Vísir - 28.01.1975, Blaðsíða 7
Vísir. Þriðjudagur 28. janúar 1975.
7
„Þegar kreppa er yfir-
standandi eða yfirvof-
andi, þá er eins og menn
hugsi meira um föt. Það
má kannski segja, að
kreppan breyti fatnaðin-
um. Menn velja sér
vandaðri og um leið
endingarbetri föt. Það er
líka sagt, að pelsar seljist
meira á kreppuárum!"
Þetta sagði okkur verzlunar-
stjórinn i Herrabúðinni i Aðal-
stræti, þegar við litum þar inn
til að forvitnast svolitiö um
karlmannafatnað þessa dagana
og linuna eins og tizkukóngar
segja hana verða I sumar.
Ekki kvaðst hann hafa sann-
reynt fyrri orð, en hann kvaðst
hafa lesið mikið um þetta. En
hvort sem kreppa eða eitthvaö
annað hefur eitthvað að segja,
þá virðast menn nú velja sér
vandaðri fatnað, og ekki horfa
þeir eins mikið I verð og stund-
um áður, var okkur sagt i
verzluninni Bonaparte i
Lækjargötu, og þar var okkur
lika tjáð, að nú væri það hin svo-
kallaða „Gatsby-lina”, sem
væri rikjandi i karlmanna-
fatnaði.
Hér sjáum við dæml um jakka-
föt, sem eru mjög vinsæl i dag.
Ermar eru þröngar aö ofan, en
vikka niður. Þessi sáum við I
Herrabúöinni. Ljósm: Bragi.
Umsjón: Edda
Andrésdóttir
Sú lina er orðin þekkt hér-
lendis, eftir að myndin um
Gatsby var sýnd hér i einu kvik-
myndahúsanna, en þessi
fatnaður virðist hafa tröllriðið
tizkuhúsum og - verzlunum er-
lendis hingað til.
1 Herrabúðinni var okkur lika
sagt, að Gatsbyfatnaður væri
vinsæll, en þá helzt roeðal yngri
manna, og reyndar viröist það
aöeins litill hópur, sem fylgist
svo mjög með breytingum á
fatnaði.
Kvikmyndir hafa mikið að
segja fyrir fatnaöinn viröist
vera, og kvikmyndin Sting, sem
sýnd er hér um þessar mundir,
hefur lika haft sitt aö segja, svo
sem hvað viðkemur teinóttum
jakkafötum.
Allir litir virðast rikjandi i
karlmannafatnaði, en þó ætlar
að bera mest á ljósum lit, er á
liður. Svipaður fatnaður og ernú
rikjandi verður lika allsráðandi
i sumar eftir þvi sem okkur er
sagt.
Hér sjáum við dæmi um þann fatnaö, sem tizkukóngar vilja iáta
karlmenn ganga i i dag. Skytdi ekki einhver geta fundið eitthvað
svipað I gamalli fatahrúgu?
Leöriö virðist ætla að halda
velli, og leðurfrakkar ryðja sér
til rúms. Þennan sáum við i
Bonaparte.
verða alveg jafn eftirsóttir og
áður. Leöurfrakkar eru þó
nokkuö aö ryðja sér til rúms.
Þegar að sparifatnaði kemur
þá er smoking alltaf á boðstól-
um. Hann er alltaf i sömu litun-
um, en ekki er sömu sögu aö
segja um skyrturnar sem hon-
um fylgja. Þær eru nú hafðar i
alla vega litum.
Jakkafötin ætla svo sannar-
lega að halda velli, en talsvert
er um þaö, að menn kjósi stakan
jakka og buxur. Meira er um
þaö, að vesti fylgi jakkafötum
nú en áður.
En þó að talsvert miklar
breytingar séu nú á karlmanna-
fatnaði, þá eru ekki allir tilbúnir
að stökkva nein „hasastökk”
eins og einum varö að orði, sem
við ræddum við.
Það virðist ekki vera nema
tiltölulega litill hluti, sem fylgist
nákvæmlega meö öllum þeim
breytingum, sem eiga sér stað.
Það eru þá yngri menn, sem
frekar eru tilbúnir til þess aö
taka hinum ýmsu breytingum.
Eldri menn vilja helzt halda sér
við það sama, að minnsta kosti
fara þeir ákaflega hægt i
sakirnar.
Annars viröist tizkan alltaf
ganga sama hringinn. Við för-
um aftur i timann núna, bæöi
hvað viðkemur karlmanna-
fatnaði og kvenfatnaði. Ef
eldri menn hefðu til dæmis
geymt föt sin frá þvi á sinum
yngri árum, þá féllu þeir sjálf-
sagt núna alveg inn i tizkulinuna
eins og höfuðpaurar i tizku-
heiminum vilja hafa hana.
En það er erfitt að fylgjast vel
með tizkunni. Fatnaður er mjög
dýr nú til dags, en kannski það
veröi nú svo, að menn hugi að
kaupum á endingargóðum og
vönduðum fatnaði svona i
kreppunni...
Jakkar hafa tekiö þeim
breytingum, að hornin hafa
stækkað talsvert. Erniar eru nú
þröngar að ofan en viðar að
neðan i samræmi við buxurnar.
Þær buxur, sem eru mest i tizku
nú, eru þó mjög viöar.
Buxur ná hærra upp og belti
eru orðin vinsæl aftur. Flauel er
mjög vinsælt i jakkafötum, og
stundum er það mynstrað eða
„printed” eins og kallað er.
Mönnum ber saman um það,
að fatnaður sé nú öllu karl-
mannlegri en áður, rýmri og
vfðari um axlir.
Skyrtur eru mikið
munstraðar og bindi eru stór og
þá oftast munstruð lika.
Þykkar jakkapeysur og vesti
eru ofarlega á lista og vestin eru
þá aö sjálfsögðu prjónuð og
mikið munstruð.
Hjá þeim, sem hvað mest
fylgjast meö tizkunni, eru der-
húfur mjög vinsælar og eru þær
þá hafðar köflóttar.
Hælar á skóm fara lækkandi,
en skótizkan er enn mjög svipuð
og verið hefur, þ.e. frekar háir
hælar og mjög breið tá.
Þó að leðurjakkar hafi verið
mjög vinsælir um talsvert lang-
an tima, þá hverfa þeir ekki
strax úr tizkuheiminum. En
ekki virðast þeir þó ætla að
Mikið er um, að vesti fylgi
jakkafötum. Bindi eru stór.
Horn á jökkum fara stækkandi.
Ekki allir tilbúnir að
stökkva „hasastökk"
— „Jl/lenn hugsa meira um föt á
krepputímum" — Hvað segja þeir
annars um karlmannatízkuna?