Tíminn - 17.06.1966, Page 9
FÖSTUDAGUR 17. júní 1966
TÍMINN
bankastjóri í LandSbanka Islands.
Jafnframt tók Helgi þá sæti í
stjórn Sölusambands íslenzkra
fiskframleiðenda til ársins 1958. f
Framleiðsluráði landbúnaðarins
var Helgi óslitið frá 1949—62 og í
stjórn Osta- og smjörsölunn
ar 1959—62. Þá var hann og marg
oft skipaður í samninganefndir rík
isstjórnarinnar um verzlunarvið-
skipti við önnur lönd, þ. á.m.
við Danmörku, Rússland, Finn
land, Tékkóslóvakíu, m.m.
Af öllu þessu má sjá, að He'gi
Pétursson hefur átt óvenjulegu
trausti að fagna, enda vann hann
alla tíð störf sín af frábærri alúð
og kostgæfni. Hann var aldrei
hræddur við að taka ákvarðanir
um þýðingarmikil viðskipta-
mál, því að hann breytti alltaf eft
ir beztu sannfæringu og eftir ýtar
egri yfirvegun. Að ailra dóoni
reyndist hann framleiðendum til
sjávar og sveita hinn ötulasti liðs
maður og góður fulltrúi samvinnu
hreyfingarinnar íslenzku heima og
erlendis. Því standa íslenzkar
framleiðendastéttir og samvinnu-
menn í mikilli þakkarskuld við
Heiga Pétursson. Hann var heil
steyptur drengskaparmaður, sem
ekkj mátti vamm sitt vita í neinu.
Einstakt prúðmenni, hvort heldur
seim var á vimnustað eða. í góðra
vina hópi.
Helgi kvæntist eftirlifandi konu
sinni Soffíu Björnsdóttur, Jens
sonar, yfirkennara I Reykjavík, ár
ið 1924, hinni glæsilegustu konu,
og eignuðust þau þrjú mannvæn
leg börn, Björn lögfræðing í Kópa
vogi, Helgu, sem starfar á tú-
raunastöð Háskólans á Keldum og
Gunnlaug Pétur , flugmann í
Reykjavík. Eiga þau frábærilega
ástríkum eiginmanni og föður á
bak að sjá.
Við hjónin vottum frú Soffíu
og fjölskyldunni innilega hluttekn
ingu í þeirra miklu sorg og hörm
um, að Helga auðnaðist ekki að
njóta heilbrigður ævikvöldsins eft
ir langan og farsælan starfsdag.
Agnar Tryggvason.
Sjötugur í dag;
Séra Friðrik
A. Friðriksson
Séra Friðrik A. Etriðriksson,
fyrrum prófastur á Húsavík, nú
prestur að Hálsi í Fnjóskadal, er
sjötíu ára í dag. Karl Kristjáns
son, alþingismaður, hringdi til
Tímans og bað blaðið að flytja
séra Friðriki — frá vinum hans
í Þingeyjarþingi — i tilefni 70
ára afmælisins, hugheilar heilla
óskir og alúðarþakkir fyrir aldar
priðjungsdvöl í héraðinu og mik-
ilsverð störf að fjölþættum og
viðtækum menningarmálum.
Bændur verða að standa
saman þegar hagsmunir
stéttarinnar eru í veði!
Rætt við Stefán Jasonarson, bónda, Vorsabæ
Stefán Jasonarson, bóndi í
Vorsabæ, var einn þeirra fjög-
urra manna, sem boðuðu til
Selfossfundarins um verðlags-
mál bænda fyrir rúmri viku
síðan, og var hann kjörinn í
þá 15 manna nefnd, sem bænd-
ur kusu á fundinum til þess
að fylgja eftir ályktun fundar-
ins um verðlagsmálin. Blaðið
ræddi við Stefán á dögunum
um fundinn sjálfan og
mál þessi eins og þau standa
í dag.
— Hver var aðdragandi Sel-
fossfundarins, Stefán?
— Segja má, að aðdragandi
fundarins hafi verið tilkynning
Framleiðsluráðs landbúnaðar-
ins, sem lesin var í útvarpinu
fyrir nokkru síðan, um að hið
svokallaða innvigtunargjald á
nýmjólk væri komið á. Það fór
fyrir mér eins og fleiri sunn-
lenzkum bændum, að við urð-
um all undrandi á þessu. Og
á sama tíma var ákveðið að
lækka smjörið, sem sagt að
hefja útsölu á smjöri, þessari
vöru, sem hefur fram til þessa
verið talin eftirsótt vara og
gæðamatur, sem að hefur verið
frekar talinn í lúxusflokki held
ur en á hlið við eitthvert óút-
gengilegt góss.
