Vísir - 20.02.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 20.02.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Fimmtudagur 20. febrúar 1975. 3 Orka Grímsár og Lagarfoss nœgir við venjulegar kringumstœður dísilstöðvarnar verða áfram á sínum stöðum til að hlaupa undir bagga „Það verður að sjálf- sögðu háð vatusstöð- unni i Leginum, hve mikið verður hægt að spara af disilorkunni, þótt Lagarfossvirkjun verði tekin i gagnið,” sagði Erling Garðar Jónasson, rafveitu- stjóri á Egilsstöðum i viðtali við Visi. ,,En virkjunin á að geta af- kastað rúmlega sjö megavöttum, og það þýðir, að ef vatnið er eðlilegt i Leginum, er það likt afl og við not- um frá disilvélum að meðaltali á dag. En þegar vatn er komið i árn- ar, höfum við i Grimsá og Lagarfossi um 10 megavatta afl,sem á að nægja undir venju- legum kringumstæðum. Slðan er vandamál i dreifing- unni, aðalflutningnum. Það get- ur við vissar kringumstæður þurft að nota disilvélar til að halda uppi eðlilegum flutningi eftir aðalkerfinu. Eins þurfum við sjálfsagt að gripa til þeirra, þegar kólnar i veðri og lækkar i ánum — þær verða sem sagt ekki fluttar i burtu, þvi vatnið i Grimsá getur horfið — raunar i Leginum lika. Engu að siður er þetta stór- kostlegur áfangi fyrir Austfirð- inga að fá þessa virkjun til starfa. En með þvi að ekki fékkst leyfi til að hafa vatnsborð Lagarins i hagkvæmri hæð fyrir virkjunina, hljóta að verða meiri truflanir á rekstri hennar en ella. En áfanginn er stórkost- legur fyrir raforkusögu Austur- Við höfum raunar miklu meira disilafl, en þetta er svip- uð stærðargráða eins og disilafl- ið er. Það sem gerzt hefur, er náttúrlega það, að út féllu ákaf- iega stórir notendur, bræðslan á Neskaupstað og Hafsild á Seyðisfirði. Samtimis hefur það svo orðið, að það er engin fryst- ing á loðnu, sem er mjög afl- fredi. Þetta gerir það að verk- um, að aflgjöf okkar i vetur náði aldrei þvi marki, sem reiknað var með. Lagarlossvirkjun tekur til starla nú a næstunni. Fremst á myndinni er tengivirkið, sem er fyrir flutning orkunnar niður á Egilsstaði, þar sem hún fer inn á dreifikerfið. Til hægri sér f stöðvarhúsið. Ljósm. VIsis Bjarni Arthúrsson. lands, hvort sem þessir tima- bundnu rennsliserfiðleikar gera vart við sig yfir veturinn eða ekki. Að fá þarna vatnsorku inn á svæðið mun gjörbreyta við- horfunum til orkumálanna i rauninni, möguleikum manna til að nýta og fá raforku,” sagði Erling Garðar Jónasson. — SH. Tónleikar á hverju kvöldi... Islendingar \ annað sinn á Ung Nordisk Musikfest tsiendingar verða nú I annað skipti þátttakendur f Ung Nordisk Musikfest, áriegri tónlistarhátfð ungs fólks á Norðuriöndum. Hátiðin verður nú haldin i Helsinki i Finniandi, dagana 23. febrúar til 1. marz. Héðan fara 10 manns og eru þar af 8 virkir i tónlistarflutningi hátiðarinnar. Fjögur verk til flutnings á Ung Nordisk Musik- fest 1975 bárust islenzku UNM nefndinni,en „Taijah” heitir það, sem varð fyrir vali dómnefndar. Tilgangur hátiðarinnar er i fyrsta lagi að veita norrænum tónskáldum undir þritugu tæki- færi til að heyra verk sin flutt af norrænum tónlistarnemum og mönnum. t öðru lagi að auka skilning á hvers kyns nútimatón- list, bæði hjá flytjendum og hlust- endum, og endurspegla þá tón- listariðju, sem ungt fólk stundar á Noröurlöndum. 