Tíminn - 05.07.1966, Qupperneq 13

Tíminn - 05.07.1966, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGTJR 5. júlí 1966 ÍÞRÓTTIR Dcnsk sókn stöðvuS. Magnús Torfason spyrnir frá. Fyrir miSju er Anton Bjarnason og til hæ-gri er Jóhannes Atlason. Guttormur, markvörður, til vinstri, horfir á eftir knettinum. ' (Tímamynd G.E. TÍMINN íslenzka unglingalíðíð tapaði fyrir Oönum 0 : 3 Alf-Reykjavík. — Enn einu sinni urðu íslenzkir áhorfendur að horfa upp á tap gcgn „rauðu erfðaféndunum“ frá Danrn. Um 8. þús. áhorfcndur sneru vonsvikn ir heim af Laugardalsvcllinum í gærkveldi eftir að hafa séð danska unglingalandsliðið sigra íslenzka liðið með 3:0, en öll mörkin voru skoruð í síðari hálfleik. Úrslitin voru sanngjörn, því dönsku pilt- arnir höfðu yfirburði á flestum sviðum. íslenzka liðið olli miklum von- brigðum, því það náði aldrei saman, og fátítt var, ef knöttur- inn gekk á milli fleiri en 2ja leik i manna. Efst í huga manni eftir i leikinn var spurningin, ætlar | aidrei að birta til í íslenzkri knatt ? yrnu? Aðeins tveir leikmenn i :enzka liðsins stóðu fyrir sínu i gærkveldi, Anton Bjarnason, miðvörður, sem barðist eins og - ljóri í vörninni og hrundi mörgu dönsku áhlaupi, en undir lokin urðu honum þó á ein mistök, þeg ar hann hitti ekki knöttinn og danski miðherjinn Marcussen komst inn á milli og skoraði þriðja markið. Hinn leikmaður- inn, sem stóð sig vel í íslenzka liðinu, var Guttormur Ólafsson,; markvörður, sem varði oft skín- andi vel. Raunar má segja, að Anton og Guttormur hafi borið hita og þunga dagsins. Skínandi gott knattspyrnuveð- j ur var í gærkveldi, logn og hiti | — og annað veifið sást til sólar. j Áður en leikurinn hófst, lék lúðra j sveit þjóðsöngva landanna, en að ! því búnu hófst leikurinn. Og strax j á 1. mínútunni barst knötturinn hratt að danska markinu, en dönsku leikmennirnir björguðu í horn. En þetta var aðein? byrjun- in. Brátt tóku dönsku leikmenn- írnir leikinn í sínar hendur og náðu j völdum á miðjunni. Var það ekki í sízt að þakka Niels Erik Ander- ser '4>' sem var áberandi bezti maóu: vallarins ásamt Jörgen Jörgensen (8). En þrátt fyrir, að Danirnir ættu meira f spili úti á vellinum, áttu þeir ekki eins hættuleg tækifæri og íslenzka lið- ið. Á 18. niínútu lék Hcrmann Gunn arsson, miðherji, skemmtilega upp vinstra megin og komst frarn hjá bakverðinum. Hermann lék áfram með endalínu að marki — og þurfti ekki annað en scnda knöttinn 2 metra út til Eyleifs, scm fylgdi vel eftir. En Hermann varð aðcins of seinn, og danski niarkvörðurinn, Hildebrandt, náði að krafsa til knattarins. Á sömu minútu skapaðist aftur hætta við danska markið, þegar Jóhannes Atlason, h. bakvörður, scndi svif- bolta inn í teiginn til Eyleifs, scm stóð óvaldaður. En Eyleifur fór illa með þetta tækifæri, „kiks- aði“ — og þar með rannu tvo tækifæri á söinu mínútunni út í sandinn. Danir áttu sín tækifæri í leikn- um, og hurð skall nærri hælum á 35. mín., þegar mikil þvaga mynd aðist við íslenzka markið, en á síðustu stundu var bjargað í horn. Og á hiniri alræmdu 43. mínútu bjargaði Guttormur vel, þegar hann sló skot frá hægri innherj- anum, Jörgen Jörgensen, í slá. Eftir atvikum rná segja, að ísl. Iiðið hafi sloppið sæmilega frá fyrri hálfleiknum, en það sama verður ekki sagt varðandi síðari hálfleikinn, sem var sorglega illa leikinn af hálfu ísl. piltanna. Fyrsta mark Danmerkur skoraði Jörgen Jörgensen (8) á 16. mín. eftir sendingu frá vinstri. Ódýrt mark. Á 33. mínútu kom svo 2:0. Há sending frá miðju stefndi að ísl. markinu. Anton rétt náði að koma við knöttinn, en Jörgensen komst á milli og skallaði í stöng og inn. Þriðja og síðasta markið kom á 43. mínútu og skoraði mið- herjinn Marcussen það eins og fyrr er sagt. í heild var leikurinn ' gærkveidi