Vísir - 06.02.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 06.02.1975, Blaðsíða 4
Nómskeið í rœðumennsku og fundarstjórn Heimdallur'SUS hefur ákveðið að gangast fyrir námskeiði i ræðu- mennsku og fundarstiórn. Námskeiðið verður haldið dag- ana 10.—14. febrúar nk. Guðni J. Friðrik Sophusson. Jón G. Zoéga Pétur Sveinbj. DAGSKRÁ 10. FEBRÚAR. MANUDAGUR. KL 20.30. Ræðumennska og undirstöðuatriði I ræðu- gerð. Leiðbeinandi: Guðni Jónsson. 11. FEBRÚAR, ÞRIÐJUDAGUR. Kl. 20.30. Ræðumennska og undirstöðuatriði i ræðu- gerð. Leiðbeinandi: Guðni Jónsson. 12. FEBRÚAR, MIÐVIKUDAGUR. Kl. 20.30. Fundarstjórn, fundarsköp og fundarform. Leiðbeinandi: Friðrik Sophusson. 13. FEBRÚAR, FIMMTUDAGUR. Kl. 20.30. Ræðumennska og undirstöðuatriði I ræðu- gerð. Leiðbeinandi: Guðni Jónsson. 14. FEBRÚAR, FÖSTUDAGUR. Kl. 20.30. Aimenn félagsstörf. Leiðbeinendur: Jón Gunnar Zoéga og Pétur Sveinbjarnarson. Námskeið þetta er annað af tveim námskeið- um sem Heimdailur hefur ákveðið að gang- ast fyrir. Hitt námskeiðið er um almenna stjórnmálafræðsiu, það verður dagana 17.—21. febrúar nk. Þar verður tekið fyrir: Sjálfstæðisstefna. Saga og starfshættir stjórnmálaflokkanna. Utanrfkis- og öryggismál. Efnahagsmál. Launþegamái. Þátttökugjald fyrir bæði námskeiðin verður kr. 500,00. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Heimdaiiar SUS Laufás- vegi 46, simi 17102. Ailar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Heim- dallar. Stjórnin. Mikið úrval af rjómabollum fyrir bolludaginn Pantið í tíma. WATSTOFAN ^hlemmtofgi ■ Laugavegi 116. Sími 10312 (áður Matstofa Austur bæjár) -k : ★★★* «'★★★★★★★★'* ★★★★★★★★★★★ -K REUTER AP/NTB Vísir. Fimmtudagur 6. februar 1975. I MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLOND I HÆTTU SER FYRIR BYSSUKJAFTANA TIL GRIPDEILDA Skriðdrekar og her- flokkar brutu á bak aft- ur mótþróa lögreglunn- ar i Lima i gær i átökum, sem talin eru hafa kost- að að minnsta kosti þrjátiu manns lifið. Sjónarvottar lýstu þvi, hvernig skriðdrekar tóku sér stöðu á aðal- torgi þessarar höfuð- borgar Perú og létu vél- byssukúlum rigna yfir allt kvikt, sem sást. Þessar hörðu aðgerðir héldu þó ekki aftur af borgarbúuin, sem sáu sér leik á borði að ræna verzl- anir, meöan lögreglan átti sjálf i útistööum við yfirvöld. — En margur, sem kom út úr verzlun með fangið fullt af góssi, lifði það aldrei að njóta þessa illa fengna varnings. Jafnharðan sem fólkið hneig niður, sumir helskotnir, birtust sjúkrabilar, sem hirtu það upp og óku þvl á brott. Vlða var skipzt á skotum I út- hverfum og náðu óeiröirnar til hafnarborgarinnar Callaeo. — Útgöngubann ríkti á þessum stöð- um I nótt. Þetta er mesti mótþrói, sem stjórn Juan Vesasco Alvarado, hershöfðingja hefur verið sýndur um árabil. Hófust vandræðin, þegar 1500 lögreglumenn kröfðust hærri launa og bættra vinnuskil- yrða. Lokuðu þeir sig inni i herskálum lögreglunnar I tvo sólarhringa og neituðu að hreyfa sig þaðan. Stjórnin sendi þá skriðdrekana á þá, og hófst bar- dagi, sem stóð i 20 minútur. Notar CIA vœndis- konur til njósna? Greinarhöfundurinn Jack Anderson heldur því fram/ aö CIA— leyniþjón- usta Bandaríkjanna — noti „ástargiIdrur"/ eins og hann orðar það. A hann þar viö, að vændiskon- um sé egnt fyrir erlenda stjórnar- erindreka, og þegar þær hafi dregið þessa menn á tálar, flæki CIA þá i net sitt. Anderson segir, að CIA-menn taki myndir af erindrekunum I ástarleikjum með vændiskonum og neyði þá slðan til samstarfs með þvl að hóta aö birta mynd- irnar. Jack Anderson, sem I dálkum sinum hefur oft orðið fyrstur til að ljóstra upp tiöindum, er áttu að fara lágt, heldur þvi fram, að CIA sé að reyna aö dylja þennan þátt starfsemi sinnar fyrir þingnefnd- um. „Við munum með ánægju leggja fram sönnunargögn fyrir þessum vinnubrögðum CIA, ef þingmenn hafa hug á,” skrifar Anderson. Stórbingó — Stórbingó í SIGTÚNI í kvöld kl. 8,30 SPILAÐAR VERÐA 18 UMFERÐIR ALLT STÓRGLÆSILEGIR VINNINGAR m.a. ÞRJÁR UTANLANDSFERÐIR B.B.B. sérsíhmböndin. Borðtennissamband íslands, Blaksamband Islands, Badmintonsamband tslands.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.