Vísir - 03.02.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 03.02.1975, Blaðsíða 7
Vlsir. Mánudagur 3. febrúar 1975. cTVÍenningarmál í HÖFÐI MANNS Þorgeir Þorgeirsson: KVUNNDAGSFÓLK Iöunn 1974. 132 bls. Hann trúði þvi að dauðinn kæmi utanfrá. Hann skynjaði alla samkeppni réttilega sem snert af dauðan- um. — En dauðinn kemur innanfrá. Eins og skilningurinn. Þessi ummæli Þorgeirs Þor- geirssonar i sögulokin af frænda hans Jóa, annarri persónu I Kvunndagsfólki, finnst mér að orði rauðan þráð eða stef I bók hans sem kemur upp aftur og aftur I frásögnunum: þær fjalla allar um fólk sem verður utan- garðs, skilningslaust á þjóðfé- lag samkeppni og gróða þar sem það lifir lifi sinu og deyr að lokum, endanlega orðið undir. Svo var og um annan frænda Þorgeirs, Tona óheppna sem si- fellt varð fyrir slysum, þvi lik- ast sem lif hans væri óslitin sjálfsmorðstilraun: „Þannig var Toni. Hann vann engin veðmál um dagana og tapaði þeim ekki heldur . . . Stundum finnst mér eins og grilla i aðra og meiri óheppni á bak við smáslysin hans Tona. Elskuleg og fús þjónustulund af- neitar ekki þvi sem hún er mót- T BOKMENNTIR EFTIR ÓLAF JÓNSSON GANDREIÐIN Skopádeila Benedikts Svein- bjarnarsonar Gröndals ásamt ritgerð um verkiö eftir Ingvar Stefánsson. Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs 1974, 166 bls. Gandreiðin — hvað var nú það? Skyldu margir lesendur muna fyrir- varalaust eftir hinni fornu skopádeilu Bene- dikts Gröndals enn í dag? Eða er nokkur sérstök á- stæða til að rifja hana upp, umfram önnur verk hans, fyrir þeim lesend- um sem ekki þekkja verkið fyrir? Er ástæða til að leggja meir upp úr henni en t.a.m. skop- kvæðum, bréfum og ýms- um ritgerðum Gröndals? Ansi er ég hræddur um að svör við þessum spurninguin verði öll neikvæö. En það er svo sem ekki sagt til að „mótmæla” þessari útgáfu, enda er aöalefni bókarinnar ekki Gandreiðin sjálf heldur ýtarleg ritgerð Ingvars Stefánssonar um leik- inn og efni hans. Ingvar samdi ritgerð þessa til kandidatsprófs fallin. Að búa við þvilíkt lundar- far i veðmálaheimi er i sjálfu sér mikið slys og lán að fá að taka það smám saman á langri æfi en ekki allt I einu stórslysi”. Og Toni frændi verður, þannig séð, ekki einasta frásöguverður maður, sjálfs sin vegna og sinna hrikalegu óhappa um dagana, heldur lika tákn og fulltrúi allra annarra manna — „sem gefa möðkunum i jörðinni kroppinn af sér i sama tilgangsleysi og þeir skenkja yfirboðurunum likamsorku sina meðan á æfi- löngu sjálfsmorðinu stendur og fjölskyldum sinum það félags- lyndi sem hefði getað fært lifi þeirra tilgang”, svo að enn sé vitnað i eftirmæli úr bókinni. Elisabet, amma Þorgeirs og fjórða persóna i bók hans, var á hinn bóginn kona sem engum fannst að væri óheppin, hún átti i kappi við veröldina og átti lika i fullu tré við heiminn á meðan hún var og hét. Afraksturinn af ævilöngu striti hennar var heil fasteign, hús á tveimur hæðum þar sem hún bjó um sinn ásamt börnum sinum og barnabörn- um. En þegar fólk hennar flutt- ist frá henni hljóp óeirð i gömlu konuna — kannski i likingu við þann ærslagang i ætt við skelf- ingu sem greip Tona frænda þegar hann var einu sinni hepp- inn en ekki óheppinn og vann bil i happdrætti. Toni var ekki lengi að spandera vinningnum. „Það tók fasteignasalana og þing- lesningargjöldin fimmtán ár að éta upp afraksturinn af æfi hennar”, segir I sögunni um Elisabetu ömmu. En þessum félagslega