Vísir - 27.01.1975, Page 10

Vísir - 27.01.1975, Page 10
Þessi mynd er tekin augnabliki eftir aö júdómaöurinn Siguröur Kr. Jó- hannsson meiddist i glimunni viö Halldór Guönason. Hljóöið, sem heyröist er vinstri fóturinn bognaöi undan honum, var eins og bein hefði brotnaö. En sem betur fer reyndist svo ekki vera. Ljósmynd Bj. Bj. Andlitin í öllum regnbogans litum þegar júdókapparnir kepptust við að hengja hvor annan Siöari hluti afmælismóts júdó- sambandsins var íialdiö I gær i hinum nýja og glæsiíega Iþrótta- sal Kennaraskólans, og var þetta fyrsta mótiö, sem þar fer fram. Voru þar mættir um 30 keppendur og þó nokkuö af áhorfendum, en þessi salur er meö áhorfenda- stæöum, þar sem allir geta fylgzt mjög vel meö. Keppt var i fimm flokkum, og var mikil barátta i þeim öllum, enda flestir af okkar beztu júdómönnum mættir gal- vaskir I slaginn. 1 „stóra” flokknum — þunga- vigtinni —sigraöi Svavar Carlsen JR eftir snarpa viðureign við Hannes Ragnarsson JR. Var Hannes lengi yfir i stigum, en Svavar — sem einnig sigraði i opna flokknum um siðustu helgi — náði honum I gólfið undir lokin og gerði þar út um leikinn. í léttþungavigt var búizt við sigri Sigurðar Kr. Jóhannssonar, en hann meiddist illa á fæti i fyrstu glimunni. Þegar hann var úrleik, var slagurinn á milli Gisla Þorsteinssonar Á og Halldórs Guðnasonar JR. Hafði Gisli sigur, en Benedikt „trommari” Pálsson varð I 3ja sæti. I millivigtinni urðu óvænt úr- slit. Þar lagði Viðar Guðjónsen A, sem er aðeins 17 ára gamall eitt mesta júdóefni, sem hér hefur komið fram, sjálfan Islands- meistarann I þessum flokki, Sigurjón Kristjánsson eftir bráð- skemmtilega viðureign. Ekki var viðureignin i úr- slitaglimunni i léttmillivigt mikið siðri, en þar áttust við Halldór Guðbjörnsson JR (KR) og Kefl- vikingurinn Gunnar Guðmunds- son. Var það ægilegur bardagi, þar sem báðir kepptust við að ná „hengingartaki” á hvor öðrum, og lauk henni loks með þvi, að Halldór „hengdi” Gunnar. Voru þá allir regnboganslitir búnir að sjást á andlitum kappanna og mikið stunið, öskrað og blásið. í léttasta flokknum varð sigur- vegari Grindvikingurinn Jóhann- es Haraldsson, sem sigraði Niels Hermannsson Ármanni eftir snaggaralega viðureign. —klp— Borðténnismaöurinn ungi Gunnar Finnbjörnsson varö sigurvegarinn i Arnarmótinu eftir hörkukeppni viö Keflvikinginn Jón Sigurösson. Ljósmynd Bj. Bj. Hermcmn kom Leíkni í úrslit í 3. deild Skoraði sigurmarkið gegn Aftureldingu í gœr og er nú búinn að skora 59 mörk í 4 leikjum Yngsta iþróttafélagiö i Reykja- vik — Leiknir úr Breiöholti — tryggöi sér rétt til aö leika i úr- slitakeppninni f 3.deild karla i gær meö þvi aö sigra Aftureldingu úr Mosfellssveit meö 22 mörkum gegn 21. Leiknir á tvo leiki eftir i riölin- um, og má tapa þeim báðum, en kemst samt i úrslit. Hermann Gunnarsson skoraði sigurmark Leiknis á siðustu minútu leiksins i gær, en hann skoraði alls 12 mörk i leiknum — þar af 9 i fyrri hálf- leik og samt var hann með „yfir- frakka” á sér allan timann. Hefur hann skorað 59 mörk fyrir Leikni i 4leikjum eða að meðaltali nær 15 mörk I leik. Geri aðrir betur!! Gamli landsliðsmarkvörðurinn úr KR, Emil Karlsson, varði oft frábærlega i leiknum I gær, eins og gamli landsliðsmarkvörðurinn