Tíminn - 04.06.1966, Síða 2
TÍMINN
LAUGARDAGUR 4. júní 1966
KIRKJUDAGUR BÚSTAÐASÓKNAR
ÁSUNNUDAGINN
Á snnnudaginn efnir Bú- fslands, herra Ásgeir Ásgeirs
staðasöfnuður til kirkjudags son, sýnt söfnuðinum þann
til ágóða fyrir kirkjubygg- mikla velvilja að flytja ræðu á
ingu sina. Hefur slíkur dagur þeirri samkomu. Ýmislegt
verið haldinn tvívegis áður og annað verður á dagskránni þar
í bæði skiptin við mikinn á meðal söngur kirkjukÓrs
áhuga og þátttöku sóknarbarna Bústaðasóknar og leikur organ
sem annarra. Starfsaðstöðu istans, Jóns G., Þórarinssonar ó
hefur söfnuðurinn í Réttar- orgel safnaðarins. Mun sam
holtsskólanum við Réttarhoits komunni Ijúka með helgistund
veg og þar verður guðsþjón- en siðan verður enn gestum
usta á sunnudaginn kl. 2, kaffi vísað í átt til kaffiborðanna.
sala og almenn samkoma um
kvöldið. Er kirkjudagurinn á Mikið átak er fyrir söfnuð
sunnudaginn m.a. til þess að að reisa sér kirkju, en einhug
afla fjár í kirkjubyggingar ur safnaðarfólksins og langur
sjóðinn en fyrsta skóflustunga draumur um að byggja kirkju
að Bústaðakirkju var tekin 7. mun vafalastu gera vonimar,
maí sl. að veruleika. En til þess, að
Guðsþjónusta verður kl. 2 ekki þurfi að bíða fjölda ára
eins og að framan greinir, eftir því, að söfnuðurinn flytji
messar sóknarpresturinn en að í eigið hús, heitir safnaðar-
hennj lokinni hefst kaffisala forystan á alla þá, sem vilja
Kvenfélags Bústaðasóknar. leggja þessu góða máli lið sitt,
Mun kaffisalan standa yfir að leggja fram sinn skerf og
fram eftir degi. Samkoma verð minnast Kirkjudags Bústaða
nr um kvöldið og hefur forseti sóknar á sunnudaginn.
SIGURGEIR KRISTJÁNSSON
FORSETI BÆJARSTJÓRNAR
í VESTMANNAEYJUM
KT—Reykjvík, föstudag.
Sjálfstæðisflokkurinn missti við
síðustu bæjarstjómarkosningar
meirihluta sinn í Vestmannaeyj-
um. Þrír vinstriflokkar hafa nú
meirihlutann og hefur Sigurgetr
Kristjánsson verið kosinn forseti
bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum.
Fyrsti fundur hinnar nýkjörnu
bæjarstjómar í Vestmannaeyjum
var haldinn í gærdag. Samstarf
hafði tekizt með vinstri flokkun-
um, Framsóknarflokknum, Alþýðu
bandalagi og Alþýðuflokki.
Forseti var kjörinn Sigurgeir
Kristjánsson, 1. varaforseti Garð-
ar Si'gurðsson og 2. varaforseti
Magnús H. Magnússon.
í bæjarráð voru kjörnir Sigurð
ur Stefánsson, Sigurgeir Kristjáns
son og Gísli Gíslason.
Ákveðið var að fela Magnúsi H.
Magnússyni að gegna bæjarstjóra
störfum fyrst um sinn og jafn-
framt að auglýsa bæjarstjórastarf
ið laust til umsóknar.
Martinus heldur
fyrirlestra hér
Kjötogmjólk
hækka
Framleiðsluráð landbúnaðarins
hefur auglýst hækkað smásölu-
verð á kjöti og mjólk. Hér fer á
eftir verð á nokrum kjöttegund-
um:
Dilkakjöt:
Súpukjöt (frampartur og síða)
hækkar úr kr. 67,20 kg í kr. 69,20.
Annað súpukjöt (læri, hryggur,
frampartur) hækkar úr kr. 74,80
pr. kg í kr. 77,00.
Heil læri kosta nú kr. 82,90 kg,
en voru á kr. 78,00. 4
Lærasneiðar hækka úr kr.
102,15 kg í kr. 105,20.
