Vísir - 20.02.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 20.02.1975, Blaðsíða 6
6 Vísir. Fimmtudagur 20. febrdar 1975. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. JóhannesTön ~ Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Síðumúla 14. Simi 86611. 7 lfnur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. í iausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Byggilegt til frambúðar? l( íslendingum fjölgar jafnt og þétt með hverju árinu. Nýjar þúsundir koma á vinnumarkaðinn á hverju ári. Við hljótum að ihuga, hvaða lifskjör eru i náinni framtið búin þeim fjölskyldum, sem nú er verið að stofna til. Með hvaða hætti getur atvinnulif þjóðarinnar séð okkur og afkomendum okkar fyrir enn betri lifskjörum en við búum við i dag? Þeim mun meiri kröfur, sem við gerum til lifs- ( kjara i framtiðinni, þeim mun meira máli skipta / hugleiðingar af þessu tagi. Við hljótum að spyrja, hvort íslendingum geti endalaust fjölgað, án þess að lifskjörin taki að rýrna varanlega. Og við verðum að meta möguleika atvinnulifsins á að l soga til sin stóraukna starfskrafta. V Útþenslumöguleikarnir i útgerð og fiskvinnslu eru takmarkaðir. Fiskistofnar Islandsmiða eru i ( vörn. Aukin sókn i þessa hætt komnu stofna gerir ( aðeins illt verra, af þvi að hún leiðir til meiri j kostnaðar við að ná hverju fiskitonni á land, það ' er að seg ja til minni framleiðni og verri lifskjara. ( Ekki er ráðlegt að búast við meiru af væntanlegri / útfærslu efnahagslögsögu okkar á hafinu en þvi, að hún stöðvi samdrátt fiskistofnanna. Vafasamt er, að hún gefi möguleika á aukinni sókn, án þess að framleiðnin minnki. Enn siður er liklegt, að landbúnaðurinn og vinnsla landbúnaðarafurða geti tekið við nýjum starfskröftum. Hlutfall starfsmanna i þessari til- y tölulega óarðbæru grein er of hátt hér á landi i t( samanburði við nágrannalöndin. Nokkur von er )/ þó á, að nýjar búgreinar eins og loðdýrarækt, yl- rækt og fiskirækt geti skapað dálitið mótvægi gegn flóttanum frá hinum hefðbundna landbún- aði. En i heild er ekki unnt að gera ráð fyrir möguleikum á fjölgun starfskrafta i landbúnaði, nema á kostnað lifskjara þjóðarinnar. Árum saman hafa augu sérfræðinga einkum beinzt að möguleikum hins almenna iðnaðar. f Þeir telja nýja iðnvæðingu vera grundvallarfor- ) sendu þess, að atvinnulifið geti á næstu árum og \ áratugum útvegað verkefni handa öllum. En ( gallinn er sá, að iðnaðurinn hefur til skamms tima verið annars flokks atvinnugrein. Póliti^ forréttindi frumframleiðslugreinanna hafa hindr- að nægilegan straum fjármagns til iðnaðarins. f Og ráðgerður aðlögunartimi iðnaðarins að tolla- /i lækkunum innfluttra iðnaðarvara hefur að tölu- 1) verðu leyti verið eyðilagður. ( Timabært er orðið að snúa dæminu við og gera ) iðnaðinn að forgangsgrein. Við þurfum að efla ( bæði smáiðnað og stóriðju. Einkum þurfum við / að opna betur augu okkar fyrir möguleikunum i ) stóriðjunni, þvi að jarðhitinn og vatnsorkan gefa ) okkur gott forskot fram yfir aðra i uppbyggingu ( orkufreks iðnaðar. Stóriðja og orkubúskapur af ) þvi tagi er liklegust allra atvinnugreina til að efla 1 lifskjörin i landinu. \ Þótt gengislækkunin hafi bægt vofu atvinnu- ) leysis frá að sinni, erum við ekki úr allri hættu ( enn. Þessi staðreynd ætti að hvetja okkur til að hugsa meira um framtiðina og spá betur i, hvern- i ig við getum hagnýtt okkur auðlindir náttúru, ' hugar og handa til að tryggja, að landið verði á- ( fram byggilegt fyrir þá íslendinga, sem stöðugt / eruaðbætastihópinn. —JK Þau búa ó fljótinu Hcimili, þar sem fljótið er við þröskuldinn, kostnaðurinn svip- aður og af fjölskyldubflnum og möguleikarnir margvislegir til að flytja hvenær sem mann lystir í fallegra umhverfi. — Það hljóm- ar likt og rætt sé um fyrirmyndar iveru. En það er ekki fyrir að fara sæl- unni hjá þeim fimmtán þúsund- um, sem búa i húsbátum i Eng- landi. Þeir eru flestir að selja heimili sin (sum beint til niður- rifs) vegna þess að þeir njóta ekki sömu réttinda og aðrir húseig- endur að brezkum lögum. Á ám og sikjum Englands hefur umferðin aukizt svo með árunum, að liggur við troðningum. Það hefur kallað á strangari reglur, sem neyða smám saman fljóta- búana til þess að flytja i land. Þvi eru hinir skrautmáluðu húsbátar sem óðast að hverfa af hinum frægu Norfolksikjum. Við Thames