Vísir - 10.12.1974, Blaðsíða 17

Vísir - 10.12.1974, Blaðsíða 17
Vlsir. Þriöjudagur 10. desember 1974. 17 Jólabiaö Vikunnar er komið út, stórt og efnismikiö að vanda. Þar er, meöal annars, sagt frá heimsókn í Hallgrims- kirkju i Saurbæ og myndir það- an sr. Jón Einarss., sóknarprest- ur þar, skrifar jólahugleiöingu, itarlegt viðtal er viö Vigdisi Finnbogadóttur, leikhússtjóra. Enn fremur segir Sveinn Sæmundsson sjóhrakningasögu frá árinu 1916, Björn Guðmunds- son segir frá ævintýralegu öræfaferðalagi og birtar eru myndir af gömlum og nýjum listaverkum af meistaranum frá Nasaret. Auk þess er aö venju sögur, greinar og ýmislegt annaö efni i blaðinu. SJÓNVARP • ÞRIÐJUDAGUR 10. desember 1974 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.00 Fréttir og veöur 20.40 Hjónaefnin. Itölsk framhaldsmynd, byggð á sögu eftir Alessandro Manzoni. 8. þáttur, sögulok. Þýðandi Jónatan Þór- mundsson. Efni 7. þáttar: Drepsóttin berst til Milanó, og meðal þeirra, sem veikj- ast, er don Rodrigo. Renzó veikist einnig, og er um skeið nær dauða en lifi. Hann hressist þó og heldur heim á leið, til að leita frétta af Lúciu. Hún er þá komin til Milanó, og hann hraðar för sinni þangaö. 1 Milanó fréttir hann að Lúcia hafi veriö flutt á farsóttarhúsiö. Þar finnur hann hana að lokum innan um fjölda sjúklinga, og einnig rekst hann á föður Kristófer, sem segir honum, hvernig komið sé fyrir don Rodrigó, og fylgir honum aö sjúkrabeöi hans. 21.35 Indfánar eru lika fólk. Fræöslumynd um kjör og þjóöfélagsstööu Indiána i Suður-Ameriku. Annar þáttur af þremur. Þýöandi og þulur óskar Ingimarsson. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 22.10 Heimshorn. Fréttaskýringaþáttur. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússon. 22.45 Dagskrárlok Filadelfia Heimsókn frá Sviþjóð i kvöld og annað kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Rangæingar önnur umferð i 3ja kvölda spila- keppni sjálfstæöisfélaganna I Rangárvallasýslu verður i Gunn- arshólma fimmtudaginn 12. des. kl. 21.30. Steinþór Gestsson alþingismaður flytur ávarp. Karl Einarsson skemmtir. Sjálfstæöisfélögin. Skrifstofa Félags einstæðra foreldra er opin mánudaga og fimmtu--, daga frá kl. 3—7. Aðra daga frá kl. 1—5. Simi 11822. Aðstandendur drykkjufólks Simavakt hjá Ala-Non, aö- standendum drykkjufólks, er á mánudögum kl. 15 til 16 og fimmtudaga kl. 17 og 18. Fundir eru haldnir hvern laug- ardag i safnaðarheimili Lang- holtssóknar við Sólheima. Simi 19282. — Ég ætla að fá gjöf handa vini minum, sem vill endilega fá dýra enska pipu..... hafið þér ekki góöa pipuhreinsara? ÁRNAÐ HEtLLA Þann 12. okt. voru gefin saman I hjónaband af séra Braga Frið- rikssyni i Garöakirkju, Ester Jónsdóttir og Jón Vilhjálmsson. Heimili þeirra er aö Hávallagötu 44. Nýja myndastofan. Þann 28. sept. voru gefin saman i hjónaband af séra Óskari J. Þor- lákssyni i Dómkirkjunni Finnborg L. Jónsdóttir og < Eysteinn Haraldsson. Heimili