Vísir - 03.02.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 03.02.1975, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Mánudagur 3. febrúar 1975. VÍSIR tJtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Ilelgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannessón Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611. 7 línur Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. t lausasölu 35 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Fiskurinn og Ford Bandarikin eru langmikilvægasti markaður (f okkar. Við fluttum út vörur til þeirra fyrir um 6,4 )) milljarða á siðasta ári fram til 1. desember. Á þvi )i timabili var allur útflutningurinn 29,4 milljarðar (( króna. í hlut Bandarikjanna komu þvi nærri 22 af // hundraði. )) Við búum einnig við hagstæðan vöruskiptajöfn- )) uð gagnvart Bandarikjunum, sem er mjög sjald- \ gæft á þessum timum gifurlegs innflutnings. Á ( framangreindu timabili keyptum við vörur þaðan ( fyrir 3,8 milljarða. ) Þau lönd, sem koma næst á eftir Bandarikjun- ) um að mikilvægi i útflutningsverzluninni, eru ) býsna langt á eftir. Við seldum til Portúgal fyrir \ tæplega 3,4 milljarða, fyrir tæpa 2,7 milljarða til ( Vestur-Þýzkalands og til Bretlands fyrir um 2,4 milljarða króna á þessu timabili. \ Af mikilvægi Bandarikjanna i útflutningsverzl- \ uninni leiðir, að efnahagsástandið þar skiptir ( okkur miklu. Samdrátturinn, sem þar hefur auk- ) izt siðustu mánuði, hefur haft stórfelld áhrif til \ hins verra á útflutning okkar og afkomu. Það yrði ( mikið áfall, ef samdrátturinn magnaðist enn. ( Þess vegna er sú spurning mikilvæg: Hvers má ( vænta af efnahagsaðgerðunum, sem Gerald Ford ) Bandarikjaforseti bar fram fyrir skömmu? ) Þær voru blanda af skattalækkunum, sem eiga ) að efla atvinnulifið og verka gegn samdrætti, ( skattlagningu á innflutta oliu til að draga úr valdi ( auðhrings oliuframleiðenda á Bandarikin og ) sparnaði á rikisútgjöldum, sem á að hamla gegn ( verðbólgu. ( Ford hafði verið ihaldssamur i fjármálum og ( litt hrifinn af þvi, að fjárlög væru afgreidd með ) halla. Verðbólgan var i hans augum aðalvanda- ) málið — þangað til fyrir nokkrum vikum. Nú hik- ( ar hann ekki við að stefna að gifurlegum halla á / rikisbúskapnum til að efla atvinnulifið. Nú er ) verðbólgan að hans mati komin i þriðja sæti af ( vandamálum. Samdrátturinn er aðalvandinn, og ( orkukreppan önnur i röðinni. ) Með skattlagningu á innflutta oliu ætlar forset- ) inn að reyna að minnka oliunotkun Bandarikj- ) anna um milljón tunnurádag undir lok ársins. Nú ( er innflutningurinn 7 milljón tunnur á dag. Ford ( hefur einnig á prjónunum áætlun til lengri tima, ) sem á að gera Bandarikin sjálfum sér nóg um ) oliu. Áætlunin byggist á oliuvinnslu á hafsbotni á ( landgrunni Bandarikjanna, stóraukinni fram- ( leiðslu i Alaska og þvi, að kol og önnur orka leysi ) oliuna af hólmi. Þá verði mikið sparað með fram ( leiðslu bifreiða, sem eyða minna bensini á kiló- ( metra en nú er, betri einangrun húsa og tækjum, ) sem eyða minni orku en gerist. Ford vonast einn- ) ig til, að rannsóknir, sem miklu fé er varið til, ( leiði til mjög aukinnar nýtingar varmaorku, ( nýtingar sólarorku og annarra orkulinda, svo að ) til þess komi, að Bandarikin verði aflögufær um ) oliu i stað þess að vera öðrum háð. ( Aðgerðir, sem eiga i senn að draga úr verð- ) bólgu og samdrætti, hljóta að vera flóknar og út- ( koman tvieggjuð. Þingið mun vafalaust breyta ( ýmsu i tillögum forsetans og væntanlega beina ) aðgerðunum i rikari mæli gegn samdrættinum. ( Við eigum mikið undir þvi komið, að slikar að- ( gerðir heppnist. ) Vopnabrölt ó Indlands- skaganum Zulfikar Bhutto, for- sætisráðherra Pakist- ans, gæti orðið til þess að hleypa af stað k j arnorku vopnakapp- hlaupi i Asiu, ef honum tekst ekki að fá hjá Washingtonstjórninni nýtizku vopn, þegar hann sækir hana heim i þessari viku. Megintilgangur Bhuttos með heimsókninni til Bandarikjanna verður sá að reyna að fá Ford forseta ofan af vopnasölubann- inu á Pakistan. Það bann settu Bandarikjamenn á vopnafram- leiðendur sina i Pakistanstrið- inu 1965. Bhutto hefur sagt skýrt og skilmerkilega, að fái Pakistan ekki vopn, sem duga til þess að halda aftur af Indverjum —■ en Pakistanir