Vísir - 20.02.1975, Blaðsíða 13

Vísir - 20.02.1975, Blaðsíða 13
Vísir. Fimmtudagur 20. febrúar 1975. 13 Skiðafélag Reykjavikur Stökkæfingar eru fyrirhugaðar hjá S.R. Allir áhugamenn um sklðastökk eru beðnlr að hafa samband við Skarphéðin Guðmundsson sima 53123 eða Jónas Asgeirsson slma 74342 eftir kl. 8 á kvöldin. Kópavogur skrifstofu- timi Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna I Kópavogi hefur ákveðið að skrif- stofa Sjálfstæðisflokksins 'I Kópavogi að Borgarholtsbraut 6 veröi framvegis opin á þriðju- dögum kl. 17—19. í fyrsta sinn þriðjudaginn 11. febr. Stjórnin. Ég er oriUnn svo litió pólitískur Vikan 8. tbl. „Ég fæddist á Brekku fagran haustdag 1914, Það þóttu mikil tiðindi, að Svanþrúður föðursystir mln sagði við Onnu systur slna: „Það er fæddur strákur, en þú mátt engum lifandi manni segja það”! Strákurinn óx úr grasi, eins og vænta mátti, og nú veit svo til hvert mannsbarn á tslandi, hver hann er, þvl hér er kominn Vil- hjálmur Hjálmarsson mennta- málaráðherra, og tilvitnunin er tekin úr spjalli við hann, sem birtist I 8. tbl. Vikunnar. í sama blaði birtist fyrsti hluti nýrrar skáldsögu eftir Jónas Guðmundsson rithöfund. Nefnist hún Morðmál Ágústar Jónssonar og birtist I næstu 11 tölublöðum, myndskreytt af höfundi sjálfum. Meðal annars efnis má svo nefna leikhúsþátt, bilaþátt, per- sónuleikapróf, litmynd af Pelican I poppþætti, og litazt er um á snekkju Onassis. Skíðafélag Reykjavíkur 2. unglingamót i bikarkeppni S.R. hefst á sunnudaginn 23. febr. kl. 1. e.h. Nafnakall kl. 12 við Skíðaskálann. Stúlkur 10 ára og yngri. Stúlkur 11 og 12 ára. Drengir 10 ára og yngri. Drengir 11 og 12 ára. Þátttökugjald kr. 200. Þátttökutilkynningar eiga að berast til Ellen Sighvatsson, Amtmannsstig 2, fyrir kl. 6 á föstudagskvöld. Æfingatímar hjá Knattspyrnudeild Fram Meistara- og 1. fl.: Miðvikudaga kl. 20.30-22.10. 2. flokkur: Laugardaga kl. 16.00 3. flokkur Laugardaga kl. 15.10 4. flokkur: Laugardaga kl. 14.20. 5. flokkur A og B Sunnudaga kl. 14.40 5. flokkur C og D Sunnudaga kl. 15.30. Æfingatlmarnir eru I leikfimis- húsi Alftamýrarskólans. Ég gat svo sem vitað, að það eru hitaeiningar I öllu þessu lofti, sem maöur andar að sér. Allt er nú farið að minnka við þessar gengisfell- ingar, meira að segja það sem sést af mér. -K-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-K-K-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k ★ ★ ★ ★ ★ i ★ I ★ ★ ! * ★ ★ ★ ★ ★ $ ★ I í ★ I I ca w Nt w: Spáin gildir fyrir föstudaginn 21. feb. Hrúturinn, 21. marz—20. april. Þú færð óvænta hjálp sem auðveldar þér að leysa einhver fjöl- skylduvandamál. Reyndu að finna leiðir sem gera lif þitt léttara. Nautið,21. aprfl—21. mai. Hugmyndaflug þitt er frjótt I dag og þér reynist auðvelt að koma auga á réttar lausnir. Tviburarnir, 22. maí—21. júni. Dagurinn er heppilegur til að sækja um lán eða störf ef þig langar tilaðbreyta til. Vertu opin(n) fyrir hvers konar nýjungum. Krabbinn, 22. júni—23. júli. Þetta verður skemmtilegur dagur og þú kemur miklu i verk. Geröu tilraun til að auka áhrif þin og efla sam- stöðu. Ljónið, 24. júli—23. ágúst. Taktu tima i þaö að hugsa um þin persónulegu vandamál eða hvernig þú ætlar að haga framtiðinni. Styrktú hjálparstarfsemi. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Vinur þinn sem lumar á einhverjum upplýsingum segir þér þær ef þú leggur hart að hoiium. Leyfðu náttúrunni að hafa sinn gang. Vogin, 24. sept.