Vísir - 03.02.1975, Page 20

Vísir - 03.02.1975, Page 20
vísm Mánudagur 3. febrúar 1975. Bíllaus bíógestur Bfógestur, sem brugöið haföi sér á jeppa sinum á 11 sýningu i Hafnarbiói á laugardagskvöidiö, varö aö láta sér nægja aö ganga heim aö sýningu lokinni. Er hieypt var út af sýningunni, fannst jeppinn ekki og var lög- reglunni þegar tiikynnt um stuldinn. Þetta mál endaði þó betur en mörg önnur af svipuöu tagi, þvi jeppinn fannst ekki iöngu siðar óskemmdur viö Alfta- mýrarskóla. -JB. 17 óökufœrir Miöbæjarlögreglan tók sig til á laugardagskvöidiö aö kanna ástand þeirra ökutækja, sem leiö áttu um umdæmi hennar og reyndist þaö fremur bágboriö hjá mörgum. Reyndist fjöldi bila ekki vera skoðaður fyrir áriö 1974 og kiippti bifreiðaeftirlitsmaöur, sem var I för meö iögreglunni, númerin af 17 óökufærum bilum. —JB Hœtt kom- inn, þegar kviknaði í róminu tbúa úr húsi einu viö Óöinsgöt- una varö aö flytja á gjörgæzlu- deild, eftir aö eldur haföi komiö upp I rúmi hans milli klukkan 6 og 7 I gærmorgun. Brunaskemmdir urðu aðallega á rúmi og sængurfötum, en aðrir innanstokksmunir sluppu að mestu. Móðir þess, er hætt var kominn, varð vör við brunalykt- ina og hringdi á slökkviliðið. Er sjúkra- og slökkvilið kom á stað- inn var maöurinn meðvitundar- laus I rúmi sinu og fluttur i gjör- gæzlu. Eftir hádegi var hann þó orðinn nokkuö hress. Maðurinn brenndist litiö sem ekkert, enmun hafa misst meðvitund af völdum reyks. Ekki lá ljóst fyrir hver eldsupptök heföu verið, en talið sennilegt að það hafi verið sigarettuglóð. — JB BILUÐ RAFLINA TIL SUÐUR- NESJA — rafmagn þar af skornum skammti Raflinan til Suöurnesja bilaði í gærkvöldi, og er bilunin talin einhvers staöar á leiðinni frá Reykjavik suöur i Voga. Þetta er 33 þúsund volta háspennu- lína, en til Suöurnesja liggja tvær linur, og hefur tekizt aö anna raforkueftirspurn aö veru- legu leyti meö hinni línunni, sem er 66 þús. volt. 1 Njarðvik er varaspennir, og um hann hefur reynzt unnt að taka orku frá sterkari linunni og leiða til baka eftir biluðu lin- unni, þannig að straumur er um allt svæöið. Hins vegar má segja, aðnokkur skömmtun sé á svæöinu, og hefur hún einkum komið niöur á húshitunarraf- orku, en á henni er sjálfvirkur stýribúnaður, þannig að unnt er að skera hana niður. Strax i morgun var hafin leit að biluninni, en þar til hún finnst, má búast við einhvers konar skömmtun I Sandgerði, Garði, Vogum og Grindavik. — SH LEYSINGARFLAUMUR Á AKUREYRI — en snjórinn sígur rólega ó Egilsstöðum og í Vík Mikill vatnsflaumur hefur verið á Akureyri um helgina vegna hláku og hafa starfs- menn bæjarins þurft að leggja nótt við dag til að halda niðurfölium hægt aö aka bilum vltt og breitt um héraðið, án þess að taka til- lit til vega. Vikfer að sjást i stofugluggana 1 Vik i Mýrdal hefur snjórinn sigið ótrúlega á skömmum tima, eða siðan á föstudags- kvöldiö. „Ef hlákan heldur svona áfram, verður sjálfsagt orðið autt eftir tvo eða þrjá