úr Val, Finnbogi Kristjánsson, sem nú leikur með Leikni. En varnirnar sem þeir höfðu fyrir framan sig voru ekki upp á marga fiska oft á tiðum. Leiknir mun leika við sigurveg- arana úr Norðurlands og Austur- landsriðlinum i úrslitakeppninni i 3. deild. Leikirnir þar hafa verið fáir til þessa, þar sem margir eru komnir á loðnu, og er beðið eftir að þeir komi heim aftur. — klp— Bara skjóta og þó.. — Fram sigraði Gróttu 34:27 Ja, lengi getur vont versnaö. Leikur Fram og Gróttu I 1. deild- inni i Laugardalshöllinni i gær- kvöldi var eins og auglýsingin fræga frá Silla og Valda — bara hringja svo kemur það — nema hvað þarna þurfi bara að skjóta og þá var mark. Frumskilyrði þó að hitta markið. Enginn varnar- leikur — enginn markvarzla — 61 mark á sextiu minútum, Fram með 34 — Grótta 27. Vitleysa! — og áhorfendur veltust um af hlátri. Magnús dómari Péturs- son, sólbrúnn og fallegur, áreiðanlega nýkominnúrsólinni á Kanarieyjum, gat heldur ekki varizt hlátri og tók aðeins þátt i gríninu i lokin. Það sáust falleg mörk I leiknum — eins og gefur að skilja i allri þessari markasúpu — en leikur- inn átti þó sáralitið skylt við handbolta. Greiðvikni varnar- manna og markvarða var alltof mikil til þess. Guðjón Erlendsson varði aðeins smátima i siðari hálfleiknum og þá náði Fram þvi forskoti, sem nægði til sigurs i leiknum. Annars lak allt inn — báðum megin. Grótta varð fyrir áfalli i fyrri hálfleiknum. Arni Indriðason, fyrirliði Gróttu og landsliðsmað- ur, meiddist á mjöðm og gat ekki leikið i siðari hálfleiknum. Hve meiðsli Arna eru slæm var ekki vitað I morgun — en þó óliklegt, að hann geti ekki tekið þátt i Norðurlandamótinu. Og eftir að Árni hvarf úr vörn Gróttu varð hún enn meiri flóðgátt en áður — sóknarmenn Fram gátu „labbað” i gegnum hana. Fram náði fljótt fjögurra marka mun I leiknum, 7-3, en leikmenn Gróttu gerðu sér litið fyrir — jöfnuðu og komust meira að segja yfir, 13-12, eftir 24 min. Mörkin féllu ótt og titt — Fram komst i 17-15 I hálfleik. Jafnt var 19-19 eftir 6 min, I siðari hálfleik, Stefán Þóröarson, Fram —já, sá I hvita búningnum — stekkur upp og sendir knöttinn I mark Gróttu. Hann skoraöi sjö mörk I markaleiknum. Ljósmynd Bjarnleifur. en þá tók Guðjón upp á þvi að verja nokkur skot — Fram sigldi framúr. komst i 27-21 og þá var sigur liðsins I höfn. Og áfram var skorað og skorað — lokatölur 34- 27 fyrir Fram. Mörk Fram i leiknum skoruðu Pálmi Pálmason 10 (3 viti), Stefán Þórðarson 7, Björgvin Björgvinsson og Hannes Leifsson 6-hvor, Guðmundur Þorbjörnsson 2, Guðmundur Sveinsson, Kjartan Gislason og Pétur Jóhannsson eitt hvor. Fyrir Gróttu skoruðu Björn Pétursson 10 (4 viti), Halldór Kristjánsson 6, Atli Þór Héðins- son 5. Þór Ottesen og Axel Frið- riksson 2 hvor, Magnús Sigurðs- son og Kristmundur Ásmundsson eitt hvor. Með Magnúsi dæmdi Valur Benediktsson og komust þeir vel frá leiknum. — hsim. Sjö tíma píng-pong! Gunnar Finnbjörnsson sigraði í Arnarmótinu í borðtennis Gunnar Finnbjörnsson úr Ern- inum, sem enn er ekki orðinn nógu gamall til að keppa i flokki fullorðinna i borðtennis, varð sigurvegari I Arnarmótinu á laugardaginn. Komst hann i úrslit með eitt tap — tvö töp þurfti til að falla úr — og var það gegn Keflvikingnum Jóni Sigurðssyni, sem fór alla leið I úrslitin án þess að tapa leik. Þar mættust þeir kappar aftur — þurftu tvo leiki til — og sigraði Gunnar i þeim báðum. 