Vísir - 06.02.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 06.02.1975, Blaðsíða 9
Vlsir. Fimmtudagur 6. febrúar 1975. Visir. Fimmtudagur 6. febrúar 1975 Umsjón: Hallur Símonarson Aljt í baklós líka hjá Norðmðnnum! — Höfðu þrjú mörk yfir í hálfieik gegn Svíum og tókst ekki að nýta, að Svíar misstu mann út af í 5 mínútur Norðmenn urðu að sætta sig við tveggja marka tap fyrir Svlum I úrslitaleik Norðurlandamótsins I Titill Ali ekki í veði Alþjóðasamband hnefaleika- manna samþykkti i gær með 12 atkvæðum gegn tveimur, að við- urkenna ekki leik Muhammed AIi og Wepner hinn 24. marz sem keppnium heimsmeistaratitilinn. Aðeins tveir fulltrúar Bandarlkj- anna I stjórninni vildu. að AIi legði titil sinn að veði I keppninni við Wepner — hinir 12 álitu hinn þýzkættaða Wepner, sem cr I 8. sæti á áskorendalistanum, ekki eiga neinn rétt á titilkeppni. — hsim. handknattleik karla I Bröndby- höllinni I Kaupmannahöfn I gær- kveldi og urðu þar með af Norðurlandameistaratitlinum. Þeir fóru likt að og fslending- arnir i leiknum við Dani rétt á undan — hrundu gjörsamlega i siðari hálfleik — og á meðan þutu þeir blá/ gulu fram úr. Normennirnir léku stórgóðan leik i fyrri hálfleik, og réðu þá Sviarnir ekkert við þá. Þeir kom- ust i 6:2 og 7:3, en i hálfleik höfðu þeir þrjú mörk yfir 10:7. Þeir byrjuðu með boltann i siö- ari hálfleik og ætluðu sér að gefa Sviunum þá strax náöarstuðiö. En það vildi ekki koma — jafnvel ekki þegar einum Svia var visað út af i fimm minútur fyrir að brjóta á Harald Tyrdal, sem haföi verið beztur Norðmannanna i fyrri hálfleik. Þess i stað skoruöu Sviarnir tvö mörk... Lítil von hjá Skotum í EM! — eftir jafntefli í Veleneia í gterkveléi Skotar hafa nú litla sem enga von aö komast áfram I Evrópu- keppni landsliöa I knattspyrnu eftir jafntefli við Spán i Yalencia i gærkvöldi, 1-1. Þeir hafa aöeins eitt stig eftir tvo leiki — Spánverjar fimm eftir þrjá leiki. Skotar byrjuðu þó nógu vel I gær. Eftir aðeins 15 sek skoraði Joe Jordan. Dalglish tók auka- spyrnu — gaf á Burns, sem spyrnti á markið. Knötturinn lenti undir þverslá, en hrökk út aftur og Jordan tókst að skalla i niark áður en Iribar náði til knattarins. Spánski inarkvörð- urinn Iribar, setti landsleikja- met. Lék sinn 47. leik I gær- kvöldi. Skotar höfðu yfirtökin I f.h. Cooke og Ilutchinson léku að vild I gegn og gáfu á framherja sína, en þeir fóru illa aö ráði sinu. Einkum Jordan, sem lék sinn fyrsta leik I sjö vikur. I s.h. breyttist leikurinn Spán- verjum I hag. Akaft hvattir af 60 þús. áhorfendum fór spánska liöiö I gang. A 66. mln. tókst þvi að jafna. Medigo, sem hafði komiö inn sem varamaður, kom knettinum yfir markllnuna eftir mikil ,,læti I teignum". Buchan sló hann frá — og dómarinn dæmdi fyrst víti, en mark eftir að hafa rætt við llnuvörð. Rétt áður hafði Jordan verið tekinn út af og kom Parlane i hans stað. Quini, sem skoraði bæði mörk Spánar á Hampden i 2-1 sigrinum þar, fór tvivegis illa að ráði slnu I gærkvöldi