skiln- ingi, úttekt eða útleggingu sögu- efnanna i bók Þorgeirs Þor- geirssonar er svo sem ekki tran- að að lesandanum. öllu heldur er hann eins konar ivaf mann- lýsinganna sem eru aöalefni i Islenskum fræðurn árið 1963, vel vandað og læsilegt skóla- verk. En hann féll frá á besta aldri, árið 1971, og auðnaðist ekki að halda áfram rannsókn á ævi og verkum Benedikts Grön- dals sem hann mun hafa fyrir- hugað. Vera má að þessi útgáfa sé einkum gerð af ræktarsemi við minningu Ingvars Stefáns- sonar. En hitt má líka vera að þrátt fyrir allt hafi Gandreiöin eitthvert það sögulegt gildi til að bera sem megni að vekja á henni áhuga enn i dag, en um sögulegt efni og aðdraganda hennar er einkum fjallaö i rit- gerðinni eins og vænta mátti. Gandreiðin var pólitiskt flug- rit og persónulegt niðrit, samið og útgefið i skyndi I ársbyrjun 1866, til að taka upp þykkju fyrir Jón Sigurðsson i pólitiskum stórdeilum á þeirri tið. Eh tæki- færiö notaði Gröndal um leið til að veita útrás persónulegri þykkju sinni i garð tveggja forn- vina og félaga sinna i Kaup- mannahöfn sem hann þóttist hafa orðið undir fyrir I svip. Haft er fyrir satt að kveriö hafi á sinni tið veriö lesið með á- söguþáttanna. Og mannlýsing- arnar i bókinni fela jafnharðan i sér andóf, uppreisn gegn hinum aðkrepptu kjörum, ómannlegu lifsháttum sem fólkið i sögunum einatt býr við án þess að vita það sjálft. Eins og Þorgeirs er háttur eru þetta nosturslega vel skrifaðar sögur, svo sem hver setning sé vandlega yfirveguð, þrátt fyrir hið frjálslega minn- ingaefni og söguform. Og það er sögumaður i þáttunum sem leggur til hinn félagslega skiln- ing efnisins, baksvið mannlýs- inganna sem mestu skipta á meðan maður les. Eða með orð- um Þorgeirs : forgrunnurinn er I smáatriðum það sem baksviðið endurtekur fjær með almennari orðalagi. Að öðru leyti fer ekki mikið fyrir sögumanninum sjálfum, hann er fyrst og fremst athug- andi og vitni lifs og fólks sem hann greinir frá i frásögnum þar sem glaðværð og alvara fara fjarska náið saman, skop- fergju og vakið mikinn hlátur, bæði hér á landi og meðal landa i Höfn. Ekki fara neinar sögur af pólitiskum áhrifum þess, að sögn Ingvars Stefánssonar, en það olli að visu Gröndal sjálfum allskonar leiöindum i bili og langvinnum vinslitum við þá sem einkum urðu skotspænir hans I ritinu, þá Gisla skáld Brynjúlfsson og Eirik Jónsson Garðprófast. Hið pólitiska og persónulega efni Gandreiðarinnar, sein legið hefur lesendum i augum uppi árið 1866, er nú svo torkennilegt orðið, að það má heita óskiljan- legt án ýtarlegra skýringa. Það er aðalviöfangsefni Ingvars Stefánssonar i ritgerðinni um Gröndal og Gandreiöina að skýra efni hennar fyrir lesend- um nú á döguin og láta jafn- framt i ljós nauðsynlegan fróð- leik um persónulegan og pólit- iskan aðdraganda verksins. Það er hér einkar skilmerkilega gert. Og meö þessum hætti verður bókin fyrst og fremst dá- litill aldarspegill úr lifi Hafnar- islendinga fyrrum, sist ósenni- legri fyrir það að I honum birtist HEIMA ÚR VARPA? Þorgeir Þorgeirsson. vis athugun og samúðlegur skilningur efnisins. Og fólkið i sögunum, það er allt uppréttir einstaklingar sem bila ekki né láta bugast fyrr en þá þeir brotna: hvert með sinum hætti dæmi mannlegrar seiglu og þrjósku og úthalds að lifa lifinu eins og þvi er i brjóst lagið hverju sem tautar og raular umhverfis. Þetta á einnig við um fyrstu söguna i bókinni sem annars er sér á parti