Vísir - 20.02.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 20.02.1975, Blaðsíða 16
ism Ábyrgðartryggingu þarf fyrír Akureyrarbundana Akureyringar bíða nú eftir því að heyra við- brögð dómsmá laráðu- neytisins við þeirri reglu- gerð/ sem bæjarstjórn samþykkti um hundahald fyrir skömmu. Er þar lagt bann við hundahaldi, en mönnum þó heimiiað að eiga áfram þá kjöltu- rakka sem þeir áttu fyrir, en með ströngum skilyrðum þó. í reglugerðinni eru þeir hund- ar, sem ganga lausir, lýstir rétt- dræpir. Þeir, sem eiga kjöltu- rakka, verða að láta skrd þá og þvi fylgt fast eftir, að hundarnir séu hreinsaðir eins og reglugerð heilbrigðiseftirlitsins mælir fyrir um. Þá er hundaeigendum gert skylt að greiða leyfisgjald af hundum sinum og sömuleiðis verða þeir að fá fyrir þá ábyrgð- artryggingu til að tryggt sé, að þeir, sem verða fyrir tjóni af völdum hundanna, fái bætur ef ástæða er til. Reglugerðin veitir lögbýlum i bænum heimild til að hafa þarfa hunda, sem kallað er. Reglugerðin tekur ekki gildi fyrr en ráðuneytið hefur sam- þykkt hana. Af hundamálinu á Seltjarnar- nesi, er það að frétta, að yfir- völd þar eru að viða að sér um- sögnum um hundahald á öðrum þéttbýlissvæðum. Má búast við að stutt sé i, að tekin verði ákvörðun um það, hvort hunda- hald verði bannað eða heimilað á Nesinu. — ÞJM Loftleiðir og Lands- virkjun eru skipa- eigendur Meðal skipaeigenda og út- gerðarmanna f nýútkominni Skrá yfir Islenzk skip 1975, sem Siglingamálastofnunin hefur gefið út, mð finna meðal annars nöfn Loftleiða og Landsvirkjunar. Loftleiðir h.f. f Reykjavík eru skráður eigandi að Sóma, sem smiðaður er f USA úr trefjaplasti árið 1970, 10 brúttólestir. Þetta er skemmtibátur með tvisvar sinnum 210 hestafla Chevroiet vél. Landsvirkjun f Reykjavfk er skráður eigandi að dráttar- skipinu Nökkva, sem smiðað er f Hollandi 1974. Það er 13 brúttólestir með 115 hestafla G.M. vél. Iieimahöfn Nökkva er Bjarnarlón.— SH Týndi kaupinu Drengur, sem var að ná I hluta af kaupi sinu i gærdag, var svo óheppinn að týna þvi úr vasa sin- um á heimleið. Hann kom við i verzlun á Njálsgötunni og keypti þar smáhlut, en hélt svo heim til sin á Grettisgötu 96. Hann var með um 20 þúsund krónur lausar i vasa sinum og hefur tapað þeim einhvers staðar á leiðinni. Þetta voru þrir fimm þúsund kallar og hitt i þúsund köllum og hundraö köllum. Drengurinn biður nú þá, sem hafa fundið peninga á þessum slóðum að hringja i sig i sima 15806. Fundarlaun eru i boði. —JB Strætisvagnarnir stöðvuðust á Hlemmtorgi og þar i kring klukkan nfu f gærkvöldi vegna hálkunnar. Saltaustur á götur borgarinnar átti ekki aö hefjast fyrr en klukkan fjögur i nótt. BEÐIÐ EFTIR SALTI - STRÆTO STÖÐVAÐIST íslendingur í sjóliðs- foringja- skóla Islenzkur maður, örn Einars- son, stundar nú nám I sjóliðs- foringjaskólanum I Lexinton i Missourifylki. Ilann er sonur Einars Gunnars Einarssonar og Guðriðar Einarsson, Langa- gerði 118, Reykjavik. örn fékk fyrir skömmu heiðursskirteini fyrir góöa framkomu og frammistöðu, og sýnir mynditi þann atburð. örn til vinstri. — HH. „Eru einhverjir, sem þurfa að komast inn I Voga, tilbúnir til að kaupa