Vísir - 19.12.1974, Síða 9

Vísir - 19.12.1974, Síða 9
Vísir. Fimmtudagur 19. desember 1974. 9 marftadur 'ij'! JOLAGJÓF? Haraldur Sigurðsson, sölumaður: — Eiginlega veitti mér ekki af skjalaskáp undir aðdáenda- bréfin. Þegar ég væri biiinn að koma mér upp skápnum væri lika ágætt, að einhver færi loks að senda mér slik bréf. Númer tvö er magasleði, einmitt það sem mig vantar til aö komast i vinnuna á morgn- ana. (Ég bý uppi i Breiðholti og vinn niðri í bæ). Ellert B. Schram, al- þingismaður: — Ætli ég veldi mér bara ekki einhverja góða bók. Ef þær eru þá yfirleitt á boðstólum. Ég hef einna mestan áhuga á ævisög- um og bókum sögulegs eðlis. Mér þætt.i til dæmis gaman að lesa bókina hans dr. Kristins Guðmundssonar. I Jón Sigurbjörnsson, leikari: — Fri yfir jólin, til að slappa af heima hjá mér og annaö ei. IIMIM IM Umsjón: Jón Björgvinsson 5éra Róbert Jack Sennilega eru þeir fáir íslendingarnir, sem ekki hafa heyrt séra Róberts Jack getið, svo mjög hefur hann orðið nafntogaður. Sögu hans þekkja þó liklega færri, sögu unga stórborgarbúans, sem hreint og beint „strandaði” á Is- landi, þegar þjóðum heims laust saman i heimsstyrjöld. Ungi pilturinn var á heimleið frá knattspyrnuþjálfun i Vestmannaeyjum, og notaði sér timann hér og gekk i guð- fræðideild Háskóla íslands, þrátt fyrir að hann væri ekki beysinn i islenzku. Siðar varð Róbert Jack sveitaprestur i afskekktum byggðarlögum íslands, jafnframt þvi sem hann hélt uppi nánu sambandi vð heimaland sitt, Skotland, auk þess sem hann ferðaðist til margra annarra landa og upplifði ýmis- legt, sem hann hefur einmitt skráð i þessa bók. í bókinni kynnist lesandinn merkilegu ævintýri, merki- legri ævi, manni sem hafnar að taka við blómlegu fyrirtæki föður sins i heimaborg sinni, en þjónar heldur guði sinum hjá fámennum söfnuðum uppi á íslandi. Séra Róbert er tamt að tala tæpitungulaust um hlutina, hann er mannlegur, vill kynnast öllum stigum mannlifsins, og segir frá kynnum sinum af ótrúlega fjölbreyttu mannvali i þessari bók. Formáli eftir Albert Guðmundsson Guðrún Ásmundsdótt- ir, leikkona: — I jólagjöf óskaöi ég mér, að settar yrðu upp sturtur fyrir leikarana niðri i Iðnó. Auðvitað eiga þær að vera innpakkaðar og afhentar við hátiðlega at- höfn. Við erum búin að vera að biða eftir sturtum i 20 ár. Hing- að til höfum við öll þurft að nota sama vaskinn. Tilkynning til launagreiðenda Hér með er skorað á alla launagreiðendur, sem eiga að greiða orlofsfé samkv. lögum nr. 87 frá 24. desember 1971 um orlof, að gera skil á vangreiddu orlofsfé nú þegar og i siðasta lagi 31. desember n.k. Að öðrum kosti má búast við að heimild um lögtak verði beitt. Greiða ber orlofsfé reglulega til póststöðva fyrir 10. hvers mánaðar. Reykjavik, 18. desember 1974 Póstgiróstofan. Orlofsdeild. VÍSIR VÍSAR Á VIÐSKIPTIN HILMISBÓK ER VÖNDUÐ BÓK Pétur Einarsson, leik- ari: — Maður er álltaf að velta þvi fyrir sér, hvað maður eigi að gefa öðrum. Ég veit svei mér ekki.... og þó, hvernig væri að fá fullkomnar radiógræjur? Ekki endilega fjögurra rása, stereo nægir alveg. Þær eiga auðvitað að vera innpakkaðar meö af- borgunum og öllu tilheyrandi. Nú ef ekki radiógræjur, þá væri llka ágætt að fá trefil. Mér er sama hvort heldur ég fæ, báðar gjafirnar koma að sömu notum. Ragnar Bjarnason, hl jómlistar maður: — Ég held ég kysi helzt að fá I jólagjöf möguleikana fyrir 15 manna danshljómsveit til að starfa allt árið um kring á Is- landi án þess að lenda I fjár- hagsvandræðum. Jón Múli Árnason, út- varpsþulur: — Ég er alveg klár á þvl. Ég hef verið að hugsa um plpu slð- an i haust, eða frá þvl að pipun- um minum fækkaði niður i eina. Hún mætti heita Masta, sú nýja.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.