Tíminn - 04.06.1966, Page 3
LAUGARDAGUR 4. júní 1966
TÍMINN
MINNING
AXEL BENEDIKTSSON
fyrrverandi skólastjóri
Góðm vlnur og gamall skóla-
bróðir, Axel Benediktsson, fyrrv.
skólastjóri, verður í dag til mold
ar borinn. Hann andaðist í sjúkra
húsi 30. f.m. Hafði hann átt við
vanheilsu að striða að undan-
fömu. Eftirfarandi orð verða að-
eins örstutt kveðja frá gömlum
bekkjarbróður.
Axel Benediktsson var fæddur
á Breiðabóli á Svalbarðsströnd
29. apríl 1914. Voru foreldrar hans
hjónin Benedikt Jónsson og Sess
elja Jónatansdóttir. Axel stund-
aði nám í Menntaskólanum á Ak
ureyri og lauk þaðan stúdents-
prófi vorið 1935. Hann var náms-
maður góður og hefur vafalaust
haft löngun til háskólanáms. En
sjóður margra ungra manna var
léttur á þeim árum. Munu aðstæð-
ur því ekki hafa leyft langt fram
haldsnám. Sneri hann sér því að
kennslustarfi, enda mun hugur
hans snernma hafa beinzt að skóla
máhnn. Tók hann kennarapróf vor
ið 1937. Sarna ár lauk hann og
prófi í forspjallsvísindum við Há
skólaim. Gerðist hann síðan barna
kennari, fyrst í Vestur-Húnavatns
sýsta, og síðan í Haganeshreppi í
Skagafjarðarsýslu, en 1940 varð
hann fcennari við barnaskólann á
Búsavík. Er gagnfræðaskóli var
stofhaður á Húsavfk árið 1945
varð Axel skólastjóri við þann
skóla og gegndi hann því starfi í
fullan áratug eða þangað til hann
fluttist til Reykjavíkur og gerðist
þar kennari við gagnfræðaskóla.
Hann var síðan um skeið skóla
stjóri við gagnfræðaskólann á
Akranesi, en varð að láta af því
starfi sökum heilsubrests. Fébkst
hann eftir það við skrifstofustörf
í Reykjavík, en átti heimili 1
Kópavogi.
Skólastjórn og kennsla voru að
alstörf Axels Benediktssonar Eg
er þess fullviss, að þau störf hef-
ur hann rækt með prýði og styðst
þar raunar við frásögn nemenda
hans. En Axel Benediktsson lét
til sín taka á fleiri sviðum. Hann
var frá unga aldri áhugamaður
um stjórnmál og félagsmálabar-
áttu. Hann var traustur og einlæg
ur fylgismaður Alþýðuflokksins.
Gegndi hann ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir þann flokk. sat m.a.
í bæjarstjórn Kópavogs, eftir að
hann var þangað fluttur. Segir
það sína sögu um manninn. Fyr
ir þau bæjarfélög, sem hann starf
aði hjá gegndi hann ýmsum trún
aðarstörfum, sem eigi verða rak-
in í þessum fáu minningarorðum.
Það, sem mér verður efst í huga i
á kveðjustund eru kynni okkar á
skólaárunum. Við vorum alla tíð
bekkjarbræður í Menntaskólan-
um. Þá var stofnað til þeirra
kynna, sem aldrei hafa með öllu
rofnað, þó að leiðir hafi skilið.
Frá þeim árum á ég margar hug-
ljúfar minningar. og margar
þeirra eru tengdar Axel. Ilann
var jafnan hrókur alls fagnaðar,
og hann var óumdeilt okkar bekikj
arskáld, enda þótt þar væru fleiri
ljóðasmiðir. Nú er skarð fyrir
skildi í hópi okkar bekkjarsystkin
anna frá 1935. f þeim hópi verður
Axels sárt saknað.
Axel Benediktsson var ljúfur
maður og góðviljaður. Sjálfsagt
hefur hann verið harðskeyttur bar
áttumaður, ef svo bar undir, en
þeirri hlið hans kynntist ég ekki.
Hann var skáldmæltur vel og átti
til góðlátlega kímni.
Axel var kvæntur ágætri konu.,
Þóru Guðmundsdóttur, ættaðri úr
Húnaþingi. Lifir hún mann sinn
ásamt börnum þeirra þremur Guð
mundi, Benedifct og Láru. Sendi
ég þeim öllum innilega samúðar-
kveðju. •
Ólafur Jóhannesson.