hefur þróunin verið slik, að smábryggjunum, sem slikir bátar hafa löngum legið bundnir við, fækkar ár frá ári um ekki færri en fjörutiu. ibúar hinna „fljótandi þorpa” við hólmana i Thames hafa flúið i hrönnum þessa iverustaði sina. Aður lágu i sliku flotþorpi gjarn- an einir fimmtiu bátar, en naum- ast sést meira en ein tylft þannig saman komin i dag. Þetta er orðin þriggja ára gömul þróun. Það er sem yfirvöldum þóknast að segja honum upp leigunni á bryggju- plássinu. Erfiðleikum þessa fólks er bezt lýst með orðum John Ison, for- manns samtaka húsbátaeigenda, þegar fréttamaður Reuters spjallaði við hann á dögunum. „Fjölskyldurnar verða sumar hverjar að flytja frá degi til dags og leita sér að nýju bryggjuplássi, sem verður nú æ vandfundnara með árunum. — Og hver getur staðið i sliku, sem daglega hefur öðrum störfum að gegna i brauð- stritinu?” sagði hann. Ison, sem er reyndar einn þeirra, sem neyðzt hafa til að flytja i land, var i fararbroddi heils fiota húsbáta, sem i fyrra sigldu að Westminster-bryggj- unni I eins konar kröfusiglingu til áréttingar kröfum húsbátaeig- enda um lagabreytingar, sem bætt gætu réttarstöðu þeirra. Þegar að bryggju var komið, var forsætisráðherranum afhent bænarskjal þar að lútandi. Það hefur löngum verið sagt um Thamesána, aðhún sé heimur út af fyrir sig. Þeir, sem þar búa — annaðhvort á fljótinu sjálfu, eins og húsbátafólkið, eða á bökk- um árinnar — séu samfélag út af fyrir sig. Þetta er ekki hópur, sem borið hefur mikið á. t mesta lagi hafa þeir verið fyrirmyndir nokk- urra ferðamanna, sem vildu ekki pMflMÍÍl Borðhald um borð I húsbát. framtiðarskipulag Lundúna, sem þessu veldur og uppbygging þess jarðnæðis, sem smábryggjurnar útheimtu áður. Þegar yfirvöld hafa þannig knúið fljótabúana til að flytja burt, neyðast hinir siðarnefndu til þess að selja bátana, nema þeir kjósi heldur að vera á sifelldum flótta frá einni bryggjunni til ann- arrar. Þvi samkvæmt brezkum lögum hafa húsbátaeigendur ekki þann rétt, sem langtima lóöaleigu- samningar tryggja ibúðareigend- um I landi. Sérhver ibúi i húsbáti getur þvi átt yfir höfði sér að þurfa að hypja sig burt hvenær koma heim aftur með óteknar filmurnar i myndavélunum. Þeir, sem búa i húsbátunum — og hafa sumir gert það kannski kynslóð fram af kynslóð — vilja fyrir engan mun flytja i land. Ekki ef þeir hafa bryggju eöa ein- hvern griðastað til að liggja við. Enda ekki að vonum. Margir húsbátarnir eru hinar þægileg- ustu iverur. Þetta eru rúmgóð heimili, sum á við tveggja hæða einbýlishús, með öllum nútima þægindum. Þarna er rafmagns- upphitun i staðinn fyrir gasið i landi, eða arininn. Litasjónvarp, eins og á beztu heimilum i landi, þvottavélar og hvers kyns þæg- IIIIIIIIIIII Æ iftM UMSJÓN'. G. P. Ekki eru allar Iverurnar rúm- góðar, þótt þær geti verið vist- legar fyrir það. indi, sem húsmóðir getur krafizt i dag. Fjölskyldur bátanna geta hvenær sem þeim þóknast tekið sér skemmtisiglingu upp eða niður fljótið i góða veðrinu. Það er algengt með smærri bátana, að fjölskyldan sigli þeim á milli bryggjanna i innkaupaleiðöngr- um til heimilisins. Margir þessir húsbátar voru fljótaprammar i fyrra lifi. Eig- endurnir keyptu þá og breyttu þeim i ibúðarhús. 1 samanburði við marga leiguhjallana eru þetta lúxusvillur, enda bjóða þeir upp á sömu kostina og ibúar fjölbýlis- húsa sækjast eftir, þegar þeir flytja i einbýlishús. Þessu fólki þykir að vonum hart að þurfa að lenda utangarðs fyrir það eitt, að heimili þeirra stendur ekki á harða landi. Þó þurfa borgaryfirvöld ekki að hafa neitt meira fyrir þeirri þjónustu, sem þessum íbúum er veitt, frekar en öðrum borgurum. Nema ef siður væri. Þaðþarf ekki gatnagerðina, gaslagnirnar eða þess háttar. Að minnsta kosti ekki i eins stórkost- legum mæli. Það er minna um- stang i kringum húsbátana og bryggjur þeirra heldur en t.d. stæði fyrir hjólhýsi, eins og viðast þekkjast erlendis. Fljótabúarnir una þvi illa þeim örlögum, sem þeim sýnast búin með sömu þróun. Athyglin hefur beinzt að högum þeirra i þessu tilliti og nokkur samúð vaknað með máistaðnum. Er svo komið, að nokkrir þing- menn eru sagðir hafa I undirbún- ingi lagafrumvarp, sem gerir ráð fyrir að veita þeim nokkra vernd varðandi það litla jarðnæði, sem bryggjur húsbátanna krefjast.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.