Vísir - 20.02.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 20.02.1975, Blaðsíða 2
2 Vísir. Fimmtudagur 20. febrúar 1975. TÍSIE SFIB'- Finnst þér borga sig að eiga bil? Arni Jónsson. bilstjóri: — Nei. Ég átti bil og ég hreinlega gaf hann fyrir ári. Pétur Evsteinsson, nemi: — Mér finnst það borga sig, já. Ég á einn og mér finnst það mjög þægilegt. Það er svo ægilegt fyrirtæki að vera að fara þetta með strætó. Auðvitað er það rokna dýrt að eiga bil, en það er lika orðið dýrt að fara með strætó. Katrin Magnúsdóttir, nemi: — Ég á nú ekki bil sjálf, en ég held að það borgi sig ekki. Það er allt of dýrt. Ég held það sé skynsam- legra að fara með strætó. Jóhann Antoniasson, útgerðar- maður: — Já, sannarlega borgar það sig. Það er ekki of dýrt — mátulega dýrt. Guðmundur Kristinsson, veit- ingamaður: — Já, það held ég nú að borgi sig. Vegalengdir eru það miklar. Annars ætti fólk að gera miklu meira að þvi að ferðast með strætó. Það hefði bara gam- an af þvi — engar stöðumælasekt- ir eða þvi um likt. Bjarni Djurhoim frá Færeyjum: — Ja, ég veit ekki um það hér a íslandi, en það fer ákaflega mikiö eftir vegalengdum til dæmis. Annars held ég að það sé dýrara að gera út bil hér en i Færeyjum. LESENDUR HAFA ORÐIÐ „ Hafnarfjarðarb œr taki við fólksflutningunum" Guðbjörg Guðmundsdóttir hringdi: ,,Ég var að lesa spurningarn- ar og svörin varðandi Strætis- vagna Kópavogs, sem birt er i lesendadálkunum i þriðjudags- blaði. Ég vil ekki gera neinar at hugasemdir við það sem þar er prentað. Aftur á móti vil ég lýsa vanþóknun minni á Hafnar- fjarðarvögnunum. Um það leyti sem mestur fjöldi ferðast með strætisvögn- unum á milli Hafnarfjarðar og Reykjavikur eftir vinnu á kvöldin, að viðbættum þeim, sem þá hafa lokið innkaupaferð- um, eru vagnarnir svo troðfull- ur, að maður nær tæpast andan- um. Manni finnst nú að ekki sé hægt að miða vagnafjöldann á þessum mesta annatima við meðalfarþegafjölda. Við hljót- um að eiga heimtingu á þvi, að þeirsem hafa einkaleyfi á fólks- flutningum standi sómasam- lega i stykkinu. Það hefur mikið verið skrifað um það, hvað vagnar Landleiða eru orðnir úr sér gengnir. En alltaf er þeim þrælað áfram, enda eru þeir að bila i miðjum áætlunarferðum öllum til ama. Það virðist ekkert vera hugsað um viðhald þessara bila, né heldur endurnýjun vagnanna. Er ekki orðið timabært, að Hafnarfjarðarbær taki þessa fólksflutninga i sinar hendur? Ég vil taka það skýrt fram, að það eina, sem er i lagi hjá Land- leiðum, er jafnaðargeð bilstjór- anna. Þeir bjóða manni gjarnan góðan daginn þegar maður er að stiga upp i vagnana og reyna að brosa breitt þegar vagnarnir eru óþægilegir við þá. Það fæ ég þó ekki skilið, hvernig þeir geta látið bjóða sér upp á þessar gömlu druslur. Já, og eitt að lokum: Þegar álagið er mest á vögnunum á kvöldin er gripið til aukavagna. Vagna, sem engan veginn eru brúklegir til þess arna, þar sem aðeins er hægt að komast inn og út um einar dyr, dyrnar að framan. Það skeður oft og iðu- lega i þessum þröngu og pakk- fullu vögnum, að farþegar ná ekki að komast alla leið fram i vagninn fyrr en komið ér að næstu stoppistöð á eftir þeirri sem þeir ætluðu að komast út. