Tíminn - 05.07.1966, Síða 3
BUNBURY VERÐUR FYRST
SÍNT Á HELLISSANDI
Fram í dal, rétt framan við
Bíldudal, ók í eftirmiðdag á
fimmtudag stór, ný Mercedes
Benz vöruflutninga'bifreið út
af veginum, með þeim afleið-
ingum, að bíllinn er stór-
skemmdur og mikil mildi að
akki skildi verða stórslys á
mönnum.
Bifreiðin B-16 er eign Guð-
bjartar Þórðarsonar frá Pat-
reiksfirði og ók hann bílnum
sn með honum voru bróðir
hans Einar og Vilberg Jóns-
son. Hlutu þeir skrámur og
högg en éi.kert alvarlegt
'meiðsli, að því er virtist.
Bíllinn var kominn niður af
Hálfdáni á nokkum veginn
sléttan veginn, þegar hveil-
sprakk á vinstra framhjóli.
Rann bíilinn lengi vel í veg-
kantinum á meðan Guðbjartur
barðist við að halda stjórn á
honum, unz hann lenti á mjög
stórum steini, sem braut allt
undan honum að framan og
stakkst hann á endann fram
af vegbrúninni nærri því þvert
á veginum. Tilraun var gerð
til að ná bílnum upp í kvöld
en það tókst ekki og verður
það reynt aftur á morgun með
ýtum. Guðbjartur hefur verið
í flutningum fyrir Matvælaiðj-
una h.f. hér á Bíldudal og hef-
ur ekið þessum nýja bíl aðeins
7500 kílómetra. Er hér um
mjög tilfinnanlegt tjón fyrir
hann að ræða.
Norrænt ungtemplaramót í
tilefni fímmtíu ára afmælis
HZ-Reykjavík, mánudag.
Norræna ungtemplaramótið, sem
haldið er í Reykjavík, verður sett
á morgun í Dómkirkjunni af for-
manni undirbúningsnefndar, Áre-
líusi Níelssyni, sem jafnframt er
formaður íslenzkra ungtemplara.
Þetta mót, sem haldið er í fyrsta
skipti á íslandi, er haldið í tii-
efni 50 ára afmælis Norræna ung-
templarasambandsins, en aðilar að
því eru öil Iandssambönd ungtempl
ara á Norðurlöndum.
Dagskrá mótsins, sem standa
mun í viku, er fjölbreytt og fróð-
leg. Á miðvikudaginn verður full-
trúaráðsstefnan sett, en fulltrúarn-
ir eru um 40 talsins.
Alls munu um 400 ungtemplarar
sækja þetta mót, þar af 195 er-
lendir ungtemplarar og nokkrir
gestir, m.a. fyrsti formaður Nor-
rænna ungtemplara, Óskar Fran-
zén, japönsk hjón og Tyrki. Auk
ráðstefnufundanna verður farið í
nokkur ferðalög, ekið verður i
hringferð um Reykjavík, farið í
siglingu um Sundin, Jaðar heim-
sóttur, og á fimmtudaginn verður
farið til Þingvalla, Laugarvatns,
Skálholts, Gul'lfoss og Geysis og
mun sú ferð verða allan daginn.
Haidin verða böll og skemmtikvöld
þar sem íslenzkir skemmtikrafatar
og hljómsveitir skemmta.
Á sunnudaginn munu ungtempl
ararnir ganga fylktu liði um borg-
ina og staðnæmast á Austurvelli,
þar sem lúðrasveitin Svanur leik-
ur nokkur lög og haldnar verða
ræður. Um kvöldíð verður mótinu
slitið að Hótel Sögu.
Miðstöð mótsins er í hinu nýja
húsnæði IOGT að Eiríksgötu en
ráðstefnufundirnir verða haldnir í
Gagnfræðaskóla Austurbæjar.
SÝNING Á RÚSS-
NESKUM BÍLUM
KJ-Reykjavík, mánudiag.
Bifreiðar og landbúnaðarvélar
h.f. Suðurlandsbraut 14 efna til
sýningar á rússneskum bílum í
húsakynnum sínum, frá og með
föstudeginum 8. júlí til sunnudags-
ins 10. júlí n.k. og síðan verður
sýningin á Akureyri 12. og 13.
júlí
Fyrirtaakið efnir til þessarar bif-
reiðasýningar vegna komu VM..