I upplögð- um færum. Bezti maöur liðsins nú var Kexach, Barcelona, en hjá Skotum varnarmennirnir Jardine og Buchan. Staðan I 4. riðli er nú þannig: Spánn Rúmenia Skotland Danmörk 3 2 1 0 2 0 2 0 105-35 100-01 111-21 111-21 — hsim. Þegar 14 íninútur voru búnar af hálfleiknuin jöfnuðu Sviar 11:11 og þrein minútum siðar voru þeir koinnir tveim mörkum yfir 13/11. Þetta bil tókst Norðmönnum ekki að vinna upp. — Þeir blá/ gulu héldu þessuin tveiin mörkum og sigruðu i leiknum 17:15. Tyrdal var beztur Norðmanna, en varð samt oft á i messunni i siðari hálfleik. Af Sviunum var Bengt Hákansson beztur og jafn- iframt markhæstur ásamt „stóra jbangsa” Birni Andersson — skor- uðu 5 mörk hvor. Bengt Hansson skoraði 3 mörk — og var rekinn út af i 7 minútur — Ingemar Anders- son 2 og Gunnar Söderberg 2 mörk. Fyrir Norömenn skoruðu: Jon Reinertsen 4, Allan Gjerde 4 — öll úr vituin —, Rune Sterner 2, Har- ald Tyrdal 2, Erik Nessein 2 og Per Otto Furuseth 1 mark. Sú nœstbezta handleggsbrotin Rosi Mittermaier, hin 24ra ára vestur-þýzka skiðakona, sem er I öðru sæti I stigakeppni heimsbik- arsins, handleggsbrotnaði á æf- ingu I Innsbruch I Austurrlki, þegar túristi „renndi sér” fyrir hana I gær. Nær öruggt má teija, að Rosi geti ekki tekið frekar þátt I heimsbikarkeppninni I vetur, þó svo um tvær vikur séu I næstu keppni. Mittermaier-systurnar eru þrjár, og hafa allar náð frábærum árangri I alpagreinum. Evi Mittermaier er 21 árs — og Heidi elzt, en hún varð fyrir nokkru að hætta keppni vegna al- varlegra meiðsla. Þær eru frá Reit im Winski I V-Þýzkalandi, stað, sem þekktari er fyrir nor- rænar sklðagreinar en alpa. — hsím. KR-ingurinn Bogi Karlsson gerir heiðarlega tilraun til að koma boltanum I markið hjá Leikni i bikarleiknum I gær- kveldi. KR-ingurinn I Leikn- isliðinu, Halldór Sigurðsson, er einum of seinn til og Finn- björn Finnbjörnsson sömu- leiðis. Ljósmynd Bj.Bj. EKKERT ÍSLENZKT MARK TUnUGU MÍNÚTUR — og staðan breyttist úr 15:13 fyrir ísland í 17:15 fyrir Dani i-'rý'L,... / ISíi Axel Axelsson, heldur betur vafinn um olnbogann eftir uppskurðinn á dögunum, sendir knöttinn i mark Dana I landsleiknum I gærkvöldi. Simamynd AP. Frá Magnúsi Glsiasyni, Kaup- mannahöfn I morgun. tslenzkur handknattleikur er and- litslaus eftir tap fyrir Dönum 17-15 I gærkvöldi hér I Kaupmannahöfn. Von- brigðum þeirra tslendinga, sem horfðu á leikinn, verður varla lýst með orðum. Vel leikinn fyrri hálfleikur og eins marks forusta I leikhléi gaf sann- arlega fyrirheit um islenzkan sigur. Fádæma lélegur slðari hálfleikur, þar sem aðeins þrjú mörk voru skoruö af tslendingum, er meira en sterkustu taugar þola. Ekki vildu þeir, sem við hittum að máli eftir leikinn, tjá sig mikið. „Aum- ingjaskapur” var oröiö, sem flestir notuöu, enda áttu margir erfitt um mál.eftir að hafa ofboðið raddböndun- um með örvunarhrópum meöan á leiknum stóð, þó ekki kæmi það að liöi. Oft var engu likara en íslendingar væru að leika á heimavelli, svo mikil voru hvatningarhrópin. 