með mér leigubfl þang- að?” Jú, þeir fyrirfundust strax nokkrir á Hlemmi, sem voru bún- ir að standa þar I kuldanum og bfða eftir að strætó færi aftur af stað, án árangurs. Strætisvagna- stjórarnir voru I stræk og vagnarnir stóðu hreyfingarlausir allt I kringum Hlemmtorg frá klukkan niu f gærkvöldi. „Viö erum að reyna aö fá þvi framgengt, að það verði borið salt á hálkuna, sem er á leiðum okkar, en verkstjórarnir hjá borginni hafa neitaö að veröa við þeirri beiðni fyrr en klukkan fjögur i nótt,” útskýrðu vagnstjórarnir, þegar Visir hafði tal af þeim á kaffistofu þeirra á Hlemmi. Þar höfðu þeir safnazt saman, þegar vagnarnir höfðu stöðvazt hver á fætur öðrum. „Vagnarnir eru að visu allir á snjódekkjum, en það nægir ekki þegar svona glerhálka myndast skyndilega á götunum. Þá er salt- ið eina björgin,” sögðu vagnstjór- arnir. „Þaö væri glannaskapur aö halda áfram akstri með fulla vagna af far- þegum á meðan göturnar eru svona glerhálar,” sögðu vagnstjórarnir. —Ljósm.- Bragi. „Það væri glannaskapur, aö halda áfram akstri með fulla vagna af farþegum á meðan göturnar eru svona hálar og ekk- ert hefur vérið gert til að eyða hálkunni,” sögðu vagnstjórarnir. Og á meðan unnið var að þvi aö koma verkstjórunum til, lágu all- ar áætlunarferðir vagnanna niöri. Þegar svo klukkan var orðin ellefu og saltaustur var ekki haf- inn, fóru bilstjórarnir meö vagn- ana inn að Kirkjusandi og lögðu beim þar. Aðeins einn vagn var á nagla- dekkjum. Það var leið 12, sem fer i efra Breiðholt. Sá vagn hélt áfram akstri og fór i bæði efra og neðra Breiðholt. Aðrir vagnar hættu að ganga eftir klukkan niu, en um klukkan ellefu voru settir hlekkir undir þrjá eða fjóra vagna, sem hófu þá akstur á ný. Á Hlemmi, sem og á öðrum bið- stöðvum út um alla borgina, beið fólk i kuldanum eftir þvi að kom- ast með strætisvagni. Að lokum gáfust menn upp á þvi að biða á Hlemmi þegar ljóst var, hvað um var að vera. Sumir tóku leigubila, en aðrir lögðu fótgangandi af stað þangað sem þeir ætluðu.... — ÞJM Spurningarnar dynja á einum vagnstjóranna á Hlemmtorgi, þar sem fjöldi fólks beið i kuldanum cftir að komast leiðar sinnar. Krónan heldur ófram að síga — gagnvart flestum myntum, en óverulega Gengi krónunnar hefur sigiö dálitið gagnvart sumum erlend- um myntum og „stigið” gagn- vart öðrum, sfðan gengisfelling- in varð. Pundið kostaði 357,80 krónur fyrst eftir gengislækkunina en hefur nú hækkað i 358,50. Þýzka markið hefur einnig orðið dýr- ara. Það kostaði 64,46 krónur eftir gengislækkun en kostar nú 64,51. Danska krónan hefur aft- ur á móti fallið úr 27,00 krónum niður i 26,95 islenzkar krónur. Norska krónan hefur stigið úr 29,97 islenzkum i 30,00. Franski frankinn hefur stigið úr 34,93 kr. i 35,27. Svissneski frankinn hef- ur hins vegar orðið ódýrari. Hann kostaði 60,76 krónur fyrst eftir gengisfellingu en er nú 60,38 krónur. Dollaragengið er óbreytt, og fara þessar breytingar frá degi til dags eftir þvi, hvernig hinar myntirnar breytast i gengi gagnvart dollar. Sig krónunnar var nokkru meira i fyrstu en siðustu daga hefur hún jafnað sig nokkuð. —HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.