Petrov aðalforstjóra Avtoexport
hingað til lands, en það fyrirtæki
sér um allan útflutning á bifreið-
um frá Sovétríkjunum.
Sýndir yerða 7—8 bílar og þar
á meðal Moskovitch, Volga station
sem verður kynntur hér á landi
í fyrsta sinn, lítill áætlunarbíil og
dieselvörubíll sömuleiðis nýir hér
á landi og lítili vörubíll með drifi
á öllum hjólum.
Lektor / Gautaborg
Njörður P. Niarðvík
Njörður P .Njarðvík, cand. mag.,
hefur verið ráðinn lektor í íslenzku
við háskólann í Gautaborg, með
kennsluskyldu við háskólann í
Lundi frá og með 1. júlí s.l. Njörð-
ur mun fara utan um næstu mán-
aðamót til að taka við þessu starfi
og verður hann væntanlega ytra i
þrjú ár. Njörður hefur undanfar-
ið verið kennari við Menntaskól-
ann í Reykjavík, framkvæmdastjóri
bókaútgáfunnar Skálholts og for-
maður landsprófsnefndar. Njörður
tekur við lektorsembætti af Ei-
riki Hreini Finnbogasyni, sem ný-
lega hefur verið skipaður forstöðu-
maður Borgarbókasafnsins. 1
HZ-Reykjavík, mánudag.
Gestaleikhúsið, sem er nýstofn-
aður leikflokkur leikenda úr báð-
um leikhúsum Reykjavíkur fer út
á land í sumar til þess að sýna
Ieikritið „Bunbury“ eftir Oscar
VViIde, sem er bráðfjörugt leikrit
byggt á orðaleik. Menntaskólinn í
Rvík sýndi þetta leikrit i vetur
við mjög góðar undirtektir.
Leikararnir eru: Helga Valtýs-
dóttir, Kristín Anna Þórarinsdótt-
ir, Bríet Héðinsdóttir, Sigríður Þor
valdsdóttir, Bjarni Steingrímsson,
Karl Guðmundsson og Arnar Jóns-
son. Leikstjóri hefur verið Kevin
Palmer og Una Collins hefur veitt
margvíslega aðstoð við undirbún-
inginn að landsförinni.
Leikflokkurinn sýnir leikritið
fyrst á Hellissandi hinn 8. þessa
mánaðar og heldur síðan sem leið
liggur vestur á firði, um Norður-
landið og síðast á Aústurland. Leik
ritið verður sýnt á hverju kvöldi
Drengur fyrir
bíl á Akureyri
HZ-Reykjavík, mánudag.
Á laugardagskvöldið varð um-
ferðarslys á Akureyri um sjöleyt-
ið. Lítill drengur, Óskar Vignir
Ingimarsson, 10 ára gamall ók á
reiðhjóli sínu á fólksbifreið, þeg-
ar hann sveigði út af Þingvalla-
stræti. Kastaðist Óskar út af göt-
unni og hlaut við það mikið höf-
uðhögg. Hann var fluttur á sjúkra-
húsið, en síðar um kvöldið var
hann fluttur flugleiðis til Reykja-
vfkur á Landakotsspítala, þar sem
hann liggur meðvitundarlaus enn-
þá.
og hyggst Gestaleikhúsið Ijúka för
sinni í ágústmánuði og sýna þá
leikritið um hríð í Reykjavík. Hver
leiksýning mun taka um tvo
klukkutíma og hefjast sýningár kl.
9 flest kvöldin.
COUSIN
Framhald af bls. 1.
t.ilkynnast ríkisstjórninni, og fær
hún 30 daga til þess að fialla um
málið. Er verkalýðsfélögum bann
að að fara í verkfall, eða reyna að
hafa áhrif á kröfur sínar á ann
an hátt, þennan tíma. Ríkisstjórn
in getur síðan visað málinu til
nefndar þeirrar, sem fjallar um
verðlags- og kaupgialdsmál, og
fær nefnd þessi þrjá mánuði til
þess að athuga hvert mál. Geta
þannig liðið fjórir mánuðir frá
því krafa um kauphækkun er
lögð fram. og þangað til stjórn
völdin hafa afgreitt hana.