daga,” sagði Sigurður Nikulás- son, sparisjóðsstjóri. Bak við Sparisjóðshúsið er tvilyft Ibúðarhús, sem rétt sá efst á hornið á, meðan snjórinn var mestur, „en ég sé alveg stofugluggana þar núna,” sagöi Sigurður. A timabili leit óefnilega út með Vikurána, sem stiflaðist af krapi, þannig að flæddi. Hún hefur nú rutt sig og rennsli hennar er eölilegt. Þá hafa ver- ið gerðar rásir, þar sem leysingarvatnið á framrás, og er ekki útlit fyrir, að tjón verði af leysingum I Vlk. -JB/SH opnum. Einna mestur flaumurinn er niðri á Eyrinni, en að sögn lög- reglunnar er litið um að bllar bleyti sig þrátt fyrir vatns- flauminn. Kemur þar til, að bílstjórar á Akureyri eru vanir miklum snjóum og vatnavöxt- um, og hafa þvi rafkerfi blla sinna yfirleitt vel varin. Akureyri: Sícaflar réna 1 þlðunni undanfarna daga hafa skaflar á Akureyri nokkuð náð að lækka og að sögn bæjarbúa, hefur þá ýmislegt komið i ljós. „En á móti kemur að bærinn er heldur sóðalegur á að lita þessa dagana, þegar skaflarnir eru að þiðna,” sagði einn bæjarbúa I morgun, er Vísir hafði sam- band norður. Egilsstaðir: Endalausir vegir, ef frýs Þíöviðrið hefur ekki gert tiltakanlega bleytu á Egils- stöðum, heldur hefur snjórinn sigiö mikið, án þess að leysingarvatn hafi safnazt þar saman eða valdið vandræðum. Menn þar horfa heldur björtum augum á þessa þróun mála, og einn þeirra lét svo um mælt I morgun, að ef frysti núna, yrði Fyrir þá sem kunna aö spenna þar til geröar fjalir á fæturna á sér, fara upp i brekku og bruna niöur, hefur Húsavik veriö dýröarstaöur aö undanförnu. Þar hefur veriö nægur snjór, bezta veöur og skiöa- lyftur, sem ná svo aö segja alveg inn I kaupstaöinn — vantar um 100 metra á aö önnur lyftan standi viö hótelið. Myndina þá arna tók Gunnar Jónsson fyrir helgina af skiöafóiki viö Húsavík. Menn Norsk Hydro hér: SALT UNNIÐ HÉR? ENDASLEPP KA UPSTAÐARFERÐ Sendimenn norska stórfyrir- tækisins Norsk Ilydro komu hingað i gærkvöldi. Erindi þeirra er ,,aö ræöa um og kanna, hvort viöskiptalegum tengslum af einhverju tagi veröi komiö á,” aö sögn Vilhjálms Lúövikssonar formanns iönþró- unarnefndar I morgun. Fyrir rikisstjórninni liggur nú frum- varp frá nefndum um stofnun undirbúningsfyrirtækis vegna saltvinnslu. Vilhjálmur sagði, að viðræður viö Norðmennina væru byrjunarviðræður og ýmislegt kæmi til greina. Hugsanlegt væri, að Norsk Hydro yrði þátt- takandi i saltvinnslu, ef af henni yröi og mönnum litist svo á. Ennfremur kæmi til greina að Norðmenn keyptu ákveðinn hluta af framleiðslu slikrar verksmiðju eða reistu verk- smiöju annað hvort I Noregi eða hér i tengslum við framleiðslu hér. Verður tilraunaverksmiðja reist I ár? Vilhjálmur sagði að þaö væri ekki vitaö. Frumvarp um stofn- un undirbúningsfyrirtækis væri komið til rikisstjórnar og vera mætti, aö hafizt yrði handa um byggingu tilraunaverksmiðju, ef fé yröi varið til þess, en auð- vitað væri það alls óvist enn. A fjárlögum er sáralitlu fé varið til þessara