Vísir - 06.02.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 06.02.1975, Blaðsíða 3
Vlsir. Fimmtudagur 6. febrúar 1975. 3 Kreppir að litlu blöðunum — Ný vikutíðindi úr sögunni Prentkostnaður hef- ur aukizt stórkostlega á siðustu tveim árum og eru þess nú farin að sjást merki i blaðaút- gáfu. Hið 17 ára gamla blað, ,,Ný vikutiðindi”, er nú hætt göngu sinni og verulega farið að halla undan fæti hjá mörgum öðrum. Einkum eru það sögurit og bæjarblöö, sem ráöa illa við hinn stóraukna prentkostnað og má þar meöal annars nefna blað Bjarna Guönasonar, „Nýtt land”. Hefur útgáfa þess stöðv- azt um sinn. Annað er það, sem hrjáir blaðaútgefendur, en það er hækkun póstburðargjalda, sem varð á siðasta ári. Askrifendur blaða eru dreifðir um land allt. „Þaö er verið að reyna að selja blöð ódýrari I áskrift, en sann- leikurinn er sá, að þau blöð þyrftu að vera dýrari i sölu til að hægt sé að bjóða uppá þessa þjónustu,” sagði einn blaðaút- gefendanna, sem Visir hafði tal af I gær. —ÞJM Hvað er Grjóta- þorp? í frétt blaðsins á þriðjudaginn um kaup á Vesturgötu 11 var sagt, að sú lóð væri siðasta lóðin i Grjótaþorpi, sem borgin ætti ekki. Þarna átti að standa, að lóð- in væri sú siðasta i þessari torfu, sem enn er I einkaeign. Þá hefur gamalgróinn Reyk- vikingur bent á, að samkvæmt gömlum, reykviskum skilningi náði Grjótaþorpið aðeins milli Túngötu og Fischersunds, þannig að Vesturgata 11 telst samkvæmt þvi ekki til Grjótaþorps. —SH TASKAN FUNDIN Taskan er komin I leitirnar. Taskan, sem hún Herborg Simon- ardóttir auglýsti eftir I VIsi I gær. Skömmu eftir útkomu biaösins hringdi kona til Herborgar og sagðist vera með töskuna. Kvaðst konan hafa tekið leigu- bil um nóttina og setzt I aftursæti biisins. Þá hafi hún tekið eftir töskunni á gólfinu og tekið hana i sina vörzlu. Þegar hún svo las um töskuhvarfið I blaöinu I gær hafði hún strax s'amband við Her- borgu. — ÞJM. „Lítið spennandi að bjástra við rúllur" „Þegar kom að starfskynning- unni hjá okkur i fjórða bekk Ar- múiaskóla, báðum við tvær strax um að fá að fylgjast með hár- skera.' Viðhöfum haft áhuga á að læra þá iðn,” sagði Margrét Adólfsdóttir, þegar Visir hafði tal af henni og vinkonu hennar hjá Hársnyrtingu Villa Þórs I gær. Og Bryndis Hreinsdóttir (til hægri á myndinni) bætti við: „Eftir að hafa verið hér á stof- unni hefur áhuginn ekki dofnað. Það hlýtur að vera skemmtiiegt að vinna við að klippa hár og snyrta. Hinsvegar höfum við hvorug áhuga á að læra hár- greiðslu. Það er Htið spennandi að bjástra við rúiiur og svoleiðis lag- að.” Það má geta þess hér, að hér- lendis munu aðeins vera tveir kvenmenn starfandi sem hárske- ar. önnur er I Reykjavík og hin I Hveragerði. Kannski þeim fjölgi bráðum um helming ...??! —ÞJM/Ljósm: Bragi Bruni flugskýlisins raskaði ekki óœtlunum — Gamla tollvörugeymslan nú viðgerðarverkstœði „Bruni flugskýlisins á Reykja- vikurflugveili olli ekki neinni röskun á áætiun Flugfélagsins þó að þá hafi brunnið að mestu allur varahlutalager Fokkervélanna,” sagði Sveinn Sæmundsson blaða- fulltrúi í viðtali við VIsi i gær. „Það var mikið lán I óláni, að stuttu áður en flugskýlið brann, hafði verið innréttað bráða- birgðaverkstæði I gömlu brögg- unum, þar sem vörugeymslurnar voru áður. Þangað var þvi búið að flytja úr flugskýlinu ýmiss konar tæki, dráttarvagna og annað við- komandi viðgerðum á vélunum,” sagði Sveinn ennfremur. „Strax eftir brunann var tekið til við að koma upp viðgerðaað- stöðu fyrir Fokkerana,” hélt hann áfram. „Var farið með hana i það hús, sem áður hýsti tollvöru- geymsluna hér á Reykjavikur- flugvelli. Þar er hægt að gera við einstaka hluti úr vélunum. Þá er einnig hægt að vinna að smærri viðgerðum i skýli númer fjögur. En það skýli er alveg óupphitað og erfitt að vinna þar þegar kuld- inn er hvað mestur. En ef veður veröur sæmilegt næstu daga, er fyrirhugað að gera svonefndar B-skoðanir þar. En B-skoðanir eru talsvert stórar skoðanir. En veður leyfir ekki notkun skýlisins, verðum við að leita á náðir flugskýlis Landhelgisgæzl- unnar.” ÞJM. FJÁRSÖFNUN í SIGÖLDU — til styrktar fjölskyldu Geirfinns Fjársöfnun til stuðnings fjöl- skyldu Geirfinns Einarssonar stendur nú yfir á ýmsum vinnu- stöðum. Þannig eru starfsmenn við Sigöldu nú að safna fé til styrktar fjölskyldunni, og að sögn Arnþórs Jónssonar, for- manns starfsmannafélagsins þar efra, gengur söfnunin mjög vel. „Júgóslavarnir hafa sýnt þar alveg sérstakan skilning,” sagði Arnþór. „Við festum upp til- kynningu um söfnunina, og þeir spurðu, hvað þar stæði. Þegar þeir vissu, hvað i efni var, ósk- uðu þeir að fá að vera með, og komu fljótlega með heilt blað fullskrifað nöfnum þeirra, sem gefa vildu, og báðu um fleiri blöð. íslendingarnir hafa lika margir gefið rausnarlega. Á blöðum, sem gengið hafa milli þeirra, eru loforð um 10 þúsund króna framlag ekki óalgeng, og allt upp i 15 þúsund krónur. Ég vona, að okkur takist að veita myndarlegan stuðning.” —SH BARNAULPUR kr. 3.950 - 4.850 HERRASTÆRÐIR kr. 5.950.- Póstsendum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.