óttast átroðning af þeirra hálfu — þá neyðist þjóð hans til þess að reyna að verða sér úti um kjarnorkuvopn. Þessi ummæli hans og afstaða Pakistana voru skoðuð i nýju ljósi, þegar Indverjar komust i fyrra I tölu þeirra rikja, sem ráða yfir kjarnorkunni. —- Pakistanir taka varlega mark á yfirlýsingum Indverja sjálfra um, að kjarnorkusprengingar þeirra I fyrra og tilraunir séu aðeins til friðsamlegra visinda- iðkana. Lái þeim hver sem vill tortryggni þeirra I garð Ind- verja, sem þrivegis á 27 árum hafa farið með ófriði á hendur þeim. Að visu verður Bhutto að viö- urkenna þá staðreynd, að Ind- land er á þessu heimshorni öflugasta herveldið. En hann hefur látið á sér skilja, að eitt- hvert hernaðarlegt jafnvægi hljóti auðvitað að koma á móti, til að friður haldist áþessum slóðum. Þvl er búizt við, að hann leggi rika áherzlu á það við Ford for- seta, að Pakistan verði að eiga einhver tromp á hendinni til þess að vega á móti kjarnorku Indverja. Bhutto segir, að Pakistanir vilji þó helzt einhver hinna almennari vopna, fremur en leggja fé sitt — sem mikil þörf er fyrir á öðrum sviðum — til þess að byggja upp kjarn- orkuvopnabirgðir. 1 viðtali við fréttaritið „News- week” i byrjun janúar vakti hann athygli á þvi, að efnahagur Indverja kynni að standa betur I dag, ef fjármununum hefði ekki verið varið I kjarnórkuspreng- inguna, heldur i áburð handa bændum og til uppbyggingar landbúnaðarins. Má vera, að Bhutto veki sam- úð hjá Ford. En hann hlýtur að gera sér það ljóst, að vegna af- stöðu meirihlutans á þingi Bandarikjanna, nefnilega demókrata, sem eru frekar hlynntir Indverjum, verði Bandarikjaþing tregt til þess að leyfa flutninga á vopnum til Pakistans. Pakistan er eina landið af þeim þrem, sem eru i Cento- bandalaginu og nýtur ekki vopna frá Bandarikjunum. Enda hefur Bhutto gefið til kynna, að hann mundi endur- skoða aðild Pakistans að þessu Bandarikjasinnaða bandalagi, ef Washingtonstjórnin situr fast við sinn keip. Pakistanir hafa haldið þvi fram, að Bandarikin séu skuld- bundin samkvæmt sameigin- legum varnarsamningi USA og Pakistans frá 1959 að sjá Pakistan fyrir vopnum — burt- séö frá Cemto.sem Iran og Tyrk- land eru líka aðilar að. Hernaðarsérfræðingar eru mjög efins I þvi, að Bandarlkja- mönnum sé mögulegt að af- greiða stórar vopnapantanir til Pakistans vegna skuldbindinga sinna við ísraelsmenn og Ar- aba. — En Pakistönum þykir hinsvegar hart að vera einir settir hjá, meðan Bandarikin láti nánast hvern sem er þar austur frá hafa vopn að vild. Þeim er með öllu ómögulegt Zuiifikar Bhutto, forsætisráð- herra: Á förum til Washington i von umaðgeta fengið Ford for- seta ofan af vopnasölubanninu á Pakistan. Ílllllllllll m UMSJÓN: G. P. að skilja, hvernig Bandarikin geti neitað að selja Pakistan vopn til-þess að viðhalda friði á þessum slóðum, en selja hins- vegar nágrönnum þeirra I stað- inn. Þau vopn, sem Bandaríkin létu Pakistan hafa á sinum tima, eins og t.d. flugvélar og skriðdreka úr Kóreustriðinu, eru fyrir löngu orðið úrelt. — Þau vopn, sem Pakistanir telja sig vanhaga helzt um, eru varn- arviðbúnaður, eins og loft- vamakerfi. Þeir minnast þess, að Bandarikin létu Indland hafa einmitt slikt kerfi fyrir nokkrum árum, þegar Indverj- um þótti stafa ógn af Kina. Þótt Bhutto hafi látið sem Pakistanir mundu snúa sér ann- að tilþess aðútvega sér vopn, ef þeim yrði synjað um slikt i Bandarikjunum, þá er það hæg- ara sagt en gert. Fram- boöið er að visu nóg, en gjald- eyrisstaða Pakistans er siður en svo með þeim hætti, að þeir geti stráö um sig peningum. Mögu- leikar þeirra til að kaupa eru þvi naumir. Bhutto ól með sér nokkrar vonir um að verða óháður Bandarikjunum um vopnakaup. En þær vonir brustu við fráfall Georges Pompidous, Frakk- landsforseta, 1973. Pompidou hafði lofað honum að reisa með aðstoð Araba samsetningar- verksmiðju fyrir franskar Mirageþotur I Pakistan. — Eft- irmaður Pompidous, Giscard d’Estaing, hefur drepið þvi máli öllu á dreif. Bhutto hefur þvi ekki I mörg hús að venda. Hermenn Austur-Pakistans búa sig undir að veita Indverjum varmar móttökur. Myndin er tekin I átök unum 1971. — Vopn þeirra er sögð gamaldags og úrelt. Sum frá þvi úr Kóreustriðinu. —HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.