En það fór sem sagt alda
um sunnlenzka bændur, svo að
ekki sé meira sagt, og þeir
óskuðu skýringa. Það voru
margir, sem höfðu samband við
mig persónulega, ýmist símleið-
is eða komu I heimsókn, og
voru að spyrja mig um hvað
ég hefði frétt, og hvers mætti
vænta í þessu máli. Og það
má vera, að það hafi verið m.a.
af því að ég er í 'stjóm Búnað-
arsambands Suðurlands, að
þeir leituðu til mín í þessu
efni. Ég verð að segja, að ég
hefði talið æskilegast að Bún-
aðarsambandið hefði haft for-
göngu í þessum máli, en at-
yikin höguðu því, að bændur
í Rangárvallasýslu urðu fyrri
til og voru þegar búnir að
panta SeIfos9bíó fjrir væntan
legan bændafund, þegar við
höfðum rætt málið. Ég ræddi
við formann Búnaðarsambands
Suðurlands um þennan fund,
og ég vil einmitt af gefnu tii-
efni nota tækifærið og mót-
mæla því, að hann hafi neitað
að halda slíkan fund. Það var
síður en svo. En hann var fjar
verandi þessa dagana, og ég
náði í hann í síma uppi a Laug-
arvatni og hann taldi það síður
en svo fjarstæðu að Búnaðar-
sambandið gengist fyrir þess
um fundi. En Rangeyingar voru
sem sagt fyrri til, hafa kannski
trúað því, og lái þeim hver
sem vill, að allt væri í stakasta
lagi í íslenzkum landbúnaði
en þegar þeir heyrðu þessi
ósköp í útvarpinu, þá hafi þeir
hrokkið við fyrr en við í Ár-
nesþingi. Og ég þarf ekki að
útskýra það nánar, en raunin
varð sem sagt sú, að það voru
fjórir bændur, sem stóðu að
þessu fundarboði — tveir sjálf
stæðismenn og tveir framsókn-
armenn. Það skipti ekki öllu
máli hver hélt fundinn, aðal-
atriðið var að fundurinn var
haldinn, og það sem mestu
máli skiptir að mínum dómi
var, hvað hann varð fjölmennt
ur, og hvað bændur komu þar
fram sem sterk samstillt heild
Þeir komu stéttarlega sterkari
af þessum fundi heldur en þeir
komu á hann. Sannleikurinn
er sá, að a.m.k. sunnlenzkir
bændur gera of lítið af þvi að
sameinast, þegar hagsmunir
stéttarinnar eru í veði.
Rakið hefur verið í blöðum
hvernig fundurinn gekk til
bæði Tíminn og fleiri blöð hafa
skýrt þar frá málavöxtum og
gangi mála. Það var okkar
ásetningur, sem boðuðum
þennan fund, að formaður
Stéttarsamband bænda, Gunn-
ar Guðbjartsson kæmi á fund-
inn og skýrði málin fyrir bænd
um. Og ég hygg, að bændur
hefðu ef til vill tekið þetta
með dálitlu meiru jafnaðargeði
hefði jafnhliða þessari tilkynn
ingu í útvarpinu komið ofur-
lítil skýring á hlutunum. En
tilkynningunni var ausið yfir
landsbyggðina án athugasemda
og bændur sáu að hér varð að
setja punkt.
Eins og ég sagði áðan, þá
komu bændur stéttarlega sterk
ari af fundinum. Þeir fóru að
hugsa um þessi mál af meira
raunsæi heldur en þeir hafa
gert. Og ég tel, að það hafi
verið okkar óhamingja oft á
tíðum, íslenzkra bænda, að við
höfum ekki hugsað eins um
okkar hagsmunamál og ýmsar
aðrar stéttir. Hvort að það sé
æskilegt, að við séum eins mikl-
ir baráttumenn og aðrar stétt-
ir, það er önnur saga, en við
verðum að gá að því, að við
lifum á öld mikilla breytinga.
Miðaldra menn muna eftir kyrr
stöðu í íslenzkum landbúnaði.
Nú hefur vélvæðingin komið til
okkar, og við höfum tekið ríf-
lega á móti henni — okkur
hefur líka verið sagt að gera
það — auka framleiðsluna,
stækka búin, rækta meira.
Þetta er jú gott og biessað, en
það er eðlilegt. að ýmis feil-
spor séu stigin, og þjóðlífið
hefur verið þannig að undan-
förnu, að dýrtíðin vex og þeir
sem ekki gá að sér í þessum
hrunadansi, mega gera ráð fyr-
ir því að verða undir í lífsbar-
áttunni, ef að ekki er fuU að-
gát höfð á hiutunum og samtök
Stefán Jasonarson
og sanngirni höfð að leiðar-
ljósi.
— Hvað lögðu ræðumenn
helzta áherzlu á á Selfossfund-
inum?