1 þriöja og fjórða sæti urðu jafnir Ólafur Helgi Ólafsson Ern- inum, sem sigraði I þessu móti i fyrra, og Hjálmar Aðalsteinsson KR. 1 mótinu tóku þátt 64 keppend- ur, og er þetta fjölmennasta opna borðtennismótið sem hér hefur farið fram. Tók sjö tima að ljúka þvi — og voru menn sem fylgdust Imeð allan timann, eins og t.d. Grétar Norðfjörö annar gefandi bikarsins, sem keppt er um, orðn- ir æði þreyttir þegar þeirri törn loksins lauk ... —klp— Þórunn Alfreðsdóttir, Ægi, var sigursæl á unglingameistaramóti Reykjavikur, sem háð var I Sund- höllinni i gær. Hún sigraði í 100 m flugsundi á 1:13.0 mfn. 200 m fjórsundi á 2:54.0 min og 100 m skriösundi á 1:12.2 mín. Meistar- ar I öðrum greinum urðu 100 m flugsund Brynjólfur Björnsson, A, 1:10.1 min 100 m bringusund Hrefna Rúnarsdóttir, 1:33.4 min. 100 m skriðsund Pétur Sigurðs- son, Á, 1:09.6mín. 200 m. fjórsund Brynjólfur Björnsson, A, 2:34.9 min. 100 m. baksund Hrefna Rún- arsdóttir 1:31.2 min. 100 m baksund Pétur Sigurðsson, 1:28.5 min, og 100 m bringusund Hreinn Jakobsson, A, 1:19.0 min. — hsfm. Aðalfundur Sunddeildar KR verður haldinn í félagsheimili KR föstudaginn 31. janúar kl. 20.00. ólafur H. Jónsson svifur inn I markteiginn eftir að hafa sent knöttinn I mark Hauka. Átti hreint frábæran leik. Næstur honum er Elias Jónas- Ljósmynd Bjarnleifur son — þá Guðjón Magnússon, sem og gerði Haukum marga skráveifu f leiknum Landsliðsfyrirliðinn óstöðvandi hjá Yal! — og Valsmenn sigruðu Hauka létt í gœrkvöldi með 25-17, þar sem Ólafur H. Jónsson skoraði 10 mörk. Hörður markakóngur einnig með 10 mörk Stórkostlegur leikmaður, Olaf- ur H. Jónsson. Já, fyrirliði lands- liðsins var i ham hjá Val I leikn- um þýðingarmikla við Hauka i Laugardalshöliinni I gærkvöldi. — Haukarnir réðu bókstaflega ekkert við hann, hvort sem þeir létu mann elta hann um allan völl eða ekki. Ólafur skoraði 10 mörk I leiknum og lagði þar með grunn að góðum sigri Vals. Á það bættist að Ólafur Benediktsson varði vel i marki Vals — og Guðjón Magnús- son komst nú loks I Vikingsham i Valsliðinu. tJtkoman stórsigur 25-17 gegn þvi liðinu, sem lengi vel hafði forustu i mótinu. Sigurinn varð þó ekki stærri vegna þess, að Valsmenn léku oft gróflega i vörn og það kostaði Gisla Blöndal brottvikningu f sjö minútur af leikvelli. Gunnsteinn og Agúst tvær min. hvorn. Hauk- ar misstu einn mann, Frosta Sæ- mundsson i tvær minútur. 1 heild var Valsliðið mjög sannfærandi I leik sinum — bæði i sókn og vörn. Það voru Haukarnir ekki — léku sinn lakasta leik i mótinu. Greinileg taugaspenna, þar sem elztu menn liðsins voru verstir — boltanum iðulega kastað beint til mótherja eða útaf, og fjórum sinnum komst Ólafur H. Jónsson inn I slakar sendingar Hauka — brunaði upp einn og skoraði. A þetta bættist lika óheppni Hauka-liðsins — knötturinn small nokkrum sinnum i stöngum Vals- marksins. Eim maður liðsins, sem lék af venjulegri getu, var markakóngurinn Hörður Sig- marsson. Hann lét ekki sterka vörn Vals eða góða markvörzlu á sig fá — skoraði tiu mörk i leikn- um og það er mikið afrek gegn Val. Hann