Vísir - 18.01.1975, Page 13

Vísir - 18.01.1975, Page 13
Vísir. Laugardagur 18. janúar 1975. 13 n DAG 1 □ KVOLD | n □AG | D KVDLD | n □AG | Útvarp, kl. 16.45 laugardag: „EINHVERN TÍMA Á ÁRINU FINN ÉG FJÖRUGAN STJÓRNANDA" •• — segir Orn Petersen „Einhvern tíma á þessu ári ætla ég að reyna að finna fjörugan stjórnanda fyrir þátt- inn Tiu á toppnum. Ég er nú bú- inn að vera með þáttinn i tæp tvö ár, og ætli það endi ekki með þvi að ég verði með hann í ár enn.” Þetta sagði örn Petersen, þegar við ræddum við hann, en meðal efnis á dagskrá útvarps- ins i dag er þátturinn hans, Tiu á toppnum. Hann hefst klukkan 16.45. „Það er algjört skilyrði að sá maður sem starfar að þessu hafi gaman af þvi,” bætti örn við. „Sem stendur hef ég það. Tónlistin, sem ég spila i þættin- um, er þó ekki alltaf min upp- áhaldstónlist. Ég kysi frekar að koma á laggirnar öðrum þætti með annars konar músik. Með þættinum Tiu á toppnum er ég eingöngu að halda vinsælda- listanum i gangi.” Örn starfar ýmislegt fleira en að sjá um þáttinn. Hann starfar sem flugþjónn hjá Air Viking og sem leiðsögumaður hjá Sunnu. Þá er hann einn af stjórnendum Klúbbs 32 og svo stundar hann skóla, „þegar ég má vera að.” „Það er ægilega vont að verða sérútium plötur,” segir örn. „I starfi minu sem flugþjónn hef ég reynt að kaupa inn plötur. En það er eins og plötuinnflytjend- ur séu ekki alveg nógu vel vak- andi fyrir nýjum litlum plötum. Maður þarf þvi að taka mörg lög af stórum plötum. Eins og er eru svo útsölur i plötuverzlun- um, og þá er ekkert flutt inn.” örn sendir nú þátt sinn beint út. „Það er miklu betra að vera i beinni útsendingu,” segir hann. ,,Þá er að visu ekki hægt að vera með neinar stúdióbrell- ur, en þegar ég sendi þáttinn beint út, tekur það ekki nema 50 minútur. Upptaka tekur hins vegar þrjá tima. Við sem erum 1 með poppþætti I útvarpinu send- um orðið flest beint út.” Annars virðist útvarpið hafa fækkað poppþáttum slnum. 1 janúar á siðasta ári var t.d. Tiu á toppnum I klukkutima hvert skipti, en nú I 50 mínútur. Fimm Popphorns-þættir voru i viku þá en þrir núna. En hvað um það, einn þeirra er á dagskránni I dag. — EA VAFASÖM AUÐÆFI Vesturfararnir eru á dagskrá sjónvarpsins á morgun. Endur- tekinn verður 6. þáttur og svo sýndur 7. þáttur annað kvöld, en hann heitir Vafasöm auðæfi. Hagur þeirra Kristinar og Karls Óskars er farinn að vænk- ast I myndinni, sem við sjáum annað kvöld. Við fylgjumst með þvi að Karl Óskar vill fara I her- inn, þvi þrælastrið er hafið. Hann grunar bróður sinn um að hafa orðið sér úti um allt þetta fé á vafasaman hátt, og indián- ar koma inn i leikinn. En allt þetta fáum við betur að vita ki. 21.45 annað kvöld. — EA **-fc+**-fc-fc-fc****+******-fc**-k-k-K-k-k-k-k-k-k-K-k-k-k-k-k-K-k-k-k-k-k-k-k-K ★ ★ ★ í ★ ★ ★ I ★ 1 ★ ★ ★ t k k l ! ! I ! ! E3 W Nl Spáin gildir fyrir sunnudaginn 19. jan. Hrúturinn,21. marz-20. april. Þú skalt gera ráð fyrir að þér verði ekki mikiö úr verki fyrri hluta dagsins en það er enginn skaði skeður. Þú skalt hafa samband við vini þlna og athuga hvað þeir hafa I hyggju. Nautið, 21. aprll-21. mal. Þú skalt lita til ein- hvers kunningja, sem þú hefur litiö haft af að segja að undanförnu, hann (hún) gæti þarfnazt þin. Þú verður mjög heppin(n) I ástamálum i dag. Tviburarnir, 22. mai-21. júni. Þú gætir haft mikla ánægju af þvi að sækja kirkju I dag. Þú hittir einhverja (einhvern) sem reynist mjög samstarfsþýð(ur). Krabbinn, 22. júni-23. júli. Þú skalt ekki treysta of mikiö á væntumþykju ástvina þinna i dag, þaö litur út fyrír að einhver óánægja sé I fjöl- skyldunni með þig. Ljónið, 24. júli-23. ágúst. Þú skalt athuga hvort þú getur ekki breytt einhverju I lifsviðhorfi þinu. Deginum er bezt að eyða I það að skoða söfn og ;sögufræga staði. Meyjan, 24. ágúst-23. sept. Þetta verður sér- staklega hressandi dagur hjá þér. Þú skalt ekki taka þér neitt mikilvægt fyrir hendur. Taktu til á lagernum seinnipartinn. Vogin, 24. sept.-23. okt. Þér gengur erfiðlega aö vakna um morguninnog verðurfrekar lítið úr verki. Þú skalt fara fram á meira samstarf, og athugaöu einnig hvað þú getur gert i þvl sam- bandi. Drekinn, 24. okt.