Tíminn - 04.06.1966, Page 5
LAUGARDAGUR 4. júní 1966
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
FramkvaBindastjórl: Krlstján Benediktsson. Rltstjórar: Þórarlnn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og IndriOi
G. Þorsteinsson FulltrúJ ritstjórnar Tómas Karlsson Aug-
iýsingastj.. SteingrimKí Gislason Ritstj.skrifstofur > Eddu
húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur Bankastraeti 7 Af-
greiðsluslmi 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrax skrtfstofur.
sfmi 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands - í
lausasölu kr: 5.00 eint — Prentsmiðjan EDDA nJ
„Ósigur“ Fram-
sóknarflokksins
ÓtHnn við Framsóknarflokkinn tekur nú á sig hin-
ar skoplegustu myndir í Morgunblaðinu. Ein sú skopleg-
asta er sú, að Framsóknarflokkurinn og stefna hans
hafi beðið ósigur í kosningunum. Þannig segir í for-
ystugrein Morgunblaðsins í gær, að kosningaúrslitin
hafi orðið Framsóknarmönnum mikil vonbrigði sérstak-
lega á Reykjavíkursvæðinu. Eftir kosningarnar standi
Framsóknarflokkurinn algerlega í rúst, að manni skilst
hafi misst tengslin við sveitirnar og ekki fundið sér
neinn stað í bæjunum, — eins og það er orðað.
Það er sagt, að ekki sé hollt að nefna snöru í hengds
manns húsi — og því hefði Mbl. átt að sleppa því sér-
staklega að minnast á Reykjavík í þessu spjalli sínu um
„ósigur” Framsóknarflokksins í kosningunum. Þar rétt
lafir meirihluti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn á
minnihluta atkvæða. í þessum kosningum kusu um
þrjú þúsund fleiri eri í síðustu kosningum. Framsóknar-
flokkurinn bætti við sig rúmum 2000 atkvæðum eða
tveimur af hverjum þremur atkvæðum, sem við bætt-
ust. Framsóknarflokkurinn jók atkvæðafylgi sitt um
42.6% og munaði rétt herzlumun að flokkurinn næði
meirihlutanum af Sjálfstæðisflokknum. Já, mikill er
ósigur Framsóknarflokksins a Reykjavíkursvæðinu!
Og ekki „fann flokkurinn sér neinn stað” í öðrum
bæjum! Framsóknarflokkurinn er nú orðinn stærsti
flokkurinn í 4 kaupstöðum landsins eftir þessar kosn-
ingar. Sums staðar varð fylgisaukning flokksins svó
gífurleg, að einsdæmi er í sögu kosninga á íslandi. Má
þar nefna Keflavík og Sauðárkrók, en þar hrundi fvlgi
Sjálfstæðisflokksins fyrir ótrúlega öfluga sókn Fram-
sóknarflokksins. Það er ekki nema von, að Sjálfstæðis-
menn séu glaðir yfir ósigri Frmsóknarmanna. Vonandi
verða þeir enn glaðari að vori, er þeir gleðjast yfir öðr-
um eins „ósigri” Framsóknarflokksins.
í þessari forystugrein, þar sem óttinn við sókn Fram-
sóknarflokksins hefur tekið á sig þessa skoplegu mynd,
er jafnframt hlakkað yfir því, að Alþýðubandalagið
hélt velli í kosningunum. Það má segja um það, að svo
mæli börn, sem vilja. Það dylst ekki lengur heil-
skyggnum mönnum, að kommúnistarnir, sem öllu ráða
í Alþýðubandalaginu eru nokkurs konar uppáhaldsand-
stæðingar íhaldsins, og það vill umfram allt halda líf-
inu í þessum uppáhaldsandstæðingum sínum. Sjálfstæð-
ismenn hafa kosið þá í ráð og nefndir, þegar kommún-
ista hefur skort atkvæðamagn. Meira að segja á sjálfu
Alþingi hefur einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins
kosið kommúnista til að bjarga þeim frá falli — og
allir vita; að grunurinn beinist einkum að einum manni.
Þegar honum leiddist það til lengdar, lét hann bara
fjölga í öllum nefndum og ráðum svo áhrif kommún-
’ ista væru trygg. Hann sagðist reyndar gera það af
sinni alkunnu lýðræðisást.
En þessi maður er ekki einn um að skilja, að Fram-
sóknarflokkurinn er eini flokkurinn, sem nokkurt sókn-
arafl hefur gegn íhaldinu, og eini flokkurinn, sem getur
komið því á kné. Úrslit sveitarsjórnakosninganna sýndu
að æ fleiri skilja þetta og á næstu mánuðum mun þessi
skilningur manna á stjórnmálaástandinu á íslandi fara
vaxandi. Skrif Morgunblaðsins um „skipbrotsstefnu
Framsóknarflokksins” eru einmitt sérlega vel fallin til
að auka þann skilning.
