Vísir - 01.02.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 01.02.1975, Blaðsíða 7
Visir. Laugardagur 1. febrúar 1975. 7 cTVIenningarmál Hvernig er heilsah? — Gaui: Flosi Ólafsson. A bak viö hann: Gunnar Eyjólfsson, Briet Héöinsdóttir, Jóna Rúna Kvaran, Valur Gislason, Bessi Bjarnason. Ekki nógu góð Þjóðleikhúsiö: HVERNIG ER HEILSAN? eftir Kent Andersson og Bengt Bratt Tónlist: S. E. Jóhannsson og Björn Stern islenskun: Stefán Baldursson Söngtexta þýddi Þorsteinn frá Hamri Leikmyndir: Sigurjón Jóhanns- son Dansatriði: Ingunn Jensdóttir Leikstjóri: Sigmundur örn Arn- grimsson. Hvernig er heilsan hefur það að yfirskini að tala máli taugaveikl- aðra og geðsjúkra á hæl- um og sjúkrahúsum, út- undan þjóðfélagi hraða, tækni og framfara. En það er að sjá að höfund- unum sé samt meir i mun að koma sér i færi við samfélagið sjálft sem þeir telja að útskúf- að hafi sjúklingunum. Það hefur lika verið lenska mikil að undan- förnu að klekkja fyrir hvern mun á þjóðfélagi hagræðni og gernýting- ar, samkeppni, gróða og sóunar. Ekki fékk ég betur séð á fimmtudagskvöld en sýning Þjóð- leikhússins lenti i hálfgerðum vandræðagangi á milli þessara sjónarmiða, hins kliniska og fé- lagslega ef svo má segja. Það var bágt af þvi að tvimælalaust felast ádeiluefni leiksins, einnig félags- leg og pólitisk i hinum „kliniska efnivið” hans, ef tækist að vinna úr honum. En sýningin ieystist i staðinn upp i héldur svo marklitla revlu sem þrumaði púðurskotum sitt I hverja áttina. Kringumstæður I leiknum eru þær að sjúklingar á hælinu hafa tekið sér fyrir hendur að semja einhvers lags reviu til að flytja á afmælishátið hælisins. Þau ætla að semja hana upp úr eigin sjúkrasögu og reynslu sinni. Fyrri hluti leiksins er að mestu alvörugefinn, allt að viökvæmni, LEIKHÚS EFTIR ÓLAF JÓNSSON þar er greint frá efnissöfnun til reviunnar. t seinni hluta er revian sett á svið og þegar I stað forboðin af yfirvöldum hælisins, fram- kvæmdastjóra og yfirlækni, nema „breytingar” komi til. Leiknum lýkur á afmælishátiðinni sjálfri: þar á loks að flytja reviuna i sinni ritskoðuðu mynd. Framkvæmda- stjórinn talar fjálglega um hið frjálsa orð og frjálsa gagnrýni. En sjúklingarnir sitja þegjandi uppi á sviðinu, innilokaðir i kvöl sinni, múlbundnir af yfirvöldum. Þetta er einhver hnyttilegasta hugmynd i leiknum. Hún kemur fyrir litið af þvi að áhorfendum i salnum er öldungis óljóst af hverju yfirvöldin endilega vilja banna hin meinlitlu gamanmál sem þeir hafa veriðaðhorfa á. En gerræðisleg forstjórn sænskra sjúkrahúsa er óneitanlega litið á- deiluefni að flytja milli landa. Þar fyrir má svo sem vera að leikurinn hafi meira og virkara efni fram að færa i sinu heima- landi en hér reyndist: leikir af þessu tagi þola flutning, þýðingu og staðfærslu vitaskuld misvel. Og svo mikið er vist að ekki tókst aö virkja upp á nýtt hugsanleg á- deiluefni leiksins i hans Islensku gerð. Það sem einkum vakti eftirtekt i sýningu Þjóðleikhússins voru einstakar persónulýsingar og sjúkrasögur sem þar eru sagðar. Þær eru svo sem ekki nýstárleg- ar: það er sagt frá stressi, kvið- anum sem brátt er orðinn að ör- væntingu, uppgjöf að lifa. Og frá ofnotkun lyfja, læknismeðferð sem miðar að þvi að bæla og svæfa sjúklinginn, dylja sjúk- 1 dómsauðkennin án þess að fást um sjúkdóminn sjálfan, frá sjúkrahúsum sem ruslahaug samfélagsins. En margar þessar mannlýsing- ar voru óneitanlega vel ‘af hendi leystar I sýningunni, það sem þær náðu: þannigsýndi Flosi Ólafsson á sér alveg nýja hlið i hlulverki Gaua, sem allstaðar var óvel- kominn, aldrei fékk að lifa og ekkert vildi nema deyja, einkar fingerö og varfærin mannlýsing. Bessi Bjarnason gerði