Vísir


Vísir - 04.01.1975, Qupperneq 20

Vísir - 04.01.1975, Qupperneq 20
vísir Laugardagur 4. janúar 1975 Rannsaka pappíra í toll- svikamáli „Að undanförnu hefur verið unnið við rannsókn skjala og ann- arra pappirsgagna, sem varða máliö", sagði Magnús Eggerts- son, yfirlögregluþjónn rann- sóknarlögregiunnar I Reykjavik, er Visir spurði hann i gær um gang rannsóknar tollsvikamáls- ins. Magnús sagði, að talsvert mikil vinna lægi i þessari skjalakönn- un. M.a. eru kannaðir pappirar hlutaðeigandi aðila i bönkum og vfðar. Nú liggur fyrir játning allra aðila á þvi, að afgreiðslumaður- inn hafi þegið greiðslur fyrir af- hendingu vörusendinganna. Magnús Eggertsson sagðist ekki hafa handbærar tölur um hversu háar fjárhæðir hann hefði þegið fyrir. —ÓH Kanaríeyja- farar stranda í Glasgow Farþegar, sem ráðgeröu að komast i sólina á Kanarieyjum I fyrradag, urðu að láta sér nægja kuldann f Glasgow. Farþegahópurinn hélt frá ís- landi snemma á fimmtudag með Boeingvél Flugfélagsins. Vélin millilenti í Glasgow, en komst ekki lengra vegna bilunar. Þurfti að útvega flugvirkja frá islandi, og komust þeir ekki utan fyrr en i gærmorgun. Farþegarn- ir hlutu því einnar nætur dvöl i Glasgow i stað dvalar á Kanari- eyjum. Seinni hlutann i gær tókst loks að gera við bilunina, og hélt vélin þá áfram til Kanaríeyja. Þar var tekinn hópur is- lendinga, sem lokið hafði dvöl sinni á Kanarieyjum. Vélin lenti ekki á Keflavikurvelli fyrr en snemma i morgun, sólarhring á eftir áætlun. Keflavikurflugvöllur opnaðist klukkan 5 i gærkvöldi eftir að hafa verið lokaður allan daginn vegna óveðurs. Áætlanir islenzku flugfélaganna röskuðust nokkuð af þessum sökum, eins og getið er um annars staðar i blaðinu. —JB NEMAR SAFNA SJÁLFIR í NÝJAN BARNASKÓLA! — var farið að leiðasf þrengslin og drifu í tombólu Nemendur i Barna- skólanum i Keflavik er farið að lengja eftir nýjum skóla. Til þess að hraða þvi, að eitt- hvað verði gert i málinu, tóku þeir sig nokkrir til, og ákváðu að safna sjálfir. Var siðan drifið i að halda tombólu. Frá þessu segir i Suðurnesja- tiðindum. Nokkrir nemendanna hafa enga fasta kennslustofu, heldur verða að vera á flakki um skólann. Eitt sinn er skólastjóri var á göngu um skólann, hitti hann fyrir nemendur 5. bekkjar i svo- kallaðri söngstofu i kjallaran- um. Stofa þessi er lág undir loft og vont loft þar inni. Skólastjóri spurði nemendur hvernig þeim likaði stofan og einnig hvort þeim likaði betur að vera i lausum stofum, sem settar voru á lóðina. Þeir sögðu að miklu betra væri að vera i lausu stofunum. Eftir að skólastjóri hafði svo sagt, að það væri erfitt að út- vega þeim fasta stofu vegna þrengsla i skólanum, var spurt um nýjan barnaskóla. Hann svaraði þvi til, að bygging nýs barnaskóla hefði verið á döfinni um nokkurt skeið.en til að hægt væri að byggja. hann, vantaði peninga, og liklega myndi það dragast eitthvað enn, nema þau tækju sig til og færu að safna fé til byggingarinnar. Skólastjóri gleymdi svo þess- um orðaskiptum sinum, en nokkru sfðar komu tvær stúlkur úr bekknum til hans og báðu um að fá að halda tombólu. Þær sögðust ætla að safna fé til nýs barnaskóla, og fengu að sjálf- sögðu leyfið. -EA. SJALDGÆFUR DAGUR — segja flugumferðarstjórar um gœrdaginn, þegar allt flug á landinu lagðist niður „Svona dagar koma ekki nema einu sinni til tvisvar á ári”, sagði Guðlaugur Kristinsson, vaktstjóri I flugturninum á Reykjavíkur- flugvelli, þegar Visismenn litu þar við í gærkvöldi. Þá höfðu mennirnir þrir, sem hafa umsjón með flugvallarum- ferð aöeins þurft að sinna einni lendingu allan daginn. Það var frönsk smáþota, sem lenti i lotu milli éljagangsins. Ekki var von á meiri hreyfingu fyrr en i dag. „Miðað við, að hér geta orðið þúsund til tólf hundruð hreyfingar á dag, þ.e. flugtak og lending teljast tvær hreyfingar, þá er þetta ekki mikið”, sagði Guðlaug- ur. 1 ró og næði kvöldsins höföu Það er ekki á hverjum degi, sem þelr hafa það svona náðngt: Bjarnl Jónsson, Jón