Kynni okkar Axels Benedikts-
sonar hófust norður á Húsavik, er
við vorum báðir ungir kennarar
þar og störfuðum saman við barna-
og umglingaskólann. Þau kynni
voru góð frá fyrstu stundu, og
þóitt þau rofnuðu um árabil, með
an við vorum sinn á hvoru iands
homi, lágu leiðir saman að nýju
suður í Kópavogi, þar sem Axel
átti heiima hin síðustu ár. Hann
var kjörinn í bæjarstjóm Xópa-
vogs fyrir fjórum árum, og hefði
vafalaust verið þar efstur á lista
nú og endurkjörinn, ef annað kall
hefði honum ekki að höndum bor-
ið fyrr. Starf Axels Benediktss.
í bæjarstjóm Kópavogs var méð
ágætum. Hann var glöggur maður
og tilllögugóður, hafði góða
reynslu í bæjarmálastarfi, var
ræðumaður góður og mjög sýnt
um að fylgja máli sfnu farsœllega
fraim. Hann átti og sæti í fræðslu
ráði Kópavogs þessi ár, og við
samstarfsmen hans þar virtum
hann mjög mikils, enda var hlut-
ur hans þar bæði góður og heilla
drjúgur.
Axel Benediktsson var skóla-
maður öðru fremur. Hann hafði
ungur helgað sig því starfi kynnzt
af eigin raun fræðslustarfinu við
margvíslegar aðstæður, var ágæt
ur kennari og naut bæði ástsældar
og virðingar nemenda, enda varð
árangur hans eftir því. Hann
fcynnti sér fræðslu- og uppeldis-
mál mjög vel. í fræðsluráði Kópa
vogs hefur verið við margan vanda
að etja hin síðustu ár, og þar
naut hinnar miklu reynslu og
skarpa skilnings Axels mjög vel,
svo að hann átti drjúgan þátt í
því að leysa þar margan hnút.
Hann starfaði þar jafnan sem góð
ur félagi, sem óhætt var að bera
fullbomið traust til ekki sízt þegar
á reyndi.
Axel Benediktsson var búinn
ágætum gáfum og töluvert sérstæð
um. Kímni hans var til dæmis
óvenjulega vel þroskuð, og skáld
mæltur var hann ágœtlega og hag
ur á ísenzkt lmál, og naut þess
vel á góðum stundum. Gamanyrði
hans og snjöll kimnistef voru
jafnan vel þegin. Ég veit, að skóla
stjóramir og fræðsluráðsmennim-
ir, sem nutu kynna og samstarfs
við Axel síðustu árin, líta allir
með djúpurn söknuði á skarðið,
sem orðið er við fundarborðið, og
finnst það stórt og vandfyllt. Efst
í huga er djúpur söknuður en einn
ig glöð minning um óvenjulega
mikilhæfan mann sem féll of
snemma og kynni, sem ekki gleym
ast. Við eigum margt að þakka.
Ég sendi eftirlifandi konu hans
bömum þeirra innilegustu samúö
frú Þóru Guðmundsdóttur, og
arkveðjur.
Andrés Kristjánsson.
Fyrir tæpum fjórum árum kom
nýkjörin bæjarstjóm Kópavogs
saman til fyrsta fundar. Allir vom
bæjarfulltrúamir á bezta aldri
og logandi af áhuga að vinna bæn
um sínum sem bezt. Enginn þeirra
hafði náð fimmtugsaldri, og eng
um kom til hugar að úr þessum
'hópi yrði einn horfinn innan fjög
urra ára. Eitt fyrsta verk Axels
Benediktssonar sem var einn
hinna nýkjörnu bæjarfulltrúa var
að flytja tillögu í bæjarstjórn um
skipun nefndar sem athugaði og
gerði tillögur um á hvern hátt
bæjarfélagið gæti bezt stuðlað að
auknum atvinnurebstri í bænum.
Tillaga þessi var samþykkt ein-
róma eins og langflestar þær til
lögur, sem bæjarstjórn Kópavogs
fékk til afgreiðslu á liðnu kjör-
tíimabili.