efnislega: minning frá skóladögum höfundar i Prag á tið stórasannleiks og stalin- isma, fyrir Dubcek. Þar er sagt frá mönnum útundan kerfinu: herbergisfélaga Þorgeirs, mexikönskum leikara sem vak- ir um nætur og etur epli sér til huggunar við einmanaleik og heimþrá: „Hann tuggði hægt, mjög hægt og saug öðru hvoru upp i nefið”. Og öðrum kunn- ingja hans, tékkneskum gyðing sem trúir á málstað bylting- arinnar þrátt fyrir allt sem hann sér umhverfis sig, þessa tilraun — „sem við erum kannske að láta okkur mistak- ast i fúlustu alvöru”. 1 þessari frásögn er slegið annað stef sem kemur upp aftur og aftur I frásögnunum, ýmsum myndum mannlegrar einangr- unar og einmanaleika. Svona er þvi lýst i Prag: „Mannlifið er gengið til náða, gatan full af náttmistri sem drekkur i sig rafmagnsljósin og dreifir þeim svo eftir eigin lög- máli. Eins og maður stæði i mjólkurglasi sem lýst er neðan frá. Úti i þessu kynjaljósi standa svartir barrokrisar með húsþök á öxlunum”. Og svona við gröfina hennar ömmu: „Við stöndum sem sé hjá op- inni gröfinni og biðum. Grár suddinn i loftinu dempar útsýn- ið. I svona veðri er heimur veru- leikans bara þröngur hringur um staðinn sem maður stendur á. Það sem er fjær hefur hvorki lit ellegar neina merkingu”. t siðustu sögui bókinni, kostu- legri frásögn af höfundi sjálfum á ferð með bildraug norður I Fljótum, kemur upp nýtt til- brigði við þetta sama stef: „Þessi maður hefur vist hvergi verið til nema i hausnum á sjálfum mér, segi ég . . . Ekki frekar en aðrir. Ætli við séum annars nokkurs staðar til nema i höfði hver annars. — Og ekk- ert að gera nema halda bara áfram”. Það er ekki gott að segja hvað þyngra vegur á þessum læsilegu söguþáttum, svo ljóslifandi sögðum, þessi vitneskja einveru manns, eða þá vitund sem mannlýsingar þeirra geyma um tilgang lifs I félagsskap, félags- lyndi manna. aldeilis engin gullaldar-glýja. En verður Gandreiðin þá „fyndin” upp á nýtt við það að efni hennar sé með þessum hætti gert aðgengilegt lesend- uin? Ansi er ég hræddur uin aö svo sé ekki. Heljarslóðarorrusta viðhelstheldur ekki i bókmennt- unum fyrir sinn sögulega fróð- leik þótt hann sé útlistaður i skýringum við verkið og kannski nauðsynlegur til að gera söguna aðgengilegri. Svo tekur fyndnin við. Og hún er i Gandreiðinni eins og endranær hjá Gröndal fólgin i hinu ótamda hugarflugi, óheftum sam- breyskingi allskonar efna I frjálsum leik hans með máliö, Ingvar Stefánsson útúrsnúningi og eftirhermum. Það sem einkum vekur áhuga á Gandreiðinni er kannski form hennars „sorgarleikur i mörg- um þáttum”, og ærslafulla mál- færi, og gildi sitt fær hún varla af neinum söguleguin ástæðuin heldur fyrst og fremst i sam- hengi við skop Gröndals að ööru leyti i kvæðum hans, bréfum og ritgerðum að Heljarslóðarorr- ustu ógleymdri. I þeim rituin hans má ætla að hinn lifvæni Gröndal liggi enn, ef ekki gleymdur þá grafinn. Og þau væri sjálfsagt vert að vekja upp að nýju. En um þessi efni hefur Ingvar Stefánsson miklu færra að segja en söguleg tildrög og efnivið Gandreiðarinnar, og um bók- menntalegar fyrirmyndir og á- hrif á Gröndal varla nema við- tekinn fróðleik um arfleifð skólapiltaskops frá Bessastöö- um og Gamanbréfs Jónasar. Af þeirri kenningu að dæini væri ætlandi að hið viðlesna og við- förula skáld hefði aldrei hleypt heimdraganum, en unað glaður i bragði heima i varpa um ævi sinnar daga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.