Þ. isaksson og Guðlaugur Kristinsson vaktstjóri I flug- turninum. Ljósm. BG. Mörgum bilstjóranum varð hált á svellinu f gserdag, — f bókstaflegum skilningi. Svo virtist sem varáð- arráöstafanir ailar dygðu ekki til fulls, svo slæmt var ökufærið vfða I borginni. Kólgubakkar skelltu sér yfir borgina og oft var skyggnið i lágmarki. Þessa mynd tók Bjarnleifur i gærkvöidi, þegar Reykviking- ar óku i mestu róiegheitum heim á ieiö frá vinnu. Hver veit nema þessi snjór verði horfinn, þegar blaðið kemur út! Þaö væri a.m.k. dæmigert um veðurfar vetrarins i Reykjavík. þeir félagar það helzt fyrir stafni að fylgjast með störnuhröpum. Enda afburðagott útsýni út um glugga flugturnsins upp á himin- inn, þ.e. þegar éljaský skyggðu ekki á útsýnið. Meðan Visismenn stöldruðu við, sáust tvö stjörnuhröp. Astæðan fyrir „hreyfingarleys- inu” á flugvellinum var su, að veðurskilyrði fóru niður fyrir þau lágmörk, sem t.d. Flugfélagið setur sér. Einnig var mikil ókyrrð i loftinu fyrir ofan, þannig að smærri vélarhættu sér ekki upp i loftið. „Annars eru geysimörg atriði sem skipta máli við það, hvort telja skal lendandi á vellinum”, hélt Guðlaugur áfram. „Tegund vélar og útbúnaður hennar, vind- átt, skýjahæð, bremsuskilyrði o.fl. hafa hvert um sig sitt að segja. Það sem væri t.d. glapræði fyrir Fokker vél að hætta sér út i, gæti verið hægðarleikur fyrir aðra vél”. Ekki eins náðugt hjá flugumferðarstjórn A sjöttu hæð flugturnsins eru flugumferðarstjórar til húsa. RAFMAGNSVEITURNAR TÖPUÐU UM 420 MILLJÓNUM í FYRRA Tap Rafmagnsveitna rikisins árið 11974 er áætlað 420 milljónir króna, samkvæmt bráðabirgðaáætlun. Þetta kom fram á fréttafundi með Val- garð Thoroddsen, raf- magnsveitustjóra, i gær. Megnið af þessu tapi stafar af hrikalega auknum oliukostnaði við disilrafstöðvarnar, efnis- hækkun og hækkun á kaupi. . Rafmagnsveiturnar töldu sig þurfa um 2.6 milljarða króna á þessu ári, en það var skorið verulega niður i fjárlögum. Hlýtur það að koma niður á raf- væðingunni um landið. Á fundinum kom einnig fram, að nær öll tæki Lagarfoss- virkjunar eru komin að virkjun- inni, og ef ekkert sérlegt kemur upp á, verður hægt að prufu- keyra hana upp úr miðjum febrúar. Framleiðslugeta henn- ar verður 7.500 kilówött, en sið- ar má bæta við annarri túrbinu jafnstórri. Áður er þó fyrirhug- aö að setja rennslisloka i Lagar- fljót, og liklegt má telja, að sið- ari túrbinan verði ekki sett nið- ur i Lagarfossvirkjun fyrr en að lokinni gerð Bessastaðaár- virkjunar. Þá kom fram, að nokkrir aðil- ar hafa nú skilað áætlun um byggðalfnuna vestur og norður um land. Hún á að liggja frá Andakil, um Holtavörðuheiði, Hrútafjörð og Blönduós tií Skagafjarðar. Hugsanlegt er að taka hluta af henni i notkun, áð- ur en hún nær allt á leiðarenda. Kostnaðaráætlun er upp á mill- jarð. Af vangaveltum um fleiri virkjanir má nefna hugmyndir um virkjun á Vestfjörðum, ann- að hvort i Þverá á Langadals- strönd eða Dynjandisfossum i Arnarfirði. Á Norðausturlandi eru hugmyndir um virkjun Kröflu, og verið er að gera undirbúningsteikningar að lin- um þaðan til Akureyrar annars vegar, en Egilsstaða hins vegar. - SH Þeir áttu ekki alveg eins náðugan dag og kollegarnir á efstu hæð- inni, þvi að flugumferð um Norð- ur-Atlantshafssvæðið er á þeirra vegum. „Við sluppum þó alveg við áhyggjur af innanlandsumferðinni i dag, þvi að hún var engin”, sagði Haraldur Guðmundsson, varðstjóri, og benti á töflu, sem venjulega er þakin upplýsingum um flugvélar, sem eru á ferðum yfir þvert og endilangt landið. Þar var ekkert spjald að sjá sem sýndi flugvél á lofti, heldur aðeins eyðileg spjöld, sem skammstöfun fyrir viðkomandi flugvöll. „Það er mjög sjaldgæft, eftir að flugbrautin var lengd á Kefla- vikurflugvelli, að þar sé ólend- andi. Vindáttin var hins vegar óhagstæð fyrri hluta dagsins, þvi að vindurinn stóð á ská á báðar brautirnar sem voru þar að auki hálar”, sagöi Haraldur. -ÓH

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.