Nefnd sú, er hér um ræðir
hlaut nafnið atvinnumálanefnd og
skilaði áliti, sem síðar varð grund
völlur að samningu þeirrar 10 ára
framkvæmdaáætlunar, er lögð var
fyrir bæjarstjórn undir lok kjör
tímabilsins. Má því segja að með
tillöguflutningi sínum hafi Arel
Benediktsson hrundið því merka
verki úr vör. Axel hafði mikinn
áhuga á að skapa þessu unga bæj
arfélagi nokkra festu og átti hann
hugmynd að því að bæjarfulltrúar
gáfu kaupstaðnum fundarhamar.
Var ánægjulegt að vinna með hon
um að því máli og kom þar í ljós
smekikvísi hans og hugkvæmni.
Flokfcur hans átti ekki fylgi til
þess að eiga mann í bæjarráði, en
vegna áhuga hans á afgreiðslu
mála þar var honum boðin seta í
bæjarráði með tillögurétti. Sýnir
það hvílíkt traust bæjarfulltrúar
Framhald á bls 15
BRÉF TIL BLAÐSINS
Um hafísinn á Rauðárvíkinni
Það þóttust ýmsir hugsandi
menn finna stundum unlanfarið,
að í Rabbinu hjá fylgiriti Mogg-
ans leyndust greindir náungar,
sem seint gengi að beizla en segðu
hitt og þetta fyrir sinn reikning.
Gladdi slíkt margan sem hafa vill
skynsemina að leiðarljósi.
En ekki mátti svo búið lengi
standa. Nú er þar komið sjálft
glóruleysið og tröllríður nú öllu
skynsamlegu viti.
Þar eru nú valdir viðtalsvinir
sem passa heldur en ekki ! kram-
ið.
Fyrst og fremst ómögulegt að
botna í þessum kosningaúrslitum,
stendur þar, og áttu þó þessir úr
valsmenn það ekki skilið að verða
fyrir tapi, mennirnir sem allt geta,
þegar engir aðrir geta neitt. Það
ættu allir að vita og skilja
Að hugsa sér t.d. Keflavíkursjón
varpið, að ætla sér að fara að
stífla þá menningaruppsprettu
þegar engir amast við því nema
kommúnistar og framsóknarmenn
þessir þá líka þokkalegu náungar!
Eins og t.d. Sextíumenningarnir,
allir framsóknarmenn! Eða 600
stúdentar, allir kommúnistar!
Skyldi það vera munur á þessu
eða 14 þúsundunum hans Hreins,
allt útvalið sjálfstæðisfólk náttúr-
lega. Því hvað ætli mark sé tak-
andi á þeSsum Gunnari Karlssyni,
sem telur plöggin þau heldur lít-
ilsvirði. ef ekki enn verri, og sjálfu
alþingi misboðið með því að fá
þau í hendur.
Eru þetta þá líka framsóknar-
menn og kommúnistar. sem þarna
eru á ferð? Eða hvað?
Ellegar þetta með hafísinn Að
hugsa sér þá ógn sem yfir höf-
uðborginni vofði i þessum kosn
ingum. þegar rnnn höfuðvitrinvur
inn fullyrðir að svo miklu miklu
betra hefði verið að „landsins torm
fjandi,“ sjálfur hafísinn settist í
borgarstjórn! En til allrar ham-
ingju var hægt að bægja frá svo
stórhættulegri manneskju í þetta
skipti. En væri þá ekki rétt að
á ruslakössunum væru eldci aðeins
birtar myndir af englunum, heldur
af þeim fordæmdu lika, svo að
menn vöruðu sig á þeim!
Og svo þetta hugsanlega, en þó
jafnframt hið fáranlega, að menn
væru ekki sem ánægðastir með rík
isstjórnina! Mættu þó allir vita
að hér hefði aldrei áður verið slík
ágætisstjórn! Landinu aldrei bet-
ur stjómað!
Hvað gerir það til þótt raunar
allir viti og margsannað sé með
tölum og alls konar rökstuldum
ályktunum, að dýrtíðin hafi marg-
faldast i tíð þessarar stjórnar og
sé að færa allt athafnalíf í kaf.
að skattar og margs konar álogur
hafi líka margfaldast. og skuldir
stóraukist í góðærinu, að aðalat-
vinnuvegir þjóðarinnar séu komn-
ir í úlfakreppu sökum dýrtíðar og
óstjórnar. og raunar blasir við
upplausn í málefnum þjóðarinn-
ar en útlendingum látín í té fríð- |
indi, að dómi þeirra sem til þekkja. I
Samt hafi aldrei verið betur stjórn I
að! Slíkt er glóruleysið.
