Vísir - 01.02.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 01.02.1975, Blaðsíða 9
Vlsir. Laugardagur 1. febrúar 1975. Sveit Þórarins Sigþórssonar efst í Reykjavíkurmóti Að fjórum umferðum loknum i sveitakeppni Re.vkjavikur- mótsins, sem jafnframt er und- ankcppni fyrir islandsmót, heldur sveit Þórarins Sigþórs- sonar ennþá forystunni: 1. Sv. Þórarins Sigþórss. BR 105 2. Sv. Þóris Sigurðss., BR 99 3. Sv. Hjalta Eliass., BR 81 4. Sv. Helga Sigurðss., BR 77 5. Sv. Jóns Hjaltas., BR 76 6. Sv. Gylfa Baldurss. BR 75 7. Sv. Braga Jónss., TBK 64' Næsta umferð verður spiluð i Domus Medica þriðjudaginn 11. febrúar kl. 20. Sveit Hjaita Eiíassonar vinningi ó undan nœstu sveit Svcit Iljalta Eliassonar hefur nú örugga forvstu i aðalsveita- keppni Bridgefélags Reykjavik- ur en staða efstu sveitanna er nú þannig: 1. Sv. Hjalta Eliassonar 201 2. Sv. Þóris Sigurðssonar 181 3. Sv. Helga Sigurðssonar 165 4. Sv. Þórarins Sigþórss., 144 5. Sv. Jóns Hjaltasonar 132 6. Sv. Björns Eysteinssonar 119 7. Sv. Gylfa Baldurssonar 105 Tólfta umferð verður spiluð n.k. miðvikudagskvöld i Domus Medica kl. 20. AP74 VD85 ♦ KD64 *DG8 ▲ AG5 ▼ K74 y A1062 ♦ A87 ♦ 95 * A765 *K104 * K86 VG93 ♦ G1032 *932 Það hafði frekar hallað á okk- ur i þeim spilum, sem á undan voru gengin og er það væntan- lega skýringin á sagnhörku okk- ar: Austur Suður Vestur Norður Stefán Reese Simon Dixon P 1* 1G P 3G P P D P P RD P Frá Sunday Times mótinu: Simon Slmonarson viröist hafa bak- þanka eftir siðasta spil, en við hlið hans situr eiginkona hans, Kristin. Mér sýndist Dixon bregða töluvert, þegar Simon redobl- aöi, en vissulega átti doblið fyllilega rétt á sér. Norður virtist vera i vafa um útspilið, en að lokum birtist laufagosinn, eins og sendur af himnum, þvi hann gaf ekki ein- ungis spilið, heldur yfirslag að auki. Simon mátti til með að kvelja Reese svolitið og spurði, hvort gosinn lofaði drottningunni, en þeir höfðu gefið upp Romanút- spil með breytingum. Yes, it promises the queen, (jú, það lofar drottningunni) sagði Reese þreytulega. Simon drap á ásinn heima, svinaði strax laufi, spilaði spaðatiunni og svinaði. Dixon drap með drottningu og skipti yfir i tigul og mátti ekki tæpara standa, þvi annars vinn- ur Simon tvo yfirslagi, einfald- lega með þvi að gefa einn slag á hjarta. Simon gaf tvisvar til öryggis, fór siðan inn á lauf og svinaði spaðanum aftur. Er það gekk voru lOslagir i húsi og 1350 fyrir spilið. Fótahreyfingar ítala í brennidepli Þau furðulegu tiðindi hafa gerst, að tveir af itöisku spilurunum i heimsmeistarakeppn- inni, sem haldin er á Bermuda um þessar mundir, hafa verið al- variega áminntir af st jórn heimssam- bandsins fyrir óeðlileg- ar fótahreyfingar við spilaborðið. Spilararnir eru Facchini og Zucchelli, frægir um alla Evrópu og unnu m.a. Sunday Times keppnina i fyrra. Að sjálfsögðu hafa þeir neitað þess- um kátlega áburði, en reynslan hefur samt sýnt, að þeir, sem á- sakaðir eru um svindl i stórmót- um, hafa venjulega þurft að hætta millirikjaspilamennsku, þótt saklausir væru. Að sögn Bandarikjamanna tók bandariskur blaöamaður fyrst eftir óeðlilegum fótahreyf- ingum hjá Facchini. Keidan, blaðamaður við Philadelphia Inquirer, tók eftir nokkrum skiptum, þar sem Facchini teygði út annan fótinn og snart fót makkers sins einu sinni og stundum tvisvar. Einnig snart hann báða fætur Zucchelli, en þessar snertingar fóru fram, á meðan að sagnir stóðu yfir og áður en spilað var út i fyrsta slag. Honun* virtist þessar snert- ingar fara fram á augnablikum, þegar Zucchelli þurfti að taka afdrifarikar ákvarðanir i sögn- um eða útspili. Þetta var þegar tilkynnt til stjórnar heimssambandsins og bandariskra bridgeyfirvalda, og voru þá sendir til njósnarar til þess að horfa á fleiri leiki þeirra félaga. Bar þeim öllum saman um, að ásakanir Keidans væru á rökum reistar. Ekki skal hér lagður dómur á ofangreindar ásakanir, en held- ur finnst manni óliklegt, að spil- arar á heimsmælikvarða leggi sig niður við að reyna að gefa félaga