Vísir - 03.02.1975, Blaðsíða 17

Vísir - 03.02.1975, Blaðsíða 17
Vísir. Mánudagur 3. febrúar X975. 17 Þetta er hræðilegt, ég hef ; svarið að hleypa Hjálmari aldrei inn fyrir minar dyr aftur, svo nú verð ég alltaf að fara yfir til hans. UTVARP 13.00 Við vinnuna.: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Him- inn og jörð” eftir Carlo Coccioli. 15.00 Miðdegistónleikar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið 17.10 Tóniistartimi barnanna 17.30 Að tafli 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.15 Norðurlandamótið i handknattleik: lsland-Svi- þjóð. Jón Asgeirss. lýsir sið- ari hálfleik frá Helsingja- eyri. 19.45 Mælt málBjarni Einars- son flytur þáttinn. 19.50 Um daginn og veginn Baldvin Þ. Kristjánsson félagsmálafulltrúi talar. 20.10 Mánudagslögin 20.25 Blöðin okkar Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 20.35 Tannlækningar Stefán Finnbogason tannlæknir talar um varnir gegn tann- skemmdum. 20.50 Á vettvangi dómsmál- anna.Björn Helgason hæsta- réttaritari flytur þáttinn 21.10 Sónata i As-dúr op. 26 eftir Beethoven Svjatoslav Rikhter leikur á pianó. 21.30 tJtvarpssagan: „Blandað i svartan dauð- ann” eftir Steinar Sigur- jónsson.Karl Guðmundsson leikari les (7). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusálma (7) Lesari: Sverrir Kristjánsson 22.25 Byggðamál. Fréttamenn útvarpsins sjá um þáttinn. 22.55 Hljómplötusafnið 23.50 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SJONVARP MÁNUDAGUR 3. febrúar 1975 20.00 Fréttir og veður. '20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.35 Onedin skipafélagið. Bresk framhaldsmynd. 18. þáttur. Brottrekin kona. Þýðandi Óskar Ingimars- son. Efni 17. þáttar: Sjó- menn I Liverpool gera verk- fall undir stjórn Jessops og stuðningsmanna hans. Eftir mikið þóf tekst James að komast að samkomulagi og fær leyfi til að senda skip sin úr höfn. í sama mund kem- ur til óeirða, og verslun Róberts verður fyrir mikl- um skemmdum. Verkfalls- menn verða að lúta i lægra haldi fyrir Daniél Fogarty, sem kemur á vettvang á- samt lögreglumönnum. James verður þess var, að kona hans hefur styrkt fjöl- skyldur sjómanna með mat- argjöfum. Hann verður reiður mjög og skipar henni að hætta matarsendingun- um, eða yfirgefa heimilið ella. Hún velur síðari kost- inn og heldur af stað með vistir til fjölskyldu Jessops. 21.35 Iþróttir.M.a. myndir og fréttir frá viöburðum helg- arinnar. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 22.00 Kjarnorkuveldið Ind- land. Heimildamynd um fyrstu kjarnorkutilraunir indverja og álit almennings í landinu á þeim. Þýöandi og þulur Stefán Jökulsson. (Nordvision — Danska sjón- varpið). 22.30 Dagskrárlok. ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ j Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 4. febr. I W * 'spa Ég fékk hana I jólagjöf frá þeim, sem ég gleymdi að senda jólakort! C3 u Hrúturinn, 21. marz—20. apríl. Kynningarbækl- ingar um ferðalög til suðrænna staða freista þin mikið nú Ikuldanum, vertu nú samt ekki of fljót- (ur) að taka bindandi ákvarðanir. Nautið,21. april—21. mai. Þér opnast nýjar leið- ir i dag, og þú hefur góða möguleika til að ná ein- hverjum áfanga, sem þig hefur lengi dreymt um. Tviburarnir, 22. mai—21. júni. Með þvi að flýta þér að afgreiða hlutina hættir þér til að taka ekki eftir mikilvægum atriðum. Vertu ekki of eftir- lát(ur) við maka þinn eða félaga. Krabbinn,22. júni—23. júli. Eftirlátsemi er ekki góð, þegar um heilsuna er að ræða, taktu það ró- lega og farðu vel með þig. Þú verður fyrir ein- hverjum töfum i dag. Ljónið,24. júli—23. ágúst. Þú skemmtir þér við að þroska hæfileika þina og láta bera á þeim. Samvinna með þér yngra fólki er sérstaklega skemmtileg og fróðleg. Gleddu ástvini þina i kvöld. