Vísir - 01.02.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 01.02.1975, Blaðsíða 3
Vlsir. Laugardagur 1. febrúar 1975. 3 „Vil ekki sjá að eiga heima í Reykjavík,f — „Umferð og hávaði" — „Skemmtilegra að hafa beljur og hesta en bíla" — Krakkarnir á Varmalandi í heimsókn í höfuðborginni „Ég hef oft komið til Reykja- vfkur en mér finnst leiðinlegt hérna. Ég mundi ekki vilja sjá að eiga heima hérna. Það er svo mikill hávaði og umferð að maður getur aldrei veriö I friði.” Þetta sagði ákveðinn 9 ára piltur, Leifur Leópoldsson, sem við hittum að máli i stórum krakkahóp á Umferðarmiðstöð- inni i gær. Þar voru á ferðinni nemendur barnaskólans á Varmalandi, i eins dags ferð i höfuðborginni. Börnin skoðuðu Sædýrasafn- ið, og svo var meiningin að sjá Kardemommubæinn i Þjóðleik- húsinu, en á milli þess hámuðu þau f sig gómsætar pulsur. Og þaö voru þau einmitt að gera þegar við ræddum við þau. Leifur sagðist hvergi vilja eiga heima nema þar sem mikið væri af trjám og hrauni eins og heima hjá honum. „Ég ætla lika aö verða garðyrkjumaður þegar ég er orðinn stór. Ég er staðráð- inn i þvi, ég er meira að segja byrjaður. Ég er búinn að búa til tómata, en þeir voru nú bara þvi miður að deyja i gær.” Borðfélagar Leifs, þær Asta Brynjólfsdóttir, Guðriður Ebba Pálsdóttir og Guðbjörg Guð- jónsdóttir, voru sammála Leifi i þvi að ekki vildu þær eiga heima i Reykjavik. Ásta hefur þó átt hér heima, og hún sagði að það sem sér fyndist skemmtilegast aö gera hér væri að fara i leik- húsið. öll voru þau lika sam- mála um að Sædýrasafnið væri sérlega skemmtilegt. „Ég kom hingað siðast árið 1973. Við vorum þá að kaupa ymislegt, föt og svoleiðis. Ann- ars hef ég mörgum sinnum komið hingað áður,” sagði Kristján Guðjónsson 7 ára á milli þess sem hann beit i puls- una sina af beztu lyst. Hann Jón Bjarnason, 7 ára, sagðist aldrei hafa komið tii Reykjavik- ur áður. Skemmtilegast var að sjá Ijónin sagði hann. „Skemmtilegra aö hafa beljur og hesta en blla,” sagði Kristján Guðjónsson 7 ára. sagöist eiga heima i Rauðanesi og sagði að þar væri miklu skemmtilegra en i henni Reykjavik. „Það er miklu skemmtilegra að hafa beljur og hesta heldur.en fullt af bilum.” Andrés Guðmundsson.semsat hjá honum, sagðist vera 9 ára og kvaðst hafa komið hingað fjór- um sinnum. „En ég ætla örugg- lega að eiga heima i sveit þegar ég verð stór.” Jón Bjarnason 7 ára sagðist hins vegar aldrei hafa komið i höfuðborgina áður. Hann sagð- ist hafa haft einna mest gaman af þvi að skoða ljónin i Sædýra- safninu. Og hvort hann mundi vilja eiga heima i Reykjavik? „Já, þegar ég er orðinn stór.” —EA „Gaman að skoða sig um hér.” — Andrés Guðmundsson 9 ára. Viðskiptakortin lögð niður „Viö höfum ákveðið, að af- sláttur gildi nú fyrir alla við- skiptavini I stað eingöngu þeirra, sem hafa viðskiptakort”, sagði Magnús Ólafsson framkvæmda- stjóri i Hagkaup, þegar við höfð- um samband við hann. Viðskiptakortin svokölluðu, sem hafa gefið mönnum 10% afslátt af matvöru, hafa veriö i gangi frá þvi árið 1967, og eru nú 9000 kort I gildi. Kortin verða innleyst smátt og smátt á þessu ári, þannig að nú I janúar verða kort númer 10-1000 innleyst, kort númer 1001 til 2000 i febrúar og áfram. Sá afsláttur, sem þessi kort hafa veitt, gildir