sinum merki með fóta- hreyfingum. Reese dró leynivopnið úr handraðanum t Sunday Times mótinu á dög- unum mættum við Simon Reese og Dixon i siöustu umferðunum, en þeir voru þá I botnbarátt- unni. Þeir spila Precision eins og fleiri, þó með þvi afbrigði, að opnun á einu laufi er ýmist 16 plús eðá 6—8 og jöfn skipting, I fyrstu eða annarri hendi. Á móti okkur var þetta leyni- vopn dregið úr handraðanum. Staðan var a-v á hættu og austur gaf. Ilinir „fótalipru” ltalir, Facchini og Zucchelli, er þeir veittu viðtöku verðlaunum fyrir sigurinn I Sunday Times mótinu 1974. Talið frá vinstri: Sir John Fostér, Facchini og Zucchelli. M.I. sendir þættinum bréf, sem i eru 9 botnar við sfðasta fyrripart. Ég er ekki vanur að birta marga botna eftir sama höfund 1 þættinum, þótt oft berist fleiri en einn botn frá sama manni. Nú verð ég að gera undantekningu frá þessari reglu, og svo góðir þóttu mér botnarnir, aö ég verð aðbiðjaM.I. afsökunar á þvl, að ég skyldi ekki geta haft fyrripartinn betri en raun ber vitni. Enginn lengur yndi fær i örmum bliðra svanna og gamaldags nú þykja þær sem þýðast ástir manna. og hver veit nema barnlaus bær nú biði eiginmanna. og erfðasyndin ekki nær sitt ágæti að sanna. En þó þær brúki kjaft og klær ég kemst á milli tanna. og enginn lengur i það nær, sem allir vilja kanna. og aldrei framar girndin grær i garði rauðsokkanna. Ennþá margur yndi Ég þakka M.I. bréfið og vona að hann haldi uppteknum hætti. Það er mikil sára- bót að fá slik bréf, sem ylja manni um hjartaræturnar, ekki sist ef svo skyldi fara á kvennaárinu, að kvenmennirnir mættu ekki vera að þvl sökum anna við að kenna karlmönnunum heimilisverkin eða að finna upp ráð til að gera þá óf rlska. Þótt mér finnist þátturinn heldur slæm- ur, ef mikið er um botna i honum, en minna um vlsur, kemst ég ekki hjá þvi að byggja þennan þátt að verulegu leyti á þeim botnum, sem honum bárust. Þeir voru það góðir að minu áliti. Sumum varð ég þó að sleppa. Sigurgeir Þorvaldsson á næsta botn. Ég ætla að rifja upp fyrripartinn aftur. Enginn lengur yndi fær I örmum bliðra svanna. Ellimörkin oftast nær aðgerðirnar banna. Þá er botn eftir B.Þ. Þegar fúsar fylgja þær fjasi rauðsokkanna. Næstu tveir botnar eru eftir L.E. Allt frá hvirfli ofan i tær alla snerting banna. Ferleg spái ég þjái þær þrá til kvennamanna. G.A. á þennan botn. Þekki ég bliðar telpur tvær er taka ástum manna. Sofus Berthelsen botnar þannig. þegar önug ellin slær ört á getu manna. Andrés H. Valberg sendir þættinum ágætt bréf. Hann botnar að sjálfsögðu, og tekur I upphafi bréfsins upp hanskann fyrir kvenfólkið. Enginn iengur yndi fær i örmum bllöra svanna. Þetta skaltu karl minn kær koma til að sanna. Slðan snýr Andrés blaðinu algjörlega við og botnar þannig. flestir ættu að forðast þær og faðmlög þeirra banna. Þvi næst hugsar Andrés sér að ritstjóri þáttarins sé kvæntur rauðsokku og sé honum vorkunn að hafa klöngrað saman fyrripartinum. Andrés yrkir. A. Guðnason botnar. þvi allar núna ætla þær að eignast börn án manna. Sýna okkur kjaft og klær konur rauðsokkanna. Enginn lengur yndi fær i örmum viiitra svanna. fœr Hans reynslu i þessum málum er þveröfugt farið. Að faðmlög séu flestum kær finnst mér létt að sanna. Ennþá margur yndi fær I örmum bliðra svanna. Ég vona að þetta sé rétt hjá Andrési. Aö síðustu sendir Andrés þættinum kæra kveðju og vonar, að hann hitti nagl- ann á höfuðið með næstu visu. Ennþá Benni yndi fær I örmum bliðra svanna. Oft á kvöldin örva þær eðlishvatir manna. Ég yrði kannski feginn, ef þessi spá rættist, en ekki veit ég hvað konan min segði. Sigurgeir Þorvaldsson sendir tvær næstu visur. Sú fyrri heitir örvun. Jafnan list mér ailvel á augnagotur þinar. — Elsku vina oft þær ná að örva fýsnir minar. Æskuminning nefnist seinni visan. Mynd af þér i minum huga mun ég geyma langa stund. Ekki skal hún yfirbuga alla mina karlmannslund. Þá er hér að lokum fyrripartur. Eftir siðum áa vorra ýmsir halda blót. Ben.Ax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.