Vísir - 03.02.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 03.02.1975, Blaðsíða 9
Vfsir. Mánudagur 3. febrúar 1975. Guðgeir gerði stormandi lukku gegn efsta liðinu — Átti mikinn þátt í því, að Morton gerði jafntefli við Glasgow Rangers - og lék leikmenn Rangers oft grátt tslendingurinn Guögeir Leifs- son vakti mikia hrifningu i leiknum á milli Morton og Glasgow Rangers í 1. deildar- keppninni i Skotlandi á laugar- daginn. Skozku biööin hrósa honum einnig mikiö i skrifum sinum um leikinn, en úrslit hans komu mjög á óvart. Morton náði forustu i fyrri hálfleik og hélt henni þar til fjórar minútur voru eftir, en þá tókst stjörnunum hjá Rangers loks aö jafna. Um 20 þúsund manns komu til að horfa á leikinn, sem fram fór á leikvelli Morton, og jafnframt á Islendinginn, en mikið hafði verið skrifað um, að hann yrði með i þessum leik. Atli Þór Héðinsson — hinn ís- lendingurinn, sem hefur verið að æfa hjá Morton að undan- förnu, lék ekki með, en þess verður ekki langt aö biða, að sögn frainkvæmdastjóra Mort- on, Danans Erik Sörensen, er við töluöum við hann i gær. Hann var i sjöunda himni yfir úrslitunum og sagði að Guðgeir hefði átt mikinn þátt i hve vel gekk. Hann hefði leikið leik- menn Rangers oft mjög grátt og auk þess gefið góða bolta, sem hefðu alveg sett þá út af laginu. Eftir leikinn hefði hann verið á hvers manns vörum og blaða- mennirnir setið uin hann langt fram á kvöld. Sagðist hann vona, að Guðgeir yrði áfram hjá þeim i Morton, en einnig mætti fastlega búast við þvi, að önnur félög vildu gera samning við hann. Morton á að leika i bikar- keppninni i kvöld, en i þeim leik mega Islendingarnir ekki vera með. Aftur á móti mega þeir leika með liðinu sein áhuga- menn i deildarkeppninni. -klp- Guögeir Leifsson. Jóhannes Eðvaldsson farinn til Holbœk! — Byrjar á því að taka þátt í tveim keppnisferðalögum Jóhannes Eðvaldsson knatt- spyrnumaöur úr Val hélt i morg- un til Danmerkur, en þar ætlar hann aö leika meö 1. deildarliöinu Holbæk I sumar. Mun hann einnig starfa viö iþróttakennslu og auk þess sækja nám i skóla fyrir verö- andi iþróttalækna, sem er rétt hjá Holbæk. Jóhannes átti kost á að fara til Morton ásamt þeim Atla Þór og Guðgeiri, en vildi heldur fara til Danmerkur, og er aðalástæðan sú, að þar getur hann komizt inn i skólann, sem er mjög eftirsóttur. Holbæk var i einu af efstu sæt- unum i 1. deildinni i fyrra, en ætl- ar sér að ná enn lengra i ár. For- ráðamenn Holbæk höfðu sain- band við Jóhannes i gegnum Magnús V. Pétursson knatt- spyrnudómara, en þeir höfðu les- ið viðtal við Jóhannes, sem kom i dönsku blaði i haust — eftir lands- leikinn við Dani — þar sem hann sagðist vel geta hugsað sér að leika i Danmörku. Æfingar eru hafnar hjá félag- inu, og fyrirhugaðar eru tvær keppnisferðir, áður en 1. deildar- keppnin hefst i lok marz. Er önn- ur ferðin á mikið mót i Sviþjóð, en hin til Póllands, þar sem liðið ætl- ar að leika nokkra leiki. Fyrsti leikur liðsins i deildinni er við Vejle á útivelli. ,,Það er aðallega skólinn, sem ég sækist i”, sagði Jóhannes er við töluðum við hann i gærkveldi. „En draumurinn um atvinnu- mennskuna er enn fyrir hendi, og ekki gott að segja hvað ég geri ef eitthvert tilboð berst. Jack Johnson hefur ekkert komið nálægt þessu og er ekkert sérlega hrifinn af þvi, að ég sé að fara til Holbæk. Hann hefur samt reynzt mér mjög vel og gert allt, sem hann hefur getað til að hjálpa mér. Þykir mér þvi leiöinlegt, að einhverjir hér heima séu að kasta hnútum að honum. Við Guðgeir