Vísir - 06.02.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 06.02.1975, Blaðsíða 7
Vlsir. Fimmtudagur 6. febrúar 1975. 7 cTVlenningarmál ★ ★ ★ ★ Nýja bíó: „Sleuth" Gefur „Gildrunni" lítið eftir Milo Trindle (Michael Caine) og Andrew Wyke Laurence Olivier) bregöa sér I billjarð á meðan þeir ræða hjúskaparmálin. Nýja bió: Sleuth Leikstjóri: Joseph L. Man- kiewich Handrit: Antony Shaffner Hlutverk: Laurence Olivier og Michael Caine. Ertu búinn að sjá „Gildruna” I Laugarásbiói? Attirðu von á þvi, að I náinni framtiö fengirðu að sjá aðra áþekka mynd, sem gæfi „Gildrunni” litiðeftir. Slik mynd er nefniiega komin og er til sýnis I Nýja bió þessa dag- ana. Hún heitir „Sleuth”. Fyrir nokkrum árum skrifaði Anthony Shaffner leikritið „Sleuth” (þýðir spor eða slóð), sem átti eftir að njóta gifur legra vinsælda I London og New York. Árið 1972 var svo hafizt handa um að gera kvikmynd eftir leik- ritinu og var Laurence Oliver þegar valinn I aðalhlútverkið, hlutverk sakamálarithöfundar- ins Andrew Wyke. Erfiðara varð að velja I hlutverk italska hárgreiðslumeistarans Milo Trindle. Fyrst var reynt að fá Albert Finney i hlutverkið, siðan Alan Bátes, en loks hreppti Michael Caine hnossið. Þar með var hann endanlega laus við Alfie-drauginn, sem hafði fylgt honum eftir frá þvi árið 1966, er Caine kom til greina sem Óskarsverðlauna- hafi fyrir leik sinn I samnefndri mynd. Þvi minna, sem ljóstrað er upp um söguþráöinn I myndinni „Sleuth” þeim mun betra. Myndin hefst er hárgreiðslu- meistarinn Milo Trindle kemur i heimsókn til rithöfundarins Andrew Wyke. Til að fá að vera i næði hefur rithöfundurinn komið sér þægilega fyrir I völ- undarhúsi svo að i upphafi á Milo Trindle erfitt með að hafa uppi á honum. Þessi fyrsti fund- ur gefur til kynna, hvernig samskipti þeirra eiga eftir að þróast áfram i atburðarás, sem er endalaust völundarhús. Það kemur i ljós, að Milo Trindle heldur við eiginkonu rit- Gamla bió: Heimur á heljar- þröm (Soylent Green) Leikstjóri: Richard Fleicher Leikendur: Chariton Heston, Leigh Taylor-Young, Edward G. Robinson, Joseph Cotten. Sennilega veröur mynd þessi minnisstæöust fyrir að vera sið- asta mynd hins ágæta leikara Edwards G. Robinson. Myndin var sú hundraðasta og fyrsta af myndum öldungsins og lézt hann aöcinsnokkrum vikumeftir að töku hennar lauk. Robinson hóf þegar að leika i kvikinyndum á timum þöglu myndanna, en haföi þá unnið sér gott orð á sviði. Auk þess sem Edward G. Robinson var þekktur fyrir leik sinn var hann mikill og þekktur listaverka- safnari og átti eitt af glæsileg- ustu einkamálverkasöfnuin i heiininum. höfundarins. En rithöfundurinn virðist ekki kippa sér upp við slikt og býðst meira að segja til að hjálpa Trindle fjárhagslega svo hann géti séð vel fyrir frúnni. Rithöfundurinn Andrew Wyke segir nefnilega, að kona hans sé hinn mesti eyðsluseggur og ef Trindle hafi ekki úr nógu að spila, megi hann vænta henn- ar heim á ný. Af þeirri tilhugsun er hann ekki allt of hrifinn. En góðvild rithöfundarins er ekki alveg eins stórkostleg og hann vill vera láta og fyrr en varir eru þeir félagar hans farn- ir að klekkja hvor á öðrum með það margslungnum brellum, að ómögulegt er að lýsa. Að þvi leyti minnir myndin „Sleuth” á „Gildruna”, að persónurnar plata hvor aðra upp úr