Vísir - 20.02.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 20.02.1975, Blaðsíða 5
Vfsir. Fimmtudagur 20. febriiar 1975. 5 tGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: G.P. Þingið snerist gegn málverkaþjófunum ítalska þingið hraðaði i gær af- greiðslu stjórnar- frumvarps sem felur i sér brýnar aðgerðir til að vernda listarf þjóðarinnar. — Eru menn felmtri slegnir eftir tvo stórþjófnaði á ómetanlegum lista- verkum úr rfldssöfnum að undanförnu. Menntamálanefnd þingsins samþykkti frumvarpiö, sem veitir forstöðumönnum lista- safnanna rýmra umboð til að grfpa til nauðsynlegra aögerða til verndar listaverkum i eigu safnanna. — Frumvarpið hefur veriö samþykkt af þinginu og er þvi orðið að lögum. Verður nil forstöðumönnum hægara um vik við að ráða verði til safnanna. Um 400 lista- og þjóðminjasöfn eru á vegum rikisins, og starfa viö þau um 1,600 verðir. Þingnefnd hafði þó fyrir átta árum i áliti, sem hún skilaði eftir athugun á rekstri safnanna, talið, að ekki yrði komizt af með færri en 4,200 safnverði. Eins og skýrt hefur verið frá i fréttum, stálu listaverkaþjófar þrem meistaraverkum úr Ducalsafninu i Urbino á dögun- um. Þar á meðal var málverk eftir Raphael. Núna i vikunni var siðan stoliö 28 málverkum úr listasafni i Milanó. — Sér- fræðingar kenna um ónógri vörzlu safnanna, þar sem svo illa sé hirt um listaarfleifð þjóðarinnar, að mörg dýrmæt- ustu listaverk heimsins liggja þar undir skemmdum. I listasafninu i Milanó hafði veriö komið fyrir fullkomnum þjófabjölluviöbúnaði. Við- Samþykkt voru í flýti ný lög til verndar listasöfnum á Italíu eftir stórþjófnaði á listaverkum vörunarkerfið var svo næmt, að það fór i gang af minnsta tilefni. Tóku verðirnar það úr sam- bandi, og þá var þjófunum létt- ur eftirleikurinn meðan verðirnir sváfu. Lögregluna grunar, að þjófarnir hafi undirbúiö þjófnaöinn lengi. Þeir hafi með grjótkasti komið þjófabjöllun- um til að glymja nótt eftir nótt, unz verðirnir voru leiðir orönir á ónæðinu og tóku þær úr sam- bandi. Farið að gjósa Eldfjallið Ngauruhoe á Nýja Sjálandi tók til við aö gjósa i gær og spúði ösku og grjóti mörg hundruö metra upp i loftiö. Þetta er sagt stærsta gos Ngauruhoe um margra ára bil. Komu vikursteinar niður í allt aö 16 km fjarlægð. —-Menn voru viðbúnir gosinu, þvi að vart haföi oröið við um- brot i fjallinu nokkrum dögum áöur. A REKII 25 DAGA 38 ára gömlum fiski- manni frá Puerto Rico var bjargað i land i gær, eftir að hann hafði verið á reki 25 daga á opnum báti úti á reginhafi. — Hann sór þess dýran eið, að fara aldrei á sjó aft- ur. Fundador Vasquez sagðist hafa dregið fram lifið á hráum fiski og einum og einum munnsopa af sjó, eftir að vélin i bátnum bilaði þann 23. janúar. „Þaö átti að vera slðasti róðurinn minn,” sagöi Vasquez, sem hefur stundað róðra siöan hann var þrettán ára. Félagihans, Heriberto Iglesias, fertugur að aldri, lézt á þrettánda degi hrakninganna. Þann dag sáu þeir skip sigla hjá, en skipsmenn urðu ekki bátsins varir, enda að- eins fimm metra löng gonna. Vasquez segir að þyrla strand- gæzlu USA hafi flogið yfir þá á þriðja degi, án þess að taka eftir þeim. Siðar renndi kóranskt skip framhjá þeim i aðeins 40 metra fjarlægö, en það var allt á sömu bókina lært. Daginn eftir rættist úr fyrir honum, þegar flutningaskip frá Panama hirti hann upp. Franskir togara- sjómenn leggja niður vinnu Allir helztu hafnar- bæir Frakka við Ermar- sund eru lokaðir vegna aðgerða togara- sjómanna, sem eru i verkfalli. Lögðust niður i morgum ferjusiglingar á milli Frakklands og Englands af þessum völdum. Franskir fiskimenn mótmæla innflutningi á ódýrum fiski frá Bretlandi, Belgiu og Hollandi. Hafa þeir lagt niður vinnu til áréttingar mótmælum sinum. Var jafnvel búizt við þvi, að fleiri mundu bætast i hópinn, og verk- fallið eigi eftir að breiðast út. Fiskimenn frá Bretagne munu hitta Jacques Chirac forsætis- ráðherra að máli i dag og skýra fyrir honum sjónarmið sin. A ströndinni við Calais kom til minniháttar átaka, þegar fiski- menn stöðvuðu vörubila, sem fluttu fisk frá Belgiu og Hollandi. Vörpuðu þeir bilförmunum á ak- brautina. Hafnarlokunin byrjaði i Boulogne, en smám saman breiddust þessar aðgerðir út og til Dunkirk, Dieppe og Calais, þar sem tiu bátum var lagt fyrir ferj- una til Bretlands. Hermikrákan sló milljónalán út á röddina Kona nokkur hefur verið ákærð fyrir að hafa svindlað 700 milljón yen (357 milljónirkr.) út úr fasteignasölum með þvi að herma eftir rödd Kakuei Tanaka, fyrrum forsætisráðherra Jap- ans. Tokyolögreglan segir, að hljóðprófanir, sem þykja jafn áreiðanlegar og fingrafara- prófanir, hafi leitt i ljós, að röddin, sem átti að vera Tanaka, hafi i rauninni verið úr barka konu að nafni Fusako Sakai. Sakai, sem er 38 ára, var hand- tekin á föstudag, eftir aö hún hafði náð 300 milljón yenum frá fasteignasala einum. Hluti af þvi átti aö vera „lán” i kosningasjóði Tanaka. Fasteignasalinn taldi sig láta féð af hendi i þeirri von, að hann mundi eignast hönk upp i bakiö á forsætisráðherranum fyrrverandi og geta slegið hann um lán siðar meir. Atti hann um 20 simtöl við þann, sem hann hélt 'vera Tanaka. — Sum simtölin voru tekin á segulband. Tanaka neyddist á slnum tlma til aö segja af sér vegna orðróms um misferli I einka- fjármálum og kosningasjóðum. Þessi mynd var tekin einhvern tima I kosningum, meðan hann gegndi enn ráðherraembætti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.