Hryggur fer í kr. 82,90 kílóið úr
kr. 80,50.
Kótilettur verða á kr. 93,20 kíló
ið í stað 90,50 áður.
Heilir og hálfir skrokkar hækka
úr. kr. 57,80 pr. kg. í kr. 59,45.
Heildsöluverð á alikálfakjöti í
heilum og hálfum skrokkum hækk
ar úr kr. 58,80 í kr. 60,10 og á ali-
kálfakjöti 1. fl. (súpukjöt) úr kr.
Sprenging í vb Kristjáni
Krjúl—Bolungavík, fimtudag.
í gærmorgun varð mikil spreng
ing um borð í vb. Kristjáni, þegar
eigandinn, Jón Elíasson, ætlaði
að kveikja upp í gaseldavél. Mik
il sprenging varð, þegar hann
kveikti á eldspýtunni, og lúkar-
inn rifnaði, lúkarskappinn fauk
aftur á dekk, og fleiri skemmdir
urðu á bátnum. Jón sakaði lítið
sem ekkert, og sigldi hann bátn-
TVEIR NÝIR
GÆZLUVELUR
Tveir smábarnagæzluvellir tóku
til starfa í gær. Eru þeir á skóla
lóðum VestuibæjarskóLans við
Öldugötu og Höfðaskólans við
Sigtún. (Félags'heimili Ármanns).
Er þarna gæzla á tveggja til fimm
ára börnum, alla virka daga frá
kl. 9 til 12 árdegis og 2 til
5 sídegis, nema laugardaiga
frá kl. 9 til 12 árdegis. Báðir þess
ir smábarnagæzluvellir verða opn
ir næstu þrjá mánuði, júní, júlí,
og ágúst. Gæzluvellir eru 22 víðs
vegar um borgina.
Sta ngveiðikl úbbur
unglinga tekur til
^tarfa að nýju
Á mánudaginn kemur, 6.
júní, kl. 2—8 e.h. hefst innritun
í Stangveiðiklúbb unglinga á veg
um Æskulýðsráðs Reykjavíkur, að
Fríkirkjuvegi 11.
Allir unglingar 12 ára og eldri
eru velkomnir í klúbbinn. Ár-
gjald er kr. 15.00.
Á mánudagskvöld kl. 8.00 verð
ur sýnd stangveiðikvikmynd, en
tilgangur æskulýðsráðs er að veita
unglingum fræðslu um meðferð
veiðitækja, hirðingu þeirra og
viðhald, en þá fræðslu og kast
æfingar annast hinn kunni veiði
maður Halldór Erlendsson.
Ennfremur að gefa uglingun-
um kost á ódýrum veiðiferðum í
vötn í nágrenninu.
Æskulýðsráð hefur heimild til
að gefa út leyfi til veiða í Elliða
vatni, þeim, sem eru meðlimir í
80,00 í kr. 81,75. Nautakjöt í 1. veiðiklúbb Æskulýðsráðs.
f byrjun júní kemur
lifsspekinigurinn Martinus
til lands í boði vina sinna hér. i
Hann mun flytja fyrirlestra hér í
Reykjavík, og á Akureyri Þetta
er í fimmta sinn sem Martinus
heimsækir ísland.
Undanfarin tvö ár hefur Martin
us unnið að því að skrifa við-
auka við aðalrit sitt „Bók lífsins“.
Þessi viðauki eða útdráttur sem
heitir „Heimsmyndin eilífa“,
verður í 4—5 bmdum, hvert bindi
um 100 síður. Út er komin 1. og
2. bók af þessum viðauka.
1. bó(k af „Heimsmyndin ei-
lífa“ liggur nú fyrir í þýðingu og
mun verða gefin út af Bókaútgáf
unni Leiftur á næsta ári.
í tilefni þess mun Martinus
gera nánari grein fyrir efni þeirr
ar bókar í þeim fyrirlestrum, er
hann heldur hér að þessu sinni.
Martinus flytur fyrirlestra sína í
kvikmyndasal Austurbæjarskól-
ans við Vitast. og verður sá fyrsti
þriðjudaginn 7. júní kl. 20,30. Öll
um heimill aðgangur, meðan hús
rúm leyfir.
fl. (súpukjöt) hækkar í heildsölu
danski ; úr kr. 67,50 kílóið í kr. 69,60.
hingaö
Framhald á bls. 14
Nánari upplýsimgar á skrifstofu
Æskulýðsráðs kl. 2—8 e.h., sími
19937.
