Vísir - 18.01.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 18.01.1975, Blaðsíða 2
2 Vlsir. Laugardagur 18. janúar 1975. riSffiSFTC'- Hvenær ætlar þii aö skila skatt- framtaiinu? Ingi Ingvarsson, húsasmiöur: — Ætli ég geri það fyrr en um mánaöamótin. Ég er svona rétt aö byrja að tína þetta saman. Sigurjón Magnússon, trésmiöur: — Ætli það verði ekki einhvern tima i marz. Ég er búinn að sækja um frest. A undanförnum árum hafa launaseðlarnir verið að tinast inn allt að þrem mánuöum á eftir áætlun. Þess vegna er ég svona seinn fyrir meö þetta. Ragnar Ragnarsson, verka- maöur: — Tuttugasta og niunda eða eitthvað svoleiðis. Ég er ekk- ert byrjaður að garfa I skýrslunni ennþá. Þetta er ekki það mikil vinna. Björn Th. Haraidsson, nemi: — Ég skila þvi sennilega um miöjan febrúar. Ég er i skóla og hef ekki tima til að gera skýrsluna fyrr, þótt vinnan við hana sé ekki mikil i sjálfu sér. Aðalbjörn Gunnarsson, starfs- maöur Rafmagnsveitunnar. — Ætli það verði ekki síðast i febrú- ar. Ég er með smáatvinnurekstur og fæ því frest þangaö til. Nei, nei, það er ekki mikil vinna að koma þessu saman. Kjartan Bjarnason, húsa- smiöur:—Ætli ég geri það ekki i næstu viku. Þetta er svo litið hjá mér og fáir liðir að fylla út eftir að ég er búinn að byggja yfir hausinn á mér. A meöan ég var að byggja voru liðirnir mun fleiri. Ólafur Geirsson, blaðamaður: Fréttin var rétt „Þaö er rétt, að sam- komulag varð í nefndinni sem endurskoða átti lögin um mjólkursölu. Var þar gert ráð fyrir, að Mjólkursamsalan hætti að vera smásöluaðili en matvörukaupmenn, sem uppfylltu viss skilyrðu, tækju hana í sinar hend- ur." Þetta sagði Ágúst Þorvaldsson, fyrrverandi alþingismaður og bóndi að Brúnastöðum í Flóa, í viðtali við Vísi í gær. Ágúst er formaður stjórnar Mjólkursam- sölunnar. Hann staðfesti einnig að á sama tíma, i árslok 1973 hefði verið búið að ganga frá sam- komulagi um að matvöru- kaupmenn I Reykjavik tryggðu Mjólkursamsölunni að keypt yrði af henni nær allt það hús- næöi, sem i eigu hennar er og notað undir mjólkurbúðir. Bæði breytingin á smásölu mjólkur og kaupin á húsnæðinu voru byggð á þeirri forsendu, að Alþingi samþykkti nauðsyn- legar breytingar á lögum um mjólkursamsölu. Fulltrúi Mjólkursamsölunnar i áðurnefndri nefnd var Stefán Björnsson, forstjóri Mjólkur- samsölunnar. Nefndin skilaði áliti sinu til landbúnaðarráð- herra i desember 1973, þ.e. fyrir rúmu ári. Gleyminn eða hvað? Rúmum mánuði siðar, eða 31. janúar 1974, hafði Morgunblaðið eftir samsöluforstjóranum, að enginn fótur væri fyrir sölu á mjólkurbúðum og ennfremur væri enginn fótur fyrir þvi, að Mjólkursamsalan hætti dreif- ingu mjólkur á næstunni. Frétt um það hafði birzt i Visi daginn áður. Visi þykir rétt að vekja at- hygli á, að þarna fór forstjórinn með rangt mál og að þvi er virðist fullkomlega vitandi vits. Annað er ekki hægt að álykta, mánuði eftir að hann skrifar undir nefndarálitið og fær tryggingu