Vísir - 01.02.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 01.02.1975, Blaðsíða 4
4 Vlsir. Laugardagur 1. febrúar 1975. Breiðabólstaður ó Skógarströnd: Umsjón: Gísli Brynjólfsson ÞANGAÐ HAFA VÍGZT TVEIR BISKUPAR Sl. sumar var umsjónar- maður Kirkjuslðunnar á ferð um Snæfellsnes. Eftir það ferðalag var tekið saman greinarkorn það, sem hér birtist um hið gamla, nú niðurlagða, prestssetur, Breiðabóistað á Skógar- strönd Þessi frásögn og, meðfylgjandi myndir verða látin nægja sem aðalefni Kirkjuslðunnar I dag. Föstu- hugvekja biður seinni tlma. Narfeyrarkirkja. Glslason og þjónaði i 5ár.Hann komst lika yfir hálf-nirætt — dó 1854 og hafði þá verið I þjónustu kirkjunnar i 54 ár. Aðrir þjónuðu hér miklu skemur, þvi að þeir dóu svo ungir. Svo var það t.d. um sr. Jósef Hjörleifsson, bróður Einars H. Kvarans. Hann fluttist hingað 25 ára, en andaðist eftir 12 ára starf 1903. Hann er jarðaður að kórbaki en legst.einninn á leiði hans molnaði sundur i hitanum við kirkjubrunann ofsalega á höfuð- daginn 1971. kennimenn geta lært af enn i dag. Eftirmaðursr. Magnúsar var sr. Eirikur Gislason frá Reynivöllum i Kjós. Um þann klerk segir Sigurður frá Syðstu- Mörk i Ævisögu sinni: „Hann var mikill maður vexti og karlmannlegur, gildur á velli og hinn tigulegasti i sjón. Mikill klerkur og einarður og afgerandi, örr af fé og dreng- ur hinn bezti. Það var mælt, er Eirikur prestur var beðinn einhvers, að hann segði ávallt gefur framhlið hennar festu I svip. Innan útidyra er rúmgóð forkirkja með smáherbergjum til beggja handa. Kirkjan sjálf er rúmgóð með þægilegum bekkjum og mjög hæfileg að stærð fyrir sinn fámenna söfnuð. Hún er ekki ofhlaðin neinum þungum kirkjumunum. Altaris- tafla er engin enn sem komið er. En hennar er von. Benedikt Gunnarsson listmálari er að mála mynd af kvöldmáltiðinni. Hún á að koma i þessa kirkju i fyllingu timans. Hér er ekki einu sinni predikunarstóllfyrir prestinn til að stiga i. Þegar hann tekur til við predikun sina vikur hann inn fyrir altarið og talar þaðan — og virðist fara vel á þvi. — í kórnum er falleg- ur skirnarfontur úr svört- um steini til minningar um Sr. Sigurbjörn Einarsson. hjónin Halldóru Einarsdóttur og Jóel Gfslason frá Laxárdal og börn þeirra. Hann er gjöf frá af- komendum og fjölskyldum þeirra. — Kirkjan er þiljuð innan ljósum viði og grannar kraftsperrur lyfta þakinu létti- lega yfir þennan bjarta helgi- dóm, sem Skógstrendingum er til mikils sóma að hafa komið upp á jafnskömmum tima og raun varð á. Sem dæmi um mannfækkun- ina á Skógarströndinni er, að i innri hluta sveitarinnar hafa 7 af 9 býlum farið úr byggð á undanförnum áratugum. — Heldur má sjá batamerki allra seinustu árin. Nú eru Ibúar hreppsins, sem skiptist i tvær kirkjusóknir (Narfeyri og Breiðabólstað), að visu aðeins skráðir 76 á 18 bæjum. En ef- laust fer þeim fjölgandi, þvi að hér eru landkostir góðir og hlunnindi nokkur, samgöngur I lagi og rikisrafmagn á næsta leiti. Má þvi ætla að Skógar- ströndin eigi bjartari tima fram undan en verið hefur nú um sinn. 1 stormasamri kuldatið hlýtur oft að vera æðinapur næðing- ur hér á Skógar- ströndinni, norðan undir Háskerðingnum þar sem stendur hið forna prestssetur Skóg- strendinga — Breiða- bólstaður. Og nú er hér litið skjól, — bæði fyrir menn og málleysingja. Húsakostur er hér vægast sagt lélegur og næsta ófullkominn. Það er hið 70-80 ára gamla timburhús og gripahús, sem standa langtaöbaki þvi, sem nú eru gerðar kröfur til á flestum byggöum bólum. En senn verður úr þessu bætt. Þess sjást þegar merki að hér á að fara að byggja. Það sýnir allvænn stafli af mótatimbri við heimreiðina. —. Já, hér á að fara að byggja. — Viða er þess þörf. — Hér er það brýn nauðsyn. — Þaö eru margir Breiðaból- staðir i landinu — a.m.k. 10 seg- ir i simaskránni. Þrir