þeirra veröur að Flókagötu 5. Nýja myndastofan. m é Nt W u & Spáin gildir fyrir miövikudaginn 11. des. HRÚTURINN, 21. marz—20. aprll. Dagurinn er hentugur til hvers konar björgunarstarfsemi eöa stuönings við slik félög. Ræddu málin i kvöld. NAUTIÐ, 21. april—21. mai. Sameining fjár- hagsmál geta valdiö deilum i dag. Hugsaðu þig vel um áður en þú ráðleggur öðrum. Kannaöu mikilvægt málefni i dag. TVÍBURARNIR, 22. mal—21. júll. Þaö er hollt fyrir þig að stunda heilsurækt daglega. Haltu áfram i megrunarkúrnum. Taktu það rólega I kvöld og vertu ekki viökvæm(ur) gagnvart þvi hvað aðrir segja. KRABBINN, 22. júnl—23. júll. Byrjaðu að gera við það sem þarfnast lagfæringar heima við i dag. Góö áhrif frá Mars valda þvi, að þú hefur gott lag á hvers konar vélfræöi- og tæknilegum framkvæmdum. Vertu ekki óþolinmóðtur) gagnvart samstarfsmönnum. LJÓNIÐ, 24. júnl—23. ágúst. Sköpunargáfa þin þarf að fá kröftuga útrás, en þó án æsinga. Leiö- togastörf hjá æskulýðshreyfingu mundu gefa góða raun. Hættu ekki á neitt i peningamálum. MEYJAN, 24. ágúst—23. sept.Þú getur haft áhrif til sátta, ef einhver á skiliö hrós frá þér.Leggöu stund á likamsrækt. Þú skalt ekki hætta á neitt I kvöld, sem gæti leitt til fjölskyldurifrildis. VOGIN, 24. sept— 23. okt. Leggðu áherzlu á áframhaldandi efnahagslegar ráðstafanir, en faröu samt gætilega og yfirvegaðu allar ákvarð- anir i þvi sambandi vel. Farðu gætilega I um- feröinni seinni partinn. DREKINN, 24. okt.—22. nóv. Þú veröur i sviðs- ljósinu I dag, og þú verður frekar uppburðarlit- ill. Þú gætir lent I deilum i sambandi við fjármál i kvöld. BOGMAÐURINN, 23. nóv,—21. des. Láttu ekki fljótfærnina ráða gerðum þinum, og láttu ekki flækja þig I deilur. Þér hættir til aö vera of skap- bráö(ur). Notaður krafta þina til góös. STEINGEITIN, 22. des.—20. jan. Þér hættir til að segja eitthvaö sem kemur slæmu orði á þig. Segöu ekki frá leyndarmálum, og vertu viss um að siminn sé ekki hleraður. Með vingjarnlegri framkomu fyrirgefst þér margt. VATNSBERINN, 21. jan.—19. feb. Þér hættir til aö vera mjög óþolinmóð(ur) við aöra. Vinur þinn eða kunningi er svolitiö þreytandi. Róman- tikin er tilviljunum háð. FISKARNIR, 20. feb.—20. niarz.Foröastu öfgar i samkeppni á vinnustað. Troddu ekki foreldrum þinum eða yfirmanni um tær. Uppfylltu skyldur þinar eins vel og þú getur. ♦ •f ■f ■f ■f •f •f •f •f •f •f •f ■f ■ff f f f f f f f f ff f fff f-f-«-f-M"f-ff *f fffff f ff f f f f ff f< 3 KVÖ L Dl □ □AG | P □AG | Q KVÖLD | □ □AG | „Á hljóðbergi" býður upp á gullmola í kvöld: ÁHRIFAMESTA ÚTVARPSDAGSKRÁ ALLRA TÍMA tslenzkt útvarp var svo að segjaennþá I buröarliönum áriö 1938. A þessum tlma höföu Bandarikjamenn lært aö lifa I samfélagi viö útvarpiö og þá tækni, sem þaö bauö upp á. Ennþá var þó útvarpið spennandi nýtt tæki, sem Bandarikjamenn söfnuðust i krineum á kvöldin til að hlusta á það, sem var að gerast i um- heiminum. Astæðan fyrir þessu hjali er