1 búningsherbergjunum eftir leikinn var eins og „dauðs manns gröf” — þögnin rikti þar og piltarnir voru fölir og fáir. I anddyri iþróttahallarinnar hittum við Jóhann Einvarðsson, farar- stjóra, þegjandi hásan. Hann sagöist þurfa að hugsa sig um næturlangt, áð- ur en hann gæti tjáð sig um leikinn. En þaö er einmitt það, sem handknatt- leiksforustan þarf að gera eftir þetta Noröurlandamót. Leggja höfuöiö rækilega „i bleyti” og reyna að finna skýringu á þvi hvers vegna við erum skrefinu á eftir Dönum, Norðmönnum og Svlum og hvers vegna við erum á niðurleið á alþjóðlegum mælikvarða handknattleiksins. Engar sjálfsblekkingar lengur. Eins og eiturlyfjasjúklingur, — hvar liggur meinið? — Við þeirri spurningu þarf að finna svar. Viö getum ekki lengur eytt hundruðum þúsunda króna i und- irbúning og utanlandsferöir án nokk- urs árangurs. Betra að eyða peningun- um til eflingar heimafyrir — bygging- ar Iþróttamannvirkja eða setja þá I tóma kassa félaga — en að sólunda þeim I landsliðið. BT fann skýringu! Frá Magnúsi Glslasyni á NM I Kaupmannahöfn: Dönsku morgunblööin lýsa ánægju sinni með sigur Dana yfir lslendingum og lofa Gert Ander- sen hinn nýja þjálfara liðsins upp i hástert. Telja hann ver að hefja danskan handknattleik til vegs og viröingar að nýju. „Nýr maður á bekknum og leikmennirnir fengu trúna á ný”, segir I einu þeirra. Þar segir einnig, að danska liðið hafi leikiö taktiskt rangt og er að þvi leyti ekki ánægt með leikinn — en bæt- ir svo við að sigur sé alltaf sigur. Islendingana segja þeir hafa misst úthaldið strax i seinni háif- leik. Danska blaðið BT var ekki lengi að finna átæðuna — telur hana vera þá, að islenzku leik- mennirnir hafi.......vist ogsá oplived Copenhagen by night”.... ódrengilegar aðdróttanir blaðsins og algeriega tilhæfulausar. — emm. Ef litið er á leik Dana og Islendinga koma fram margir veikleikar hjá is- lenzka liðinu, sem kalla fram margar spurningar. Eru leikmenn i nægilegri þjálfun fyrir keppni sem NM, þegar úthaldið þrýtur um miðjan siðari hálf- leikinn? — Er val liðsins misheppnað, þegar llnumenn vantar? — Er eitthvað athugavert við liðsstjórnina, þegar lið- ið skorar ekki i tuttugu minútur, þrátt fyrir mörg góö tækifæri og gloprar nið- ur tveggja marka forskoti i tveggja marka tap eins og geröist I gærkvöldi. Þvi miður er það ekkert einsdæmi. Eða eigum við kannski að ætla, að efniviður sé ekki nógu góður fyrir landsliðsþjálfarann að vinna úr eða hann kannski ekki nógu hæfur? — Get- ur verið, að Islenzka liðið sé hámark þess, sem hægt er að krefjast af á- hugamönnum?