Vísir - 10.12.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 10.12.1974, Blaðsíða 3
Vlsir. ÞriBjudagur 10. desember 1974. 3 Flóabardagi hinn nýi: „Þaö hlýtur aö vera öllum til hagsbóta, að hægt sé aö nýta svo dýrt hús sem sláturhús á milli sláturtiða,” sagöi Kári Snorra- son og sýndi blaðamanni og ljósmyndara Visis I gær hina umdeildu rækjuvinnslu, sem hann er framkvæmdastjóri fyrir á Blönduósi. Vélasamstæðan stendur i sal, sem er vart meira en hundrað fermetrar að stærð, og unnu við hana tiu konur og fjórir karl- menn. „Konurnar hér væru at- vinnulausar, ef við gætum ekki notað starfskrafta þeirra til að pilla rækjuna,” sagði Kári. „Þetta er amerisk vél,” sagði hann og sneri sér að vélasam- stæðunni. „Við höfum hana á leigu til fimm ára og borgum fyrir það þrjár milljónir. Okkur stendur lfka til boða að kaupa hana og gengi þá leigan upp i kaupverðið.” „Vélin kom til landsins snemma á siðasta ári,” útskýrði Óli Aadnegaard, einn eigenda verksmiðjunnar, sem var nú mættur á staðinn. „Til að byrja með lánuðum við vélarnar vinnslustöðinni Strönd i Kópa- vogi. Það var svo ekki fyrr en 1 október á þessu ári sem farið var að setja samstæðuna upp hér á Blönduósi.” Verkstjóri rækjuvinnslunnar er ungur Hafnfirðingur, Gunnar Alexandersson, sem hafði unnið „Vildu vita, hvort við hefðum stolið kössum" — segir verkstjóri rœkjuvinnslunnor ó Blönduósi við vélarnar i Kópavogi og farið með þeim norður. „Það er ekki búið að ná fullum afköstum ennþá,” sagði hann, þegar blm. VIsis sneri spurningum sinum að honum. „Við erum núna rétt um það bil að ljúka við vinnslu þeirra fjögurra tonna, sem Aðalbjörg og Nökkvi lönduðu hér á Blönduósi á laugardag,” hélt hann áfram. „Þegar fullum af- köstum hefur verið náð, á að vera hægt að vinna hér um tvö til þrjú tonn á sólarhring — ef miðað er við mannsæmandi vinnutima, eða um tiu stundir á dag, eins og er.” „Sjálfur hef ég ekki haft nein óþægindi af völdum Flóa- bardagans. Það eru Kári og Óli og þeir félagarnir hinir, sem eru I eldlinunni,” sagði Gunnar. „Nánast það eina, sem ég hef komizt persónulega I snertingu við I sambandi við þessar skær- ur, var það, þegarég þurfti að sanna það fyrir lögregluþjóni, sem þeir á Hvammstanga sendu I verksmiðjuna til okkar, að við heföum ekki stolið kössum undir þau 300 kiló, sem við fengum þaðan á dögunum til að starta vélunum.” — ÞJM. - Kári Snorrason og óll Aadnegaard fyrlr framan ■MtnrMatt á Bltadnáai, þar tem rækjavlanila Særáa- ar hf. er til húsa, en I þeim sal var um skeið skelfiskvinnsia. Ljósn*. Bragi. GAGNRYNDI YFIRBOÐARA SINA „Ég stend viö þessar ásakanir allar og mun gera þær opinber- ar fljótlega,” sagði dr. Bragi Jósepsson, sem fyrirvaralaust var vikiö úr starfi deildarstjóra i fræöslumáladeild mennta- málaráöuneytisins hinn 6. þessa mánaöar. „Ég tel ástæðu til að höfða mál út af brottrekstrinum og út af réttmæti þeirra ásakana, sem ég hef haldið fram. Það getur farið svo, að ég og lög- fræðingur minn munum krefj- ast þess, að ráöuneytisstjóri viki úr starfi, meðan rannsókn málsins fer fram. Ég er þeirrar skoðunar, aö hér sé á feröinni mjög alvarlegt mál, þvi með þvi er skapað for- dæmi, sem er óþekkt i Islenzkri embættismannasögu, ef ráö- herra getur fyrirvaralaust vikiö skipuðum embættismanni úr starfi fyrir þá sök eina, að gagn- rýna yfirboðara sina, og neitað að láta fara fram rannsókn á réttmæti gagnrýninnar. Ég tel svona aðfarir ósæmandi stjórn- málamönnum, sem telja sig fulltrúa lýðræðislegra stjórnar- hátta og frjáls þjóðfélags. Akvörðun ráðherra kom mér mjög á óvart, og ég lit á hana sem algerlega