viðlika minnisverð skil uppgefnum verkamanni úr samkeppninni i leit að nafninu sinu, sjálfum sér, Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Þóra Friðriksdóttir, Ella og Ing- unn, uppgefnum húsmæðrum undan angist hversdagsleikans og einmanaleikans og næturinnar, Herdis Þorvaldsdóttir konunni sem trú hennar og trúfélagar brúgðust og skildu hana eina eft- ir. 1 þessum og öðrum mannlýs- ingum og sjúkrasögum felst eig- inlegur efniviður leiksins. En þótt einstök reviuatriði seinni hlut- ans væru allvel virk og spaugileg var eins og þetta efni hrykki ekki til að gefa hinni langdregnu sýn- ingu lif og merkingu, hvað þá gera ádeiluefni hennar að alvöi*u á sviöinu. Athyglisverð erindi og fög ur tónlist hvern sunnudag kl. 5 í Aöventkirkjunni Ing- ólfsstræti 19. Steinþór. Sunnudaginn 2. febrú- ar flytur Steinþór Þórðarson erindi sem nefnist: GETUAA VIÐ TREYST NÚTÍAAA KRAFTAVERKUAA? Eru þau öll frá Guði? Hvað um yfirnáttúr- legar lækningar, tungutal, stjörnuspár, skyggnigáf ur og drauma? Arni. AAikill söngur og tónlist í umsjá Árna Hólm. Allir velkomnir Dansað í Vatnsmýrínni Norræna húsið: tslenskar dansmyndir Danshöfundur: Unnur Guðjóns- dóttir Tónskáld: Ralph Lundsten. Það var sannkallaður listamannaa ndi yfir sýningunni i Norræna húsinu á miðvikudags- kvöld. Þar var þá frumsýndur ballettinn Is- lenskar dansmyndir eftir Unni Guðjónsdóttur ballettmeistara, sem hún hefur samið eftir íslensk- um listaverkum og þeim áhrifum sem þau hafa haft á hana. Listaverkin á sýningunni voru lánuð af Ásmundi Sveinssyni og Listasafni Islands. Tónlist er eftir Ralph Lundsten, mjög skemmtileg og naut sin vel í Sonab hljóðtækjum, sem Heimilistæki sf. lánuðu. Þetta er bezta skáldverk Unnar, sem við hér heima höf- um fengið að sjá, en hún starfar annars i Sviþjóð. Ballettinn er nýstárlegur, en fer samt ekki út i neinar öfgar eins og svo oft vill verða með nútimaverk, þegar höfundar eða stjórnendur þurfa að sýna svo mikin frumleika að hreint klúður verður úr. Unnur fer i staðinn gamlar götur á nýjan hátt, ef svo má að orði komast. Þórdis Þorvaldsdóttir bauð gesti velkomna á þessa fyrstu ballettsýningu Norræna hússins og gat þess að húsið væri ekki byggt með slikt fyrir augum og afsakaði aðstæður. En furðuvel tókst að nýta húsakynni og lýsing Kristins Danielssonar var góð, svo að áhorfendum leið bara vel. Þó kom fát á suma, er þeir voru lokkaðir yfir i bókasal og óbeinlínis látnir taka þátt i dansinum. Dansskráin var þessi: Svana- söngur, málverk eftir Jóhannes Kjarval. Vindstroka einnig eftir Kjarval. Eikin, höggmynd eftir Ásmund Sveinsson. Fuglinn Fönix, höggmynd Asinundar Sveinssonar. Bækur: Hefnd Hallgerðar, úr Njálssögu. Malarinn, höggmynd Asinundar Sveinssonar, Trúarbrögð, eftir Lilju Hallgrímsdóttur höggmynd Ásmundar Sveins- sonar. Konur við þvott, málverk eftir Gunnlaug Scheving og Hvað er i pokanuin, kvæði eftir Tómas Guðmundsson. Túlkun Ásdisar Magnúsdóttur var mjög góð, einkum á ballettinum Hvað er i pokanuin. Kristin Björns- dóttir þræddi enn eina perlu upp á hlutverkafesti sina með túlkun sinni á Malaranum. Aðrir dansarar skiluöu sinum hlutverkum einnig með ágætum en þeir eru Guðbjörg Skúla- dóttir, sem er viö ballettnám i London en er hér i stuttu leyfi, Helga Magnúsdóttir, Ingibjörg Björnsdóttir og Jón Sveinsson Að lokum er að þakka Nor- ræna húsinu fyrir að stuðla að þvi að Unnur Guðjónsdóttir kom til íslands og stjórnaði frum- flutningi Islenskra dansmynda hér. tslenskar dansmyndir: Bækur. Unnur Guðjónsdóttir fremst til vinstri, þá Helga Magnúsdóttir, Ingibjörg Björnsdóttir og Guðbjörg Skúiadóttir. Myndin var tekin á æfingu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.