1 þriðja lagi áð auka menningarsamstarf Noröurlandanna, kynni og við- sýni tónlistarmanna þeirra. t Helsinki verður hátiðin með þvi sniði, að hljóðfæraleikarar, yngri en 30 ára viðsvegar að af Norðurlöndunum munu sjá um flutning 35 verka eftir jafnmörg ung norræn tónskáld. Hljóðfæra skipun verkanna er allt frá sinfóniskri stærö niður i einleiks- verk. Sinfóniuhljómsveit Helsinki mun flytja einhvern hluta sinfóniskra verka, en tónleikar verða á hverju kvöldi. Þá verða einnig haldnir fyrirlestrar. —EA 75 þós. páskaegg á dagl — ný vél tíl sœlgœtisgerðarinnar Víkings en þar á að framleiða 21 tonn af páskaeggjum í ár Vélin, sem framieiðir páskaeggin, er svo nákvæm, að öil eggin, hvar sem við þau er komið, eru jafnþykk. Þarna er súkkuiaðið látið renna i mótin. Ekkert silfurhnegg þetta árið Það virðist ekki vera i tizku að verðlauna menn fyrir vcl gerða hiuti. Þannig munu bókmennta- gagnrýnendur dagblaðanna ekki verðlauna islenzkan rithöfund að þessu sinni. Samstaða gagn- rýnenda rofnaði, þegar Morgun- blaðið tók þá ákvörðun að hætta að hafa silfurhestinn á fóðrum ásamt hinum blöðunum. Hin fjögur blöðin stóðu siöan fyrir af- hendingu siifurhestsins I fyrra, var það Hannes Pétursson, Ijóöskáld, sem hlaut gripinn. Þá telja gagnrýnendur að gagnrýni hafi birzt stopult I fyrra, og ekki sé ástæða til verðlaunaveitinga að þessu sinni. Fimmtán þúsund páskaegg á dag. Það hefðu líklega fæstir á móti þvi að komast 1 það góð- gæti, en þetta er það magn af 20 gramma páskaeggjum, minnstu gerð, sem ný véi I sæl- gætisgerðinni Viking getur framleitt á dag. Vél þessi kom til landsins rétt fyrir páskana i fyrra, en nú fyrst er hún notuð af fullum krafti við páskaeggin. Jón Kjartansson framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði Visi, að búizt væri við að framleitt yrði 21 tonn af páskaeggjum fyrir þessa páska. Það er þreföldun frá þvi i fyrra. Það fer eftir stærð páskaeggj anna, hversu mörg er hægt aö framleiða á dag. 20 gramma eggin eru minnst, en ef fram- leidd eru t.d. 550 gramma egg, erhægt að framleiða 11-1200 egg á dag. Þá er miðað við átta vinnustundir. l.byrjun janúar var hafizt handa við að framleiða páska- eggin, en þetta er nokkuð fyrr en venjulega. Oftast hefur ekki verið byrjað fyrr en i i febrúar. Þá má geta þess að með til- komu þessarar vélar hefur haf- izt samvinna milli NÓA og VÍKINGS um framleiðslu páskaeggja. 1 þessari vél er hægt að framleiða miklu meira magn á dag en áður, eða um ti- falt meira. Nýja vélin er keypt frá Þýzkalandi, og þegar ekki er verið að búa til páskaegg i henni, er til dæmis hægt að nota hana fyrir plötusúkkulaði. Og þvi má bæta við, að nú er búizt við 50% hækkun á páska- eggjunum frá þvi i fyrra. —EA Þetta tæki, sem vð sjáum þarna, snýst stööugt I hringi og formar súkkulaðið inn i mótunum. Með þessari nýju tækni Vikings er hægt að framleiða miklu fleiri egg á dag en áður. Ljósm: Bragi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.