— Ljóst er, að i leiknum við Dani eru ófarir okkar ekki lengur að kenna slakri markvörzlu. Ólafur Benedikts- son varði snilldarlega eins og hann hefur raunar gert i öllum leikjunum á HM. — Næsta NM verður haldið I Reykjavik og þvi verður vart trúað að sama raunasagan endurtaki sig þar. Handknattleiksforustan verður að setjast á rökstóla — komast að niður- stöðu og vinna á meininu. Fyrir leikinn I gærkvöldi var það skoðun margra, að Isl. handknattleiksmenn gætu bjargað andliti iþróttarinnar með þvi að sigra Dani. 1 dag hefur islenzkur handknatt- leikur ekkert andlit. —emm. Kunnu dómararnir ekki realurnar? Frá Magnúsi Gislasyni, Kaup- mannahöfn. Mikið uppistand varð I leik Dana og tslendinga. Danir skiptu ekki rétt inn á I byrjun s.h. og byrjuðu sex, en áttu ekki að vera nema fimm. Einum hafði verið vikið af lcikvelli rétt fyrir hlé i fimm mlnútur. islendingar mótmæltu. Dómararnir stöðvuðu leikinn, en vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Hvaö átti að gera í málinu?. — Allt fór á annan endann I einar sex til sjö mlnútur og var þráttað og rifizt. Það var engu lik- ara en Danir hefðu fengið matareitrun — rétt eins og Japanirnir í jumbo-þot- unni..Veinuöu, fettu sig og grettu. Is- lendingar voru öllu rólegri meöan á þessu stóð. Sættu sig við úrskurð dómaranna, sem var mjög vafasam- ur. Hálfleikurinn hófst að nýju með Danann fyrir utan og lika Bjarna Jónsson, sem hafði verið vikið af velli á þeim tima, sem liðinn var af siðari hálfleik, þegar upp komst um bragð Dana. Leiðinlegt atvik i millirikja- leik, þar sem krefjast verður þess, að dómararnir þekki reglurnar út i æsar. Danir hafa farið mjög illa fjárhags- lega út úr NM, enda virtist allt skipu- lag laust I reipunum. Mótiö illa auglýst og fyrirgreiösla viö fréttamenn i það lélegasta, enda hefur veriö undan þvi kvartað. Ahorfendur misstu fljótt áhugann, þegar sýnt var að Danir kæmust ekki i úrslit, svo aðsókn var litil. Stundum var engu likara en fleiri útlendingar væru á áhorfendapöllun- um en heimamenn. Islendingar, bú- settir I Danmörku eða staddir þar, fjölmenntu og spöruðu ekki raddbönd- in. A suma leikina þurfti ekki að greiða aðgang og kölluðu Danir það leiki fyrir atvinnuleysing ja. —emm. KR-ingarnir tóku Jandsliðsveikina" — Féllu fyrir 3. deildarliði Leiknis í Bikarkeppni HSÍ — ÍR sigraði Fylki með yfirburðum, og Breiðablik sló út Stjörnuna Það var heldur betur stuð á leikmönnum 3. deildarliðsins Leiknis i þeirra fyrsta stórleik i handknattleik, sem fram fór i Laugardals- höllinni i gærkveldi. Þeir mættu þar KR-ing- um i fyrstu umferð bikarkeppninnar og Þá sigraði 1R úr Breiðholti I. Fylki úr Arbæjarhverfi með 21 marki gegn 13. Ekki fór á milli mála hver úrslitin yrðu — IR komst strax yfir og átti 5 mörk i pokahorninu i leikhléi — 11:6. Agúst fyrirliði Svavarsson var markhæstur IR-inga með 6 mörk, en sá stóri i Fylki — Einar Einarsson — skoraði 5 mörk. í Garðahreppí mættust 2. deildarliðin Breiðablik og Stjarn- an. Dómararnir, sem áttu að dæma leikinn létu ekki sjá sig, og voru tveir 2. flokkspiltar dubbaðir upp I starfið. Stjarnan hafði yfir 7:6 rétt fyrir hálfleik, en þá skor- aði Breiðablik 2 mörk, og var þvi staöan i leikhléi 8:7. I sfðari hálfleik náði Stjarnan ekki að vinna upp forskotið, og var munurinn eitt mark, þegar dómararnir ungu flautuðu leikinn af. Skoraði Stjarnan siðasta markið úr aukakasti á siöustu sekúndu. Lokatölurnar urðu 17:16. —klp— gerðu sér litið fyrir og slógu þá út. Til að byrja með höfðu KR- ingamir yfir og komust i 6:4. En þeir úr Breiðholti III jöfnuðu og höföu 2 mörk yfir i hálfleik 11:9. 