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Lifgaðu upp á um- hverfi þitt með smábreytingum, en láttu allar meiriháttar framkvæmdir lönd og leið. Það þýð- ir ekkert að vera leið(ur) yfir þvi, sem liðið er. Vogin,24. sept.—23. okt. Þú skalt eyða fritima þinum til að blanda geði við nágrannana. Skoð- anir þinar éru eitthvað á reiki i dag, en það er ekki neitt til að hafa áhyggjur af. Drekinn,24. okt.—22. nóv. Þér hættir til að verða svolitið eyðslusöm (samur) i dag, en gættu þin á að fjárfesta ekki i neinu, sem þú þarfnast ekki þessa stundina. - Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des. Þú ert mjög eirðarlaus, og þér finnst staða þin I lifinu ekki uppfylla þá drauma, sem þú hafðir. Hugmyndir þinar um bætt skilyrði skulu framkvæmdar strax. Steingeitin, 22. des.—20. jan. Láttu ekki bera mikið á þér i dag. Trúðu vini þinum fyrir vanda þinum og þiö finnið lausnina. Þú hittir upplifg- andi kunningja. i Vatnsberinn, 21. jan.—19. febr. Þér hættir til að fara óvarlega með þina og annarra fjármuni. Þú skemmtir þér yfir hégóma vinar þins. Sambönd eru yfirleitt laus i sér i dag. Fiskarnir, 20. febrúar—20. marz. Félagslyndi þitt bætir ekki upp leti þina við að skipuleggja eitthvert samstarf. Reyndu ékki of míkið til að ná hylli annarra. 1 ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ í ★ ★ ★ í ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ 4 ■¥ 4 4 4 4 4 4 4 4 í 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 ■4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 •4 I I ! 4 * 4 4 I 4 I 4 ! | í DAG | í KVÖLD j I PAB réttarritari um dóm, sem nýlega féll i máli, er fjallaði um fast- eignaskatt frimúrara. Aðalreglan um fasteignaskatt er á þá leið, að greiða skuli skatt af öllum fasteignum. Undan- tekningar hér frá eru þó til og eitt af þvi, sem undanþegið er, eru félagsheimili og samkomu- hús, sem ekki eru rekin i ágóða- skyni. Frimúrarar töldu, að sitt samkomuhús félli hér undir, en gjaldheimtan var á öðru máli. Hart var deilt og lyktaði málinu þannig, að þrir dómarar felldu dóminn á móti tveim. En um úr- slitin fáum við að heyra i þættinum ,,A vettvangi dóms- málanna” i kvöld klukkan 20.50. Þátturinn er á dagskrá aðra hvora viku, og sagöi Björn, að hann veldi helzt einföld og at- hyglisverð mál til umfjöllunar. Hann hefði orðið var við þó nokkurn áhuga á þættinum. Að sögn Björns telur Hæsti- réttur slikan þátt mjög æskileg- an, þar sem sagt er frá starfi hans, en Björn sagöist þó gæta þess yfirleitt aö sleppa nöfnum i frásögnum sinum af málum, sem leidd hafa verið til lykta. Vegna eðlis málsins, sem fjallað verður um i kvöld, heföi þó verið nauðsynlegt að geta þess, hvaða félagasamtök ættu hlut að máli. —JB Björn Helgason, hæstaréttarritari, umsjónarmaður þáttarins ,,A vettvangi dómsmálanna”. I aðeins krónur 450 hrútspungar svína- og sviöa- sultur lundabaggi bringukoiíar blóömör hákarl (skyr- og gler-) smjör flatkökur hangikjöt haröfiskur síld G&zD&nr Laugalæk 2 Sími 35020

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.