daufur og ekki bætti úr skák, að áþorf.Qndur vpru flestir með jarð arfararsvip og gerðu lítið til þess að hvetja ísl. piltaria. Hosturinn við heimavöll á að vera sá að |hafa áhorfendur sem bakhjari. En ' hvað um það, ekki afsakar þetta ; getuleysi piltanna. í fyrri hálf- jleik stóðu báðir bakverðirnir, Jó- hannes og Guðni. sig nokkuð sæmi iega, en gerðu margar ljótar skyssur í síðari hálfieik. Báðir framverðirnir, Magnús Jónatans- son og Magnús. Torfason, brugð- ust, náðu aldrei neinum tökum á miðjunni. Og innherjarnir, Berg- sveinn og Eyleifur, léku illa, þó átti Eyieifur stöku sinnum ágæta spretti. Hermann var í daufara lagi, og ógnaði ekki nóg. Hörð- ur Markan á hægra kanti gerði virðingarverða tilraun til baráttu en Guðmundur Haraldsson vinstra mégin var daufur. Heildarsvpur liðsins var því miður neikvæður. Það vantaði samleik, baráttu og sigurvilja, eða með öðrum orðum, það vant ,aði flest það, sem þarf til að vinna leik. Það ætlar seint að birta til í íslenzkri knattspyrnu, þarna brugðust vormennirnir. Danska iiðið var á flesium svið um betra, en þó hafði maður bú- izt við betri knattspyrnu. Beztu menn liðsins voru tvímælalaust ! Niels Anderson og Jörgen Jörg ensen. Markvörðurinn, Hilde- brandt, var mjög öruggur — og reyndar allt liðið frekar jafnt. Skozki dómarinn, Mullen, var full kærulaus og ónákvæmur. 13 Píanósnillingurinn Askenazy: íslendingar voru ekki nógu sóknharðir og þá skorti bar áttuviljann. Ég hafði vonað að þeir myndu skora eitt mark. Mér fannst Eyleifur góður á köflum. Ríkharður Jónsson, Akranesi; Mér fannst þetta afar slappt út í gegn. Jörgensen var áberandi bezti maður vallarins. Jón Maríusson, þjónn, Revkja- vík: Þetta var allt of lélegt h:iá ísl. liðinu. Það vantar hörku i * strákana. Hörður Markan fannst mér beztur af okkar mönnum, duglegur og harður. Axel Axelsson, knattspyrnumað ur, Þrótti: Mér fannst Danirnir áberandi betri, spörkin betri hjá þeim og meiri hreyfanleiki. Framlínan hjá okkur var ekki nógu jákvæð. Af okkar mönn um fannst mér Anton og Gutt onmur beztir og Jörgensen hjá Dönunum. Halldór Halldórsson, fyrrver- andi knattspyrnumaður hjá Val: Þetta voru réttlát úrslit. Haukur Jóscpsson, deildarstj., Reykjavík: Munurinn var í rauninni enginn á liðunum, nema hvað íslendingarnair voru svo miklu seinni eða lat- ari. Pétur Guðjónsson, rakari, Rvk: Það vantar allan lirej’fanleika í ísl. liðið. Hafsteinn Guðmundsson, Kefla- vík: Ég er óánægður með frammistöðu ísl. liðsins í seinni hálfleik. Hefðum átt að skora í seinni hálfleik. Karl Guðmundsson, þjálfari íslenzka liðsins vildi ekkert um leikimn segja, og Sæmund ur Gíslason, formaður lands- liðsnefndar, var einnig dauf ur í dálkinn. Hermann Gunnarsson og fleiri leikmenn: Þeir eru ekkert líkamlega sterkari en við, en þeir eru miklu frískari og liprari. Ann ars lékum við undir getu og úthaldið brást hjá iiðinu í heild. Við hefðum kannski náð okkur betur á strik ef okkur hefði tekizt að skora, Svo fenguim við á okkur kiaufa mörk, sem setti okkur út af laginu. Það er líka alltaf sama sag- an — við erum með ,,kom- plexa“ þegar við leikum við erlend lið. IJjörgvin Schram: ” Okkar lið var lakara en ég y bjóst við. en það er ekkert ann nð að gera en herða upp hug ann. Danska liðið var heldur ekki sterkt og ég bjóst við. Danski þjálfarinn: Okkar menn voru seinir að komast í gang, enda var vörn íslenzka liðsins góð í fyrri hálf leik. Þegar ró færðist yfir leik inn. náðum við yfirhöndnni. Karl Petcrsen fararstjóri: Jörgen Jörgensen (8) var beztur í okkar liði, hann náði mörgum boltum og spijaði vel úr. Númer 5 var langbeztur hjá ykkur, hann var óheppinn þegar hann hitti ekki boltann g og okkar maður skoraði. ■MBMMMiaHmb...

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.