Vísir - 01.02.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 01.02.1975, Blaðsíða 20
vísm Laugardagur 1. febrúar 1975. „Dœmi um að œðar- bóndi annist arnar- uppeldi" — segir Árni G. Pétursson, œðar- rœktarróðunautur „Ég hef enga trú á, að það sé rétt að örninni fari fækkandi af citri i varpiöndum,” sagði Arni G. Pétursson, æðarræktarráðunaut- ur Búnaðarféiags tslands i viðtaii viö Visi. „Sumir virðast þó trúa þvi, að örnin drepist á Vestfjörð- um, ef eitrað er I egg norður á Sléttu, þar sem örn hefur ekki sézt i áraraðir. Með fuglafriðunarlögunum, sem sett voru árið 1966, var bann- aö að nota striknin til að eitra fyr- ir varg, en leyft að nota svefnlyf, sem heitir pheniinal. Siðgn var það bannað i eitt ár, en bændum talin trú uin, að annað lyf væri miklu betra, en það heitir tribro- metanol. Það átti að leysast upp i eggi, en gerði það bara ekki, held- ur safnaðist i það sem botnfall. Þá var gerð tilraun á Keldum með að setja það i loðnu, og það gafst nokkuð vel, vargarnir sofn- uðu vel af þvi og drápust suinir, en bændur fengu ekki að nýta sér það þannig. Siðan var i fyrravor aftur leyft að nota pheniinal, jafnhliða tribrometanoli, en ekki íná eitra nema i egg i varplandi og alls ekki eyöa vargi eins og svartbaki með þvi að veiða hann i net eða gildrur eða svæfa hann við frysti- hús eða sláturhús, þar sem hann er alinn. Eitthvað er það mismunandi mikið, sem bændur beita eitrun i varplönduin, þvi það er timafrekt verk að blanda eitri i eggin og árangurinn takmarkaður. örn er i sjálfu sér ekki teljandi vargur i varplöndum, vegna þess hve litið er af henni, og jafnvel á Vestfjöröum og við Breiðafjörð, þar sem hún er, láta varpbændur misjafnlega illa af henni — sumir telja hana skemma mikið, aðrir minna. Jafnvel er til dæini um það, að æðarbóndi annist jafn- framt eftirlit með uppeldi arnar- unga — fyrir þóknun. Svartbakurinn er tvimælalaust mikilvirkasti skaövaldurinn i varplöndum, en auk hans má nefna hrafninn, sein hefur fjölgaö stórlega, siðan hætt var að eitra með striknini i hræ fyrir tófu og hrafn. Þá er minkurinn lika vá- gestur i varpi og sömuleiðis skúmurinn, sein bæði tekur egg og unga. Kjóinn tekur lika egg. Þá má nefna hrognkelsanet úr næloni, sem hafa tekið drjúgan toll af æöarstofninum, þvi æðar- fuglinn varast þau ekki og hefur farizt i þeim i verulegum mæli. Ég trúi þvi alls ekki, að bannað veröi að eitra i varplöndum, allra sizt þeim, sem eru langt frá arnarbyggðum. Þar að auki getur það ekki gengið til lengdar, að að- eins megi útrýma vargi með þvi að eitra I egg og skjóta. Það verð- úr óhjákvæmilegt að veita leyfi til að taka hann i gildrur og net þar sem honum er boriö æti i rikum mæli, við fiskvinnslustöðvarnar og sláturhúsin.” - SH Útlöndin heilluðu tvo unga Reykvíkinga: HAFNSÖGUMENN SÓnU LAUMUFARÞEGA Á HAF ÚT „Ég man nú bara ekki eftir þvi i þessi 27 ár, sem ég hef starfað hér, að við höfum þurft að sækja laumufarþega á haf út,” sagði hafn- sögumaður i Keflavik, en i fyrradag urðu hafnsögumenn . þaðan að fara á móts við Dettifoss, sem tilkynnt hafði um laumufar- þega um borð. Það voru þeir Þórður og Hörður Ólafssynir, tveir strákar úr Reykjavik, sem fengu svo mikla útþrá á fimmtudaginn þrátt fyrir allar gjaldeyris- hömlur að þeir stóðust ekki mátið er þeir sáu Dettifoss liggja ferðbúinn i höfninni. „Skipið átti að fara um klukk- an f jögur og við læddum okkur um borð með djúspelann okk- ar,” sögðu þeir bræður. „Við komum okkur fyrir I geymslu fremst i skipinu, þar sem kaðlar og annað dót var fyrir. Skömmu siðar lagði skipið Laumufarþegarnir Þórður og Hörður. „Það vildi enginn trúa þvi, að við hefðum virkilega gerzt laumu- farþegar.” úr höfn og i hvert sinn sem við urðum varir við mannaferðir fram á skriðum við inn i dimm- asta skotið,” sagði Hörður, ann- ar þeirra bræðra. Skipið var á leið til Hamborg- ar og vildi það vel til, þvi Norð- urlönd og Evrópa freista þeirra bræðra mest. En svo vildi þann- ig til, er skipið var að sigla fyrir Reykjanesið, að einn skipverja átti erindi fram i geymsluna, sem ekki er mjög algengt. „Já, þeir sögðu að þaö hefði verið hreinasta tilviljun, að maöurinn hefði komið fram i geymsluna einmitt á þessum tlma,” sagði Þórir, bróðir Harð- ar. „En þótt upp um okkur hefði komiztvaráhöfnin ákaflega góð við okkur. Einn úr áhöfninni gaf hvorum okkar meira að segja þúsund krónur að skilnaði og það er sko peningur, sem ég ætla að eiga til minja,” sagði Hörður. Dettifoss hafði samband við hafnsöguvaktina i Keflavik og bað um að bátur yrði