—23. okt. Dagurinn er hentugur til að ljúka við ólokin mál, sem dregizt hafa lengi. Reyndu að uppfylla allar þær kröfur sem til þln eru gerðar. Drekinn,24. okt,—22. nóv. Skipuleggðu framtið- ina i dag. Þér gengur vel að sjá fyrir ýmislegt sem öðrum er hulið. Leitaðu eftir þeirri viður- kenningu sem þú átt skilið. Bogmaðurinn,23. nóv,—21. des. Þú hefur miklar áhyggjur vegna fjárhagsafkomu einhverra vina þinna. Þú hefur einungis lánstraust með þvi að greiða skuldir þinar á réttum tima. Steingeitin, 22. des,—20. jan. Leggðu áherzlu á að allt gangi sem bezt i samskiptum þinum við maka eða félaga. Taktu mið af keppinautum þlnum. Vatnsberinn,21. jan.—19. feb. Það eru einhverj- ar betrumbætur fyrirsjáanlegar á vinnustað þlnum. Dagurinn er hentugur til hvers konar viðskipta og innkaupa. Fiskarnir,20. feb—20. marz. Sköpunargáfa þin er mikil þessa dagana, þinar góðu hugmyndir reynast vel og mikið er lagt upp úr þvi að hafa þig með i ráðum. ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ! ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ * * ¥ * * * * ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ r í i ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ $ ¥ ¥ ¥ Lí □AG | D KVÖLD | n □AG | D KVÖ! L □ □AG | 23.20 „Létt músík á síðkvöldi" Sól Scott Joplin rís ó ný Ragtime tónlist hefur skyndi- lega orðið geysivinsæl á ný. Tónlistarmaðurinn Marvin Hamiisch á stóran þátt i þessari bylgju, en hann byggöi tónlist sina fyrir myndina „The Sting” á lögum Scott Joplin, sem fræg- astur hefur orðið allra Ragtime tóniistarmanna. Cr myndinni má nefna lagiö „Entertainer”, MARVIN HAMLISCH — hann sá um útsetningarnar á tóniist- inni i Sting og byggði á lögum Scott Joplin. sem komst i efsta sæti vinsælda- lista i vetur, þótt það væri I al- gjörri andstöðu við allt það, sem á sUkum listum hefur trónað undanfarin ár. 1 útvarpinu i kvöld klukkan 23.20 i þættinum „Létt músik á siðkvöldi” er leikin balletttón- list eftir Scott Joplin. Það er hljómsveitarstjórinn Grant Hossacks sem þar flytur ásamt hljómsveit sinni útsetningu sina af „Glataða syninum” eftir Joplin. Scott Joplin var fæddur áriö 1863 i Texas i Bandarikjunum. Hann var ómenntaður og sannkallaður náttúrumaður á tónlistarsviðinu. Hann dó 1917. Um aldamótin var Ragtimetón- listin mjög vinsæl, en nafnið er myndað úr orðunum raged og time og á að merkja þá upp- lausn, sem rikjandi var á þess- um tima. Scott Joplin hefur samiö bæði óperur og balletta og var á sinum tima bæði vin- sæll og virtur höfundur. Nú virðiststjarna hans vera að risa á ný. —JB Konungur Ragtime — Scott Joplin. Ólafur Þ. Jónsson syngur kl. 19.40: Sáum hann síðast í Þryms kviðu Ólafur Þ. Jónsson, Islenzki óperusöngvarinn, sem nú starfar við óperur í Pýzka- landi, syngur nokkur ein- söngslög I útvarpinu I kvöld. Þetta eru lög eftir Þórarin Guðmundsson, Ingólf Sveins- son og Eyþór Stefánsson. Ólafur hefur unnið sér frama erlendis en hér á landi eru fá verkefni fyrir óperu- söngvara og þvi hefur hann kosið að búa erlendis og syngja I óperuhúsum þar. Hann hefur þó komið hingað upp, ef setja hefur átt upp ó- perur og munum við nú siðast eftir honum i óperu Jóns As- geirssonar „Þrymskviðu”, sem flutt var i Þjóðleikhúsinu. —JB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.