nú fyrir alla, en ekki er innifalið I þessu mjólk og kjöt. _ea Þau hámuðu I sig pulsurog mjólk af beztu lyst. F.v. Asta Brynjólfsdóttir, Guðrlður Ebba Pálsdóttir, Leifur Leópoldsson og Guðbjörg Guðjónsdóttir. Ljósm. Bragi. Polltiið avbyrgdi beinon vegin flogínrið, og eingin alapp naer at taka myndir. Máiað varð omonyvir merkini á flogfarinum, og breitt varð omanyvir motorin Hörð lending í Fœreyjum Eins og Visir sagði frá á dögun- um, eyðilagðist Fokker Friend- ship flugvél frá danska flug- félaginu MAERSK I lendingu á flugvellinum á Vogey I Færeyj- um. Meðfylgjandi mynd birtist I færeyska blaðinu Dimmalætting daginn eftir að slysið varð og sýnir svo ekki verður um villzt, að flugvélin hefur farið mjög illa. í blaðinu er rætt við Lars Larssen hjá Flogfelag Föroyja, og iætur hann þar svo um mælt, að Frimor flugstjóri hafi brugð- izt mjög skynsamlega við og það hafi verið snarræði hans að þakka, að ekki fór verr en raun ber vitni — enginn af 26 manns I vélinni meiddist. — SH SLYS VEGNA OFHLEÐSLU EKKI A I F II — segir fulltrúi §\ LE 1^1 þyrluverksmiðjanna „Ég vil ekki segja að slys af völdum ofhleðslu séu algeng, en þau eiga sér þó stað,” sagði William F. Goepel, fuiltrúi Sikorsky-þyrluverksmiðjanna, sem nú er staddur hér á landi vegna þyrluslyssins. „Slysin eru jafnólik og þau eru mörg, en þó vil ég taka fram, að þyrluslys eru alls ekki algengari en önnur flugslys og I sumum tilfellum er slysatíðnin mun lægri.” Goepel sagði að yfirleitt snerist starf hans ekki um rann- sóknir flugslysa, heldur fyrst og fremst þjónustu við nýja kaup- endur. Goepel hefur vfða verið, þar sem Sikorsky-þyrlur eru starfandi og dvalið bæði i Viet- nam og Kóreu meðan styrj- aldirnar þar stóðu. „Ég hef ekki misst af neinu strlöi ennþá,” sagði Goepel og brosti. Goepel sagði, að þyrlan sem farizt hefði hér, hefði verið smlöuð i kringum 1955 fyrir her- inn. Siðar var hún seld til Or- land Helicopters flugfélagsins i Florida I Bandarikjunum, en af þvl fyrirtæki var hún keypt hingaö til lands, þar hlaut is- lenzki flugmaðurinn einnig þjálfun sina. „Orland Helicopters flug- félagið útbjó þyrluna til far- þegaflugs með niu sætum. Niu manns geta samt ekki verið i vélinni nema i alveg bráðnauð- synlegum tilfellum og þá þegar þyrlan er hlaðin lágmarkseld- neyti,” sagði Goepel. „Þessi mörgu sæti eru fyrst og fremst til þess hugsuð, að farþegarnir, sem innanborðs eru, geti valið á milli þeirra og að flugmaðurinn geti raðað þeim niður eftir þvi hvernig þunginn á að liggja,” sagði Goepel. Gopel sagði, að flugþol þyrl- unnar á fullum eldsneytisgeym- um væru fjórir timar og vægi þá eldsneytið yfir hálft tonn. Eins og I öðrum flugvélum, þar sem sæti eru fyrir tvo flugmenn, væri til þess ætlazt að tveir væru við stýrið i það minnsta, er verið væri að vinna vandasamari verk með þyrlunni. Goepel sagði, að hann hefði notfært sér þessa ferð hingað til íslands til að ræða við Land- helgisgæzluna, sem einnig er meö Sikorsky-vél i notkun. „Ég vildi bara kanna, hvort orðið hefði vart við nokkur vandamál við notkun hennar. Svo var þó ekki og ég held að Landhelgisgæzlan sé mjög ánægð með þyrlu sina,” sagði Goepel, fulltrúi Sikorsky-verk- smiðjanna. —JB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.