mála og þyrfti þvi sérstakt frumkvæði stjórn- valda og mjög aukin fjárfrain- lög. - HH Tveir piltar I Þorlákshöfn, sem hugðust bregöa sér til stór- borgarinnar i verzlunarerind- um seint á laugardagskvöldið, sáu ekki aöra leið færa, en aö ræna sér farkosti. Einkum var það þorsti, sem piltana hrjáði og var tilgangur fararinnar að ná sér I lögg I bænum, enda höföu piltarnir nægilegt fé undir höndum. Ann- ar piltanna er kunningi lögregl- unnar á Selfossi, en hinn úr Reykjavik. Piltarnir stálu Volkswagen- bil I Þorlákshöfn. Til feröa þeirra sást þó og var lögregl- unni tilkynnt um athæfið. Sel- fosslögreglan elti piltana áleiöis i bæinn, en Arbæjarlögreglan, sem einnig var tilkynnt um ferðir piltanna, kom á móti þeim úr bænuin. Piltarnir voru ölvaðir og ent- ist þvi gamaniö skeinur en ráð var fyrir gert. t miðjuin Þrengslunum óku piltarnir út af og kom Selfosslögreglan þar að þeim úti i skafli. Piltarnir fengu að gista á Litla-Hrauni yfir helgina. —JB AÐEINS TEKIÐ Á MÓTI Á RAUFARHÖFN Norglobal kemur annað kvöld Kaufarhöfn var eina un. Að frádregnum höfnin, sem veitt gat þeim afla, sem bátar á loðnu móttöku i morg- leið til Raufarhafnar H?SvaártO.Je„íkoÍ„f!rÖÍ ** helgÍ"a' <L^"d Vísis voru búnir að tilkynna, er þar nú hægt að taka á móti 2200 tonnum. Djúpivogur, Breiðdalsvik og Stöðvarfjörður geta ekki veitt neinni loðnu móttöku næstu tvo sólarhringana i það minnsta. A Hornafirði verður hægt að veita 450 tonnum móttöku á þriðju- dag. A Reyðarfirði losnaði að- eins um I morgun, en þar biðu bátar eftir löndun. A Fáskrúðs- firði var reiknað með að hægt yrði að taka á móti 500 tonnum á hádegi, en þegar biðu bátar til aö losa þar. Ekki er reiknað með að hægt verði að taka á móti afla á Eskifirði fyrr en á miðvikudaginn og þá 1000 tonn- um. A Seyðisfirði voru 1000 tonn að losna I morgun, en þar biðu þeg- ar bátar eftir löndun. A Vopna- firði losnar ekki pláss fyrr en á þriöjudaginn og þá fyrir 1000 tonn. Nokkrir þeirra báta, sem nú hafa tilkynnt um afla, reikna með aö losa afla sinn um borð i loönubræðsluskipið Norglobal. Skipið er nú að nálgast Fær- eyjar og er reiknað með, að það komist til Reyðarfjarðar siðari hluta dags á morgun. Þá getur það þegar farið að taka á móti afla. Þau skip, sem tilkynnt höfðu um afla frá þvi á miðnætti voru Helga II með 260, Faxaborg með 260 tonn, Dagfari með 240 tonn, Náttfari með 230 tonn, Is- leifur með 220 tonn. Eldborg með 220 tonn og Vörður með 50 tonn. Eitt skip, Sigurður, hefur siglt með afla sinn til Siglufjarðar og hefur fengið 1,10 krónur i flutn- ingsstyrk á kilóið. Fær skipið þetta til viðbótar þeim 2,80 krónum, sem fæst fyrir hvert kfló af loðnunni sjálfri. 90 aura flutningsstyrkur var fyrir að sigla með hvert kíló til Raufarhafnar. Nú er ekki leng- ur greiddur flutningsstyrkur þangað og jafnframt þvi hefur styrkurinn til Siglufjarðar lækk- að úr 1,10 krónum I 90 aura. —JB

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.