HÁRGREIDSLUSÝNING ER Á HÓTEL
SÖGU Á SUNNUDAG
Laugardaginn 4. júní n.k. koma
hingað til landsins á vegum hins
heiimsþetokta hárgreiðsluvöru-
firma L‘Oréal de Paris 2 sérfræð
ingar í hárgreiðslu og háralitun
frá Norðurlandadeild firmans í
Kaupmannahöfn, en þeir eru H.
E. Vestergárd, sem veitir forstöðu
kennsludeild L'Oréal í Kaup-
mannahöfn og Eigil W. Larsen,
þekktur danskur hárgreiðslu
meistari. Ennfremur verður í
för með þeim forstjóri Norður
landadeildar L'Oréal í Kaup
mannahöfn Frakkinn Georg Sales.
Þessi menn murra dveljast hér
i 3 daga'á vegum Meistarafélags
hárgreiðslukvenna, og kenna þeim
og starfsfólki þeirra nýjungar í
hárgreiðslu, hpralitun og klipp-
ingu. Ennfremur hefur verið
ákveðið að gefa almenningi kost
á að kynnast þessu, og sunnudags
kvöldið 5. júní verðu haldið að
Hótel Sögu almenn sýning á nýj
ustu hárgreiðslum, háralitun og
klippingu. Þarna koma fram 10—
12 sýningardömur, sem ennfrem
ur sýna kjóla frá verzluninni Bezt
hér í bæ.
L'Oréal de Paris er heimsþekkt
firma í hárgreiðsluvörum, sem
hefur deildir um allan heim, en
aðalstöðvar þessu eru í París.
Umboðsmenn L'Oréal hér á
landi, er SUNNUFELL. H.F.
Höfðatún 10, Reykjavík.
um til ísafjarðar, þar sem bátur-
inn fer í viðgerð, sem taka mun
3 vikur.
Vorið kalt
JJ—Melum, föstudag.
Vorið hefur verið mjög kalt hér
í Hrútafirðinum eins og víða ann
ars staðar, en tók að hlýna um
hvítasunnuna og nú er farinn að
koma litur á tún. Menn eru nú
famir að hleypa út einlembdum
ám, en ég held, að tvílembur séu
víðast hvar heima á gjöf ennþá.
Hér hefur verið mjög úrfella-
samt undanfarna daga, og geta
fæstir borið á tún, vegna þess, hve
blaut þau eru.
Sauðburður er langt kominn og
hefur gengið vel. Ekik er enn
farið að hleypa út kúm, og verður
ekki fyrr en í næstu viku í fyrsta
lagi.
Miklar framkvæmdir
fyrirhuðaðar
SJ—Patreksfirði, föstudag.
Héðan hafa um 20 bátar verið
gerðir út á handfæraveiðar að und
anförnu og hefur þeim gengið dá-
vel, fengið upp undir tonn á færi
í róðri. Mest eru þetta trillur, en
innan um eru minni þilfarsbátar.
Af.þessum bátum kemur á land
verulegur fiskur og skapar hér at
vinnu þann t.íma, sem annars væri
lítil atvinna.
í sumar eru fyrirhugaðar hér
ýmsar framkvæmdir á vegum
hreppsins. Til dæmis má nefna
Framhald á bls. 14
Pollack er væntan-
legur í annað sinn
Píanósnillingurinn ameríski,
Daníel Pollack, er væntanlegur
hingað til lands þriðjudaginn 7.
þessa mánaðar, og efnir til tveggja
opinberraa hljómleika, auk þess,
sem hann mun leika á segulband
fyrir ríkisútvarpið.
Þetta er í annað sinn, sem Pol-
lack leikur hér á landi, en hann
kom hér við í hljómleikaför árið
1963. Að þessu sinni leikur hann
ekki í Reykjavík, heldur verða
hljómleikar hans haldnir í Kefla
vík þriðjudaginn 7. í júní og á fsa
firði daginn eftir og eru það tón
listafélögin á þessum stöðum, sem
gangast fyrir tónleikunum. Á
fimmtudag heldur hann svo vest
ur um haf.