skónum. Freistandi er að álita, að sú heimsfræga „Gildra” sæki eitt- hvað af vinsældum sinum beint til myndarinnar „Sleuth”, sem gerð var tveim árum áður. Það lík eru sum atriði myndanna. „Sleuth” kafar þó heldur dýpra og sýnir fram á hversu t mörgum merkum ínyndum lék Robinson um ævina, en þessi hin siðasta getur vart talizt i þeirra hópi. Myndin á sér stað i New York borg árið 2022, þegar mann- fjöldinn þar er kominn upp i 41 milljón og mengun, þrengsli og fæðuskortur er alla að drepa. Náttúrleg fæða er aðeins seld á svörtum markaði, en almenn- ingur verður að láta sér nægja tilbúinn mat, svonefnt „Soylent Green”, sein deilt er út meðal hans á hverjum þriðjudegi. Charlton Heston leikur leyni- lögreglumanninn Thorn, sem starfar að rannsóknum morð- mála og verkefnin eru nóg. Hann verður að leggja hart að sér til að halda stöðu sinni, árið 2022 eru það forréttindi að hafa vinnu. Dag nokkurn er einn af rikustu mönnum landsins, niðurlægjandi það er fyrir mannskepnuna, þegar flett er ofan af henni. Undir lok myndarinnar „Sleuth” eru brellurnar orðnar það mikil endaleysa, að þegar staðið er upp frá sýningunni, verður áhorfandinn að gera það upp við sjálfan sig, hvort loka- atriðið hafi verið endanlegt upp- gjör, eða aðeins upphafið að enn einni brellunni. 1 kvikmyndahandritinu hefur Anthony Shaffner bætt nokkrum brellum við söguþráö leikrits- ins. Var það gert til að þeir fjöl- mörgu, sem séð höfðu leikritið, gætu einnig haft gaman af myndinni. Þeir, sem vel þekktu til leikritsins, urðu þó fyrir von- brigðum með myndina. Ef söguþráðurinn er þekktur fyrir- fram, er hálf ánægjan horfin. Hinn hluti ánægjunnar stendur þó ætið óhaggaður, en það er hinn frábæri leikur bæði Sir Laurence Olivier og Michael Caine. Þeir leika einu persón- urnar, sem fram koma i Wiiliam R. Simonson, myrtur og Thorn tekur að rannsaka málið. Með aðstoð hjálpar- manns sins, Sol Roth (Edward G. Robinsson), sem kominn er til ára sinna og sifellt að minnast hinna gömlu góðu daga, kemst hann að þvi að Simonson er einn af stjórnar- mönnum Soylent matvælaverk- siniðjanna. Morðiö á honum viröist hafa veriö skipulagt vegna frainleiðsluleyndarmáls, sem hann hafði komizt að og fengið mjög á hann. Með fyrir- skipun frá æðstu stööum er Thorn skipað að hætta rannsókn morðmálsins. Engu að siður leggur Thorn sig i hættu til að komast aö sannleikanum. 1 flestum slikum visinda- skáldsöguin er okkur sýndur heimurinn sein hin fullkomna álveröld, en hér er framtiðar- sýnin öllu óhuggulegri og jafn- framt sennilegri. Tækninni hefur litiö fleygt fram meðal almennings, flestir hlutir standa i stað á meðan borgir yfirfyllast af ínannfjölda og mengun og hungurdauði sverfur að. Þetta er raunar engin framtiðarsýn, i mörgum stórborguin heims lifir mann- fjöldinn við hungur á götuin úti. „Soylent Green” er nafn á myndinni. Það er afrek i sjálfu sér af tveim mönnum að halda uppi spennunni i heilli kvik- mynd. Bæði I leikritinu og upp- haflegu kvikmyndagerðinni komu i það minnsta fjórir aðrir viö sögu, en þeir hafa nú verið klipptir úr, sennilega til bóta. Michael Caine hafði leikið i um 20 myndum á undan „Sleuth”. Þeirra á meðal íná nefna „Alfie” og „Funeral in Berlin” frá 1966, „Billion Dollar Brain” frá 1967, „Play Dirty” og „The Italian Job” frá 1969 og X, Y og Z frá 