Vísir - 06.02.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 06.02.1975, Blaðsíða 1
VISIR 65. árg. — Fimmtudagur 6. febrúar 1975 — 31. tbl. -- . --------------- „íslenzkur handbolti ón andlits" — íþróttir í opnu Var rétt að festa svefn er eldurinn kom upp — baksíða KARLA- STÓÐIÐ SÆKIR AÐ MÖGGU Eftir að Margaret That- cher felldi leibtoga ilialds- manna, Edward Heath, hafa fjögur ný formannsefni boðið sig fram til að keppa við hana um formannssætið I annarri atkvæðagreiðsiu þingflokksins á þriðjudaginn kemur. Auk Wiiliams Whitelaw hafa nú gefið kost á sér þeir James Prior, fyrrum land- búnaðarráðherra, sir Geoffrey Howe og John Pey- ton, fyrrum samgönguráð- herra. Þetta þykir draga úr möguieikum þess, að frú Thatcher hreppi formanns- embættið I atkvæðagreiðsl- unni á þriðjudaginn, en ein- ungis niu atkvæði skorti upp á það, að hún hlyti það þegar I fyrstu atkvæöagreiöslu. Nánar er greint frá Margaret Thatcher á bls. 6. Húsasmiður einsöngvari í útvarpinu — sjá útvarps- kynninguna á bls. 13 Markaðir fyrir JL • • •■ 7 Ovissa um soíu i Bretíandi og Danmörku — eftir tollahœkkanir um áramótin ,,Við höfum átt góð viðskipti við Danmörku og Bretland. Þau eru i óvissu eftir tollahækkun á iag- meti, sem varð um áramótin vegna inngöngu rikjanna i Efna- hagsbandaiagið,” sagði Örn Erlendsson, framkvæmdastjóri Sölustofnunar lagmetis i viðtali við blaðið. Tollarnir urðu 12 prósent en voru áður 8 prósent. Bretar hafa aðallega keypt niðursoðin þorsk- hrogn. Nú er ekki gott að segja, hvað gerist.” „Staðan er i heild ákaflega erfið i Vestur-Evrópu. Gömlu tollarnir útilokuðu okkur frá sölu I hinum Efnahagsbandalagsrikj- unum. Þar eru þeir 20 prósent, nema 30 prósent fyrir kaviar.” Viö höfum reynt að halda innreið á markaði i sumum lönd- unum, svo sem Belgiu, Hollandi og Vestur-Þýzkalandi. Þetta hef- ur mistekizt vegna afstöðu Vest- ur-Þjóðverja, sem hindra vegna landhelgisdeilunnar, að samning- ur um tollalækkanir á sjávaraf- urðum taki gildi. „Þessi „vina- þjóð” okkar beitir okkur trölla- taki,” sagði örn. Reynum að hækka verð til Rússa um 25% Samningar við Rússa um sölu lagmetis standa yfir. „Við reyn- um aö fá fram 25 prósent hækkun á verði, en ekki er séð, hvort Rússar samþykkja það,” sagði örn. „Fulltrúi okkar er i Sovétrikjunum. Rússar kaupa aðallega gaffalbita, en við viljum selja þeim niðursoðin hrogn með- al annars.” Væri hugsanlegt, að Rússar tækju við niðursoðnu þorskhrogn- unum, ef markaðurinn i Bretlandi dalar vegna tollanna? „Það er hugsanlegt,” sagði örn. — HH. ENN HÆKKAR OLÍA Viðskiptasamningur við Sovétrikin, um al- menna fisksölu, verður undirritaður i dag. íslendingar munu telja þessa samninga sæmi- lega miðað við aðstæð- ur, en hljött er um inni- hald þeirra, þar til þeir hafa verið undirritaðir beggja vegna. Varðandi Sovétsamninga má nefna, að Sovétmenn tilkynntu bandalagsrikj- unum sinum i Comecon, efnahagsbandalagi Austur-Evrópu, að þeir mundu kref jast af þeim heimsmarkaðsverðs á oliu. I viðskiptum við Sovétmenn höfum við greitt verð i samræmi við heimsmarkaðsverð, og þar með hækkanir, sem Arabariki og önn- ur hafa knúið fram að undanförnu. Þvi mun olia frá Sovétrikjunum að öllum likindum enn hækka nokkuð vegna hækkana á heimsmark- aði að undanförnu. — HH. Borðum líklega bollur fyrir um 11 milliónir — „bökum 8—10 tegundir" segja þeir í Breiðholtsbakaríi „Þetta er svona symshorn af þvi, sem koina skal,” sagöi Guömundur H. Guömundsson bakari í Breiöholtsbakarii við Völvufeil, þegar viö litum þar inn i morgun, en þá var verið aö baka rjómabollur af fullum krafti. Bolludagurinn er að visu ekki enn runninn upp, en fólki er gef- inn kostur á að bragða bollur samt sem áður, og virðist litið hafa á móti þvi. „Við bökum svona um 100 bollur á dag núna, og þær hafa allar selzt,” sagði Guðmundur. Gera má ráð fyrir, að Reyk- vikingar borði bollur fyrir um 11 milljónir á bolludaginn. Liklegt er aö hver maður borði aö minnsta kosti tvær bollur. Sum- ir borða meira að segja miklu meira. Bollur eru viðast hvar á boð- stólum þennan dag, og flest heimili halda þeim sið. „Við bökum svona 8—10 teg- undir,” sagði Guðmundur okk- ur. Þar á meðal rommbollur og ýmsar fleiri, sem við tæpast kunnum að nefna. Og það má sannarlega segja aö vertið sé hjá bökurum þenn- an dag, enda er mætt snemma til leiks. Þess má geta að rjóma- bollan kemur til með að kosta 60 krónur stykkið. —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.