Vísir - 20.02.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 20.02.1975, Blaðsíða 1
Strœtó í strœk Það upphófst óvænt „vertíð” hjá leigubifrciðastjórum i gærkvöldi, þegar strætis- vagnastjórar fóru i stræk. Verkstjórar borgarinnar neituðu að hefja saltaustur á glerhálar götur borgarinnar fyrr en klukkan fjögur um nóttina. Aðeins einn strætis- vagn var á nagladekkjum. Það var leið 12, sem sést á myndinni hér að ol'an, en hann hélt áfram akatri einn vagna til klukkan eliefu, en þá loksins bættust við þrir eða fjórir vagnar. Ábyrgðar- trygging fyrir Akureyrar- hunda — baksíða Krónan heldur að síga — baksíða íþróttir: Grótta styrkti stöðuna — IR rambar ó barminum — opna Loftleiðir líka í hópi skipaeigenda — baksíða • FRIÐRIK í TALLIN: ÞRJÚ JAFNTEFLI Eftir þrjár fyrstu um- ferðirnar á stórmótinu i skák er Friðrik ólafsson i 4.-9. sæti með 1,5 vinninga. t fyrstu umferð gerði Friðrik jafntefli við Taimonov, — einnig jafn- tefli við Austur-Þjóðverjann Espig I 2. umferð, og I þeirri þriðju tefldi Friðrik við Spassky, fyrrum heims- meistara, og var jafntefli. Friðrik hafði svart gegn báðum sovézku skákmönnun- um. Eftir þessar þrjár umferðir var Keres efstur með tvo vinninga og eina biðskák, en Spassky og Lombardy f 2.-3. sæti með 2 vinninga. -hslm Héldu Raufarhafnarbóar fram hjá Rarik? RAFMAGN TíNGT ÁN MÆLIS FÐA FRAMHJÁ — málið komið til saksóknara /,Málið hefur verið sent sagnar og ákvörðunar," ríkissaksóknara til um- sagði Sigurður Gizurarson, Farnir að hugsa til póska — framleiða að heita má einir páskaeggin í ár — bls. 3 sýsiumaður á Húsavík, er hann var spurður um mál, sem upp kom á Raufar- höfn síðast liðið sumar, þar sem uppgötvaðist að rafmagn hafði verið leitt í nokkur hús án mælis eða fram hjá mæli. „Það kom fram við rannsókn,” sagði Sigurður, ,,að í nokkrum húsum hafði verið veitt rafmagn án mælis eða fram hjá mæli — aðallega án mælis. Við rannsókn bar hver af sér, og rafvirkinn telur sig ekki hafa getað fengið mæla. Það kom fram, að jafnvel hefði tíðkast áð rafveitan áætlaði notkun, þegar svona stæði á. Þetta mun hafa verið með þessu móti i einum fjórum eða fimm húsum, og staðið þannig i nokkra mánuði. Ég get lítiö sagt um máliö á þessu stigi, annað en aö það hefur verið sent til saksóknara,” sagði Sigurður Gizurarson, sýslumaður Þingeyinga. Arni Pétursson, rafvirki á Þórshöfn, annaðist eftirlit og mælaskráningu á þessu svæði, þegar upp komst um þessa framhjátengingu. Visirnáði sam- bandi við hann á Bakkafirði i morgun og las honum ummæli sýslumanns. „Það er rétt, sem þarna kemur fram,” sagði Arni. „En þetta er mjög flókið mál, og fleiri þættir i þvi. Að minu áliti hefði þurft að rannsaka þarna fleiri hluti, önnur atvik, sem eru skyld eða ná- tengd.” -SH. Óttast samdrátt hjá borginni: Vill að ríkið hlaupi undir bagga Fjárhagur Rafmagnsveitu og Hitaveitu Reykjavikur er mjög bágborinn, og gerir gengis- fellingin stöðuna mun verri. A fundi borgarráðs I fyrradag komu fram óskir um, að rikið endurgreiddi borginni af áður innheimtum gjöldum og felldi niður gjöld til að létta undir með borginni. Albert Guðmundsson óskaði bókað, að hann teldi, að fela ætti borgarstjóra að hefja viðræður við rikisstjórn um málið, þar sem borgarbúar stæðu ekki undir frekari álögum. Albert kvaðst óttast samdrátt i mikilvægum framkvæmdum Rafmagnsveitunnar og uppsögn starfsfólks, ef ekki yrði úr bætt. Ljóst væri, að þjónustufyrirtæki borgarinnar risu ekki undir verkefnum við núverandi að- stæður. I viðræðum við rikis- stjórn ætti borgarstjóri að fara fram á endurgreiðslur til borgarinnar, og til dæmis lækk- un á rafmagni til Reykvikinga, niðurfellingu verðjöfnunar- gjalds og fleira. Borgarráð ræddi málið én gerði enga samþykkt að sinni. — HH Verkamenn í Sigöldu Setjast nú að samningaborði Júgóslavnesku verktakarnir I Sigöldu setjast i dag að samningaborði með fulltrúum stéttarfélaganna i Rangárvalla- sýslu ásamt fleiri viðkomandi aðilum. Samningafundirnir fara fram i Búrfelli og verður setið þar unz búið verður að semja um þau mál, sem á dagskrá eru, að sögn Sigurðar Óskarssonar fram- kvæmdastjóra verkalýðs- félaganna i Rangárvallasýslu. Til umræðu verður fyrst og fremst aðstaöa verkamanna inni við Sig- öldu, vaktaskipting og úthald. Að sögn Sigurðar Óskarssonar hefur ráðuneytið að undanförnu haft góða reglu á, hvaða stöðum júgóslavnesku starfsmennirnir gegndu, en áður hafði það einmitt veriö helzta deilumál Júgóslavanna og islenzku verka- lýðsfélaganna. -JB. Vél farín að sœkja fœreysku sendinefndina Færeyingar, sem koma i dag til viðræðna um landhelgismál- ið, pöntuðu sér vél frá Flugstöð- inni. Sjö farþega vél fór að sækja sendimennina, og er hún væntanlega upp úr hádegi. í viöræðum við islenzk stjórn- völd verða tekin fyrir þau sér- stöku réttindi, sem Færeyingar hafa notið innan 50 mflna mark- anna. Atli Dam lögmaður, æðsti maður færeysku stjórnarinnar, verður væntanlega I farar- broddi. — HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.