Vísir - 10.12.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 10.12.1974, Blaðsíða 2
2 Vísir. Þriöjudagur 10. desember 1974. VÍSKSm: Byrjuð að kaupa jólagjaf- ir? Bjarney Jóhannsdóttir, starfs- stúlka: — Ég er bara farin að hugsa, en ég er viss um að það eru margir, sem farnir eru að kaupa gjafir. Það er úr nógu að velja ef peningarnir eru til, en það er vist betra að hugsa áður en maður kaupir nokkurn hlut á Islandi i dag. Þórunn Kristjónsdóttir, skrif- stofumaður: — Nei, ekkert byrj- uð. Það er erfitt að velja og aga- legt, hreint hræðilegt, hvað allt er orðið dýrt. Kristján Schram: — Ekki get ég neitað þvi. Maður bara veit hvernig það yrði að vera að verzla þetta seinnipartinn. Björn Jónsson, sjómaður: — Nei, blessaður ég hef engar áhyggjur. Ég er sjómaður og læt frúna um að annast þessi mál. Baldvin Þór Jónasson, nemandi: — Já, fyrir löngu siðan. Ég byrjaði i byrjun desember, bara svona til að flýta fyrir. Ég gef svona 7-8 gjafir. Auður Svava Jónsdóttir, húsmóðir: -y Nei, ég e* ekkert byrjuð. Maður kaupir gjafir rétt fyrir jólin. Jú, það er vont að velja og allir hlutir allt of dýrir. Það væri bara bezt að hætta þess- ari vitleysu. r JOLAGETRAUNIN A) Dýrin í Hálsaskógi H.C. Andersen skrifaði: B) Heljarslóðarorrusta C) Litli Ijóti andarunginn Jóiasveinninn heimsækir I dag hinn heimsfræga danska rithöfund H.C. Andersen. Verður ekki annað af myndinni séð en Andersen sé mikil þörf á huggandi jólasveini, sem færi honum góðar gjafir. Allflest ævintýri H.C. Ander- sen hafa verið þýdd á islenzku. Eitt þeirra þekktustu er „Litla . stúlkan með eldspýturnar”, sem hefur komið fram ófáum tárunum á litlum barnshvarmi. H.C. Andersen fæddist áriö 1805 og dó 1875. Spurningin i dag ætti ekki að vera erfið — berið bara saman myndina og þau svör sem koma til greina. En i staðinn lofum við lika að hafa spurninguna á morgun miklu þyngri. ★ Setjið kross fyrir fram- an svarið sem þið teljið rétt. Safnið úrlausnar- seðlunum saman og sendið þá til Vísis# ásamt nafni og heimilisfangi# þegar getrauninni er lokið. í dag birtist sjötti hlutinn, og eru þá fjórar spurningar eftir. LESENDUR HAFA ORÐIÐ HAFA ÓFRELSISPOSTULAR FENGIÐ VÖLDIN Á NÝ? Grandvar skrifar: „Þannig spyr Hörður Einarsson i lok skeleggrar varnargreinar sinnar i Mbl. 7. þ.m„ gegn ófrelsi þvi og höml- um, sem rikisstjórnin eða ein- staka ráðherrar innan hennar virðast tilbúnir aö beita borgar- ana, ef framtakssemi og frumkvæði þeirra fellur ekki alfarið að hinu brjálæðislega banna- og haftakerfi, sem is- lenzkum rikisstjórnum er svo tamt að fylgja. Tilefni greinar Harðar er sú fáránlega afstaða sjávarút- vegsráðherra að banna rækju- vinnslu á Blönduósi, þótt fylli- lega sé þörf fyrir slika vinnslu þar sem annars staðar á Húna- flóasvæðinu. Það er staðreynd, að það eina, sem hefur skort, varðandi þessa grein sjávarafla er vinnslugetai rækjuverksmiðjum á svæðinu öllu, þar sem þær er fyrir eru hafa ekki undan að vinna þann afla, sem berst að landi. Þannig hafa allar rækjuverksmiðjur á svæðinu ákveðið að auka af- kastagetu sina, ýmist með auknum vélakosti eða eftir öðrum leiðum. Aflamagn það sem borizt hefur að landi hefur verið takmarkað við vinnsluget- una á hverjum degi. Það var þvi ekkert óeðlilegt við að hefja rækjuvinnslu á Blönduósi, eins og annars stað- ar á þessu svæði, og afkoma rækjuvinnslustöðva þeirra sem fyrir eru myndi siður en svo verða rýrari en áður, að ekki sé nú minnzt á afkomu sveitar- félagsins sem heildar, en afkoma rækjuverksmiðjanna