Vísir - 10.12.1974, Blaðsíða 1
VÍSIR
64. árg. — Þriðjudagur 10. desember 1974 — 249. tbl.
I
Sagt upp
fyrir að
gagnrýna
- bls. 3
Veitir herra
„Playboy"
flkniefni í
veizlum
sínum?
— sjó bls. 5
Hreinn
útúrsnúningur
og skóldskapur
— segir Baldur
Johnsen um ummœli
þingmanns
- Bls. 8
Rœkjan
umdeilda
Verkstjóri hinuar umdeildu
rækjuvinnsiu á Blönduósi
vinnur hér við að stafla upp
kössum með rækjunni, sem
Narfiog Aðalbjörg lönduðu á
iaugardag. Myndin var tekin
i gær, þegar blaðamaður og
ljósmyndari Vfsis heimsóttu
rækjuvinnsluna. Sjá bls. 3 og
baksiðu.
Farinn að panta
fyrir nœstu jól
- bls. 3
Fiskimjölsfram-
leiðendur vondauf-
ir um verðhœkkun
- bls. 4
Fjöldamorðin í
Mozambique voru
raunveruleiki
— sjó bls. 5
mannanna
Maðurinn sem lézt af völd-
um hnffsstungu aðfaranótt
sunnudags, hét Friðmar Sæ-
dal. Hann var 57 ára.
Húsráðandinn I húsinu við
Þverholt 18, þar sem at-
burðurinn átti sér stað, heitir
Björgvin óskarsson, 51 árs.
Hann særðist Iffshættulega af
hnifsstungum og var fluttur á
gjörgæzludeild Borgarspital-
ans. Liðan hans mun nú vera
betri, og hefur hann verið
flutlur af gjörgæzludeildinni.
Maðurinn sem stakk menn-
ina tvo, heitir Kristján
Kristjánsson, 35 ára gamall.
Hann býr við Þverholtið.
—ÓH
Vantaði peninga fyrir ófengi og fíkniefnum:
RÉÐUST Á OG RÆNDU
67 ÁRA GAMLA KONU
Til þess að ná sér í
peninga fyrir áfengi og
fikniefnum réðust þrir
22 ára gamlir menn á 67
ára gamla konu i gær-
dag og rændu hana.
Atburður þessi gerðist um sex-
leytið I gærdag. Mennirnir þrir
fylgdust með konunni, þar sem
hún fór inn i banka og kom út úr
honum aftur.
A horni Laugavegs og Smiðju-
stigs sátu þeir fyrir henni. Þegar
hún gekk þar fram hjá, réðust
þeir skyndilega á hana. Þeir
hrintu henni i götuna, um leið og
þeir hrifsuðu veskið af henni. Við
fallið hruflaðist gamla konan á
hné. Mennirnir hlupu siðan burt
eins og fætur toguðu.
Nokkrir sjónarvottar voru að
þessu atviki. Þeir gátu gefið lög-
reglunni lýsingu á mönnunum.
Samkvæmt visbendingu þeirra
fundu lögregluþjónar svo menn-
ina þrjá.
Þeir voru þá staddir i herbergi
ásamt tveimur öðrum mönnum,
og tveimur stúlkum, annarri 14
ára að aldri.
Þremenningarnir játuðu fyrir
lögreglunni að hafa ráðizt á kon-
una. Astæðan var sú, að fólkið
vantaði peninga fyrir áfengi og
fikniefnum.
Gamla konan var með 8.500
krónur í töskunni, þegar árásin
var gerð. Litlu hafði verið eytt af
fénu.
Rannsóknarlögreglan tók
mennina þrjá til yfirheyrslu i
morgun.
—ÓH
Dælubfl og gamla stigabllnum komift fyrir inni f nýju slökkvistöftinni á
hraðaaksturs, en hann getur komið aft miklu gagni samt sem áður”,
ara slökkvistöftvarinnar. Ljósm. VIsis.: BG.
