Vísir - 06.02.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 06.02.1975, Blaðsíða 2
riSRSm: Hver finnst þér vera stærsti gall- inn viö útvarpiö? Lúövik Vilhjálmsson, flugum- feröarstjóri: — Njörður P. Njarð- vík og aö ekki skuli vera völ á annarri bylgju sem hefði upp á dansmúsik að bjöða. Sesselja Asgeirsdóttir, húsmóöir: — Mér finnst nú eiginlega svo margt gott i útvarpinu ef maður hlustar og leggur vel við eyrun. Ef það er eitthvað á dagskránni sem ég vil ekki hlusta á, þá loka ég bara fyrir. Hins vegar vilja börnin bara hlusta á Keflavikur- útvarpið. Þórleifur Ólafsson, biaöamaöur: — Ég hlusta svo sjaldan á útvarp- ið. Ég hlusta bara á fréttirnar! Annars finnst mér of mikið um fastar skorður. Morgunútvarpið á milli kl. 10 og 12 mætti lika oft vera léttara. Þórarinn Einarsson, verzlunar- maöur: — Hversu lélegt efni er boöið upp á fyrir yngra fólk. Ég hef haft góða aðstöðu til þess að hlusta og mér finnst það mætti vera mikið betra. Yfirleitt hefur maður svissað yfir á Keflavik. Jóhann óli Jónsson, nemi: — Ja, ég veit þaö nú varla. Jú, það er ekki nærri nógu mikiö af góöum poppþáttum. Ég hlusta frekar á Keflavlk. Erla Waage, starfar i Sparisj. Ifafnarfj.: — Ég hlusta nú ekki mikið á útvarp, en hlusta helzt á músfk. Það mætti vera meira af klassiskri músik. Annars er út- varpiö mjög gott að flestu leyti. Það hefur skánað mikið. FÖTLUÐ KONA SKRIFAR: Opið bréf til Guðmundar Jónassonar Elsa Stefánsdóttir, Fellsmúla 9, skrifar: „Mánudaginn 16. des. s.l. fór- um viö hjónin og 6 ára sonur okkar meö Flugleiðavél til New York sem er ekki I frásögur fær- andi. Við ákváðum aö notfæra okkur þjónustu þá sem Flug- leiðir veita farþegum sinum og fara með áætlunarbifreið þeirri sem ekur farþegum milli Reykjavikur og Keflav.flugvall- ar. Þarsemenginn hjólastóll er fyrir hendi á afgr. Flugleiða á Reykjav. flugvelli og minn eiginn kirfilega innpakkaður (en ég er fötluð, er I umbúðum, nota 2 armstafi og hjólastól), báðum við um að ég fengi að fara beint úr leigubifreiðinni og inn I áætlunarbifreiðina (sem var þá þar til staðar) vegna þess hve hált var úti. Sneri eiginmaður minn sér beint til bifreiðarstjóra áætlunarbifreið- arinnar, en fékk neitun, náöi ég síðan sjálf tali af fyrrgreindum bifreiðarstjóra og veitti hann þá leyfi sitt til þess. Við báðum hann ekki um neina aðstoð, að- eins að opna bifreiðina og hleypa mér einni inn, en þetta var um 30 min. áður en farþeg- um var leyft að fara inn. Þegar ég var á leiö upp þrepin (gang- andi með aðstoö eiginmanns mlns) segir bifreiðarstjórinn við mig „svona fólk á nú ekki að vera aö ferðast með áætlunar- bifreiðum”. Þar sem mér var ekki kunnugt um að fötluöum væri meinaður aðgangur að á- ætlunarbifreiðum, spuröi ég hann að þvl hvort „svona fólk eins og ég” ætti ekki sama rétt- inn og aðrir að ferðast með áætlunarbifreiðum, gaf hann ekkert svar við þvl. Það skal tekiö fram að starfsmaður Flugleiða á Reykjavikurflug- velli bað eiginmann minn afsök- unar á þessu fyrir þeirra hönd og á Keflavikurflugvelli bað starfsmaður Flugleiða mig per- sónulega afsökunar og kvaöst ætla að kæra þetta fyrir yfir- manni áætlunarbifreiðanna. Það er vonandi að sllkt atvik heyri til undantekninga, það má teljast furðulegt að maður með sllkt geð skuli gefa sig að far- þegaflutningum almennt. Sem betur fer erum við „þetta fólk” ekki öll það mikið fötluð aö við þurfum að fara I sérstökum bifreiöum, þrátt fyrir það mætti gjama búa betur I haginn