stefnir langt yfir 100 mörkin á mótinu — og var eini maður Haukaliðsins, sem hafði „taugina” i lagi. Valur náði fljótt afgerandi for- ustu — komst i 6-2 — og taugarnar i öllum áttum hjá Haukum. Og munurinn jókst upp i sex mörk fyrir hlé. Þá er aðeins spurning Ása Halldórsdóttir Ármanni var mesta afrekskona Reykjavik- urmótsins i frjálsum Iþróttum innanhúss, sem haldið var um helgina. Hún sigraði i nær öllum greinum, sem hún tók þátt I, eða fjórum af fimm. Hún sigraði I kúluvarpi — kast- aði 10,84 metra —- eða meira en tveim metrum lengra en sú næsta, sem var Ingunn Einars- dóttir IR, en hún kastaði 8,56 metra. I langstökki stökk hún 5,30 metra, — sú eina, sem var á móti henni i þessari grein, gerði öll sin stökk ógild. 1 50 metra grinda- hlaupi kom hún langfyrst i mark, eða á 7,8 sek, sú næsta var Hildur Harðardóttir FH á 9,6 sek. Þá sigraði hún i 50 metra hlaupi, hljóp á 6,9 sek. 1 800 metra hlaupi sigraði Anna Haraldsdóttir FH á 2:39,1 min, en hve Valssigurinn yrði stór. 11-5 I hálfleik. Valur hélt áfram á sömu braut framan af siðari hálfleik — komst sjö, átta, niu, tiu og ellefu mörkum yfir, 20-9 eftir 19 min, en þá var Gisli frá i 5 min. og Hauk- arnir minnkuðu muninn lokakafl- ann. Mörk Vals i leiknum skoruðu Ólafur 10, Guðjón 5, Gisli 3 (1 viti), Stefán Gunnarsson og Jó- hún keppti sem gestur. Reykja- vikurmeistari varð Svandis Sig- urðardóttir KR á 3:01,7 min, sem kom fimmta I mark — hinar fjór- ar voru allar gestir i mótinu. I hástökki sigraði Björk Eiriks- dóttir IR, stökk 1.57 metra, sem er hennar bezti árangur. önnur varð Anna Haraldsdóttir FH með 1.50 metra — en hinar stukku all- ar 1,45 metra. Spjótkastarinn óskar Jakobs- son var Reykjavikurmeistari i kúluvarpi — kastaði 15 metra slétta. Hann varð samt þriðji i keppninni — gestirnir Hreinn Halldórsson og Guðmundur Hall- dórsson köstuðu 17,92 og 15,51 metra. Tveir kepptu i stangarstökki. Hafsteinn Jóhannesson UBK stökk 3,60 og Sigurður Kristjáns- | son IR stökk 3,40. I 1500 metra hann Ingi 2 hvor, Bjarni Guð- mundsson, Agúst ögmundsson og Jón Jónsson (viti) eitt hver. Fyrir Hauka skoruðu Hörður 10 (4 viti), Ólafur ólafsson 2 (bæði viti), Stefán Jónsson, Elias Jónasson, Ingimar Haraldsson, Arnór Guð- mundsson og Hilmar Knútsson eitt mark hver. Dómarar Hannes Þ. Sigurðsson og Karl Jóhannes- son. —hsim. hlaupi kepptu 7 menn, þar af 6 utanbæjarmenn. Róbert Mackee FH varð fyrstur á 4:32,9. Eini Reykvikingurinn — Hafsteinn Óskarsson 1R — hljóp á 4:46,1 min. Valbjörn Þorláksson KR sigr- aði i grindahlaupi — hljóp á 7,4 sek, eða á sama tima á Hafsteinn Jóhannesson UBK. Jón Sævar Þórðarson 1R varð þriðji á 7,5 sek. Jón Sævar sigraði i hástökki — stökk 1.85 metra. Annar varð Guðmundur R. Guðmundsson FH með 1.70 metra. Hinn ungi Ármenningur Sig- urður Sigurðsson sigraði I lang- stökkinu með 6,26 metra. Rúnar Jónsson UMSB varð annar með 6.05 metra — eina löglega stökkið hans — en hinir náöu ekki sex m. Sigurður sigraði einnig i 50 metra hlaupi á 5,9 sekúndum. Þar vann hann Bjarna Stefánsson KR, sem var á 6,0 sek. þriðji varð Björn Blöndal handboltskappi úr KR á 6,2 sekúndum. Þetta Reykjavikurmót var heldur fátæklegt og áhuginn fyrir þvi litill. Voru t.d. utanbæjar- mennirnir og konurnar