Tíminn - 05.07.1966, Side 12
ÍÞRÓTTIR
ÍÞRÓTTIR
12
TÍMINN
England
vann
Danmörk
2:0
Enska landsliðið í knattspyrnu
lék sáðasta upphitunarleik sinn í
Norðurlandsförinni á sunnudag og
mætti þá danska landsliðinu á
Idrætsparken í Kaupmannahöfn.
England sigraði með 2:0 og skor-
uðu þeir Jack Charlton og East-
ham mörkin.
Alf Rarnsey landsliðsþjálfarinn
enski var ekki eins ánægður nieð
þennan leik og leik enska liðsins
gegn Norðmönniun í Osló s.l. mið
vikudag.
Keppni í 3.
deild hafin
Alf-Reykjavík, mánudag.
Um helgina fóru fram tveir
merkilegir knattspyrnuleikir, ann-
ar á Selfossi en hinn á Sauðár-
króki, fyrstu leikirnir, sem leiknir
eru í 3. deild. Á Selfossi léku
heimamenn gegn Borgnesingum
og unnu 3:2, en á Sauðárkróki
léku heimamenn gegn Ölfusingum
— og unnu hinir síðarnefndu með
1:0.
Víkingur og
Haukar í kvöld
Víkingur og Haukar leika í 2.
deild íslandsmótsins í knattspyrnu
í kvöld. Leikurinn fer fram á
Melavellinum og hefst kl. 20.20.
Dómari verður Eysteinn Guð-
mundsson.
Dregið 15. júlí
Drætti í Happdrætti Fram hef-
ur verið fresttað uim 10 daga, eða
til 15. júlí, þar sem full skil hafa
ekki enn borizt. Vinningsnúmer
in munu birtast í dagblöðunum
þann 16. júlí.
(Fram)
Eins og sagt var frá f blaSinu á laugardag, lék landslið Brazilíu upphitunar
leik gegn sænska landsliðinu og fór leikurinn fram í Gautaborg. Brazilíu-
menn unnu 3:2. Myndin að ofan er frá leiknum og sést Brazilíu-maðurinn
Fidelius í sókn.
ÞRIÐJUDAGUH 5. júlí 1966
Fjónskt úr-
valsliö kom-
ið til Rvíkur
Leikur fyrsta leikinn annað kvöld
i
f nótt var væntanlegt til Reykja
víkur úrvalslið knattspymufélag-
anna á Fjóni, Fyns Boldspil Union.
Liðið kemur hingað á vegum K.R.
R. og leikur 3 lelki í Reykjavík.
Fyrsti leikurinn verður á mið-
vi'kudagskvöld á Laugardalsvelli
gegn Reykjavíkurúrvalsliði. Hefst
leikurinn kl. 20.30. Forsala að-
göngumiða er í dag og á morgun
við Útvegsbankann.
Annar leikurinn verður á föstu-
dagskvöld kl. 20.30 og mæta Dan
imir þá íslandsmeistutum K.R.
Þann leik dæmir danski milliríkja-
dómarinn Frede Hansen, sem er
í stjóm F.B.U. og fararstjóri liðs
ins.
Síðasti leikurinn verður við úr-
valslið af Suðvesturlandi og velur
landsliðsnefnd það lið. Sá leikur
fer fram á mánudagskvöild á Laug-
ardalsvelli og hefst kl. 20.30.
í danska liðinu eru 23 menn, 18
leikmenn og 5 manna fararstjórn.
Aðalfararstjóri er varaformaður
F.B.U., Hartvig Johansen, en með
honum stjórnarmennimir Frede
Hansen og Svend Áge Petersen.
Stjórnandi liðsins er Jörgen Les
chly Sörensen, sem frægur var fyr
ir nokikrum árum' sem atvinnumað-
ur á Ítalíu og lék tvívegis með
úrvalsliði Evrópu, og þjálfari liðs-
ins er Jaok Johnson, þjálfari B
1913.
Þrír af leikmönnum F.B.U. voru
þátttakendur í landsleiknum í gær-
kvöldi á Laugardalsvellinum, Paul
Johansen, markvörður, Bent Jen-
sen, innherji og Niels Kildemoes,
útherji. Þeir verða eftir hár og
lika með F.B.U.
• Leifcmennirnir eru allir frá fé-
Framhald af bls. 12.
Breiða-
blik kom-
ið í úrslit
Alf-Reykjavík, mánudag.
Á laugardaginn unnu Breiða-
bliks-menn þýðingarmikinn sigur
í B-riðli 2. deildar gegn ísfirð-
ingum, 3:1, en leikurinn fór fram
á ísafirði. Með sigrinum er Breiða
blik komið í úrslit í 2. dcild, hef-
ur hlotið 9 stig eftir 5 leiki, og
á aðeins einn leik eftir, sem ekki
skiptir máli. ísfirðingar era í 2.
sæti í riðlinum, með 4 stig eftir
5 leiki. Siglufjörður er með 3 stig
eftir jafnmarga leiki og FH er „
botninum með 2 stig, og er í al-
varlegri fallhættu. Siglf irðingar ^
unnu FH á laugardaginn með 2:1.