— Það sem kom fram á
fundinum, var ekki fyrst og
fremst ádeila á Framleiðsluráð
heldur óskuðu menn skýringa
og létu óspart í ljósi, að þeir
væru ekki ánægðir yfir þeim
gangi. sem málin höfðu tek-
ig að undanförnu. En vissulega
vita menn það, að Framleiðslu-
ráð skapar ekki vandann. Það
tekur við vandanum, en vanda
málin eru af dýpri rótum runn
in heldur en úr höndum Fram-
leiðsluráðs. Við vitum, að dýr-
tíðin er að sliga atvinnuveg-
ina, og valda ýmsum erfiðleik
um. Fyrir nokkrum árum
nægðu útflutningsuppbætur,
sem eru 10% af heildarverð-
mæti búvaranna í landinu, en
dýrtíðin hefur valdið því, að
nú vantar mikið á að útflutn-
ingsuppbæturnar nægi til þess
að greiða upp það, sem flytja
verður úr landinu. Það kom
greinilega fram á fundinum, að
menn sjá, að það er ákaflega
erfitt fyrir bændur, að á sama
tima og rekstrarvörurnar t.d.
áburður, hækka, þá skuli sölu
vörur bænda lækka i verði.
Þetta geta bændur ekki við
unað.
Sumir eru á þeirri sboðun, að
að þetta lagist af sjálfu sér.
Það kann að vera, en meiri-
hluti bænda mun ekki vera á
þeirri skoðun, og telja, að eitt
hvað verði að gera, og því fór
sem fór á þessutn fundi, að
samþykkt var tillaga sem að
skoraði á Framleiðsluráð land
búnaðarins og ríkisstjórnina,
að semja um þá lausn, sem
bændur gætu vel við unað.
Ég hef séð þau ummæli í
Morgunblaðinu nýverið, að
nú hafi hlutur bænda loksins
verið leiðréttur til samræmis
við aðrar stéttir. Það kann
vel að vera en hvað segja
bændur sem að berjast í bökk
um og geta tæpast keypt áburð
á túnin sín eða heyvinnuvélar
o. s. frv. o, s. frv. Ég veit
'ehki hvort þeir undirstrika
þessi ummæli. Ég hef verið
bjartsýnn, og það er nauðsyn
legt, en bjartsýni verður að
vera á rökum reist.
— Þið kusuð 15 manna
nefnd á fundinum?
— Já, fundurinn kaus fimm
menn úr hverri sýslu í eina
nefnd, sem á að þoka þessum
málum áfram og vinna að því.
að samþykkt fundarins verði
meira en pappírsgagn, að þess
ir aðilar, ríkisvaldið og Fram
leiðsluráð, reyni að finna þá
lausn, sem við má una. Nefnd
in hélt fyrsta fund sinn á
Hvoli í Rangárvallasýslu sl.
sunnudag, og ræddi um ýmsar
leiðir, sem hún áleit að væru
heppilegastar í þessu efni. Og
ég á von á því, að áður en
um langt líður, verði géngíð á
fund Framleiðsluráðs og ráð-
herra I ríkisstjórninni og heyra
hvað fæst fram af þeim óskum.
sem fram verða bornar. og
hvers má vænta.
— Þið hafi samstöðu með
nefndum úr öðrurn landnhlut-
um, er það ekki?
— Jú, það er sföðuet verið
í símasambandi við nefndir úr
öðrum landshlutum. og ég geri
ráð fyrir því, að fyrsti áfangi
í þessu máli verði, að forvstu
menn þessara nefnda gangi á
fund Framleiðsluráðs og heyri
hvernig málin standa, og
hverju er hægt að fá um þok-
að, án þess að grípa til róttæk
ari aðgerða. Og ég vil mótmæla
því algerlega, að hér sé um
neina uppreisn að ræða, eða
„uppreisnarbændur", eins og
ég Ias í einu dagblaðanna í
Reykjavík. Það er síður en svo.
Við viljum þvert á móti styðja
við bakið á Framleiðsluráði og
hjálpa því í þeirri baráttu, sem
það hlýtur að heyja fyrir okk
ur bændurna.
— Hvað viltu segja um áhrif
fundarins?
— Ja, ég vil segja að lokn
um þessum fundi, að hann mun
hafa varanleg áhrif í sunnlenzk
um sveitum, og ég, sem fundar
boðandi fagna því innilega, að
forystumenn bændasamtak-
anna á Suðurlandi, formaður
Mjólkurbús Flóamanna og for
maður Búnaðarsambands Suð
urlands, komu á móti okkur
fundarboðendum á fundinum,
og byggðu upp bæði þá sam
þykkt, sem gerð var á fundin
um, og einnig nefndarskipun-
ina — sem sagt, að þeir voru
með okkur til þess að vinna
að því, að árangur af þessum
fundi yrði sem mestur. Þá vil
ég einnig nota tækifærið og
flytja öllum, er fundinn sóttu
og Gunnari Guðbjartssyni, for
Fvamhald á bls. 15