sendur eft- ir farþegunum tveim. Báturinn hélt út og voru piltarnir koinnir i land um sjöleytið. „Þeir sögðu, að kannski mættum við koma með næst. Okkur langar ofsalega til út- landa og vonum að sá draumur rætist i ár,” sögðu bræðurnir. Frændi þeirra bræðra kom til Keflavikur að sækja þá. Eftir að hafa fengið sér i svanginn á veitingahúsi i Keflavik komu þeir svo heim um niuleytið. „Mamma trúði okkur alls ekki og ekki neinn annar heldur. Þaö héldu fyrst allir að við vær- um að plata, en svo urðu þeir að trúa okkur,” sögðu bræðurnir. „Nei, nei, við vorum ekkert skammaðir.” — jb Eftirlegukindur segir ríkisskattstjóri Það eru alitaf býsna margir, scm verða eftirlegukindur með skattframtölin, segir Sigurbjörn Þorbjörnsson rlkisskattstjóri. Þá bætist eitt prósent á dag of- an á tekjur manna. Þessi viðurlög geta orðið 15% og jafnvel 20-25%, ef lengi dregst. Margir lenda að lokum i 20-25% viðurlögum. Þeir eru þá ef til vill komnir i algert klandur, með eignir á uppboði og lögtök, segir Sigurbjörn. Greiðir Jón úr flœkjunni? Mikið ósamkomulag var á samningafundi ASÍ og vinnuveit- enda i gær um stöðu og getu at- vinnuveganna. Litið gerðist ann- ars á þessum fundi. Var ráðgert, að Jón Sigurðsson hagrannsóknastjóri kæmi á fund deiluaðila næsta þriðjudag til að gera grein fyrir stöðunni j efna- hagsmálum, hugsanlega „greiða úr flækjunni”. Samkomulag varð milli aðila um óskir um beina aðild að end- urskoðun þeirri, sem fyrirhuguð er á skipan i verðiagningarmál- um landbúnaðarins. Það veldur vandræðum i um- ræðuin og mati á stöðu atvinnu- veganna, að fiskverð er ókomið. —HH jafnan margar Af hverju var mönnum ekki „Lögin segja, að framtalsfrest- leyft að skila skýrslunuin á laug- ur sé til 31. janúar og fyrir at- ardag og sunnudag, 1. og 2. febrú- vinnurekendur til 28. febrúar,” ar, i þetta sinn? sagði rikisskattstjóri. HH MATIÐ A NESSTOFU TÆPAR 15 MILLJÓNIR Matið á Nesstofu hefur nú verið kynnt hlutaðeigandi aðiium. Báð- ir helmingar hússins og tæplega hálfs hektara lóð i kring eru sam- tais tæpar 15 milijónir að mati. Mat þetta var gert til leiðbein- ingar uin samninga, en nú standa yfir samningar milli rikisins ann- ars vegar en eigenda Nesstofu hins vegar um að rikið kaupi þessa eign. Eigendur Nesstofu eru tveir, og er annar aðiiinn hlutafélag. Matið skiptist þannig, að vest- urhlutinn er metinn á 5,2 milljónir króna, austurhlutinn á 6.5 ínillj- ónir og lóðin, tæpir 5 þúsund fer- metrar, á 3.250 milljónir. Samningarnir eru nú komnir á góðan rekspöl, og má búast við, að niðurstaða náist i næstu viku. —SH ARNARSTOFNINN RYRNAÐIUM 13% SÍÐASTLIÐIÐ SUMAR — segir Fuglaverndarfélagið og telur það stafa af eiturútburði 13% af arnarstofninum is- lenzka týndust á siðasta sumri, og margt bendir til þess, að það hafi veriö af völdum eiturs, seg- ir i frétt frá Fuglaverndar- félagi islands. Um 1880 hófst mikill eiturút- burður á Islandi, segir i frétt- inni, og var þá notað striknin. Frá þvi ári til ársins 1910 var haferninum útrýmt úr flestum landshlutum nema Vesturlandi, og hefur hann ekki borið sitt barr síðan. Notkun striknins til út- rýmingar vargi i varplöndum var bönnuð árið 1966, en tekin upp veikari lyf. I frétt Fugla- verndarfélagsins segir, að eiturútburður hafi ekki aukið tekjur af æöardún, en þegar hafi vanhöld komið frain á arnar- stofninum, og munu átta fuglar hafa týnzt siðastliðiö sumar, eða um 13% af stofninum, sem við siðustu talningu árið 1973 reyndist um 60 fullorðnir fuglar. „Þegar eitur er látið i slor eða hræ, drepst fuglinn ekki strax, flýgur I burtu, drukknar eða drepst hægfara á landi,” segir i fréttatilkynningunni. Þá er frá þvi sagt, að eitt arnarhræ hafi fundizt siöastliðið sumar, og rannsakaði sér- fræðingur Náttúrufræði- stofnunarinnar það. Sainkvæmt umsögn hans var of langt síðan fuglinn drapst til þess að hægt væri að skera úr um, hvort eitur heföi grandað þeim fugli, en vængir voru nokkuð útteygöir likt og fuglinn hefði drepizt af kvölum, og stélið slitnara en venjulegt má teljast, likt og það heföi dregizt með jörðu. „Það er einlæg ósk okkar,” segir Fuglaverndarfélagið,” að ráðamenn sjái sér fært aö banna allan útburð eiturs alveg, án nokkurrar undanþágu.” Ennfremur er sagt, að þegar fuglastofnar komist niður fyrir visst lágmark, sé afar erfitt að ná þeim upp. Arnabyggð er nú einkum á Vestfjörðum og við Breiðafjörö. Reynt hefur verið að fylgjast sein bezt með stofninum og gerðar ráðstafanir til þess að hlynna að honum. —SH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.