Vísir - 13.12.1974, Síða 3

Vísir - 13.12.1974, Síða 3
Vlsir. Föstudagur 13. desember 1974. 3 Ragnhild ólafsdóttir — höfund- ur bókarinnar „Forfald.” Bók íslenskrar konu hlýt ur lof í Kaupmannahöfn islenzk kona, búsett i Kaupmannahöfn, hefur gefiö út bók þar i borg, sem heitir „For- fald.” Bókin fjallar um vandamál aldraös fólks og hefur fengiö mjög góöa dóma hjá dönskum gagnrýnendum. Konan heitir Ragnhild Olafs- dóttir, fædd á Tálknafirði árið 1918, dóttir Jónu Gisladóttur og Ólafs Kolbeinssonar á Vind- heimum i Tálknafirði. Nltján ára að aldri fór hún til Danmerkur á Danebod Höjskole á Als. Hún giftist dönskum manni og ilentist i Danmörku. Hún skildi við mann sinn og vann i nokkur ár á elliheimili i Kaupmannahöfn, og kynntist þannig náið þeim vandamálum, sem hún fjallar um i bók sinni. 1 gagnrýni um bókina er þess getið að Ragnhild reyni hvergi að predika I bók sinni, heldur leggi málin raunsætt og eðlilega fyrir, þannig að vandinn verði ljós án þess að predikana sé þörf. Formáli bókarinnar er bréf, sem Halldór Laxness skrifaði Ragnhild, eftir að hann hafði lesið handrit að bók hennar. Þar segir meðal annars: „Ég þakka þér fyrir að gefa mér tækifæri til að lesa handrit- ið þitt, þar sem þú lýsir þeirri sorgarsögu, sem felst I þvi aö slita þá elztu úr fjölskyldunni, afann og ömmuna, upp úr eöli- legum jarðvegi sinum og koma þeim fyrir I framandi búðum, elliheimilunum, sem eru jafn táknræn fyrir iðnríki okkar daga og útskúfun holdsveikra var fyrir miðaldirnar. Þakka þér lika fyrir að þú reynir hvergi að prakka upp á mig boðskap, lesanda þinn, heldur gefur mér möguleika á aö bregðast beint við kaldri lýsingu á staðreyndum.” „Forfald” er ekki skáldsaga I eiginlegri merkingu, öllu frem- ur heimildarleg lýsing á siðustu stöð ævinnar, lýsing á draunm- um sem var og þránni eftir þvi, sem koma skal. -SH • LTINN Lesið um Jóhann Cruyff — Peter Shilton — Paul Breitner Jóhannes Eðvaldsson Einnig litmynd af Arsenal Getraunaspó — Cesar Middelsboro og ýmislegt fleira Fœst ó nœsta blaðsölustað Misræmið i útreikningnum Framfærsluvlsitala, Hækkun frá 9. nóvember 1964 til 9. nóvember 1974. Framfærsluvlsitala, Hækkun frá 9. nóvember 1964 til 9. nóvember 1974. Visitala I nóv. 1964 164 stig, 7. nóv. 1974 741 stig. Hækkun er 351.83% Rétl reiknaöar vísitölubætur á kr. 1.000,- voru þvi kr. 3.518.30. Seölabankinn reiknar vlsitöluna þannig: 1965 8.98% 1966 7.14% 1967 10.97% 1968 9.00% 1969 22.94% 1970 14.93% 1971 1.30% 1972 12.82% 1973 28.41% alls 116.29% Fyrir árið 1974 eru engar bætur reiknaöar vegna þess að gjald- dagann ber ekki upp á áramót! Kr. 2.036.51 70/71 0.90% Kr. 18.33 Kr. 2.054.84 71/72 12.76% Kr. 262.19 Kr. 2.317.03 72/73 28.95% Kr. 670.78 Kr. 2.987.81 73/74 51.22% Kr. 1.530.36 Með visitölubótum en án vaxta 9/11 ’74 Kr. 4.518.17 Vegna þess að vextir af bók þessari, og sennilega öllum slikum, eru lægri en af venju- legum 10 ára bókum, hafa sjálf- sagt margir þeir, sem i að- gæzluleysi lögðu inn töluvert hærri upphæðir en hámarkið kr. 1.000.