesta hafa handa milli af byssum og lausafé. að hagræða úrslitum kosninganna sér í hag. Hreinasta og vænlegasta at staða, sem við getum tekið, er að kanna alla málavexti sem gaumgæfilegast og vern-ia síð- an þá, sem við teljum hafa meirihluta manna að baki sér, en hamla gegn hinum, sem sitja' á svikráðum í því augnaauöi að hafa vilja meirihlutans að engu. Að hliðra sér hjá að taka þá ákvörðun, sem drepið var á hér á undan, jafngilti í raun og veru að taka leynilega þátt í að falsa úrslit kosninganna í þágu Kys marskálds eða edn- hvers annars hans líka. Með þeirri aðferð eru nálega engar horfur á að unnt reynist að koma á kyrrð og stöðugleika innanlands, og þá væru heldur engar líkur til að takast mætti að binda endi á styrjöldina. Ky hershöfSingi ............................................................. ,, „ ■ l>j I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.