1972 (ásamt Eliza- beth Tayior). Sennilega hefur hinn 41 árs gamli Michael Caine þó aldrei skilað jafnskemmtilegum leik og I myndinni „Sleuth”. Fyrir myndina „Sleuth” komstMichael Caine i hópinn er Óskarsverðlaunahafinn var val- inn úr 1972. Sömu sögu er að segja um hinn heimsfræga Laurence Olivier. Hann kom einnig til greina fyrir leik sinn i „Sleuth”. Það varð þó Guðfað- írinn Marlon Brando, sem bar sigurorð af þeim báðum það ár- ið. Sir Laurence Olivier er hrein unun að sjá i hlutverki Andrew tilbúinni fæðu, er mannfjöldinn verður nú að lifa á. (Soylent samansett úr soy = soja og lentil = flatbaun). Undir lokin kemst þó lögregluinaöurinn Thorn að nýjum sannleik varö- andi sainsetninguna á þessum matvælum, en ekki er hægt að segja, að sú uppgötvun komi áhorfandanuin á óvart. Tilraunir til að sameina hasarinynd og boðskap i sömu framtiðarmyndinni hafa að Þegar mannfjöldinn tekur að æsast vegna fæðuskortsins kemur uppþotadeildin á vett- vang með tæki sin. miklu leyti runnið út i sandinn. Upptalning á þvi hvað allt var gott á okkar timum hefur svo á- berandi tilgang, að boöskap- urinn fellur um sjálfan sig. Sem efni i hasarmynd er myndin Wyke i „Sleuth”. Olivier er frægastur enskra leikara og einn af beztu leikurum okkar tima. Eitt sinn hefur hann hlotið Óskarsverðlaun, fyrir leik sinn i Hamlet (1948), og einu sinni hefur hann fengið sérstök heiðursverðlaun og hvorki meira né minna en átta sinnum hefur hann komizt i undanúrslit. Hann var aðlaöur fyrir störf sin 1947 og útnefndur lávarður 1970. Olivier hefur nú leikið i tæp- iega 50 kvikmyndum auk mikillar reynslu á sviði. í „Sleuth” sjáum við hann sem hinn fágaöa leikara, sem til- einkað hefur sér alla kosti góðs leiks. Myndin „Sleuth” verður að teljast hin fullkomna kvöld- skemmtun fyrir þá, sem kunna að meta góðan leik og stórkost- legan söguþráð. — JB KVIKMYNDIR Umsjón: Jón Björgvinsson innantóm og skotbardagarnir fá engin hár til að risa. Viðlagaleikarinn Charlton Heston er löngu orðinn sjálfval- inn i allar náttúruhamfara- og veraldarendismyndir. A meðan leikarar i öðruin myndum takast á við mannlegar verur á hvita tjaldinu, berst Charlton Heston jafnan við sjálfa náttúruna. Má minnast á leik hans i Air- port, Airport 75, Skyjacked og Earthquake. Hamfarir viröast ganga vel i mannskapinn á þessuin tiinum, og Hollywood sendir frá sér hverja ógæfumyndina á fætur annarri. Má sem dæmi nefna myndina Airport 75, sem fjallar um flug- slys, The Poseidon Adventure, sem fjallar um farþegaskip, sem hvolfir, Juggernaut, sem fjallar um falda sprengju um borö i farþegaskipi, The Tower- ing Inferno, sem segir frá elds- voða i háhýsi og Earthquake, er fjallar um jarðskjalfta, er legg- ur Los Angeles i rúst. Enginn þarf þvi að kviða leiðinduin á stóra skerminum á næstunni. Erlendis biöa menn i röðum við bióhúsin til að taka þátt i hamförunum. -JB. Kvikmyndahúsin i dag: ★ ★ ★ ★ Nýía bió: ..Sleuth” ★ ★ ★ if; Laugarásbió: „Gildran” ★ ★ ★ ★ Stjörnubió: „The Last Picture Show”. ★ ★ ★ Hafnarbió: „Papillon” Austurbæjarbió: „Hver myrti Sheilu?” ★ Gamla bió: „Heimur á heljarþröm” i hvaða skrúöa er Michael Caine kominn I þarna? ★ Gamla bíó: Heimur ó heljarþröm VIÐLAGALEIKARINN CHARLTON HESTON í ENN EINNI ÓGÆFUMYNDINNI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.