Vísir - 22.02.1975, Side 14

Vísir - 22.02.1975, Side 14
y«HWB Öflugustu skákmenn heimsins í dag F.I.D.E., alþjóöa skáksam- bandiö birti um áramótin nýjan Elo-skák stigalista. Samkvæmt honum eru þetta öflugustu skák- menn heims i dag: 1. Fischer Bandaríkjunum 2780 2. Karpov Sovétrikin 2705 3. Kortsnoj Sovétrikin 2665 4. Tal Sovétrfkin 2645 5. Petroshan Sovétrikin 2645 6. Portisch Ungverjalandi 2635 7. Polugaevsky Sovétrikin 2635 8. Spassky Sovétrikin 2625 9. Larsen, Danmörku 2625 10. Ljubojevic, Júgóslavia 2615 Karpov dregur jafnt og þétt á Fischer og hefur bætt sig um 5 stig frá þvi i mai s.l. Af 10 efstu hefur Tal hækkaö mest, um 3 sæti og 10 stig. Hins vegar hefur Spassky tapað 25 stigum, en i mai skipaði hann 4. sætið á heimslist- anum. Mestu kollsteypuna hefur þó Kavalek tekið, lækkað um heil 60 stig og falliö úr 10. sæti niður i 21. Af islenzkum skákmönnum eru þessir efstir á Elo-listanum: 1. Friðrik Ólafsson 2535 2. Guðmundur Sigurjónsson 2475 3. Björn Þorsteinsson 2410 4. Ingvar Asmundsson 2405 5. Ólafur Magnússon 2400 Til þátttöku á svæðamótum eru 2400 stig lágmarkstala og þessir 5 eru einu Islendingarnir sem þeirri tölu ná. A millisvæðamótin 1976 velur F.I.D.E. nokkra keppendur beint og voru nöfn þeirra birt fyrir skömmu. a) Þeir skákmenn er skipuðu 3.- 8. sæti i áskorendakeppninni 1974: R. Byrne, Mecking, Petroshan, Polugaevsky, Portisch og Spassky. b) 7 stórmeistarar, valdir af nefnd sérfræðinga sem F.I.D.E. skipaði: Geller, Hort, Hubner, Kuzmin, Larsen, Ljubojevic og Tal. Varamenn þeirra eru Kava- lek, Smejkal, Browne, Anders- son, Taimanov, Bronstein og Vaganjan. Skák þáttarins I dag er frá há- skólakeppni I Sovétrikjunum sem nú stendur yfir og hér er teflt af tilþrifum. Hvitt: Meuitov Svart: Matiskek Fönsk vörn. / 1. e4 e6 2. d3 (Sovézki skákmeistarinn Tschi- gorin, sem uppi var á 19. öld, mun vera upphafsmaður þessa byrj- anakerfis, þó hann léki sjálfur 2. De2 i stööunni. I heimsmeistara- keppninni 1954 beitti Smyslov 2. d3 i 23. skákinni og vann frægan sigur.) 3. Rd2 Rf6 4. Rg-f3 c5 (Gott og traust framhald er 4. Rc6 5. g3 dxe4 6. dxe4 Bc5 7. Bg2 e5 Vasjukov : Tal, skákþing Sovétrikjanna 1961.) 5. g3 Rc6 6. Bg2 Be7 7. 0-0 0-0 8. Hel b5 9. e5 Rd7 10. Rfl b4 11. h4 a5 12. Rl-h2! (Fyrstu 11 leikirnir hafa allir verið eftir bókinni, og hvitum þykir nú timi kominn til breyt- inga. Venjulega er leikið 12. Bf4, en hér sparar hvitur sér tima og herðir á sókninni.) 12. .... a4 (Eftir lögmálinu svarar svartur sókn á kóngsvæng með gagnsókn á drottningarvæng. En hann er einfaldlega á eftir og hvitur fær að stilla mönnum sinum upp i friði.) 13. Rg4 Ra5 14. Bg5 Bb7 15. Dd2 c4 16. d4 c3 17. bxc3 Rc4 18. Df4 Bxg5? (Með þessu missir svartur sterk- an mann úr vörninni. Betra var 18 bxc3.) 19. hxg5 bxc3 20. Rf6+ Kh8 21. Bfl gxf6 22. gxf6 Hg8 23. Bd3 Rd2 24. Bxh7! (Svartur má ekki fá tima fyrir 24. .... Re4sem bremsar af sóknina.) 24. .... Rxf3+ 25. Kg2! (Glæsilega teflt. Hvitur hefur einungis áhuga á máti, smámunir eins og liðsafli skiptir engu máli.) 25. .... Rxel-t- (Eða 25. .... Rg5 26. Hhl Rxh7 27. Hxh7+ Kxh7 28. Hhl+ og mátar.) 26. Hxel Rf8 27. Bxg8 Kxg8 28. Dh6 Gefiö. 2. d5 VÍSIR flytur helgar fréttirnar á mánu- dógum. Degi fyrr en önnur dagblöð. (gcrist áskrifendur) Vlsir. Laugardagur 22. febrúar 1975. <5: 5 -- (4 q: 43 4 4 4 47 0 k 4 > 4 K K Q: 4 4 4) 4 4 4 k 4 4 4 4 4 4 4 vn K -4 '4 4 4 • 4; 4 k k 4 4 4 4 4 4 4 O vo 4 K 43 4 4 \ 4 k k 4 K \ 4 4 f4 4 'V) 4 '-4 4 O: 4 4 4; k k k k 4 4 N 4 U. -4 sc fi) •— •4 Q Qí k O O: R) k 4; (4 4 4 O 4 .0 Q: 4) 4 vO o; o: cv -V. K 4 k O 4 (4 4 4) 4 4) o: S vO 4 k 4 Cv 4 4 4 4 0 s 4 4 4 q; (4 4 4 s: 4 £ <4 4 •O 4 . 4 vy <4 4 4 Qc 4 -- 4 4 4 tO k Qr 4i V. 4 4 4 4 4 Pö 4 k 4 4 4 4 4 N/ 4 V- 4 4 4 X k O 4 q; k k 4 4 (4 sO tD 4 4) Q: > 4 4

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.