fyrir okkur i áætlunarbifreiöum al- mennt, t.d. með betri handrið- um og handföngum til þess að auðvelda okkur og reyndar öldruðum lika að komast upp og niöur þessi erfiðu og háu þrep”. Vísir. Fimmtudagur 6. febrúar 1975. LESENDUR HAFA ORÐIÐ FURÐULEGT VIÐHORF Verkamaður skrifar: Alveg er það furðulegt að til skuli vera menn sem telja verk- föll allra meina bót hjá launa- fólki og það nú þegar fram- undan er lifróður I gegnum einn hrikalegasta brimgarð íslenzks efnahagsöngþveitis. Það verður fróðlegt aö fylgjast meö áralagi forystumanna launþegasam- takanna á næstu vikum og mán- uðum. Ég vil ekki trúa þvl að óreyndu aö þeir sleppi árunum og drepitittlingaframan I alþjóð eða fari að taka I nefið þegar á hólminn er komið. tslenzkir launþegar ættu orðið að vita svo augljósa staðreynd að atvinnu- rekendur hafa engan hag af þvi að kaupgeta almennings sé rýrð. Þaö þýðir einfaldlega það að þeir sitja uppi með sina vöru. Hvað svo með rikið? Hefur það ekki sinar tekjur að lang- mestu I gegnum tolla og sölu- skatt? Það eru þá helzt þessir voðalegu útgerðarmenn (sem ekkert gera að gagni nema það að reyna að halda aflvél þjóöar- skútunnar i gangi þótt hún sé að veröa ollulaus og smurolian sé blönduö sandi og svarfi) — sem hafa gagn af litilli kaupgetu al- mennings. Þeir hafa þá von um Beðiö eftir samningunum I sfðasta verkfalii. „Það verður fróðlegt aö fylgjast með áralagi forystu- manna launþegasamtakanna á næstu vikum og mánuðum”, segir bréfritari. að þeir sem setzt hafa aö I sólar- löndum snúi heim og fari að vinna ef þeir eru ekki yfir það hafnir að dýfa hendi I kalt vatn. Ráðstafanir núverandi og fyrrverandi rikisstjórna sem hafa rýrt kaupgetu almennings er ill nauðsyn sem þær hefðu báðar viljað komast hjá”. Áskorun til „ÞAÐ MÁ DRÝGJA SJÓNVARPSDAGSKRÁNA sjónvarpsins: MIKLU BETUR MEÐ VESTURFÖRUNUM. Gagnheiðsk heimasæta skrifar: „Þar sem sýningum á Vestur- förunum er nú lokið og þar með siðustu ánægju minni I lífinu, vil ég fyrir hönd þeirra kvenna, sem búa utan Gagnheiðarsvæö- isins, fara þess á leit viö dag- skrárstjóra að hann hlutist til um, að þessi stórskemmtilegi þáttur verði endursýndur og þá afturábak, hægt. Þetta teljum við nauðsynlegt með hliðsjón af hinu gamla mál- tæki „lupphafi skyldi endirinn skoða”. Ekki ætti að skaða að skoða endinn hægt, skiptir minna máli þótt hert yröi á sýningarhraöan- um eftir þvi sem byrjunin nálg- ast, svona I „Chaplin-stll”, það var nú alltaf svo fjörlegur hraði. Lika er miklu minna i byrjunina variö (þ.e. gömlu byrjunina, sem nú yrði endirinn). Ekki mundi skaða að hafa myndina með tali, trumbuhljóð eru aö vísu skemmtileg þar sem þau eiga við og þá I hófi, t.d. á dansleikjum. Að visu er gamalt Islenzkt máltæki sem segir „Þögn er gulls Igildi” en samt ætti ekki að skaða smátal inn á milli stærstu þagnanna sem eru skeyttar við klukkutifið. Það yröi að vlsu nokkuð dýrt að fá allt leikaraliðiö til að tala inn á myndina og læra réttan is- lenzkan framburð, en gæti þetta ekki orðið góð landkynning. Svo, kæri dagskrárstjóri, þeg- ar lokiö verður viö að sýna þátt- inn afturábak einhverntima með haustinu á þennan ramm- islenzka hátt, mætti drýgja dag- skrána næsta vetur með þvl að byrja t.d. á miðjum þættinum, sýna hann svo út til beggja enda til skiptis. Nýtt islenzkt máltæki bætist þá ef til vill við mörg góð sem fyrir eru þ.e. „Gott er út frá miðju upphaf og endi að skoða”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.