1 slöari hálfleiknum voru Leiknis- menn alltaf yfir — KR komst næst þeim I eitt mark — og þannig var staðan undir lokin. Þá fór allt i handaskolum hjá KR-ingunum. Þeir tóku „lands- liðsveikina” eins og einhver orð- aði það — skutu I tim a og ótima — og á meöan sigldi Leiknir i örugga höfn, — náði i 3ja marka forustu — og sigraði 20:17. Hafliði Pétursson (Viking) var markhæstur Leiknismanna meö 7 mörk. Hermann Gunnarsson (Val) skoraði 5 mörk og Jón Ólafsson (Viking) 3 mörk. Mark- hæstur KR-inga var Þorvarður Guömundsson með 8 mörk. En maður leiksins var Finnbogi markvörður Leiknis, sem varði ein 15 skot, og það með tilþrifum, sem eftirmaöur hans hjá Val, Ólafur Benediktsson, hefði getað verið stoltur af. Só bezti úr Stjörnunni yfir í KR! Einn bezti knattspyrnu- maður Stjörnunnar I Garða- hreppi, Guðmundur Ingva- son.sem m.a. hefur leikið sjö unglingalandsleiki, hefur ákveðið að skipta um félag og ganga yfir I KR. Þar fá KR-ingar mjög góð- an leikmann og koma áreiðanlega tii með að hafa mikið gagn af honum á miðj- unni, sem hefur verið einna veikust hjá liðinu á undan- förnum árum. Aðstaða til knattspyrnu- æfinga og leikja I Garða- hreppi er mjög bágborin enn sem komið er, og hefur Guð- mundur, sem er tvitugur að aldri, aldrei náð að sýna þar hvað I honum býr. Það gerði hann aftur á móti með ung- lingalandsliðinu á slnum tima og vakti þá verðskuld- aða athygli. —klp— Enn jafntefli hjó Fulham og Forest! Liðin úr 2. deild, Fulham og Nottm. Forest, hafa nú leikið hvort gegn öðru I 330 mlnútur i 4. umferð ensku bikarkeppninnar — en úrslit ekki fengizt. 1 gær léku liöin I 3ja sinn — nú á leikvelli Fulham i Lundúnum og varð jafntefli þrátt fyrir fram- lengingu 1-1. Fulham nábi forustu i leiknum á 23ju min. þegar Alan Slough skoraði — en Forest tókst að jafna á 47. mln. John Robert- son skoraði úr aukaspyrnu. Fjórði leikur libanna verður næstkomandi mánudag — og það, sem loks sigrar, leikur gegn Everton I Liverpool I 5. umferö. Leikið verður I Nottingham á mánudag. I skozku bikarkeppninni tókst Dundee Utd. að komast i 4. um- fcrö.Sigraði Berwich Rangers 1-0 ' gær i Berwich, smáborg á Norð- austur-Englandi, við landamæri Skotlands. t 4. umferð leikur Dun- dee á heimavelli annað hvort við Giasgow Rangers eða Aberdeen. Wales sigraði Möltu 4-0 i UEFA-keppni unglingalandsliða i Wales I gær. —hslm. Hermann Gunnarsson er allt I öllu hjá 3. deildarliðinu Leikni, sem sló KR út úr bikarkeppninni I gær. Hann er þjáifari-fyrirliði-vitaskytta og aðalmarkaskorari liðsins. Hér er hann sloppinn úr gæzlunni og þá er ekki að sökum að spyrja ... Ljósmynd Bj.Bj. Það er ekkert annaö að gera. Þú verður strax að fara til New York_

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.