Vísir


Vísir - 27.01.1975, Qupperneq 20

Vísir - 27.01.1975, Qupperneq 20
VÍSIR Mánudagur 27. ianúar 1975. Fljótandi brœðsla fylgir báta- flotanum ,-Verulegar vonir voru bundnar við að fá kannski drýgri skerf af kökunni en verið hefur", sagði Heirnir Ingimars- son, sveitarstjóri á Raufarhöfn, en hrepps- nefndir og verkalýðsfé- lög á bræðslustöðum norðan og austan hafa mótmælt og krafizt þess, að sjávarútvegsráðherra afturkalli leyfiö. ,,Af hálfu hins opinbera hefur meira aö segja veriö ýtt undir, að eytt hefur verið talsveröu fé til aö endurbæta og lagfæra aö- stööu svo sem á Vopnafiröi, en meö tilkomu bræösluskips á miöunum er grundvelli kippt undan þvi, og allt útlit fyrir' aö bræöslustaöirnir á noröan- og austanveröu landinu veröi fyrir verulegu atvinnutjóni af þess- um sökum. Viö heföum frekar lagt til, aö fengiö yröi flutningaskip til aö flytja aflann af miðunum til þessara staöa. Verksmiöjurnar á Vopnafiröi, Raufarhöfn, Krossanesi og Siglufiröi geta annaö 3000tonnum á sólarhring, móti 2500 hámarksgetu skips- ins. Þessar bræðslur hafa svo 30-40 þúsund tonna geymslu- rými, en skipið aöeins 4000, en þar á móti kemur svo gifurleg afkastageta þess og nálægö við miöin. Þar aö auki teljum við, aö þetta sé hættulegt fordæmi. Mikiö er til af erlendum verk- smiöjutogurum, sem viöast eiga erfitt uppdráttar vegna vaxandi veiöitakmarkana. Meö þessu fordæmi er opin leiö fyrir islenzka aöila aö þykjast taka þannig skip á leigu og láta þau vinna úr aflanum úti á sjó i staö þess aö koma meö hann aö landi og leggja hann til vinnslu i is- lenzkar vinnslustöövar fyrir is- lenzkt vinnuafl”. Þetta er meginkjarninn úr mótmælum frá bræðslustöðun- um. ______________— SH ENGIN VARÐSKIP í FLÓ- ANUM ENN — friður í rœkjustriðinu ó Húnaflóa „Nökkvi kom i gær meö rúmt tonn af rækju og hefur þá fariö eina sex róöra frá áramótum”, sagði Kári Snorrason, útgerðar- maöur á Blönduósi, i viötali viö VIsi i morgun. „Viö hofum ekkert heyrt frá yfirvöldunum og ekkert oröiö varir viö varöskip i flóanum. Það er sem sagt ekkert aö frétta héöan. Þaö er vestanátt og sæmilegasta veöur, en ég veit ekki enn, hvort Nökkvinn hefur róiö i morgun”. —SH Brœðslustöðvarnar norðan og austan: Skora á ráðherra að afturkalla leyfið — telja leigu á norsku brœðsluskipi kippa grundvelli undan atvinnulifi staðanna og skapa varhugavert fordœmi „Þetta er auövitaö geysimikiö fyrirtæki og áhætta nokkur, en viö erum reiöubúnir aö taka þessa áhættu i von um, aö okkur farnist vel,” sagöi Jón Ingvarsson, framkvæmdastjóri tsbjarnarins h.f., en tsbjörninn og Hafsild h.f. á Seyöisfiröi hafa I sameiningu tekiö á leigu norskt loönubræöslu- skip, sem mun fylgja loönuveiöi- flotanum í vetur. Bræösluskip hefur ekki verið notaö af tslendingum siöan Hær- ingur var seldur. „Þetta var kannað fyrir um tveimur árum, en ekki varð af þvi þá, að skip væri fengiö,” sagði Jón. Skipiö, sem heitir Norglobal, er 26000 lestir aö stærð og getur brætt allt að 2500 lestir á sólar- hring, og er þá miðað viö há- marksafköst. Lágmarksafköst fara ekki niöur fyrir 1500 lestir, þegar nóg hráefni er. Skipið er óháö aöstööu I landi. Þaö getur tekið meö sér miklar birgöir vatns, vista og oliu, og vatn til vinnslunnar er eimað um borö úr sjó meö eigin tækjum skipsins. Skipiö veröur að likindum losað á miöunum um borð I flutninga- skip, sem hafa aðstöðu til aö flytja ósekkjað mjöl, og lýsiö i lýsistankskipum. Þessi flutninga- skip munu flytja vöruna þangað, sem hún er seld. Það, sem verður I skipinu, veröur flutt með þvi til Kristiansand, þegar það fer heim aftur, og flutt þaðan til viöeig- andi staöa. Skipiö veröur leigt til 45 daga, og er þá miöað viö timann að og frá höfn I Kristianssand. Ekki er vitað nákvæmlega, hvenær skipiö kemur hingaö, en þaö á aö leggja af staö ekki siöar en 1. febrúar. 