Þó mega þessir blindu menn
vita, að í brjósti hvers heiðarlegs
íslendings hlýtur að loga óánægj-
an með slíka óstjórn, þótt ýmsir,
og raunar allt of margir þegi enn.
Því að sánnleikurinn er sá, og það
sjá nú fleiri og fleiri, að hér hefur
aldrei ríki okkar ráðið jafn fáráð
og vesæl stjórn. Hér er ekkert full
yrt út í bláinn. Staðreyndirnar
tala skýrt og greinilega og vitna f
allar á eina lund.
Glóruleysið gagnar ekki lengur I
Ego. |
Skrifað í tilefni af „rabbi“ í 1
Lesbók bl. 28. maí. a
3
Á VÍÐAVANGI
Stefnulaus sam- : ■
tíningur
Kosningaúrslitin hafa ekki
orðið til þess að lægja deil-
umar innan Alþýðubandalags-
ins nema síður sé. Þar er hver
höndin upp móti annarri og
klíkurnar eru víst nær ótelj-
andi sem þar eiga í stríði. Er
heilt „stúdíum“ að komast til
botns í þeim sundurleita sam-
tíningi og raunar virðist eng-
inn þessara hóipa vita, hvert
hann vill fara. Út úr þessum
hrærigraut verður stefnulaust
fley, þar sem tugir forystu-
manna hinna ólíku og sundur-
leitu hópa eru í hörku slags-
málum í brúnni um stýrið og
áttavitann og þar hrópar hver
í kapp við annan: f stjóm, í
bak, út og suður, austur austur
. . . Þetta er margraddaður
kór og syngur hver sitt stef
með sínu lagi. Heldur er þetta
hvimleiður söngur og erfitt að
finna hreinan tón. Þeir, sem á
dekkinu vinna og hafa ráðið
sig í skipsrúm á þessu stefnu-
lausa skipi botna auðvitað ekki
upp né niður í neinu og vita
ekki hvaðan á sig stendur veðr-
ið. Nokkrir halda sér þó fast
í borðstokkinn með lokuð aug-
un, hafa troðið upp í eyrun
og tauta fyrir munni sér: Héma
hef ég verið og héma verð ég,
hvað sem hver segir.
Enginn veit, hvar þessi sjó-
ferð endar.
Alþýðubandalagið og
Sósíalistaflokkurinn
Á Æskulýðssíðu ungkommún
ista, sem var birt í Frjálsri
þjóð fyrir kosningar til að und
irstrika völd kommúnista en
reyndar með því fororði, að
„hvoragur aðilinn bæri ábyrgð
á skrifum hins,“ segir svo í
Þjóðviljanum í fyrradag.
„Oft býsnumst við yfir þeim
hernámsandstæðingum og öðr-
um vinstri mönnum, sem kjósa
og starfa fyrir krata og Fram-
sókn. Þetta er mikill fjöldi
manna, sem á tvímælalaust
heima í Alþýðubandalaginu og
hvergi annars staðar. En það
er ekki hægt að ætlast til þess
að aðrir en sósíalistar gangi
í félög, sem stefna að sósíal-
isma. Hins vegar er alveg von-
laust, að ætla sósíalistum vist
í flokki, sem er ekki sósialísk-
ur, nema þeir geti starfað sem
sósíalísk deild innan bandalags
ins.“
Fjarstýrðu öflin og
„villta vinstrið"
f Frjálsri þjóð segja þeir
svo, að það þurfj að losa sig
við hin fjarstýrðu öfl f Al-
þýðubandalaginu eða „villta
vinstrið" eins og þeir kalla það.
En ljóst er af þessu öllu,
að mennimir vita hreint ekk-
ert hvert þeir era að fara, en
kjarni hins sundurleita samtín
ings er þó kommúnisminn eða
réttara sagt öll hin mörgu af-
brigði hans, sem hafa þróazt í
Sósíalistafélagi Reykjavikur.
Vonandi skilst íhaldsandstæð-
ingum. að það er ekki Ieiðin
ti’ að hamla gegn íhaldinu að
ráða sig í skipsrúm á svona
fleyi. en hins vegar er skilj-
anlegt að sálfræðingar vilji fá
þarns aðstöðn til að sinna hugð
arefnum sínum.
I