Tíminn - 04.06.1966, Blaðsíða 16
124. tW. — Laugardagur 4. júní 1966 — 50. árg.
NY HSKSTAUTA-
VERKSMIDJA SH
KJ-Reykjavík, föstudag.
Aðalfundi Sölumiðstöðvar Hrað
frystihúsanna lauk í dag, og voru
þá afgreiddar ýmsar tillögur um
ályktanir um frystihúsaiðnaðinn.
Auk þess sem stjórnarkjör fór
fram I lok fundarins.
Meðal tillagna sem samþ.ykktar
voru, var tillaga um nauðsyn þess
að tryggja grundvöll þorskveið
anna hér við land, tillaga um tolla
lækkanir til handa fyrstiiðnaðin-
um ,tillaga um aðstöðugjald, loð-
dýraeldi, en frystihúsaeigendur
hafa álhuga á að þeirri búgrein
verði komið á stofn, fjöldi annarra
tillagna og ályktana var samþykkt
ur og verður þeirra væntanlega
®etið hér í blaðinu eftir helgina.
Á aðalfundinum var samþykkt að
stofna sérstakan sjóð sem tengdur
skal nafni Elíasar Þorsteinssonar
fyrrv. stjórnarformanns S.H., en
hann lézt á síðasta ári. Samkvæmt
samþykkitinni s'kal leggja Vi % af
heildarútflutningsverðmæti Sölu
miðstöðvarinnar ár hvert í sjóð
þennan. Hlutverk hans er að veita
félögunum lán til skamms tíma
f samraemi við meginmarkmið fé
i';
Kosningaskemmtun B-list-
ans, sem haldin var fyrir
alla þá, sem störfuðu fyrir
Framsóknarflokkinn fyrir
og við borgarstjórnarkosn-
ingamar, fór fram í Súlna
salnum að Hótel Sögu á
fimmtudagskvöldið. Mikið
fjölmenni var á skemmtun
inni, og skemmtu allir sér
hið bezta. Einar Ágústsson
alþingismaður flutti ávarp,
og Karl Guðmundsson flutti
gamanþátt. Þá söng Sigur-
veig Hjaltesteð við undrleik
Skúla Halldórssonar, og
Baldvin Halldórsson leik-
ari las upp. Dansað var til
klukkan eitt eftir miðnætti.
(Bj. Bj. tók myndina á
skemmtuninni.)
laganna. Einnig að veita úr sjóðn
um styrki til náms, tilrauna og vís
indastarfa í þágu fiskiðnaðarins.
Að lokum fór fram stjórnarkjör,
og skipa þessír menn aðalstjórn
S.H. Gunnar Guðjónsson, Reykja
vík, formaður, Sigurður Ágústs-
son, Stykkishólmi, varaformaður,
Ingvar Vilhjálmsson, Reykjavik rit
ari, Einar Sigurjónsson, Vest-
mannaeyjum, Finnbogi Guðmunds
son Gerðum, Gísli Konráðsson Ak
ureyri, Guðfinnur Einarsson, Bol
ungavík, Ólafur Jónsson, Sand-
gerði og Tryggvi Ófeigsson,
Reykjavík,
f ræðu Þorsteins Gislasonar,
framikvæmdastjóra Coldwater, dótt
urfyrirtækis S. H. í Bandaríkjun
um kom fram að undirbúningur að
byggingu nýrrar fiskstautaverk-
smiðju þar vestra er vel á veg
kominn.
SUMARHOTEL
FR OPNUÐ
1. JÚLÍ
FB-Reykjavík, föstudag.
Ferðaskrifstofa ríkisins mun í
sumar, eins oig nokkur undanfar
in sumur, standa fyrir rekstri
hótela í heimavistarskólum úti á
landi. Hótelin verða opnuð 1. júlí
næst komandi. í þremur skólum,
Varmalandi, Eiðum og Skógasikóla
verður fullfcominn hótelrekstur
með gistingu og máltíðum, en
annars staðar verður hægt að
fá gistingu, morgunmat og kvöld
kaffi.
Á Laugarvatni verða 38 gesta
rúm í sumar, og er þar morgun
verður fáanlegur, en auk þess er
Framhald á bls. 14
SJ-Reykjavík, föstudag.