Þá léku í 2. deild, A-riðli, Suð-
urnesjamenn og Vestmannaeying
ar. Fór leifeurinn fram í Njarðvík-
um og unnu Vestmannaeyingar
3:0, en fyrri leikinn unnu þeir
8:1. Vestm. hefur forystu í a-riðli,
með 6 stig, en Haukar koma næst-
ir með 5 stig og Fram er í 3.
sæti með 4 stig, en fæsta leiM.
Fram hefur leikið á móti Suður-
nesjam. og vann þá 6:0 og Vík-
ing 9:0.
- segir Þórólfur Beck, sem staddur er hér í stuttu sumarleyfi.
t I \ V ■
„Ég hverf frá Glasgow Rang-
ers vegna þess, að ég var orð-
inn óánægður hjá félaginu. Það
er allt annað en gaman að
vera í varaliði, jafnvel hjá
stóru félagi eins og Rangers.
Ég gekk því á fund fram-
kvæmdastjórans, Scott Symon,
og sagði eins og var, að ég
væri óánægður. Það væri sama
hvort það væri hjá Rangers eða
Real Madrid, ég kærði mig ekki
uni að vera í varaliði til lang-
frama. Og Scott Symon heldur
ekki óánægðum leikmönnum."
Þannig fórust Þórólfi Beck
orð, þegar ég ræddi við hann
í gær, en Þórólfur dvelst hér
um þessar mundir í stuttu sum
arleyfi. Þórólfur hélt áfram:
„Það er geysilegur munur á
því að leika með aðalliði og
varaliði. Það koma að meðal-
taii 30 til 40 þúsund áhorf-
endur á leiki aðalliðsins, en
ekki nema 2 til 3 þúsund á
leiki varaliðsins. Stemningin er
allt önnur — og maður vex
tæplega sem knattspyrnumaður
að leika lengi með varaliðinu."
„Ég hef heyrt, að ensk fcnatt
spymulið hafi áhuga á að
kaupa þig. Hefurðu áhuga og
máttu leika með enskum lið-
um?“
„Ég hef ekkert heyrt um það,
að ensk lið hafi áhuga á að fá
mig, en það er kannski ekki
að marka það, því ég er búinn
að vera í löngu ferðalagi og
ekki haft samband við neina.
Vissulega hefði ég áhuga á að
leika á Englandi, og t.d. vildi
ég alveg eins leika með góðu
ensku 2. deildar liði og skozku
1. deildar liði, svo framarlega,
að ég fengi gott tilboð. Erlend-
ir knattspyrnumenn eru ekki
gjaldgengir í ensfeu knattspyrn
unni, en ég er búinn að vera
það lengi í Skotlandi, eða allt
frá 1961, að ekkert væri því
til fyrirstöðu að ég léki á Eng-
Iandi.“
„En þú hefur ekki hugsað
neitt út í það að setjast að
hér heima strax?“
„Nei, fyrst ég fór út í at-
vinnumennsku á annað borð,
held ég áfram á þeirri braut,
þar til ég hef náð þrítugsaldri.
Annars fer sá aldur að nálg-
ast,“ sagði Þórólfur hlæjandi,
„því ég er orðinn 26 ára gam-
all og enginn unglingur leng-
ur.“
„Hefur tíminn hjá Rangers
verið lærdómsríkur?"
„Já. Vissulega. Ég hef lært
margt hjá Rangers, en þetta
var orðið niðurdrepandi undir
lokin.“
„Og þú hefur stutta viðdvöl
hér heima í þetta sinn?“
„Já, óvenju stutta, ég fer ut-
an eftir rúma viku. Þá held ég
ttí Skotlands og ætla að skoða
mig dálítið um í norðurhéruð-
um landsins og ég hlakka til að
skoða mig um þar.“
„Að lokum, Þórólfur, verður
nofekur ákvörðun tekin í þínum
málum strax“
Þórólfur Beck.
„Nei, nú liggur knattspyrna
alveg niður á Skotlandi og það
skeður ekkert fyrr en í ágúst
í fyrsta lagi.“
Lengra varð viðtalið ekki, en
til gamans má skjóta því inn í
hér, að sá, sem þetta ritar,
spurði framkvæmdastjóra Dun-
dee Utd., Jerry kerr, þegar
hann var hér á ferð, hvort
hann hefði áhuga á að kaupa
Þórólf til Dundee Utd. Kerr
sagði, að Þórólfur væri mjög
skemmtilegur leikmaður, en
hann væri of dýr fyrir Dundee
Utd. — alf.
J