fyrir sölu nær allra búða Samsölunnar. Er þá geng- ið út frá þvi, að frásögn Morgunblaðsins sé rétt. Frétt Visis um að breyting væri i vændum I mjólkur- sölumálum var I öllum atriðum rétt. Ef eitthvað mátti aö henni finna, þá var þaö, að ekki var kveðið nægilega fast að orði um að sala allra verzlananna væri tryggð. Hreinn Sumarliðason, for- maöur Félags matvöru- kaupmanna i Reykjavik, staðfesti orð Ágústs Þorvalds- sonar algjörlega. Hann tók sér- staklega fram, að algjör sam- staða hefði orðið i nefndinni um að Samsalan hætti smásölu- dreifingu — og kaupmenn tryggðu henni, að hún losnaði við nær allt það húsnæði, sem mjólkurbúðirnar væru i. Frumvarpið tilbúið í fyrravor „Landbúnaðarráðherra tjáði okkur, að frumvarpið til breytinga á mjólkursölulögun- um væri tilbúið, þegar við töluðum við hann siðastliðið vor.” sagði Hreinn Sumarliða- son. Frumvarpið var ekki lagt fram á þinginu i fyrravor og sagði Agúst Þorvaldsson i viðtalinu i gær, að það hefði ver- ið vegna óvenjulegra anna þar, eins og Öllum væri i fersku minni. Frumvarpið fyrir Alþingi fljótlega Ágúst Þorvaldsson, formaður stjórnar Mjólkursamsölunnar, sagðist hafa nokkuð traustar heimildir yfir þvi að frum- varpið mundi koma fram fljót- lega eftir að þing hæfist aftur. Um úrslit málsins gæti hann að sjálfsögöu ekkert sagt. í stefnuræðu forsætisráðherra i þingbyrjun siðastliðið haust kom fram, að rikisstjórnin hygðist beita sér fyrir breytingum á mjólkursölu- lögunum. Er málið nú i höndum nefndar, sem skipuð er þing- mönnum stjórnarflokkanna og er búizt við að það tengist ýms- um öðrum breytingum á lögun- um um Framleiðsluráð land- búnaðarins. — en fór forstjóri Sam- sölunnar með vísvitandi ósannindi? Hér til hliðar eru þær tvær fréttir, sem rætt er um I greininni. Til hægri er greinin i VIsi, frá 30. janúar I fyrra, þar sem segir, að Samsaian hyggist hætta rekstri mjólkurbúða. Tii vinstri er siðan fréttin I Morgunblaðinu daginn eftir. Þar er haft eftir Stefáni Björnssyni, samsölufor- stjóra, að enginn fótur sé fyrir frétt VIsis. í greininni hér á slðunni er sýnt fram á að forstjórinn fór ekki með rétt mál. Ekki sakar að lifga svolitið upp á myndina með svipmyndum úr mjólkurbúð- um i Reykjavlk og af af- greiðslustúlkum I þeim. Að likindum verður þess ekki langt að blða að mjólkur- búðir heyri sögunni til. Ein af kröfum Mjólkursam- sölunnar var sú, að matvöru- kaupmenn tryggðu af- greiðslustúlkunum atvinnu i framtiðinni. Margar þeirra hafa unnið lengi hjá Samsöl- unni, sumar i áratugi. Kaup- menn munu hafa lofað að gera sitt bezta I þeim mál- um. Fjórða heilrœðið er fró Reese Af þeim stórmeistur- um, sem skrifa að stað- aldri um bridge, er sennilega enginn fræg- ari en sá, sem gefur bridge-heilræði i þætt- inum i dag, Englend- ingurinn Terence Reese. Þetta er fjórða heilræðið af átta I keppni, sem hollenzka stórfyrirtækið BOLS stendur fyrir. Mitt heilræði, segir Terence Reese, er að taka vel eftir