og fleiri báðum hann uin að hjálpa okkur að kom- ast i atvinnumennskuna, og hann hefur lagt á sig mikinn kostnað og erfiði til að verða við þeirri beiðni okkar. Ég býst við að vera hjá Holbæk i suinar, en koma heim i lands- leiki ef ég verð valinn. Það hef ég tilkynnt forráðamönnuin Holbæk og þeir sagt, að ekkert væri sjálf- sagðara, ef til þess kæmi”. -klp- Spútnikliðið úr Njarð- víkum komið vel ó loft Fyrir nokkrum árum þegar Njarövikurliöiö iék i 1. deildinni i körfubolta, og Rússarnir hömuö- ust viö aö senda hvern spútnikinn á fætur öörum á loft, voru Njarö- vikingarnir stundum kallaöir spútnikarnir, þvi þá voru þeir aö skjóta sér upp af og til. En þeir gerðu aldrei meir en að rétt lyfta sér af skotpallinum og náðu aldrei almennilegri hæð. En nú er öldin önnur hjá þeim. Eftir leikina um helgijia — þar sem þeir sigruðu bæöi Ármann og Val — eru þeir búnir að skjóta sér upp á milli efstu liðanna og þar hring- sóla þeir nú. Á laugardaginn léku þeir við Armann og sigruðu i æsispenn- andi leik — 82:80. Árinenningar, sem nú léku án Jóns Sigurösson- ar, sem skrapp til Hawai ásamt fjölskyldu sinni fyrir helgina, voru yfir i hálfleik 39:32. En i siðari hálfleik jafnaði UMFN og eftir það hélzt allt i járnum þar til i lokin. Er 18 sekúndur voru eftir var staðan 80:80. Þá fékk UMFN tvö vitaköst. Sigurður Hafsteinsson tók þau og sendi bæði niður um körfuhringinn við geysilegan fögnuð áhorfenda. Arinenningar náðu ekki að jafna og Njarð- vikingar voru þar með sigur- vegarar. Björn Christensen var stiga- hæstur Armenninga með 27 stig — átti mjög góðan leik, en hjá UMFN var Brynjar Sigmundsson hæstur með 25 stig og var einnig frábær. 1 gærkveldi léku Njarð- vikingarnir aftur og mættu þá Val i hörkuspennandi leik. Valsinenn voru lengst af yfir — 42:39 i hálf- leik og 61:55 uin miðjan siðari hálfleikinn. Þá tóku Njarð- vikingarnir við sér og komust i 64:61. Þann mun náðu Valsmenn ekki að vinna upp, og töpuðu leiknummeð5stiga mun — 82:77. Komust þeir i villuvandræði i lokin og misstu mikilvæga menn út af. Þeir Stefán Bjarkason — fyrruin Valsmaður — og Brynjar voru beztu menn UMFN og skor- uðu 21 og 23 stig. Hjá Val var Torfi Magnússon beztur með 22 stig. IR, sem var án Kristins Jörundssonar og Agnars Friö- rikssonar, komst I mikil vandræöi með neðsta liðið i deildinni HSK, og rétt marði sigur á siðustu minútunuin. Austanmenn voru lengst af yfir, eða þá að jafnt var. Þegar 3 minútur voru eftir af leiknuin var staðan 66:66, en þá vöknuðu IR- ingarnir upp við vondan draum og náðu að komast 4 stiguin yfir og sigra i leiknuin 74:70. Þorsteinn Guðnason og Finnur Geirsson — sonur Geirs Hall- grimssonar forsætisráðherra, voru beztu menn IR i þessum leik, en Birkir Þorkelsson beztur HSK- manna. Anton Bjarnason lék ekki með HSK, en það hefði liklega nægt til að sigra þetta „stjörnu- lausa” lið IR i þetta sinn. KR sigraði IS — i fyrsta sinn siðan 1973 — með 73 stiguin gegn 60 i gærkveldi. Fyrri hálfleikur- inn varömurlegur, sem sést bezt á skorinu, sem var 24:21 fyrir KR i hálfleik. Jafnt var frain i miöjan siðari hálfleikinn 40:40, en þá tóku KR-ingar af skarið með góð- um varnarleik og ákveðinni sókn og sigldu örugglega fram úr. Sigruðu þeir með 13 stiga mun, sem er farið að verða óvenju mik- ið i hinni spennandi keppni i 1. deildinni i körfuknattleik. —klp— vimflnpfBflR HOTEL LOFTLHÐIR BIOfflflfAIUR Fjölbreyttar veitingar.Munið kalda borðið. Opiðfrá kl. 1 2—14.30 og 1 9—23.30.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.