Vísir - 04.01.1975, Side 6

Vísir - 04.01.1975, Side 6
Vlsir Laugardagur 4. janiiar 1975 6 VISIR Ctgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjóri Fréttastjóri Ritstjórnarfulltrúi Auglýsingastjóri Auglýsingar Afgreiösla Ritstjórn Askriftargjald 600 t lausasölu 35 kr. Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Ilelgason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfis^ötu 44. Simi 86611 Síðumúla 14. Simi 86611. 7 Iinur kr. á mánuði innanlands. eintakið. Blaðaprent hf. Enga óskhyggju Varnaðarorð eru ekkert nýjabrum á timamótum, en um þessi áramót hafa hinir fróðustu menn varað þjóðina sterklegar en fyrr við óskhyggju i efnahagsmálum. Einna fastast kveður að orði Jónas Haralz bankastjóri, sem sagði i Visi i fyrradag: ,,Menn virðast alls ekki gera sér ljósa þá al- vöru, sem hér er á ferðinni....Menn verða að gera sér ljóst, að ekki er lengur hægt að dansa eins og menn hafa dansað.Þaðer til dæmis ekki unnt að halda áfram að auka opinbera þjónustu og hegða sér eins og hægt sé að gera allt i einu.” Geir Hallgrimsson forsætisráðherra var ekki heldur myrkur i máli i áramótaræðu sinni, er hann benti á minnkandi þjóðartekjur og útskýrði, hvers vegna lifskjör gætu ekki batnað að sinni: „Framundan er nú alvarlegri þróun efnahags- mála en dæmi eru um, frá þvi siðari heims- styrjöldinni lauk. Rikustu iðnaðarþjóðir veraldar glima nú við vanda verðbólgu og vaxandi at- vinnuleysis, en áhrif þessa koma fram i versn- andi viðskiptakjörum og tregari sölu mikilvæg- ustu útflutningsafurða okkar. Þessi umskipti eru þeim mun tilfinnanlegri sem hugmyndir manna hér á landi um kjara- bætur og útgjaldaáform einstaklinga og hins opinbera höfðu mótazt i rikum mæli af hag- stæðum ytri skilyrðum siðustu fjögurra ára, svo og þvi að hallarekstur atvinnuvega og opinberra aðila var jafnaður með skuldasöfnun erlendis sem innanlands. En nú er mál, að óskhyggjunni linni. Við rikjandi aðstæður efnahagsmála i heiminum verðum við að sætta okkur við, að lifskjör þjóðar- innar geti ekki batnað um sinn. Forgangsverkefnið á sviði efnahagsmála er að tryggja fulla atvinnu og atvinnuöryggi og treysta það með þau góðu lifskjör, sem þjóðin hefur búið við á undanförnum árum. Til þess að ná þessu markmiði á sama tima og hamlað er gegn verðbólgunni verðum við að halda i við okkur, sniða okkur stakk eftir vexti. Hverju mannsbarni ætti að vera ljóst, að ekki eru skilyrði til þess að ná raunverulegum al- mennum kjarabótum, þegar tekjur þjóðarinnar i heild minnka eins og nú er útlit fyrir bæði i ár og næsta ár vegna versnandi viðskiptakjara.” Við þurfum samt ekki að örvænta, þótt okkur sé ráðið frá óskhyggju. Forseti Islands, Kristján Eldjárn, benti i áramótaræðu sinni á, að enn eru Islendingar að ýmsu leyti betur settir i efnahags- málum en sumar grannþjóðirnar: „Verkefni skortir oss ekki. Hér er allt i vexti og kallað á starfskrafta hvaðanæva. Svo er fyrir að þakka, að þrátt fyrir þær þrengingar, sem nú eru viða i löndum og meðal annars hjá grannþjóðum vorum sumum, er kreppa og atvinnuleysi ekki komið yfir oss, afkoma fólks yfirleitt