öllu fleiri en borgarbúarnir, og segir það sitt um áhugann!! — klp — Gestirnir fleiri en gestgjofarnir B O IVI M I Páll fer með Bomma út á akur, þar sem flugvél biður J---------------------- Sama spenna Tveir leikir voru háöir i 1. deild Islands- mótsins I handknattleik i Laugardalshöll i gærkvöldi. Órslit urðu þessi: Valur-Haukar Fram-Grótta Staðan er nú Valur Fram Víkingur FH Haukar Armann Grótta IR 80/26 61/24 45 43/15 39/14 37/9 33/3 32/3 31 31/2 30/8 30/4 29/7 27/13 27/10 25/2 25/8 25 >Næstu leikir vcrða ekki fyrr en 9. febrúar. Þá leika I Laugardagshöll IR-Valur kl. 20.15 og siðan Armann-Fram. Miðvikudaginn 12. febrúar verður leikið i iþróttahúsinu i Hafnarfirði. FH-Armann, Haukar-Vikingur. —hsim. Markahæstu leikmenn eru nú: Hörður Sigmarsson, Haukum, Björn Pétursson, Gróttu, ólafur H. Jónsson, Vai, Pálmi Pálmason, Fram, Stefán Halldórsson, Viking, Einar Magnússon, Viking, Agúst Svavarsson, 1R, llalldór Kristjánsson, Gróttu, Brynjólfur Markússon, 1R, Geir Hallsteinsson. FH, Jón Karlsson, Val, Björn Jóhannesson, Armanni, Viðar Simonarson, FH, Ólafur ólafsson, Haukum, Þórarinn Ragnarsson, FH, Hannes Leifsson, Fram, Hörður Harðarson, Armanni, Magnús Sigurðsson, Gróttu, 25-17 34-27 þannig: 9603 180-153 12 9522 174-169 12 8512 158-143 11 8503 163-157 10 9504 170-160 10 9405 149-162 8 9126 183-204 4 9 1 1 7 165-194 3 Þrjú heimsmet í Kristskirkju Þrjú heimsmet — tvö I sundi og eitt I lyft- ingum — voru sett á Nýja-Sjáiands leikunum I Christchurch um heigina. Astralski strák- urinn 16 ára, Stephen Holland, keppti við klukkuna I 1500 m skriösundinu og setti heimsmet. Einnig i 800 m þar sem millitimi var tekinn. 1500 m synti hann á 15:27,79 min. og bætti heimsmetið um nær fjórar sekúndur. Þaö átti jafnaldri hans bandarískur, Tim Shaw — 15:31,75 min. 800 m synti Holland á 8:15,0 min. tveimur sekúndubrotum betra en eldra hcimsmetið, sem hann setti i Brishane fyrra sunnudag. í lyftingum setti David Rigert, Sovétrikj- unum, heimsmet i snörun I léttþungavigt — snaraöi 165 kiló, sem er 1,5 kílói betra en eldra heimsmetið. Góöur árangur náðist í 1500 m hlaupinu á mótinu. Johnny VValker, Nýja-Sjálandi, sigraði á 3:36,4 min. Graham Crouch, Astraliu, hljóp á 3:37,1 og Rod Dixon, N-Sjálandi, á 3:38,6 min. Klammer sló met Frakkans f rœga! Tvitugi Austurrikismaðurinn, Franz Klamnier, komst á metaskrár skiðaiþróttar- innar, þegar hann sigraði i bruni heims- bikarsins I Innsbruck i gær. Sjötti sigur hans I röð í bruni hcimsbikarsins og þar meö heyrir met Frakkans fræga, Jean Claude Killy, til fortiðinni — fimm sigrar I röð 1967, þessa eins mesta afreksmanns fþróttasögunnar. Frábær lokakafii i brunbrautinni færöi Franz sigur I gær. Bernard Russi, sem varö annar, tapaði 0.71 sek. á síðustu 20 sekúndum brunsins, og Gustavo Thoeni, sem varð fjórði 1.62 sek. á saina kafla. Klammer keyröi á 1:55.78 min. Russi 1:56.27 min. og Plank, ítalíu, varð 3ji á 1:56.61 min. þá Thoeni 1:57.16 min. Haaker, Noregi, varð sjöundi. Klammcr er efstur i stigakeppninni meö 178 stig. Gros, italiu, hefur 146 stig. Thoeni 145, Ingimar Stenmark, Sviþjóð, 110 stig, Griss- mann, Austurriki, 84 og Haaker 79. Nánar á morgun. hsim.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.