hefur verið betri á þessu svæði en annars staöar á landinu. Það er lika staðreynd, að rækju- stofninn á þessu svæði er mjög sterkur og hefur aukizt ár frá ári eins og aflaskýrslur sýna og getur engin opinber stofnun sýnt fram á, að stofninn sé á niðurleið, með neinum rökum. Ekkert ráðuneyti getur komið i veg fyrir það, að slik vinnsla sem hér um ræöir sé takmörkuð við t.d. sérstaka aðila, sem „eigi að sitja fyrir kaupunum” eða eitthvað jafnfáránlegt, og hefur meira aö segja fyrrv. sjávarútvegsráðherra, sem ekki er nú talinn sá fylgispak- asti við einstaklingsfrelsið stað- fest þetta á Alþingi. En það sem hér er deilt um, rækjuvinnsla á Blönduósi eða rækjuvinnsla ekki, er aðeins ein grein á þeim meiði kerfisins, sem virðist ætla að teygja sig i allar athafnir manna og þaría til viðhalds lýðræðislegu fram- taki. Rikisstjórnin hefur nú lagt fram frumvarp til laga um sam- ræmda vinnslu sjávarafla og veiðar, sem háðar eru sér- stökum leyfum, og er efni þess m.a. það, að leyfi sjávarútvegs- ráðherra þurfi til þess að koma á fót rækjuvinnslu- og skelfisk- vinnslustöðvum og til aukningar á afkastagetu slikra vinnslu- stöðva. „Ef til vill er ekki rétt að gera of mikið úr þvi þótt frumvarp þetta hafi komið fram á Alþingi”, segir Hörður Einars- son i grein sinni, „það er þar með ekki orðið að lögum”, og trúir hann þvi ekki að óreyndu, að nokkur verulegur hluti af þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins muni ljá þvi fylgi sitt, þvi næði það fram að ganga, væri með þeirri lagasetningu stigiö stærra skref i átt til rikis- afskipta af atvinnulifinu heldur en gert var með nokkurri ráðstöfun, sem síöasta vinstri stjórn beitti sér fyrir á sinum óheillaferli. En þvi miöur virðist nú komið á daginn, sem hinn almenna kjósanda Sjálfstæðisflokksins hefði ekki órað fyrir, að þing- menn hans veiklundaðir margir og stefnulitfir sumir hverjir, vili ekki fyrir sér að ljá lið mörgum hinum frelsisskerðandi málum, sem upp hafa komið nú að und- anförnu, og er skemmst að minnast atkvæðagreiðslunnar um þingsályktunartillögu Alberts Guðmundssonar um sjónvarpsmálið. í þvi máli brugðust flestir þingmenn flokksins, annaðhvort rheð fjarveru i hliðarsölum eða að hurðarbaki, eða þeir sem gefið hafa stefnu fiokksins á bátinn, með þvi að greiða henni mótat- kvæði. Það er þvi ekki að ástæðulausu að ætla, að margir þingmenn þess flokks sem þó virðist vera eina haldreipið I stjórnmálum i landinu, greiði atkvæði með enn frekari frelsis- skerðingu i atvinnumálum, á sama hátt og þeir greiddu atkvæði gegn frelsi til að velja og hafna svo sjálfsögðu neyzluefni sem útsendingar sjónvarps eru. Það virðist ætla að verða litið úr sumum þingmönnum flokks- ins, þeim er menn höfðu þó ætlað til stórræðanna, ef mark heföi mátt taka á ummælum sumra þeirra fyrir kosningar. Hvað varð t.d. af hugmynd Sól- ness um að taka gjaldeyrismál- unum tak? Og svo mætti lengi spyrja. En þetta gleymist ekki hinum almenna kjósanda, hann man glöggt hástemmd loforð og ásetning hinna ýmsu fram- sæknu „kandidata”, ...ef þeir kæmust á þing. Hér fer þvi bezt á þvi að setja fram fyrirspurn þá, sem kemur framsemmillifyrirsögn I grein Harðar Einarssonar i grein hans Mbl. „Er stefnubreyting hjá Sjálfstæðisflokknum? Auðvitað dettu - engum i hug, að svar komi • við þessari spurningu sizt frá þingmönnum, sem nú er borgið i bili, þeir eru inni. En ekki væri óeðlilegt að búast við einhverri skýringu frá flokksforystunni”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.