-22. nóv. Það verður einhver deyfö yfir fyrrihluta dagsins en seinniparturinn verður fjörugri. Vertu hjálpsamur I dag og verndaðu heilsu þina. Bogmaðurinn, 23. nóv.-21. des. Þú færð konung- legar móttökur er þú ferð i heimsókn til ættingja þinna eða vina I dag. Þú græðir á þvi að láta eftir löngun þinni að vinna aðra á þitt band. Steingeitin, 22. des.-20. jan. Fyrrihluti dagsins verður mjög neikvæður I alla staði. Farðu mjög varlega. En þú tekur gleði þina með kvöldinu. Vatnsberinn, 21. jan.-19. feb. Aðstaða meðbræðra þinna verður þér umhugsunarefni I dag. Og hugmyndir þinar koma til með að breytast. Gættu þess að láta ekki neitt fara fram hjá þér. Fiskarnir, 20. feb.-20. marz. Rómantisk mál leiöa til þess að þú veröur skapbetri og glaðlyndari i dag. Þú skalt búast við þvi að vinur þinn fari fram á að fá hjá þér lán. m & já ★ i ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ * -¥ ■¥ ■¥ •¥ ¥■ ¥ I * $ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ í ¥ ¥ ■¥- ¥ ■¥■ ¥ ...í allsnœgtanna landi Þaö lá viö að ég færi aö syngja lagið — Bjartar vonir vakna — þegar ég fékk póstinn um daginn. Ég hætti þó viö það þegar ég var búinn að renna augunum yf- ir bréfin og sá að þetta voru nær eingöngu botnar, en litið af vlsum. Ég vil þvi enn einu sinni biðja ykkur að senda þættinum visur auk botnanna, ef þið getiö. Geira I Gröf fannst erfitt að botna fyrri- partinn, þar sem hann er botn I eðli sinu, eins og hann segir. Geiriljjó þvl til fyrri- part og er visan hans svona. Eftir þessi ofáts jól I allsnægtanna landi, sina að herða sultaról sýnist litill vandi. Þá eru hér nokkrir botnar við fyrripart- inn, Að herða sina sultaról er sjálfsagt litill vandi. Reynir nú á stjórnarstól að stýra voru landi. Hallæri er heims um ból, hótar mörgum grandi. L. Eggertsson á þessa botna báða. Þvi allir feitir eftir jól, eru I þessu landi. Nú er gnægð um byggð og ból af björg I þessu landi. Sofus Berthelsen Biðjum Guð um birtu og sól, og bjargráð illu grandi. Engu skipta ætti þig, þótt ekki nafns til segi, þvi lifs ég hef um langan stig leirnum flfkað eigi. Þótt krónan lækki og blási I ból bitur verðlagsandi. Finnbogi R. Guðmundsson Sértu ekki fánýtt fól á fögru ættariandi. Höfundur getur ekki nafns. En æðstu manna eymdargól er ömurlegur fjandi. Erling J. Sigurðsson Krónan okkar á margt gott skilið, einkanlega það að vera dálitið verðmeiri. Nú er svo komið að mönnum mun trúlega reynast erfitt að sjá hana, jafnvel I sterk- ustu smásjá. Erling sendir visu um krón- una. Aður varstu feit og fögur, hjá finum mönnum hvildir þá. Nú eru orðin mædd og mögur, mikil skelfing er að sjá. Næsta visa er eftir sama höfund og er um það, að sjávarútvegsmálaráðherra óskaöi eftir könnun á fjárhagsstöðu út- gerðarinnar. Hér með vottast hörmungin, hungurvofan bitur. Miskunna oss Mattaskinn meðan ennþá flýtur. Sofus Berthelsen sendir þessar visur. Þegar sveltur um hálfan heim hundruð þúsund manna, er bágt að geta ei bjargaö þeim og birt þeim mannúð sanna. Ef við leggjumst öll á eitt að eygja leið til varna, éinhverra við getum greitt götu svangra barna. 37 sendir einnig visu og er hún um kvennaárið. Kvennaár nú komið er, Það konur allar vita hér. Karlmaður ei kvarta fer, en kannski biður fyrir sér. Siöasta visan frá lesendum, I þessum þætti, er eftir Finnboga R. Guömundsson. Vakir frétt, sem fram er sett, fyllt með nettum orðum. Staka glettin stuðluð rétt störfin létti foröum. Einhverra hluta vegna hefur frekar litiö borist af efni i þáttinn frá kvenmönnum. Þeir hafa kannski svona mikið að gera i réttindabaráttunni. Dla trúi ég þvi að minnsta kosti að þær geti ekki sett saman vlsu til jafns við karlmennina. Næsti fyrripartur er þannig. Enginn lengur yndi fær i örmum bliðra svanna. Ég vil taka það fram að lokum, að ég hef I einstaka tilfelli breytt visum litils- háttar. I þeirri von að það hafi fremur verið til hins betra, bið ég höfunda að mis- virða það ekki við mig. Ben.Ax.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.