Vísir - 06.02.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 06.02.1975, Blaðsíða 5
sir. Fimmtudagur 6. febrúar 1975. 5 3RGUN ÚTLÖND MORGÚN ÚTLÖND É MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón Guðmundur Pétursson o . Sporna gegn ráðstöfunum Fords Ford forseti sést hér skrifa undir tilskipunina, sem fól I sér innflutningstolla á hverja oliutunnu, en álengdar standa ráögjafar hans i efnahagsmálum. Efnahagsráðstafanir Fords forseta sýnast nú alveg ætla að stranda á þinginu, eins og reyndar var viðbúið. Samþykktu þingmenn að fresta um þrjá mán- uði gildistöku laga, sem forsetinn hafði gefið út, en þau fela i sér þriggja dollara skatt á hverja innflutta oliutunnu. Hóta að myrða tvo róðherra ef einn fangi sveltur til bana írski lýðveldisherinn hefur hótað að ráða af dögum tvo irska ráð- herra, ef einhverjir þeirra fimmtán félaga þeirra, sem eru i hungurverkfalli i fang- elsi i Dublin, lifa ekki sultinn af. Stjórn Irska lýðveldisins tek- ur þessa hótum alvarlega og hafa þegar verið gerðar ráð- stafanir til að tryggja öryggi ráðherranna, einkanlega þeirra Patrick Cooney og Conor O’Bri- Einn fanganna fimmtán, hinn 29 ára Patrick Ward, liggur á sjúkrahúsi og er vart hugað lif eftir fjögurra vikna föstu. Skilaboðin bárust yfirvöldum meö prestum kaþólskra og mót- mælenda, sem höfðu verið beðn- ir um að koma þvl á framfæri. Fyrsta viðvörunin mun borizt fyrir niu dögum. hafa Sinn Fein, sá stjórnmála- flokkurinn, sem kemur fram fyrir hönd IRA, hefur efnt til mótmælastöðu fyrir utan skrif- stofur allra stjórnmálaflokka I Dublin til stuðnings kröfum fanganna, sem svelta. Þeir krefjast þess að verða skoðaðir sem pólitiskir fangar, en allir eru grunaðir um aðild að IRA, sem er útlægt bæði I norðri og suðri. Heimta fangarnir flutning á milli deilda í fangels- inu og að þeir fái að njóta hlunn- inda pólitískra fanga, sem ekki eru hafðir innan um venjulega refsifanga. Panovhjón- unum vel fagnað ísraelsku balletthjónin, þau Valery og Galina Panov, sem fluttu frá Sovétríkjunum á sínum tíma, komu fram í Banda- ríkjunum í fyrsta skipti t gær. — Gagnrýnendur luku lofsorði á dans þeirra og sviðsframkomu. Einkanlega voru þeir upp- numdir af dansi Galinu og hrós- uöu henni upp til skýja. En þótt þeir létu lofsyrðin einnig falla I garö Valery Panov, þá voru þeir þar meira hikandi. „Næstum eins og sá gamli Panov, sem hreif mig I Leningrad fyrir sjö árum,” skrifaði Clive Barnes, gagnrýnandi New York Times. Frances Herridge hjá New York Post sagði, að þau hjónin hefðu gert ótrúlega vel íniðaö viö það, sem sviöið bauð þeim upp á, en það var Iþróttahöllin I Phila- delphiu. Skrifaði hún, aö kyngi- kraftur Valerys I dansinum hefði haft mikil áhrif á áhorfendur ,,en þó stóð maður ekki eins á öndinni og þegar tveir aðrir fyrrverandi dansarar Kirovballettsins, Rudolf Nureyev og Mikhail Baryshnikov, komu til Vestur- landa”. Ballettdansarinn Vaiery Pan- ov, sem varö aö ganga atvinnu- laus I Moskvu i nær tvö ár, eftir aö hann sótti um aö fá aö flytj- ast úr landi. Panov er af Gyöingaættum. — Hann var kallaöur snikjudýr, þvi aö kona hans varö aö vinna fyrir þeim báöum, eftir aö hann fékk hvergi vinnu, þegar spuröist út, aö hann ætlaöi úr landi. — Hér á myndinni heldur hann á hinum iangþráöu vegabréfum, sem yfirvöldin létu loksins laus. 309 þingmenn fulltrúadeildar- innar greiddu þvf atkvæði, að þessum efnahagsráðstöfunum yrði frestað um þrjá mánuði. 114 voru á móti. — Þykir liklegt, að málið hljóti sömu örlög í öldunga- deildinni. Ford leit á þennan innflutnings- toll á oliu — en það hefði leitt til hækkunar á bensini til neytenda — sem algert frumskilyrði fyrir aðgerðum sínum til að sporna við kreppu á efnahagssviðinu. — Hann hafði lýst þvi yfir, að hann mundi beita neitunarvaldi for- setaembættisins á samþykktir þingsins, sem spornuðu gegn þvi að þetta næði fram að ganga. En þingið getur yfirstigið neitunar- vald forsetans, ef tveir þriðju meirihluti þingmanna standa saman gegn þvi. Jafnframt þessari afgreiðslu oliutollsins I fulltrúadeildinni, var við þvf að búast i dag, að allsherj- arnefnd fulltrúadeildarinnar felldi annan mikilvægan þátt i efnahagsaðgerðum Fords. Nefni- lega 16000 milljóna dollara skatta afslátt, sem hann hugðist veita fyrirtækjum til að hjálpa þeim yf- ir erfiðasta hjallann og draga úr atvinnuleysi. — I þess stað mun nefndin sennilega leggja fram sina eigin útgáfu af þessum ráð- stöfunum. Jarð- skjólfti í Kína Kína hefur staðfest, að mikill jarðskjálfti hafi orðið í Lianoning-héraðinu í norðausturhluta Kína fyrir tveim dögum, og haf i lækna- og björgunarlið verið sent þangað til að- stoðar íbúunum. Fréttastofan „Nýja Kina” seg- ir, að sterkasti kippurinn hafi mælzt 7,3 stig á Richter-kvarða, en allt var látið ósagt, hversu alvarlegar afleiðingar hefðu hlot- izt af þessuin jarðskjálfta. Þó var koinizt svo að orði, aö björgunar- og hjúkrunarlið hefði verið sent á „hörmungarsvæðin” og aö nefnd á vegum rikis- stjórnarinnar hefði farið þangað til að votta ibúunum „samúð og stuöning”. Onassis batnar flensan hœgt Skipakóngurinn Onassis, sem sló niður eftir inflúensu, er nú á batavegi og liöur bet- ur, eftir þvi sem systir hans segir. „Hann er oröinn gamaii maöur og þá vill heilsan bila,” sagöi systirin um hinn 68 ára gamla milljónamæring. Efti.rköst inflúensunnar lögöust svo þungt á Onassis, að tveir hjartasérfræöingar voru fengnir frá Bandarikjun- um til aö annast hann, þar sem hann liggur i villu sinni skammt frá Aþenu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.