Mitt í hörmungum íslenzkrar
togaraútgerðar, gerðist sá gleði
legi atburður, að togarinn Marz
seldi í Hull í gær um 240 iestir
af ýsu, þorski og flatfiski fyrir
hæsta verð sem greitt hefur verið
á Bretlandi fyrr og síðar. — tæp
lega 2.9 milljónir króna. Skip-
stjóri á Marz er Ásgeir Gíslason,
sem hefur verið á Marz undanfar
in tvö ár, en áður var hann m-
a. skipstjóri á Röðli og Hauk. As
geir er tæplega fcrtugur, og þyk
ir snjaii skipstjóri — einkum i
veiðum fyrir Bretlandsmarkað,
sem gefur hátt verð fyrir ýsu og
flatfisk. Gamla sölumetið átti tog
arinn Víkingur, en hann seldi í
maímánuði í fyrra 276 tonn af
þorski veiddum við V-Grænland
fyrri 22.576 pund, sem er í eðli
sínu ckki síðri sala en hjá tog
aranum Marz nú.
Afli Marz fékkst í 13 daga veiði
ferð á heimamiðum. Togarinn
Marz hefur, eins og flestir aðrir
togarar, ýmist landað hér heirna
eða í erlendum höfnum frá ára-
mótum. Togararnir sigla eftir því
hvað kvótinn leyfir hverju sinni,
, og hvort þeir fá heppilegan fisk
fyrir erlendan markað, en Eng-
lendingar vilja t. d. ekki karfa
eða ufsa nema í smáum etíl.
Þessi sala samsvarar tveim með
alsöluferðum, svo gera má ráð
fyrir að eigendur togarans hugsi
hlýtt til skipstjóra og áhafnar
þessa dagana.
Samkviæmt upplýsingum frá
LÍÚ eeldi Surprice nýlega í Grims
by uim 175 tonn fyrir 17.213 pund,
sem er ágæt sala. 70 tonn af aflan
um var þorskur.
Togarinn Víkingur seldi einnig
í Englandi þorskfarm frá Græn-
landi fyrir 15.651 pund-
Að undanförnu hefur verið mik
ið framiboð á þorski á Bretiands
markaði, en skortur á ýsu og flat
fiski, þannig að Marz hefur komið
með afla sinn á mjög hentugum
tíma.
Eftir löndunarbannið á Bret
landi 1956 var gerður samningur
til 10 ára um landanir íslenzkra
togara og samkvæmt honum er
i leyfilegt að selja fyrir 450 þús-
| und pund á ársf jórðungi — 180
þúsund pund af ýsu og flatfiski og
270 þúsund pund af þorski og öðr
um tegundum.
Landanir í Þýzfcalandi eru aftur
á móti frjálsrar en það er tekið
fram í viðsldptasamkomulagi milli
Framhald á bls. 14
Ásgeir skipstjóri
I
HVERFISSTJÓRAR 0G
Fundur verður haldinn í
Fríkirikjuveg, uppi, þriðjudaginn 7. júní, klukkan 8.30 siðdegis. Á fundinum verður rætt um
viðhorfin að afloknum bæja- og sveitarstjórnarkosningum, kosningastarfið í Reykjavfk, næstu verk
efni, útbreiðslu Tímans og fleira. Frummælendur verða Eysteinn Jónsson, formaður Framsúknar
flökksins, Kristján Benediktsson, framlkvæmdastjóri Tímans, og Þráinn Valdimarsson, framkvæmda
stjóri Framsóknarflökkisins. Á þennan fund eru boðaðir allir aðal- og varamenn í fulltrúaráðinu
og hverfisstjórar frá síðustu borgarstjórnarkosningum. Mætið vel og stundvíslega.
Stjóm fulltrúaráðsins.
I
I
Islenzkar og erlendar
verðlaunabækur sýndar
j FB—Reykjavík, föstudag.
Félag íslenzkra teiknarg hefur
ákveðið að gangast fyrir sýningu
! á bókum, sem eru sérstaklega at-
i hyglisverðar vegna útlits, prentun
ar, pappírs, bókbands. skreytinga
og yfirleitt alls þess, sem hægt er
að veita sérstaka athygli í eiHni
bók. Sýningin verður opnuð í Iðn
skólanum 11. júní n.k. og verða
á henni 20 íslenzkar bækur og
auk þess 25 bækur frá hverju eft
irtalinna landa, Danmörku, Nor-
egi, Svíþjóð, Sviss, og ag öllum
líkindum Þýzkalandi, en þaðan
hafa bækurnar þó ekki borizt enn.
Blaðið sneri sér í dag til Torfa
Jónssonar, formanns Félags ís-
lenzkra teiknara og innti hann
nánar eftir þessari fyrirhuguðu
sýningu. Sagði hann, að hugmynd
in að henni hefði fyrst komið
fram í fyrra, en erlendis væru
haldnar sýningar sem þessi á
hverju ári. Nú hefðu verið valdar
20 íslenzkar bækur, sem komu út
árið 1965, og hefðu þær hlotið við
urkenningu dómnefndar. Umsögn
verður látin fylgja hverri bók á
sýningunni, og þar fjallað um allt
Framhald á bls. 14