- tapað hærri upphæð i vaxtamun en þessum svoköll- uðu verðbótum nemur. Sýnir þetta þriöja íhugunarverða atriði, að engu hafa þeir gleymt, sem ætluðu sér að kenna börn- um og unglingum sparnað. Jólatréð kemur: Þjóðverjar hafa leyst samgönguvandann" „Skeyti barst um þaö frá Þýzkalandi, aö jólatré þaö, sem árlega er gefiö Reykjavlkurhöfn, legöi af staö I dag meö Mánafossi. „Samgönguvandamálin hefur nú tekizt aö leysa og viö sjáum okkur fært aö senda tréö,” segir I skeytinu. Eins og fram hefur komið, töldu Þjóðverjar sér ekki fært vegna samgönguerfiðleika að senda jólatréö af stað. Þetta var I siðasta mánuði á sama tima og þýzki togarinn var tekinn I land- helgi við ísland. Nú er aftur á móti að lægja, svo tréð verður sent á siðustu stundu. SELJA JÓLAGLAÐNING - OG STYÐJA BLINDA Blint fólk og sjónvernd i landinu eru studd meö ráöum og dáö af Lionsklúbbi Reykjavikur, elzta „ljóna”-klúbbi landsins. Hafa félagarnir nú ákveöiö aö gangast fyrir sölu á ýmiss konar sælgæti og jólaglaöningi i þessu skyni. t kvöld og á morgun selja Lionsfélagarnir jóiaglaöninginn aö Laugavegi 15, en þar var Vegamótaútibú Landsbankans áöur. Þar getur fólk keypt ýmis- legt sem kaupa þarf, og stutt um leið gott málefni. runnið út eins og heitar lummur. Samt má fullyrða að fæstir kaupenda hafi gert sér grein fyrir, aö framfærslu- visitala er ekki sami mæli- kvarði og byggingavisitala, en samkv. þeirri vlsitölu auglýsir Seðlabankinnaðkr. lOOO.-spari- skirteini útg. árið 1964, verði þann 10. jan. n.k. greitt með rúmum kr. 13.000.- Fyrir þetta sama tlmabil vill Landsbankinn greiöa kr. 1.162.- sem er aðeins 33.03% af hækkun frámfærslu visitölu nóv. 9. 1964 til nóv. 9. 1974. — Nú geta forsjálir eigendur áðurgreindra skulda bréfa velt fyrir sér þvl, hvort þeir muni án mótmæla veita viðtöku tilsvarandi verðbótum þann 15. marz 1982. Lika mátti reikna vísitöluna frá ári til árs, en þá á sama hátt og vexti, eða þannig: Kr. 1.000.- 1964/65 9.76% Kr. 97.60 Kr. 1.097.60 65/66 8.33% Kr. 91.43 Kr. 1.189.03 66/67 5.64% Kr. 67.06 Kr. 1.256.09 67/68 15.05% Kr. 189.04 Kr. 1.445.13 68/69 22.36% Kr. 323.13 Kr. 1.768.26 69/70 15.17% Kr. 268.25 Stefnt er að þvi, að þýzki sendi- herrann kveiki á jólatrénu 20. desember, eða næsta föstudag klukkan 4. Þetta er niunda árið, sem jólatré er sent frá Þýzkalandi. Upphafsmaður þessarar árlegu gjafar eru þeir Schlunz, starfs- maður norður-þýzka útvarpsins og Hönig, skrifstofustjóri Flug- leiöa I Hamborg. Þeir hafa i hyggju að koma hingað báðir næsta ár við tiundu afhendinguna. I ár verður aftur á móti enginn fulltrúi gefenda viöstaddur. Siöustu árin hefur félags- skapurinn „Vikinger Runde” gefið jólatréð, en þessum félags- skap tilheyrir bæði sjómanna- sambandið i Hamborg og féiag blaðamanna. Vegna landhelgisdeilnanna vildi sjómannasambandið hætta við jólagjöfina. Þetta þóttu heldur ómerkilegar aðgerðir og fengu þýzki sendiherrann hér og aðrir aðilar sjómennina loks ofan af vitleysunni. -jr. JÓLATRÉ , TENDRAÐ A AUSTURV — og jólasveinar ó Lœkjartorgi ó sunnudaginn óslóarbúar hafa aö venju sent Reykvikingum fagurt grenitré I jólagjöf. Kveikt veröur á trénu á sunnudaginn kl. 16. Thor Bronder, sendifulltrúi, mun af- henda tréö, en Birgir tsl. Gunnarsson, borgarstjóri veitir þvl viötöku. Lúörasveit Reykjavikur leikur undir stjórn Jónasar Þ. Dagbjartssonar og Dómkórinn syngur jólasálma undir stjórn Ragnars Björns- sonar. Að athöfn lokinni á Austur- velli, þar sem tréð stendur, munu jólasveinar koma I heimsókn á Lækjártorg undir stjórn Askasleikis. Munu þeir skemmta börnunum þar og gefa skýrslu um ferðir sinar til borgarinnar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.