af þeim hafa verið prestssetur til skamms tima og einn er það enn — Breiðabólstaður I Fljótshlið. Annar: Breiðabólstaður i Vesturhópi, sá sögufrægi stað- ur, mun að visu vera prestsset- ur að lögum, þótt ekki sé hann þaö i raun sem stendur — með- an sr. Róbert Jack situr að Tjörn — En nóg um það. Breiöabólstaður á Skógarströnd ersá staöur sem hér verður get- ið að nokkru. En það verður ekki fyrirferðarmikill kafli, sem hér verður sagður úr hans löngu sögu. Svo sem fyrr er sagt, hefur staðurinn mjög sett niður og úr sér gengið að öllum mannvirkj- um I þvi millibilsástandi, sem rikt hefur undanfarinn rúman áratug og lengur þó. Siðasti prestur á Breiðabólstað var Sigurður M. Pétursson. Hann andaöist 1960. Siðan þjónuöu brauðinu nágrannaprestar unz þaö var lagt niður með presta- kallalögunum siðustu 1970. Nú búa á Staðnum Daniel Njálsson, ættaður úr Fljótum norður, og kona hans, Valgerður Guöjónsdóttir frá Harrastöðum á Fellsströnd. Þau eiga 4 börn. Rúmri öld eftir vigslu dr. Péturs Péturssonar tók annað biskupsefni, Sigurbjörn Einars- son, heilaga vigslu og hóf prestsskap sinn á Breiðabólstað — og búskap — má vist bæta við, þvi að strax á fyrsta ári sendi hann frá sér grein undir nafninu: Við orf og altari. Er hún prentuð I Kirkjuritinu 1940. Dr. Pétur Pétursson. Enda þótt Breiðabólstaður væri lengstum tekjuminnsta brauðið i Snæfellsnessprófasts- dæmi þótti það jafnan nota- drjúgt og þægilegt embætti, enda sátu þar háaldraðir prestar fram I haustgráa elli. Sr. Jón Hjaltalin — skáldið — fluttist þangað frá Saurbæ 62 ára vorið 1811 og þjónaði meira en tvo áratugi. Hann dó á jóla- daginn 1835, 86 ára gamall og hafði þá verið prestur I 57 ár og fengið 50 ríkisdali að gjöf frá konungi fyrir sina löngu prests- þjónustu. Þá var ekki búið að skipa sjötugum embættismönn- um á bekk aðgerðaleysis og eftirlauna með lögum. Sjö árum slðar kom á Staðinn annar prestsöldungur, sr. Jón já, hvernig sem á stóð, og að hann leysti hvers manns vandræði, sem hans leituðu.” Eins og fyrr er getið, brann Breiðabólstaðarkirkja 29. ágúst 1971. En ekki voru liðin nema rúm 2 ár unz önnur kirkja stóð þar tilbúin til vígslu, Skóg- strendingar — heimamenn og þó ekki siður burtfluttir — gengu með miklum röskleika að þvi að endurbyggja sinn helgi- dóm. En eins og biskup segir I synodus-ræðu sinni: „Ekki hefði fágæt samstaða áhugamanna og stórhöfðing- leg framlög nægt til þess að koma kirkjunni upp á svo skömmum tima, ef sá kirkjp- smiöur, Þorvaldur Brynjólfs- son, sem fáum er llkur um af- köst og ósérhlifni, hefði ekki tekið verkið að sér. Bjarni Ólafsson gerði alla uppdrætti og leiðbeindi um smiðina og gaf alla þá vinnu. Ég tel þessa kirkju eina hina beztu smá- kirkju, sem reist hefur verið hér á landi I seinni tið.” Það er bæði létt og bjart yfir þessum nýja helgidómi Skóg- strendinga. Hún er byggð úr timbri með skjólgóðu skyggni1 yfir steyptum tröppum, sem Eftirmaður sr. Jósefs var sr. Lárus Halldórsson (yngri). Hann varð að láta af embætti vegna heilsuleysis eftir 14 ára starf árið 1917 og dó ári siðar. Hann var skáld gott og lista- skrifari. Um það bera ljósan vott kirkjubækur Breiöabólstaðar-prestakalls I embættisttð hans — prýðilega færöar, svo aö leitun mun á öðrum eins. Það væri langt mál að rekja sögu allra þeirra presta, sem þjónað hafa þessu litla, nú niðurlagða kalli. t prestatali sr. Sveins eru þar taldir alls 39 prestar, sóknarprestar, settir prestar og kapillánar. 1 þeim hópi eru margir þjóðkunnir menn. — Hingað vigðist Pétur biskup 17. júli 1836. Hann kom eigi til kallsins en fékk Helgafell I staðinn. Að Breiðabólstað vigðist Magnús Helgason skólastjóri 14. mai 1883 og hóf þar prestsskap sinn meö ágætri aðfararræðu, sem tbúöarhúsið á Breiöabólstaö

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.