Viðfangsefni hans á hljómleik-
unum verða eftir Beethoven, Cho
pin, Liszt, Schumann, Bacfa Sil
oti, Graffes, Barber og Rigger.
sigur Framsóknar-
manna á Fáskrúðsfirði
TK-Reykjavík, föstudag.
f sveitarstjórnarkosning-
jnum unnu Framsóknarmenn
sinhvern glæsilegasta sigur-
in á Fáskrúðsfirði. Fékk listi
Framsóknarflokksins þar
kjöma 5 menn af 7 í hrepps
nefnd. Af þessu tilefni hringdi
blaðið í Garðar Guðnason, raf-
rafveitustjóra, efsta mann á B-
listanum á Fáskrúðsfirði.
— Þið unnuð góðan sigur,
í kosningunum, Garðar.
— Já, B-listinn hlaut mikið
fylgi. Það er því nokkuð erfitt
um samanburð, en frá eldri
tímum er það að segja, að þeg
ar Framsóknarflokkur og Al-
þýðuflokkur voru hér í sam-
starfi, fengum við ekki meira
af atkvæðum saman en B-list
inn nú. Síðast þegar kosið var
í sveitarstjórnina hér, var að-
eins einn hreinn flokkslisti í
kjöri, listi Alþýðuflokksins,
sem þó var kallaður listi óháðs
alþýðufólks og aðrir listar
meira og minna blandaðir.
Framsóknarmenn hafa þó
aldrei fengið kjöma meirihluta
fulltrúa af sambræðslulist-
um. Að þessu sinni voru í kjöri
þrír listar: B-listi, Framsókn-
arfélagsins, sem fékk 156 at-
kvæði og 5 menn kjörna, D-
Iisti Sjálfstæðismanna, sem
fékk 56 atkvæði, og einn mann
og H-listi, óháðra, en að þeim
lista stóðu aðallega Alþýðu-
flokksmenn, oig fékk 41 at-
kvæði og einn mann kjörinn.
— Var kosningabaráttan,
hörð?
— Nei, Hún var róleg, enda
býr hér gott og prútt flók. Við
höfum lengi verið í samstarfi
og Framsóknarmenn þá skipzt
1 fleiri en einn lista. Margir
okkar manna töldu áframhaid
á sliku okkur ekki í nag, að
fenginni reynslu og var boS
inn fram hreinn listi Fram-
sóknarfélagsins að þessu sinni,
oig hann fékk þetta yfirburða
fýlgi-
— Hvað hafði þá mest áhrif
á kosningarnar?
— Gvinsældir stjómarvald-
anna hafa án efa ráðið nokkru
ætti að vera óhætt að segja.
Við höfum verið mjög afskipt
ir um alla fyrirgreiðslu og
höfum við á Fáskrúðsfirði orð
ið verr úti á margan hátt en
nágrannar okkar, og er þó
ástandið á Austfjörðum að
þessu leyti víða slæmt. Svo að
dæmi sé sé tekið um vegamál
in, þá er það svo, að hér hefur
ekki verið haldið við vegum,
undanfarin ár, og eru þeir ófær
ir nær allt árið. Bílar, sem
reyna að fara um þessa vegi,
em í beinni hættu á að
hverfa ofan í jörðina, í bók-
staflegum sikilningi. Á nýbygg
ingar vega þarf ekki að minn
ast. 40 kílómetra vegspotti,
héðan og til Reyðarfjarðar er
nú búinn að vera í byggingu
nærri 40 ár og enn er eftir að
undirbyggja um helming veg-
arins. Já, það er óhætt að segja
að óvinsældir ríkisstjómar-
innar hljóti að hafa ráðið
nokkru í kosningunum.
— Nokkuð, sem þú vildir
taka fram að lokum, Garðar?
— Já. Við frambjóðendur á
B-listanum viljum þakka öllum
stuðningsmönnum okkar fyrir
liðveizluna, og traustið. Marg
ir lögðu á sig mikla og óeigin
gjarna vinnu til að gera sigur
B-listans sem stærstan. Við
munum reyna að reynast þessa
trausts verðir og vonumst eft
ir að geta átt góða samvinnu
við alla íbúa á Fáskrúðsfirði
um framfaramál byggðar-
lagsins.