Vísir - 03.02.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 03.02.1975, Blaðsíða 2
2 Visir. Mánudagur 3. febrúar 1975. DÝRKEYPT AÐSTOD VIÐ LAGANNA VERÐI Getur verið varhuga- vert að aðstoða lög- reglu við að upplýsa sakamál? Þessari spurningu getur maður á Tálknafirði hiklaust svarað játandi. Fyrir atbeina hans fannst hluti af stolnum varningi úr kaupfélagi staðarins. Sýslu- maðurinn i Barðastrandarsýslu felldi grun á manninn vegna þess, og hélt honum samanlagt i 18 sólarhringa i gæzluvarðhaldi, meðan á rannsókn málsins stóð. Maðurinn þvertók fyrir að vera viðriðinn þjófnaðinn, og ekkert hefur sannazt i þá átt. Fór með félaga i „lögguleik” Vísir skýrði frá innbrotinu i kaupfélagið fyrir nokkrum dög- um. Innbrotið var framið að- faranótt laugardagsins 4. janúar. Úr verzlun kaupfé- lagsins var stolið rúmlega tuttugu kartonum af sigarettum og 54 þúsund krónum i pening- um. Talið er, að oddhvasst járn hafi verið notað til að spenna upp bakhurð kaupfélagsverzl- unarinnar. Lögreglan á Patreksfirði hóf rannsókn málsins að kvöldi laugardagsins 4. janúar. Maðurinn, sem grunaður er, býr I verbúð frystihiiss Tálkna- fjarðar. Að kvöldi laugardags- ins sat hann ásamt fleiri ibúum hússins i matsal þess. Þjófnað- inn bar á góma, og gat maður- inn þess þá, að gaman væri að fara að leita að þýfinu á lfkleg- um felustöðum. Að svo mæltu fór hánn við annan mann út að leita. Þeir fóru að fiskimjölsverk- smiðjunni og lýstu þar með vasaljósi i krók og kring. Eipnig fóru þeir bak við kaupfélagið og leituðu þar. Stuttu siðar voru þeir að leita i húsi, sem kallað er „brugghúsið”. Lögreglumennirnir frá Pat- reksfirði komu þá að, út úr skrif stofu kaupfélagsins. Mennirnir slógust i förina og gengu næst að samliggjandi fjárhúsum sem standa f hlið, skammt fyrir ofan kaupfélagið, Mennirnir fóru inn i fjárhúsin og hófu að leita þar. Annar lögreglumaðurinn lýsti inn i afkima i öðru fjárhúsinu, án þess að sjá nokkuð grunsam- legt. Akærða i málinu þótti ekki nógu vel leitað og lýsti þangað inn sjálfur. Fann hann þar pappakassa, sem sjópoki lá undir. í pokanum voru 22 karton af sigarettum. Tóku lögregluþjón- amir pokann i sina vörzlu, en mennirnir gengu aftur niður i verbúðina. Sýslumaður ekki ánægður með skýringuna Maðurinn, sem fann sjópok- ann, var handtekinn á miðnætti daginn eftir, þ.e. sunnudag. A mánudag var hann úrskurðaður I allt að 30 daga gæzluvarðhald af rannsóknardómaranum, sýslumanni Barðastrandar- sýslu. Taldi sýslumaður, að maður- inn gæti ekki gert „skynsam- lega grein fyrir ástæðum þess, að honum var kunnugt, hvar hluti af þýfinu væri geymdur”. Visaði sýslumaður jafnframt til þess, að sömu nótt og innbrotið var framið, hefði stórt sporjárn horfið af smiðalofti i hraðfrysti- húsinu, sama stað og maðurinn býr á. Hinn grunaði kvaðst saklaus af öllum ákærum. Sagðist hann telja tvo sextán ára drengi vera valda að þjófnaðinum. Annar drengurinn hafði aðsetur i ver- búð frystihússins, en hinn bjó hjá foreldrum sinum. Löng og ströng réttarhöld Rannsóknardómari málsins gekk fram með oddi og egg að þvi að upplýsa innbrotið i kaup- félagið. Fjöldi manna var kall- aður fyrir, og hinn grunaði margoft. Hann hélt sifellt við fyrri framburð sinn, að hann væri saklaus. Nóttina, sem inn- brotið var framið, var hann fram eftir nóttu að lesa bók. Sambýliskona hans varð vör við, þegar hann fór að sofa, og segir það ómögulegt, að hann hafi farið út, án þess að hún hefbi orðið þess vör. Við rannsókn málsins hefur það komiðfram, að nóttina, sem innbrotið var framið, hafi verið farið um i verbúð frystihússins, og a.m.k. tvö áhöld horfið af smiðalofti. Einnig hvarf sjópoki úr auðu herbergi. Það var sá sjópoki, sem sigarettukartonin voru I, þegar þau fundust i fjár- húsinu. 