þátturinn „Á hljóðbergi”, sem i kvöld hefur upp á að bjóða útvarpsefni, sem frægð hlaut á árinu 1938 og hefur verið margendurtekiðeftir það. Björn Th. Björnsson getur vart boðið upp á efni, sem vakið hefur meiri athygli en „Innsrásin frá Mars”. Það var á dimmu kvöldi þetta umrædda ár, aö hinn frægi út- varpsmaður og leikari Orson Welles settist fyrir framan hljóðnemann I stúdiói sinu og hóf ásamt öðrum flutnirig leikþáttar eftir H.G. Wells sem hét ,,The War of the Worlds” eða „Innrásin frá Mars”. Ahrif þáttarins urðu sllk, að fjöldi manns slasaðist eða lét lifið og nafnið Orson Welles ööl- aðist frægö, sem ljómaö hefur siðan þótt vitanlega komi fleira til. Leikþátturinn fjallaði um dularfullt far, sem lendir á engi nokkru og um fréttamenn, sem fara á staðinn og lýsa þvi, er hluturinn opnast og innrásin frá Marz hefst. öllu var lýst þannig, að þátturinn yrði sem likastur raunverulegri fréttasendingu. Þó var skýrt tekið fram I upphafi, að hér væri eingöngu um leikrit að. ræða, auk þess, sem samsvarandi tilkynningum var lætt inn I þáttinn af og til. Allt kom þó fyrir ekki og þaö svæði, sem útsendingin náði yfir breyttist I hreinasta vitlausra- spitala. Móðursýkiskast greip hundruö útvarpshlustenda, sem töldu vist að nú væru litlir grænir menn á næsta leiti. Sumir fengu slag og aörir fóru sér aö voða er þeir brutust um hamstola af vitfirringu. Þannig var til dæmis um húsmóöur eina er rauk út úr húsi sinu i algjöru óráði, hljóp á þvotta- snúru i fátinu, hálsbrotnaði og lézt. Aðrir óku út af vegum eða réðust til atlögu viö samborgara sina, er þeir töldu að tilheyröu öðrum heimi. Það er þvi kannski réttara aö vara útvarpshlustendur viö þvi, að lýsingin i þættinum” A hljóð- bergi” i kvöld er aðeins leikrit, svo fólk þarf ekki að gripa til neinna örþrifaráða. En þaö er vist lítil hætta á að fólk taki slika hluti alvarlega á þessum siðustu timum og Bandarikja- menn, sem hlusta á þennan sigilda leikþátt i dag furða sig stórum á þvi, hvilík áhrif hann haföi á sinum tima. Sem sagt ef það hefur verið tilefni til aö gefa sjónvarpinu fri 1 kvöld, þá er þaö tilefni i kvöld. Tækifæri til að hlusta á þennan fræga leikþátt má ekki sleppa. Sem sagt ,,A hljóð- bergi” i kvöld klukkan 23.00. —JB ORSON WELLES — hér I hlutverki slnu I kvikmyndinni Citijen Kane, mynd, sem hann var allt I öllu, hann framleiddi, stjórnaöi, lék I og skrifaöi handritið aö hálfu. Þessi mynd var sú fyrsta er hann kom nálægt, og varö frægö hans af „Innrásinni frá Mars” til þess aö RKO fól honum aö framleiöa „eitthvaö” — og á endanum varö útkoman „Citizen Kane”, sem þótti lýsa uppgangi blaöakóngsins William Randolph Hearst á allóvæginn hátt. Andstaða blaðakóngsins og blaða hans gegn myndinni varö til þess að hún náöi ekki eins mikilli aösókn og vonaö var — enda kölluö af mörgum „Ein bezta mynd allra tima” og hefur sú skoöun styrkzt hin seinni ár.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.