Vísir - 10.12.1974, Blaðsíða 20

Vísir - 10.12.1974, Blaðsíða 20
vism Þriðjudagur 10. desember 1974. Neita að auglýsa pabba- og mömmu- borgara í útvarpi „Útvarpiö hefur harðneitaö að lesa upp i auglýsingatim- unum auglýsingar frá kaffi- terlunni I Glæsibæ, þar sem sagt er frá pabbaborgurum, möminuborgurum og barnaborgurum,” sagði llalldór Júlfusson, veitinga- maður — og hló. „Þess I stað var gerð á auglýsingadeildinni, án sam- ráðs við okkur, sú breyting, að auglýstir voru fjölskylduham- borgarar,” hélt hann áfram. Og minnti jafnframt á það, að hamborgarar er nú ekki beinlínis góð og gild islenzka. En talandi um „borgara” Glæsibæjar má geta þess, að næst eru likur á, að boðið verði upp á „smáborgara”. Þar hafa nefnilega allir réttir lækkað talsvert i verði nýlega samfara meiri stöðlun á þvi, sem boðið er upp á með hverj- um rétti. Halldóri hefur með öðrum orðum tekizt að lækka verðið á veitingunum á meðan hráefnið hefur hækkað i verði. — ÞJM. Skoðaði Þjóð- minjasafn og frystihús Joseph Sisco, aöstoðarutan- rlkisráðherra Bandarikjanna, skoðaði Þjóðminjasafnið I morgun og hélt sföan áleiðis til Keflavikurflugvallar. 1 leiðinni ætlaöi hann að skoða frystihús i Hafnarfiröi. Á flugvellinum snæðir hann há- degisverö með yfirmönnum. Síðdegis veröur blaöamanna- fundur, og i kvöld heldur Irwing, sendiherra Bandarfkjanna, boð til heiðurs forseta tslands og for- setafrú. . Þar verða Sisco og Holloway flotaforingi meðal gesta. —HH Flóabardagi hinn nýi: „TEKUR ÞVI TÆPAST AÐ BREYTA SKIPTINGUNNI" — segir skrifstofustjóri sjóvarútvegsróðuneytisins „Til þess að hægt yrði að veita einstaka bátum leyfi til að flytja kvóta sinn til nýrra vinnslu- stöðva þarf að endurskipuleggja alla skiptingu rækjuaflans,” sagði Þóröur Asgeirsson, skrif- stofustjóri, i viðtali við VIsi f morgun. „Eins og kunnugt er, var gert samkomulag með öllum verk- smiðjunum við Húnaflóa í upphafi máls og fiskimönnunum um skiptingu rækjuaflans milli staðanna. Það samkomulag samþykkti ráðuneytið,” út- skýrði Þóröur. „Þegar þetta samkomulag var gert, var ekki vitað hvenær eða hvort rækjuvinnsla tæki til starfa á Blönduósi og sú vinnslustöð þvf ekki tekin með i reikninginn,” hélt hann áfram. „Ef svo á að bæta hinni nýju rækjuvinnslu inn í dæmið, þarf að stokka allt upp á nýjan leik, ogégerekkisvo viss um aö það taki þvi,” sagði Þórður. „Það er nú ekki svo mikið eftir af þess- um veiðum. Það er að verða búið að veiða upp i tvo þriðju hluta kvótans, sem Húnaflóa var skammtaður, eða um 1000 tonn af 1500.” Kvaðst Þórður vita til þess, að hinir fyrstu á rækjuveiðunum væru að byrja sitt jólafri. „Ráðuneytið hefur þvi tlmann fram yfir hátiðar til að kanna möguleikana á þvl aðskiptaupp rækjuaflanum á ný, ef ástæða þykir til,” sagði Þórður. „Ennþá hafa þó engir bátar sótt um leyfi frá ráðuneytinu til að flytja kvótann. Hins vegar hefur einn skipstjóri gert um að fyrirspurn, hvernig tekið yrði undir slika umsókn.” Aðspurður um það, hvort kvótinn, 1500 tonn, verði hugsanlega hækkaður, svaraði Þórður þvi til, að slfkt hafi að minnsta kosti ekki ennþá komið til tals. -ÞJM. Útvarpsróð: Öruggur meiri- hluti með frumvarpinu Þorvaldur Garðar lýsti ekki yfir andstöðu öruggur meirihluti er talinn vera á þingi fyrir samþykkt stjórnarfrumvarpsins um út- varpsráð. Einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, sem á sæti I ráðinu, gagnrýndi frumvarpið að vfsu f gær, en hann lýsti ekki yfir andstöðu við það. Þorvald- ur skýrði afstöðu sina I viðtali