sæmileg, þó að hins sé ekki að dyljast, að blikur eru á lofti i efnahagslifi þjóðarinnar og enginn veit, hvað úr þeim kann að blása. Á þeim vanda verður að sigrast.” -JK. Meöal hausaveiöara á Nýju Guineu. Konan á myndinni er bandarbki mannfræöingurinn og blaöakonan, Wyn Sargent, sem vakti heimsat- hygli, þegar hún geröist ein af eiginkonum höföingja hausaveiöaraætt- flokks. Hausaveiðar á atomöld Hauskúpur, snyrtilega raðaðar í kofum Asmat- ættkvislar, gefa til kynna, að i hinum af- skekktari landshlutum Indónesiu eru enn stundaðar hausaveiðar meðal steinaldarþjóð- flokka. Bannið, sem Indó- nesia setti við hausa- veiðum, þegar hún yfir- tók Nýju Guineu af Hol- lendingum 1963, virðist litil áhrif hafa haft. Lög- um verður heldur ekki svo auðveldlega fram- fylgt þarna djúpt inni í frumskóginum, sem þekur að mestu þetta 25.800 ferkilómetra svæði, er áður var vesturhluti Nýju Guineu. Striðsmönnum Asmat-þjóð- flokksins, sem telja sig fædda i þennan heim til þess að safna mannshausum, verður ekki held- ur breytt með einu eða tveim pennastrikum einhvers staðar i borg, sem þeir hafa naumast hug- mynd um að sé til. Af og til gera yfirvöld út af örk- inni frumskógarlögregluflokka, sem oft eru aðeins tveir eða þrir menn, til þess að minna frum- byggjana á, að þeir verða að lúta lögum siðmenningarinnar. Með einum slikum leiðangri fór Soe- harjono, blaðamaður frá Indó- nesiu, á dögunum. Hann hefur skrifað grein um þessa ferð sina aftur til steinaldar, sem hér er birt lauslega þýdd. „Þegar ég i fylgd tveggja vopn- aðra hermanna kom til Manep, sem er um 600 manna frum- skógarþorp, fréttum við, að karl- mennirnir væru fyrir skömmu komnir heim frá hausaveiðum. Höfðinginn, sem var tortrygg- inn i garð ókunnugra, sagðist vel vita, að hausaveiðar væru bannaðar, en bætti við og gætti þá þunga i röddinni: „Ef óvinirnir ráðast á okkur, berst ég á móti.” Eftir þvi sem leiðsögumaðurinn komst næst, en hann talaði mál þessa þjóðflokks, þá höfðu karl- mennirnir i Manep gert áhlaup á nágranna sina, i Garo ættbálk, sem hafði orð á sér fyrir að vera annars friðsamlegur. Sprottið haföi upp ágreiningur út af nokkrum svinum, sem horfið höfðu úr Manep. t leiðangri hausaveiðara ekki alls fyrir löngu voru sjö manns af ættflokki Garo myrtir. Striðs- mennirnir snéru heim með höfuð þeirra við belti sér. Var slegið upp veizlu. Göt voru gerð á gagn- augu fornarlambanna og heilinn hristur út, en hann þykir mikill veizlumatur á þessum slóðum. Kjálkabeinin voru rifin út, en þau bera striðshetjurnar sem verndargripi og til vitnis um garpsskap þeirra i afstöðnum orustum. Fleiri slikir gripir geta gegnt svipuðu hlutverki, eins og svina- bein, sem þrædd eru i gegnum miðsnesið, eyrnahringir og bambusflisar, sem þræddar upp á festi hanga um háls striðsmanna og fer tala þeirra eftir fjölda hausanna, sem viðkomandi gumi hefur safnað og tekið sjálfur. Illlllllllll m mm UMSJÓN: G. P. Hauskúpur fórnardýranna eru hafðar til skrauts innan húss og utan við kofa ættbálksins, eða þá að þær éru koddar, sem verja eig- endurna ásókn anda hinna dauðu. I Asmat, eins og allt