fyrstu afköstum varnarspilaranna og hugleiða eftirfarandi: Frá hvaða lit er sennilegt að varnar- spilarinn hafi verið að kasta? Svarið leysir oft þýðingarmikla ákvörðun. Tökum dæmi, varnarspilari, sem hefur A-5-3-2 eða K-5-3-2 kastar oftar frá þvi, heldur en D-5-3-2 eða G-5-3-2. Þetta gefur þér upplýsingar I eftirfarandi stöðum: liklegra að hann hafi átt A-5-3-2 en D-5-3-2.1 (2) þá kastar vestur strax frá litnum. Ályktun: Það er liklegrí að hann hafi kastað frá A-5-3 en D-5-3. (3) A-8 (4) K-10-8 G-9-4 K-7-5-3-2 A-5-3-2 G-7-6 D-10-6 D-9-4 1 (3) þá kastar austur tveimur spilum strax. Þegar þú spilar ás og áttu, þá lætur hann 5 og 7. Þú skalt frekar spila hann upp á K- 7-5-3-2 en G-7-5-3-2.1 (4) þá kast- ar vestur tveimur spilum. Það er liklegra að hann eigi A-5 eftir frekar en G-5, en drepi austur meö ásnum, þá er betra að spila austur upp á A-G-7. Þessar ályktanir eru sérstak- lega hagstæðar, þegar blindur hefur lit, sem að áliti varnar- spilara er auðvelt að fria, eins og I þessu spili: Suður gefur, allir utan hættu. « 10-5-2 ¥ K-G-6-3 ♦ A-7-3 Suður spilar 4 spaða eftir 1 spaða — 1 G, 3 spaða — 4 spaða. Vestur spilar út laufaþristi og suður trompar þriðja lauf. Það kemur stift til greina að spila hjarta strax og setja pressu á vestur ef hann á ásinn, en I stað- inn spilaði sagnhafi fjórum sinnum trompi, og kastaði tigli úr bhndum. (Það er góð spila- mennska að geyma hjartað). Vestur kastar laufi og tigli, austur laufi og hjarta. Eftir að hafa tekið þrisvar tigul, spilar suður hjarta og áttan kemur frá vestri. Suður á að svina gosan- um. Af hverju? Vegna þess að austur kastaði hjárta. Með A-9- 5-2 kastar austur hjarta, af þvi að hann reiknar með þvi að samningurinn standi og falli með hjartaiferðinni og þvi ekki nauðsynlegt, að halda öllum hjörtunum. En með D-9-5-2, myndi hann ekki kasta hjarta, ef svo kynni að vera að sagnhafi ætti ásinn. Eins og svo oft, þá segir af- kastiö alla söguna. Sveit Hjalta nú efst hjó Bridgefélagi Reykjavíkur (1) G-7-6 (2) G-8-6-2 D-9-4 A-5-3-2 A-5-3 D-9-4 K-10-8 K-10-7 Þetta er hliðarlitur i tromp- samningi og sagnhafi þarf að tryggja sér slag strax. í (1) þá hefur austur kastað tveimur spilum strax. Alyktun: Það er 4 8-6-4 A 9-3 A G-7 V D-10-8 ¥ A-9-5-2' ♦ 10-9-5-4 4 G-8-6 4 K-G-7-3 *A-10-9-5 A A-K-D-8-6-4 ¥ 7-4 4 K-D-2 4 D-2 Nú er lokið nlu umferðum I aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavlkur. Sveit Hjalta Eliassonar hefur tekið forust- una — hefur lokið þeim leikjum, sem hún átti óspilaða frá upp- hafi keppninnar. Staðan hjá efstu sveitum er þannig: 1. Svcit Hjalta Eliassonar 161. 2. Sveit Þóris Sigurðssonar 152. 3. Sveit Helga Sigurðssonar 127. 4. Sveit Þórarins Sigþórss. 116. 5. Sveit Jóns Hjaltasonar 115. 6. Sveit Gylfa Baldurssonar 100. Aðrar sveitir hafa hlotið færri stig. Næsta umferð verður spil- uðiDomus Medica nk. miðviku- dagskvöld kl. 20.00.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.