viö VIsi i morgun. Stjórnarandstæðingar snerust hins vegar gegn frumvarpinu, sem gerir ráð fyrir fjölgun i ráð- inu, og að nýtt ráð veröi nú kos- ið. Þorvaldur Garðar sagðist vera sammála því fyrirkomu- lagi, sem nú væri um kjörtlma- bil ráðsins og var tekiö upp af viöreisnarstjórninni 1971. Hann taldi, að ekkert hefði gerzt sið- an, sem réttlætti breytingu i sambandi við lögin sem sllk. Hins vegar hefði staðið styr um núverandi ráð, og hann skildi hina almennu óánægju með störf ráðsins og ásakanir um pólitiska misnotkun meirihlut- ans þar. —HH Þessa mynd tók ljósmyndari Vfsis, Bragi, I rækju- vinnslunni á Blönduósi I gærdag, þegar enn var unnið við að pilla rækjuna, sem Nökkvi og Aðalbjörg lönduðu á laugardag. iHit-tli-ii'Í'Í' iitíii'i li'li'l' iiiiiifi'ltii'i' iittifi\fi-ii t'ttt-tit'.'tii tiltftti'iifit tntt-itt, tiit “úyt~,it*ttt-< ■■Jt-'.IT ta- •ytfr’i-iiz tti'' ■■tijif* . ti itii ., Þór Magnússon, þjóðminjavörður, sýnir Sisco taflborðið, sem Fischer og Spassky tefldu viö á sfnum tfma. — Ljósm. VIsis Bj.Bj. Vonzkuveður á Norðurlandi: r LOKUÐUST MILLI SNJOSKRIÐA „Það var hringt f mig um 5 leytið á sunnudag og ég beðinn um að athuga, hvort bfll, sem átti að vera á leiö til Dalvikur, væri þangað kominn”, sagði Halldór Gunnlaugsson, lög- regluþjónn á Dalvík. Fyrr um daginn höfðu tveir bílar verið á leiðinni fram til Ólafsfjarðar frá Dalvik. Annar bilanna hafði farið þessa leið áður þennan dag og var þá hið bezta færi. Um miöjan daginn komu bilarnir hins vegar að nýfallinni snjóskriðu við Voghól og var þá ekki lengra komizt. í öðrum bilnum voru fullorðnir karlmenn og ákváðu þeir að halda áfram gangandi til Ólafs- fjaröar. 1 hinum bilnum, er var jeppi, voru hjón með f jögur börn og ákváðu þau að snúa aftur til Dalvikur. Var svo um talað, að hvor um sig mundi segja til ferða hins þegar komið yrði á áfangastað. Karlmennirnir náðu niður til ólafsfjarðar og var þá farið að grennslast fyrir um bilinn, sem ætlaði að snúa aftur. ■ „Hann hafði ekki komið fram, og ákváðum við þvi að fara til móts við hann á lögreglubfln- um,” sagði Halldór. „Við eyði- býlið Sauðanes komumst við þó ekki lengra vegna snjóskriðu, sem þar var nýfallin.” Nú höfðu jeppar og snjóbill bætzt i leitina. A snjóbilnum var hægt að komast yfir skrið- una. Fundu leitarmenn á honum fjölskylduna um klukkan hálf ellefu þar sem hún hafðist við i köldum bilnum, sem hafði drep- ið á sér. „Billinn hafði þá vart ekið nema fáeinar billengdir, er hann kom að enn einni snjó- skriöunni og komst því ekki lengra. Hann var þvi lokaður inni milli tveggja snjóskriða,” sagði Halldór. Veður var mjög vont þarna á sunnudaginn, rok og slydda en fólkinu leið þó sæmilega vel i bílnum enda vel búið. Komið var aftur til Ðalvikur um hálf tólf leytið. Vegurinn um Múlann og Ólafsfjarðarvegur eru nú ófær- ir, og stórhrið var á þessum slóðum I morgun. Vegurinn til Akureyrar var þó enn fær. 1 Austur-Húnavatnssýslu, Skagafirði og við Eyjafjörð er nú mjög vont veður og afar þungfært við utanverðan Skaga- fjörð. Nú er verið að ryðja leiðina til Akureyrar þ.e. Holtavörðuheiði, Vatnsskarð og Öxnadalsheiði. Brattabrekka er nú lokuð og vegna tvisýns veðurs hefur ekki verið ákveðið hvort Þorska- fjarðarheiði verður rudd i dag. Nokkrir vöruflutningabilar eru nú á leið vestur, og verða þeir að bföa og sjá hvað setur. Sæmilegasta veður er á Austurlandi, en ekki höfðu bor- izt nákvæmar fréttir af færðinni þar. — JB. msm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.