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um óviðunandi ástand i fólksflutningum á þessari leið. Það mætti segja mér, að þeir fengju að heyra sitt af hverju, Landleiðaforstjórarnir, ef þeir þyrðu að efna til skoðanakónn- unar á meðal sinna farþega eins og SVK gerðu i sinum vögnum”. SETJIÐ HJÓL UNDIR „STR AN DAGLÓP AN A"! Viggó Oddsson, Jóhannesar- borg, skrifar: ,,A siðasta ári urðu fleiri og dýrari sjóslys á friðartimum en á nokkru öðru ári til þessa. Samt eru skip heimsins betur búin „fullkomnustu tækjum” til allra sjóstarfa og sjómenn betur æfðir og menntaðir. Einföld lausn. Þvi stórfenglegri sem vanda- málin eru, þvi einfafdari er oft lausnin. Ég hef þvi fundið upp einföld björgunartæki sem leysa vandamál þeirra sem sigla vilja skipum sinum á þurru landi, en það er vökvadrifinn hjólabúnað- ur eða skriðflögur eins og á jarðýtum og skriðdrekum. Ekki hef ég tekið nein einkaleyfi á þessari uppfinningu, þar eð þetta álit ég vera i þágu alls heimsins og ég of önnum kafinn við önnur störf til að sinna þessu máli tileigin ágóða. A meðfylgj- andi rissi er ljóst hve einfaldur SIKáMÐA®! V o KVa K h ú I n n Land9 'on9'Jt>únaéur Qyétr SKÍfú'Stfbndum 05 eignati'oni , ^ - ~ f o- DrÓgU ^LandraérabclUr"/náé SlcQnd-úábúnaAi J'/ ' Verðanda aXjaKMr Landre&ri KKriéfLaoc, / LanJróéri °f Uppd'-ef.n bdt«P*U oj átbanad" Á ítafni. ESnnty AUÍ ovta J/cV dtkk Útbanaé-ar SLrarnt. Eiiunty ■ . . -. >C Stórf-jt' , <tn SKrtéfloyur X sartcft þessi útbúnaður er og getur sparað mikið i eignum og mannslifum. Sigla má skipum beint i land, og að fiskvinnslu- stöðvum eða á baH; á Hvols- velli. Ryðja þyrfti STRAND- GÖTU meðfram suðurströnd- inni svo strandkafteinar geti ek- iö að næsta þorpi án þess að ó- náða björgunarfólk. Þetta minnir mig á sögu af gömlum skútukalli sem sigldi i strand, fyrir rétti sagði hann hvaö hefði skeð, en grunur lék á að hann hefði sofnað við stýrið: „Nú, ég stýrði og stýrði, þar til strikið var búið og allt I strand,. andsk., maður”.” „ VILDI HELZT GETA SÉÐ ALLAR KVIK- MYNDIRNAR“ S.K. skrifar: „Franska sendiráðið á miklar þakkir skildar fyrir þann menn- ingarauka, sem það útvegar okkur með „kvikmyndaviku” sinni. Ég var að skoða dagskrá þessarar syningarviku og sá að það eru hinar mestu kræsingar, sem okkur er boðið upp á. Ég sá þrjár af myndunum, sem sýndar voru i fyrra. Helzt vildi ég geta komizt yfir að sjá þær allar núna. Allt eru þetta myndir nýjar af nálinni og þær sem telja má til athyglisverðari mynda Frakka i dag. Kvik- myndahúsin hér hafa litið sýnt okkur af franskri kvikmyndalist og þvi er þetta kjörið tækifæri til að bæta upp skaðann. Það er vonandi, að aðsóknin að þessum sýningum verði góð. Hún var vist eitthvað slök i fyrra, en þá fór kvikmyndavik- an af stað um leið og verkfall prentara. Fékk þetta framtak sendiráðsins þvi ekki þá auglýs- ingu sem með þurfti. Skyldu önnur sendiráð nokkuð hafa hugleitt myndasýningar af þessu tagi?” „Takk fyrir séra Halldór" Elsa Sigurðardóttir hringdi: „Mig langaði til að biðja ykk- ur fyrir þakklæti mitt til hans sr. Halldórs Gröndals fyrir ræðuna hans i útvarpsmessunni á sunnudaginn. Það var aldeilis stórkostleg ræða og indæl. Hann svaraði af- bragðs vel Morgunblaðsskrifum dómprófastsins fyrrverandi”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.