Vísir


Vísir - 04.01.1975, Qupperneq 17

Vísir - 04.01.1975, Qupperneq 17
Vlsir Laugardagur 4. janúar 1975 D □ J O > * n □AG fl D KVÖL Dl n □AG | Þriðji þáttur „Vesturfaranna" annað kvöld: „Verk Troell snart sagði Ingmar Bergman um //Vesturfarana,f Karl óskar (Max von Sydow) og Kristin (Liv Ullmann) standa i hinzta sinn á sænskri strönd. t „Vesturförunum” kom i ljós, hvað það var, sem olli öllu um- talinu. Hin 34 ára Liv Ullman sýndi þar, að löng samvinna hennar og Ingmar Bergmans hafði gert hana að leikkonu hlaöinni hæfileikum. Liv Ull- mann segir sjálf, að hún eigi sænskri kvikmyndagerö allt sitt að þakka. Sjálf er hún þó af norsku foreldri en fædd i Tokyo i Japan. Max von Sydow, sem leikur Karl óskar, er þekktastur sænskra leikara. Hann fæddist I Lundi i Sviþjóð árið 1929. Þar var faðir hans há- skólaprófessor. Eftir her- þjónustu 1948 gekk hann i Konunglega leiklistarskólann i Stokkhólmi. Á námsárunum kom hann fram i sinni fyrstu kvikmynd. 1951 hóf hann að koma fram á sviði og lék þá i nokkrum verkum undir leik- stjórn Ingmar Bergmans. Siðan lék hann stórt hlutverk i flestum mynda Bergmans. Alls hefur Max von Sydow leikið i um 25 kvikmyndum. Nýjustu myndir hans eru „The Exorcist” og „Stepphenwolf”. —JB Kvikmyndin um Karl Óskar og Kristinu á góða möguleika á að verða jafn sígilt verk og skáldverk Wilhelm Mobergs, sem myndin er byggð á. Myndin um þau hjón „Vesturfararnir” er nú sýnd i Sjónvarpinu I átta þáttum. Fyrstu tvo þættina sáu sjónvarpsáhorfendur um og eft- ir jól og á sunnudagskvöldið er þriðji þátturinn á dagskrá. Kvikmyndin „Vesturfararn- ir” var nefnd til þriggja Óskars- verðlauna árið 1972, árið, sem Guöfaðirinn var kjörinn mynd ársins. Óvanalegt er, að erlend mynd sé nefnd til svo margra verðlauna á þessari hátið bandarisks kvikmyndaiðnaðar. Myndin var i hópi 5 þeirra, sem kepptu um titilinn „Bezta mynd ársins” og „Bezta leikstjórn ársins” og Liv Ullmann var ein af 5, sem komu til greina sem bezta leikkona ársins. Að þessu sinni féll þó heiðurinn i skaut Liza Minelli fyrir Cabaret. Arið áður var myndin valin til að keppa um titilinn „Bezta er- lenda mynd ársins.-’ Ástæðan fyrir þvi, að hún gat ekki keppt meðal hinna bandarisku það ár- ið, voru kröfurnar um að við- komandi mynd hafi verið sýnd i það minnsta á 7 almennum sýningum i Los Angeles sama ár. Leikstjóri „Vesturfaranna” Jan Troell, sem kom til greina sem óskarsverðlaunahafi árið 1973, er i hópi fárra erlendra leikstjóra, sem hlotið hafa þann heiður. Hollywood hefur yfir- leitt tryggt sér öll fimm sætin fyrir eiginn leikstjóra, eða i mesta lagi enskan frænda. Troell er fæddur i Málmey i Sviþjóð 1931. Hann hafði verið kennari, ljósmyndari og fri- stunda kvikmyndagerðar- maður, er hann hitti leikstjór- ann Bo Wilderberg og var ráð- inn til að kvikmynda eina af myndunum, er hann leikstýrði. Fyrstu mynd sinni leikstýrði Troell 1965, en fyrsta verulega afrekið vann hann með mynd- inni „Hér er þitt líf” árið 1966. Myndin er saga ungs manns sem er að vaxa úr grasi á árum fyrri hcimstyrjaldarinnar'i Svi- þjöð. Þessi mynd var þó einungis upphitun fyrir myndina „Vest- urfararnir”, sem er. eitt stærsta kvikmyndaafrek Svia. Leik- stjórn, kvikmyndataka, klipp- ing og handrit, allt var þetta i höndum Jan Troell og hafa allir þessir þættir hlotið mikið lof um allan heim. Ingmar Bergman, hinn rómaði sænski leikstjóri, sagði um Troell um það leyti, er myndin var valin I hóp beztu mynda ársins: „Ég var djúpt snortinn af verki Troell og er ég þó sjálfur atvinnumaður. Jan Troel mun brátt vera talinn meðal snillinga kvikmynda- iðnaðarins”. Liv Ullmann er leikur Kristinu i „Vesturförunum” varð heimsfræg árið 1972, er kvikmyndin leit dagsins ljós. Arið áður hafði hún verið við- stödd afhendingu Óskarsverð- launanna og tekið við verðlaun- um fyrir hönd Ingmar Bergmans, Almenna athygli vakti hún þó ekki fyrr en við af- hendinguna 1973. Þá var hún á allra vörum enda ein þeirra fimm, sem kom til greina sem bezta leikkona ársins. Þá hafði henni og hlotnazt New York Film Critics verðlaunin og hún var eftirsótt orðin i hverja stórmyndina af fætur annarri (Lost Horizon og Forty Carats). Hún hafði prýtt forsiðu Time stórblaðsins og orðin efniviður i fjölmörgum öðrum blöðum og greinum. Liv Ullmann og leikstjórinn Jan Troell koma til afhendingar óskarsverðlaunanna 1973 I Tónlistar- höllinni I Los Angeles. mig djúpt" frá miðilsfundi sem fór fram I upptökusal Sjón- varps fyrir skömmu. Umsjónarmaður Rúnar Gunnarsson. 