Brezka útvarpið skýrð frá því
í dag, að sú ákvörðun Cousins að'
segja af sér vegna þessa frum-
varps, hafi verið aðalfrétt allra
brezkra dagblaða í morgun. Væri
það álit manna, að þeim vinstri-
sinnuðu þingmönnum, og verka
lýðsfélögum, sem andstæð eru
frumvarpinu. hafi þar hlotnazt
voldugur leiðtogi. sem gæti orð
ið stjórninni erfiður, og að þessi
ákvörðun Cousins væri mikill
stuðningur við andstæðinga frum-
varpsins.
Tilgangur frumvarpsins er
fyrst og fremst að draga úr
hækkun rekstrarkostnaðar og
gera brezkan iðnað þannig sam-
keppnishæfari við iðnað annarra
landa.
Yfirlýsing
Vegna ummæla, sem höfð eru
eftir Jóni Magnússyni, hæstaréttar-
lögmanni, framkvæmdastjóra Sam
bands veitinga- og gistihúsaeigenda
í Morgunblaðinu f dag, vill stjórn
Félags framreiðslumanna taka eft-
irfarandi fram:
1. Framkvæmdastjórinn telur þá
kröfu óaðgengilega, að látið sé
haldast það fyrirkomuiag, sem
lengi hefur tíðkazt á vínveitinga-
húsum hér í borg, og tíðkast enn
a.m.k. á Hótel Borg og Lídó, að
framreiðslumenn í bar fái varn-
ing þann er þeir selja afgreiddan
samkvæmt pöntunarseðlum og síð-
an sé gert upp við veitingahúsið
samkvæmt þeim seðlum, Nokkrir
veitingamenn hafa nú upp á síð
kastið tekið upp það fyrirkomulag
að láta slá hverja einstaka af-
greiðslu inn á peningakassa, en
af þessu er veruleg tímatöf fyrir
framreiðslumanninn, sem aftur
veidur því að afgreiðsla gesta
gengur seinna fyrir sig en ella.
Framreiðslumenn hafa því lagzt
gegn þessari nýbreytni, enda verð-
ur ekki séð að hún hafi neins
konar hagræði í för með sér.
2. í öðru lagi telur fram-
kvæmdastjórinn það óaðgengilégt,
að veitingamönnum sé óheimilt að
breyta vinnutilhögun frá því sem
nú er. Samkvæmt tillögum vorum
er það áskilið að samkomulag ná-
ist um slíkar breytingar við félag
vort. Þetta teljum vér nauðsyn-
legt til að stemma stigu við van-
hugsuðum og óhagkvæmum breyt
ingilm á vinnutilhögun framreiðslu
manna.
3. í þriðja lagi kveður fram-
.kvæmdastjórinn óaðgengilegt að
lfjölgun framreiðslumanna í veit-
ingahúsum frá því sem var 1. júní
1966, verði háð samþykki Félags
framreiðslumanna. f tillögum vor-
um er gert ráð fyrir, að reynt
verði að ná samkomulagi milli
félags vors og S.VG.. um reglur
varðandi hámarksfjölda fram-
reiðslumanna á hverjum vinnu-
stað, en á meðan slíkar reglur
hafa ekki verið samþykktar telj-
um vér nauðsynlegt', að félagið
eigi þess kost að hafa áhrif í þessu
efni.
4. Enn telur framkvæmdastjór-
^ inn óaðgengilegt, að ákvörðun á
ifjölda aðstoðarfólks framreiðslu-
I manna sé í höndum félags þeirra
log veitingamönnum óheimil af-
| skipti af fjölda þess. Hér er um
! að ræða fólk, sem framreiðslu-
jmenn launa sjálfir og hafa allan
veg og vanda af og er vandséð
hverra hagsmuna veitingamenn
eiga að gæta í sambandi við fjölda
þess.
5. Um fjölgun daga þeirra, sem
hækkað þjónustugjald er krafið er
það að segja, að þjónustugjaldið
greiða gestir húsanna en ekki veit-
ingamenn. Hér er því um að ræða
atriði, sem ekki snertir veltinga-
menn fjárhagslega. Gestir húsanna
hafa mætt með skilningi því sjón-
armiði, að framreiðslumenn ættu
að fá hærri þóknun fyrir vinnu á
hátíðisdögum en aðra daga og ef-
umst vér ekki um að svo muni
enn verða.
Hafi framkvæmdastjórinn löng-
un til að ræða þessi mál frekar
á opinberum vettvangi mun félag
vort ekki skorast undan því.
F.h. félags framreiðslumanna
Jón Maríasson.
form.
i
Í