þetta hérað heitir og reyndar þær 22 þúsundir, sem búa þar dreifðar um skóg- ana, eru höfuð þeirra, sem deyja eðlilegum dauðdaga, látin i friði. Yfirvöldá þessum slóðum segj- ast leggja hart að sér við að inn- ræta skógarbúum, að hausaveið- ar liðist ekki nú á timum. — Lög- regluflokkar þeirra hafa brennt til ösku ófá hof þessara heiðingja, en þau kallast „Jeu”. Með þvi er reynt að brjóta niður djöfladýrk- unina. I þessum „Jeu” eiga sér stað trúarathafnir, sem standa i tengslum við hausaveiðarnar. Asmat-ættbálkarnir eiga hvergi aðgang að sjó eða byggð- um við strandir Nýu Guineu, sem áður hét svo. Þær byggðir standa i nánara sambandi við umheim- inn og siðvæðinguna. Einangrun þeirra hefur leitt af sér, að þetta fólk stendur á mjög frumstæðu stigi og er fornt i hugsun og öllum lifnaðarháttum. Trúir það á stokka og steina og hetjuskap. Fæöingar og hjúskaparvigslur eru þeim heilagar athafnir. Þegar liður að þvi, að barn fæð- ist hjá þeim, stumra rosknar kon- ur yfir sængurkonunni, meðan faðirinn röltir frá og forðast að láta á sér sjá nokkra minnstu geöshræringu i samræðum við aðra karlmenn þorpsins um dag- inn og veginn. Til hjónabands er venjulegast stofnað með kaupskap. Þar skipt- ir höfuðmáli rikidæmi aðstand- enda og virðing þeirra út á við. Ef stúlka neitar að ganga i eina sæng meö hinum útvalda pilti, ganga foreldrarnir á eftir henni og sár- bæna hana um að sjá sig um hönd. Dugi það ekki til, er hún lamin, þar til hún tekur sinna- skiptum. Hitt kemur sjaldan fyrir, að piltur og stúlka strjúki burt sam- an. Ef dauðinn ber að dyrum heimilisins, rikir mikill harmur þar. í einum kofanum sá ég tvær eiginkonur syrgja fráfall eigin- manns þeirra. Veltu þær sér upp úr leðjunni með miklum kvein- stöfum. Konurnar sjá um fæðuöflunina og alla matseld. Aður stóðu mennirnir vörð um þær á meðan, en nú orðið á þessum friðartimim liggja þeir gjarnan i leti heima, meðan konan er á stjái og veiðir fisk eða aflar matar með ein- hverjum öðrum hætti. Algengasta fæðan eru afurðir Sagopálmatrésins, en fiskur, eðl- ur, svinakjöt og fuglar skapa til- breytinguna. Sérstakt lostæti þykir púpa ákveðinnar bjöllutegundar, sem lifir i trjábol Sagopálmans. Innbyrðist ágreining milli þorpa Asmatsþjóðflokksins jafna þeir á sinn sérstaka hátt. Einhver fjölskyldan tekur einfaldlega i fóstur nokkur börn úr hinu þorp- inu. Er tekið á móti þeim með mikilli viðhöfn, sem táknar, að friður riki með ættkvislunum.” Þannig lýsir Soeharjono þess- um steinaldarþjóðflokki. Fyrir nokkrum árum ferðaðist bandarisk kona, mannfræðingur að mennt, á svipuðum slóðum. Kunni hún sömu sögu að segja af hausaveiðum innfæddra. Dvaldi hún nær tvö ár með þeim og um- gekkst þá náið. Vakti það heimsathygli, þegar hún skrifaði til siðmenningarinn- ar, að hún væri orðin ein af eigin- konum höfðingjans, sem skaut yf- ir hana skjólshúsi. Þessi fertuga ekkja átti þá nær uppkominn son heima i Bandarikjum. Þeirri rómantik lauk með þvi, að yfirvöldin stiuðu hvitu konunni og höfðingjanum sundur, og varð hún að yfirgefa landið.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.