Artúnshöfða f morgun. „Stigabfllinn er að vfsu ekki vel fallinn til
sagði Rúnar slökkviliftsstjóri. Almannavarnir munu fá aðstöðu i kjali-
Ný slökkvistöð opnuð á afmœli Rauða krossins
„Það er skemmtileg tilviljun,
að opnun þessarar nýju slökkvi-
stöftvar ber einmitt upp á 50 ára
afmæli Raufta krossins, sem er i
dag. Slökkviliftift og Raufti kross-
inn hafa átt mikift og gott sam-
starf”.
Þetta sagði Rúnar Bjarnason
slökkviliðsstjóri i viðtali við Visi.
Klukkan tiu i morgun var nýja
slökkvistöðin á Artúnshöfða tekin
formlega i notkun.
Tækjakostur stöðvarinnar er
einn sjúkrabill, einn dælubill og
gamlistigabíllinn, sem gert hefur
verið við til þess að þjóna nýju
stöðinni. Þrir slökkviliðsmenn
verða þar á vakt.
„Þessi stöð á að þjóna eystri
hverfum borgarinnar, og munu
mörkin liklega verða um
Grensásveg og Holtaveg. Hún
þjónar einnig Mosfellshreppi og
austustu byggðinni i Kópavogi. A
þessu svæði eru mikil iðnaðar-
hverfi, þannig að nýja stöðin
skapar aukið öryggi fyrir þau”,
sagði Rúnar ennfremur.
Slökkvistöðin á Artúnshöfða er
viö Bildshöfða. Hún hefur ekki
sérstakt simanúmer heldur verð-
ur henni þjónað gegnum aðalstöð-
ina við öskjuhlið.
Varla er búizi við, að þessi stöð
geti gegnt fullkomnu hlutverki
slökkvistöðvar, i sumum tilvikum
a.m.k.
Til dæmis mun ekki vera hægt
um vik að sinna brunaútkalli frá
henni, ef sjúkrabillinn er á sama
tima I útkalli. Tvo menn þarf á
sjúkrabilinn og er þá ekki nema
einn maður eftir á stöðinni. Hann
slekkur varla stóra elda einn sins
liðs. I slikum tilvikum þarf aðstoö
aðalstöðvar. En öryggið með til-
komu nýju stöðvarinnar felst i þvi
að hægt er að koma bilum fyrr á
staði i austurhluta borgarinnar.
— ÓH.
I Enn aðeins nýtt
1 að einum þriðja
„Nýtingin” i sjúkrahóteli
Raufta krossins, Skipholti 21,
hefur til þessa verift afteins um
þriftjungur. Sjúkrahóteliö verft-
ur formlega vigt i dag vift at-
höfn, þar sem haldift verftur
hátiölegt 50 ára afmæli Raufta
krossins.
Eggert Asgeirsson, fram-
kvæmdastjóri samtakanna
sagði I morgun, að sjúkrahótelið
tæki 27 manns. Það er til þess
gert, að utanbæjarfólk geti
dvalizt utan sjúkrahúss, ef það
er I Reykjavfk i rannsókn eða
meðferð i sjúkrahúsr, hefur far-
ið af sjúkrahúsi um stundarsak-
ir eða er i eftirmeðferð undir
eftirliti, að lokinni sjúkrahúss-
dvöl. Með þessu fær fólkið
heimilislegri aðstöðu, létt er á
sjúkrahúsunum og biðlistarnir
alræmdu styttast fyrir vikið.
Þarna starfa nú 5 manns, en
sjúklingarnir hafa verið 8-10.
Eggert telur liklegt, að sjúkra-
hótelið fyllist upp úr áramótum.
Það hefur aðeins verið rekið i
um hálfan mánuð.
„Þetta er tilraunastarfsemi,”
sagði Eggert. „Við erum tilbún-
ir að hætta, ef þetta tekst ekki,
en slik starfsemi hefur gefið
góða raun viða erlendis.”
Við athöfnina i dag verða fjór-
um mönnum afhent heiðurs-
— formlega vígt í
dag á 50 ára
afmœli RKÍ
merki forseta Islands fyrir af-
rek á sviði heilbrigðis- og vel-
ferðarmála.
Rauði krossinn ráðgerir i
samvinnu við Sjálfsbjörg að
auka útlán á hjálpartækjum
fyrir sjúklinga, sem á að gera
fleirum kleift að dveljast I
heimahúsum i stað sjúkrahúsa
og -stofnana.
— HH.