ólögmæta. Það kom mér einnig á óvart, að þeg- ar ráðherra kallaöi á mig siðastliðinn föstudag til aö skýra mér frá þessu, lét hann þess getið, að oft væri mönnum undir þessum kringumstæðum boðið annað starf, en hann teldi ekki ástæðu til þess i þessu til- felli. Þetta skil ég svo, að hann álfti „brot” mitt svo alvarlegt, að mér sé ekki trúandi til neins innan menntakerfisins. Þetta gerir mér nauðsynlegt, persónu minnar vegna og virðingar, að leggja þetta mál til meðferðar dómstóla.” t uppsagnarbréfinu segir, að ýmsar athafnir og framkoma dr. Braga hafi verið óhæfar og ósamrýmanlegar starfi hans I ráðuneytinu. „Má i þvi sam- bandi nefna ritgerð yðar I tima- ritinu „Heimili og skóli”, for- og var sagt upp starfi fyrirvaralaust mála fjölritun og dreifingu skýrslu dr. Anrórns Hannibals- sonar um hjálparkennslu I skyldunámsskólum,” svo og ákærubréf hans til mennta- málaráðherra dags. 10. október siðastliðinn, en þar lagði hann fram þau atriði, sem hann krafðist rannsóknar á varðandi stjórnun ráðuneytisins, I 28 lið- um. Sex mánaða laun fylgja þess- ari skyndilegu uppsögn dr. Braga. — SH ,Var að gera pöntun fyrir þarnœstu jól' rœtt við leikfangainnflytjanda, sem spáir jafnmikilli gjafavörusölu og áður „Salan I gjafavörum fyrir þessi jól veröur áreiöanlega ekkert minni en áöur,” fullyrti Ingvar Helgason, stórkaupmaöur, I viö- tali viö VIsi. Og sjálfur segist hann hafa pantaö til landsins helmingi meira af leikföngum og öörum gjafavörum en I fyrra. „En er meira flutt til landsins af ódýrari leikföngum en áður, vörur, sem koma ekki eins illa við pyngjuna?” spurðum við Ingvar. „Nei, það er nú öðru nær,” svaraði hann. „Kröfur kaupend- anna hafa aukizt stórkostlega á allra siðustu árum. Ef maður ætl- ar að standa sig i samkeppninni, verður maður fyrst og fremst að flytja inn leikföng, með gæði og fjölhæfni i huga. Hinsvegar er minna spurt um verðið. Ódýrari leikföng og um leið ónýtari eru flutt inn I stöðugt minna mæli.” Og Ingvar hélt áfram: „Það þýöir ekkert að vera að bjóða upp áleikföng,sem þarf að handfjatla af varfærni til að þau detti ekki i sundur I höndunum á manni. Maður verður lika meira og meira var við það, að fólk er fariö að velta þvi fyrir sér hvaðan ein- staka vörur koma og það er mikið um það, að það sé farið að biðja um vörur frá ákveðnum fram- leiöendum. Það er nokkuð, sem þekktist ekki fyrir fáeinum ár- um.” Ingvar kvað veröhækkanir á leikföngum ekki vera eins gifur- legar og búast heföi mátt við á þessum sfðustu timum. „Ætli mesta hækkunin á leikföngum sé ekki nálægt þvi að vera I kringum 40 prósent. Það eru að visu meiri hækkanir en maður á að venjast frá jólum til jóla. Venjulega hafa þessar hækkanir verið á bilinu 5 til 10 prósent,” sagöi hann. Og rétt eins og aðrir innflytj- endur þarf Ingvar að fara að huga að næstu jólum um það leyti, sem aðrir eru rétt að byrja að jafna Elnn af starfsmönnum heildverzlunar Ingvars Helgasonar gengur frá sendingu til einnar leikfanga- verzlunarinnar I borginni. — Ljósm: Bragi sig eftir þau siðustu. „Ef maður ætlar að vera byrjaður að fá fyrstu vöru- sendingarnar i september þýöir ekkert annað en að gera pantanir strax i fyrstu tveim mánuðum ársins,” sagöi Ingvar. Og hann bætti við: „1 mörgum tilvikum þarf maður að vera ennþá fyrr á ferðinni. Jafnvel einu og hálfu ári og allt að tveim árum áður en vörurnar eiga að komast á markaðinn hér. Það er t.d. nokkr- ir mánuðir siöan ég lagði inn pöntun á austurlenzku postulini, sem ég er að gera mér vonir um aö fá fyrir þarnæstu jól.” —ÞJM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.