60 manna áhöfn er á skipinu og er þaö leigt meö allri áhöfn. Skipiö er leigt til að bæta úr þörf á bræðslustööum, eftir að tvær bræöslur á Austfjörðum skemmdust svo, aö þær eru úr leik á þessari vertiö. Með lág- marksafköstum hefur skipið 400 lestum meiri afkastagetu en þær verksmiöjur tvær —SH Þaö getur veriö ágætt aö skyggnast svolitiö inn I framtiöina, og Jóna Rúna Kvaran leikkona er einmitt aö spá þarna I bolla. Þeir slappa þarna af yfir kaffibolla leikararnir I Hvernig er heilsan? en þaö veröur frumsýnt innan fárra daga. Greinilega hefur Bessa hrotið af vörum: „Nú, þaöer bara svona”. Hvernig er heilsan? Ekki spillir kaffið svona rétt fyrir œfingu Þaö getur veriö ágætt aö hressa sig á smákaffisopa rétt á meðan fariö er yfir hand- ritiö. Bjarnleifur smellti þessari mynd af i Þjóöleikhúsinu, þegar hann kikti þar inn, en nú er veriö aö leggja siöustu hönd á Hvernig er heilsan? Leikritiö veröur frumsýnt núna þann 30., og eru leikendur samtals 14. Einnig kom fram nokkrir aukaleikarar. Leikstjóri er Sigmundur örn Arngrimsson, en hann leikstýrir nú I fyrsta skipti i Þjóðleikhús- inu. Ófœrt víða ó landinu — skóla aflýst á Sauðárkróki í morgun, en bezta veður var eftir stuttan tíma „Viö aflýstum kennslu hér i morgun, en nú er komið bezta veöur”, sagöi skólastjóri Barna- skólans á Sauöárkróki, þegar við spjölluöum viö hann i morgun. „Undir morguninn geröi mjög slæmt veöur, en þaö hefur nú alveg lægt”, sagöi hann. Hann sagöi, aö færð heföi að mestu veriö komin i lag, og bjóst ekki viö, að snjókoman i morgun heföi mikið breytt þvi. En ekki er alls staðar sömu sögu að segja. 1 Vik I Mýrdal geröi mikiö fannfergi um helgina, og skólabilar til heimavistarskól- ans á Klaustri voru beðnir að leggja ekki af staö, fyrr en búið væri aö tala viö þá, sökum ófærö- ar. Hjá vegaeftirliti Vegageröar- innar var okkur sagt, að ekki væru enn komnar alveg nákvæm- ar fregnir af færöinni á landinu. Frá Reykjavik austur um Hellisheiði og austur undir Sól- heimasand er þó greiöfært. Upp i Borgarfjörö er einnig vel fært. A Snæfellsnesi þyngdi færö um helgina og er ekki að fullu vitað um ástand þar. Ofært er norður i land og allt I kringum Vik I Mýr- dal er ófært. Einnig á Austur- og Noröurlandi. — EA Hekla beið 6 annan sólarhring — eftir að komast inn á Raufarhöfn með matvœli „Eftir að Skipaútgerðin sýndi okkur þá þolinmæöi aö láta Hekl- una biöa hérna úti fyrir á annan sólarhring eftir þvl aö geta kom- izt inn, er ástandið gott hjá okk- ur”, sagöi Heimir Ingimarsson, sveitarstjóri á Raufarhöfn, i morgun. „Ef þetta hefði ekki verið gert, er hætt við að farið hefði að þrengja aö okkur meö matvæli, en nú erum viö vel birg.” Um áramótin var tilfinnanleg- ur skortur á oliu á Raufarhöfn. „Viö höfum nú nóga oliu”, sagöi Heimir. „Þegar fært varö, kom Litlafellið meö oliu á laugardegi og Kyndill sunnudaginn eftir, svo þar var bætt fljótt og vel úr. Viö höföum'samgöngur á sjó og i lofti, þegar gefur, en vegar- samband á jörðu er lokað I allar áttir. Það eina, sem okkur skort- ir,er mjólk, en nú verður mokaö i dag eöa á morgun, og þá veröur bætt úr þvi líka. Snjór er alls ekki að ráöi hjá okkur, þvi sléttlendi er svo mikið, aösnjóinn hefurriíiöaf — úr þvi aö ekki snjóaöi á vestan. En þaö hefur skafiö töluvert, og þá eru ruddar slóðir fljótar aö fyllast. Okkur liöur I alla staöi vel, höf- um haldið þorrablót og fært upp söngleikinn Rjúkandi ráð og skemmt okkur konunglega”. — SH

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.