TÍMINN
Dregur nú að leikslokum á
Spáni? - Hvað tekur við?
Spænska einveldið hélt upp
á 27. afmælisdag sinn á hvíta-
sunnudag með mikilli viðhöfn
og minntist að árlegri venju
sigurs síns yfir lýðræðisöflun-
um í borgarastyrjöldinni.
Franeo og fyrirmenn hans
komu fram fyrir lýðinn í bezta
skrúða, en steypiregn og
drungaloft dró fjöður yfir
mesta ljúmann. Ýmsir töldu
það táknrænt um viðhorf
spænsku þjóðarinnar til Franc
os og í samræmi við síðustu
atburði, sem eru eins og fyrir-
boði dapurlegra leiksloka þeirr
ar óperettu, sem sett var á
svið á Spáni með Franco sem
aðalleikara fyrir nær þrem ára
tugum eftir blóðugustu leikæf-
ingar, sem sagan greinir frá
í nokkru landi Evrópu síðan
19120.
Franco, sem nú er 73 ára
að aldri steig fram á heiðurs-
pallinn í Moskvu þreytulegur
á svipinn eins og spurningar-
merki um það, hver taka muni
við af honum dauðum, eða
hvort nokkur sá maður sé til
reiðu, eða hvort hin jafna og
sígandi þróun upplausnarinnar
í einveldi Francos mun marka
endalok og upphaf nýs stjórn-
arskeiðs. Að baki honum stóð
konungsfjölskyldan, sem bíður,
hinn ungi konungur með nafn-
ið eitt en engan konungsstól.
Fram hjá þessum valdamönn-
um gengu 18 þúsund hermenn
í regninu.
Franco hlítir hinum róm-
verska boðorði um brauð og
leiki aðeins tii hálfs. Hann veit
ir spænsku þjóðinni nóga leiki,
en brauðið er af skornum
skammti. Nautaöt, knattspyrna
skrúðgöngur og borgarhátíðir
eru daglegir viðburðir, Þetta
er sjónleikurinn á spænska svið
inu, og hann sjá ferðamenn-
irnir, sem búa á góðum hótel-
um og fá góða þjónustu fyrir
hóflegt verð. En gesturinn sér
ekki baksviðið, því að milli
þess og framsviðsins standa oft
hermenn á verði. Þeir sjá held-
ur ekki húsnæðisskortinn. Þó
byggja Spánverjar mikið. Það
eru aðeisn ekki íbúðir handa
venjulegu fóiki. í Madrid vant-
Franco var clapurlegur í skrúðanum, sem steypiregnið þó.
ar 80 þúsund manns sæmilegar
íbúðir, því að spænskur launa-
maður, sem hefur minni dag-
laun en tímakaup verkamanns
í Norður-Evróþu, getur ekki
keypt sér íbúð, sem kostar yfir
hálfa milljón ísl. króna.
En það eru þó ekki þessar
spurningar um ástand dagsins,
sem fastast knýja á, heldur
spurningin um það, hvað^ ger-
ist þegar Franco deyr. íhald-
sömustu öflin í landinu láta
sig dreyma um að endurvekja
hið gamla konungseinveldi
með Juan Oarlos á tróni. Það
virðist þó haldlítil draumsýn,
ekki sízt með hliðsjón af því,
að í öðrum Evrópulöndum tala
menn nú hæst um að losa sig
við síðustu kóngana. Spænski
herinn, valdið að baki einræðis
Francos hefur verið undarlega
þögull síðustu missiri, og menn
vita ógerla, hvað þar er í gerj-
un. Þegar Franco varð fyrir
slysi á veiðum fyrir fjórum ár-
um, kallaði hann ekki til sín
ráðherra sína, heldur varayfir-
hershöfðingja spænska hersins
Munoz Grandes, og skipaði
hann varamann sinn. Það var
Munoz Grandes, sem var yfir-
maður „Bláu hersveitarinnar"
á austurvígstöðvunum í síðari
heimsstyrj öldinni.
En í þjóðlífinu sjást þess
glögg merki, að andstaðan
gegn Franco og einveldinu fer
Framhald á bls. 15
A8 baki 'Franeos höfðu verið reist óperettuleiktjöld á afmælisdaginn. Það þótti táknrænt. Hér er fólkið
á heiðurspaltinum á 27 ára afmælinu á hvítasunnudag, einræðisherrann og konungsfólkið, Juan Carlos
af Borbón yzt til vinstri.