21.50 Vesturfararnir Fram- haldsmynd i átta þáttum, byggð á sagnaflokki eftir sænska höfundinn Vilhelm Moberg. 3. þáttur. Skip hiaðið draumum. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. (Nordvision) Efni 2. þáttar: Karl óskar, smá- bóndi I Smálöndum, og Kristin, kona hans, ákveöa að flytjast til Vesturheims, Meö þeim fara Róbert, bróðir Karls Óskars, Arvid vinnumaður og trúboðinn Daniel, móðurbróðir Krist- Inar, ásamt áhangendum hans. 22.40 Að kvöldi dags Sr. Val- geir Astráðsson flytur hug- vekju. 22.50 Dagskrárlok ÚTVARP • Laugardagur 4. janúar 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 tþróttir. Umsjón: Jón Asgeirsson. 14.15 Að hlusta á tónlist, X. Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 15.00 Vikan framundan. Magnús Bjarnfreðsson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. íslenskt riiái. Jón Aðalsteinn Jóns- son cand. mag. flytur þátt- inn. 16.40 Tiu á toppnum. örn Petersen sér um dægur- lagaþátt. 17.30 Sögulestur fyrir börn. Sigurður Karlsson les sög- una „Jólasveinninn, sem sprakk” eftir Þuriði J. Arnadóttur. 18.00 Söngvar I léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Alþjóðastarf Rauða krossins.Eggert Asgeirsson framkvæmdastjóri flytur erindi. 20.00 Hijómpiöturabb. Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.45 „Dagur I lifi fjölbýlis- húss”, smásaga eftir Gunn- ar Gunnarsson blaðamann. Höfundur les. 21.00 Létt tónlist frá hollenska útvarpinu. 21.35 Galdratrú og djöflar* fyrri þáttur. Hrafn Gunn- laugsson tók saman. Lesari með honum: Randver Þorláksson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Sunnudagur 5. janúar 8.00 Morgunandakt. Séra Sigurður Pálsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög Þýskir listamenn flytja. 9.00 Fréttir. Úrdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. 11.00 Messa I Hallgrímskirkju 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Or sögu rómönsku Amerlku. Sigurður Hjartar- son skólastjóri flytur fyrsta hádegiserindi sitt: Land- nám og nýlendutimi. 14.00 Innganga tslands i Atiantshafsbandalagið. Samfelld dagskrá, tekin saman af Baldri Guölaugs- syni og Páli Heiðari Jóns- syni. Greint frá aðdraganda málsins og atburðunum við Alþingishúsið 30. mars 1949 með lestri úr samtimaheim- ildum og viðtölum við nokkra menn, sem komu við sögu. — Fyrri þáttur. 15.15 Miðdegistónieikar. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Endurtekið efni: Jerúsalem, borg Daviðs. Dagskrá i samantekt Friðriks Pál.s Jónssonar. (Aður útvarpað að kvöldi jóladags). Flytjandi auk Friðriks Páls er Olga Guð- rún Arnadóttir. 17.10 Skemmtihljómsveit austurriska útvarpsins ieik- ur létt lög. Karel Kraut- gartner stjórnar. 17.40 Utvarpssaga barnanna: „Anna Heiða vinnur afrek” eftir Rúnu Gislad. Edda Gisladóttir les (7). 18.00 Stundarkorn með píanó- leikaranum Ludwig Hoff- mann Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Þekkirðu land?” Jónas Jónasson stjórnar spurn- ingaþætti um lönd og lýði. Dómari: Ólafur Hansson prófessor. Þátttakendur: Dagur Þorleifsson og Ragn- heiður Bjarnadóttir. 19.55 islensk balletttónlist. Sinfóniuhljómsveit Islands leikur, Páll P. Pálsson stjórnar. a. „Ég bið að heilsa” eftir Karl O. Runólfsson. b. „Ólafur lilju- rós” eftir Jórunni Viðar. 20.40 Tvær smásögur eftir Unni Eiriksdóttur, „April” og „Fjólublár kjóll”. Auður Guðmundsdóttir leikkona les. 21.05 Frá tónlistarhátiðinni i Shwetzingen sl. sumar. Bir- gitte Fassbaender syngur við pianóundirleik Eriks Werba. a. „Frauenliebe und Leben” op. 42 eftir Schu- mann. b. Sigenaljóð op. 103 eftir Brahms. 21.35 Spurt og svarað. Erling- ur Sigurðarson leitar svara við spurningum hlustenda. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Heiðar Ástvaldsson dans- kennari velur lögin. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.