18. janúar siðastliðinn ákvað dómarinn að senda málið til athugunar hjá rikissaksóknara. Nokkrum dögum siðar var hin- um grur.aða sleppt úr haldi. — sat í 18 daga í gœzluvarðhaldi, grunaður um innbrot, eftir að hafa hjálpað lögreglu við leit að þýfinu — og fundið það Rannsóknin dýrari en þjófnaðurinn Kostnaður við þessa miklu rannsókn á innbrotinu er all- mikill. Nemur hann liklega verulegri fjárhæð. Úr kaupfé- laginu var hins vegar stolið 54 þúsund krónum og 22 kartonum af sigarettum. Meðal kostnaðarliða við málareksturinn má nefna laun réttargæzlumanns hins grun- aða, laun löggæzlumanna við rannsóknina, kostnað við fanga- gæzlu og öflun gagna. Hins vegar telst það varla óeðlilegt, að i svo litlu samfélagi sem á Tálknafirði sé lögð áherzla á að upplýsa mál af þessu tagi. Margir, ef ekki allir Ibúar staðarins, gætu komið til greina sem innbrotsþjófarnir. Ekkert hefur sannazt hver brauzt inn i kaupfélagið, þótt einn hafi verið yfirheyrður sem grunaður. — ÓH LESENDUR HAFA ORDID Erlent vinnuafl í Sinfóníunni virnsm-- Hvaö myndir þú gera í dag, ef þú vissir, að dagurinn á morgun yrði þinn síðasti? Reynir Zebitz, rafvirki: — Æ, ég held ég myndi bara fara og leggja mig og hafa það virkilega gott. Haukur Jónsson, menntaskóia- nemi: — Ég held ég settist inn á kaffihús með vinum minuin og biði dauðans. Magnús Þór Jónsson, mennta- skólanemi: — Ég held ég settist inn á notalegt veitingahús og fengi mér kaffi ásamt vinum minum i kveðjuskyni. Helena Halldórsdóttir, fulltrúi: — Ég myndi bara stóla á náðina, þegar ég kæmi yfir um. En hvað ég gerði af mér daginn áður, veit ég ekki, ég hef aldrei verið i þessari aðstöðu. NjállSimonarson, forstjóri: — Ég held ég keypti mér farseðil til Kanarieyja til að komast I annað andrumsloft. Annars eru þeir ótal margir hlutir, sem maður myndi flýta sér að klára, áður en maður skildi við. Norma MacCleve, húsmóðir: — Ég myndi verja deginuin I dag I að gleyma ínorgundeginum. Bergþór skrifar: „Ég er einn af mörgum, er þykir gainan að sigildri tónlist og fer gjarnan á tónleika Sin- fóniuhljóinsveitarinnar. Eins og mörgum þykir mér menningar- bragur yfir slikri hljómsveit. En samt spyr ég, hvað langt geta Islendingar gengið á þessu sviði? Er endalaust hægt að ausa út almannafé i þess háttar? Eftir þvi er mér hefur skilizt, er um það bil fiinmtán til tuttugu er- íendir hljóðfæraleikarar starf- andiihljómsveitinni. Mér finnst það tiinabært að fara að endur- skoða þessa hluti, þegar þjóðar- skútan er að fara i kaf. Eru ekki tií hæfir hljómlistar menn á Islandi eða jafnvel nem- endur, er gætu fyllt skörð þess- ara manna. Ég held, að þegar allir eru tal- andi um kreppu og þess háttar, eigi að reyna að nýta það fólk, sem fyrir er hér á landi, i stað þess að „flytja inn” dýrt vinnu- afl, að maður tali ekki um þann dýrmæta gjaldeyri, er mundi sparast. Jón Sigurðsson skrifar: „Nú er sagt, að gjaldeyris- sjóður landsmanna sé á þrotum. Engan furðar á þvi þar eð inn flutningur hefur verið óskap- legur. Einn postuli vinstri vill- unnar hefur góð ráð, sem ekki snerta hann sjálfan. Hans ráð eru þau, að helv... ferðamenn- irnir, sem sói gjaldeyri þjóðar- innar, skuli bara skattlagðir fyrir þann glæp að vilja eyða sumarleyfi sinu erlendis. Já, hann er snjall þessi postuli hafta og vinstri villu. En eitt er það, sem hann gleymir, sá sjálfum- glaði vitringur. Við, sem höfum ánægju af ferðalögum, munum svo sannarlega ekki gleyma honum eða hans flokki þegar sá dagur kemur, mun hann ekki glotta. En satt mun vera, að sjóður- inn er litill og ber þá að sjálf- Mér finnst það ekkert laun- ungarinál, hvernig farið er með alinannafé, heldur eigi að leggja spilin á borðið”. sögðu að minnka eyðslu. Ég legg þvi til, að nú þegar verði innflutningur á bifreiðum stöðv- aður til næstu áramóta, að minnsta kosti 2000 nýir bilar eru I vörugeymslum eða á hafn arbakkanum, það ætti að nægja i ár. Tollatekjur, sem tapast, mundu vera verulegar. En þvi ekki að minnka útgjöld rikisins, sem þvi nemur? Enginn ætti að skaðast, sjóðurinn myndi vaxa, aðeins bilainnflytjendur myndu telja færri krónur, en þetta er auðveld leið, sem er örugglega vinsæl meðal þorra fólks og gef- ur möguleika á þvi, að með slik- um aðgerðum mætti koma á jafnvægi. En sá maður, sem hugsar sér að ráðast á þann, sem fær 60 pund ( + 40 til ferða- skrifstofu) til ráðstöfunar i sumarleyfi, er ekki vinur minn eða þinn.” Hann er ekki vinur minn ...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.